Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRlL 1976 3 Smyglið í Laxfossi LEIT var haldið áfram í gær í Laxfossi, þar sem skipið lá við Gufunes. Enginn smyglvarningur fannst til viðbótar þeim 2—300 flöskum af 75% vodka, sem fundust í hólfi undir vél skipsins í fyrradag. 7 skipverjar hafa játað að eiga áfengið. Myndirnar voru teknar í gær. Sýnir önnur þeirra tollvörð halda á loki yfir hólfinu, þar sem áfengið fannst, en hin sýnir birgðirnar. Ljósmynd Friðþjófur Nú eiga möskvar í dragnót að stækka Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um drag- nótaveiðar. I henni segir, að lág- marksstærð möskva [ poka drag- nótar skuli vera 170 mm, óg ávallt skuiu a.m.k. öftustu 5 metrar dragnótarinnar vera úr 170 mm riðli. Lágmarksstærð f öðrum hluta dragnótar skal vera 135 mm. Öheimilt er að nota nokkurn þann útbúnað, sem þrengir eða herpir á nokkurn hátt möskva þá, sem áður er lýst, þó skal ekki teljast ólögmætt að festa undir poka dragnótar segldúk, net eða annað efni í því skyni að koma í veg fyrir eða draga úr sliti, þó þannig, að þessir slitvarar eða Framhald á bls. 20 Al-hús til sýnis tSLENZKA álfélagið h.f. hefur látið reisa hús úr áli að Hauka- nesi 15. Verður húsið sýnt boðs- gestum f dag en verður sfðan opnað almenningi frá og með deg- inum á morgun. Verður það opið daglega fram til 19. aprfl klukkan 14 til 21. Álhúsið sem reist er sem aug- lýsing til þess að sýna á hvern hátt er unnt að nota þennan málm í byggingariðnaði, er hannað af arkitektunum Helga og Vilhjálmi Hjálmarssonum og Alusuisse. Burðarþolsteikningar hefur Vilhjálmur Þorláksson gert, en teikningar að hitakverfi, vatns- kerfi og skólpi hefur verkfræði- skrifstofa Guðmundar og Kristjáns annast. Rafmagnslögn í húsið er gerð af Rafteikningu s.f. Byggingarstjóri hefur verið Pálmi Stefánsson verkfræðingur. Grind hússins er úr áli, en einnig er notað báruál. Þá eru veggja samlokur úr áli, inngangur og bílskúrshurð. Er allt þetta framleitt af Alusuisse. Gluggar eru framleiddir af Constral í Sviss. Húsið er sýnt með húsbúnaði frá ýmsum verzlunum. Bygg- ingarmeistari hússins er Sævar Gunnlaugsson, múrarameistari Ólafur Bjarnason, pípulagninga- meistari Garðar Hannesson raf- tækjameistari Skúli Þórsson og málarameistari Kolbeinn G. Óskarsson. Hollendingarnlr f Garðyrkjuskólanum f Hveragerði ásamt ylræktarmönnum, er hlýddu á erindi um ljóstækni. Ljósm. Ragna Hermannsdóttir. Við gætum selt Hollendingum blóm „VIÐ ÞORÐUM ekki að láta þetta birtast f fjölmiðlum 1. aprfl, þvf það hefði enginn trúað þvf,“ sagði Arni Kristjánsson, aðalræðismað- ur Hollands. Atti hann þá við fréttir af athugun á þvf hvort unnt sé að koma á blómaútflutn- ingi héðan til Hollands. Brezkt máltæki líkir fjarstæðu- kenndum fyrirætlunum við það að flytja kol til Newcastle. í hug- um Islendinga er Holland eitt gríðarstórt blómabeð, og hugsun- in um að flytja þangað blóm frá Islandi er álíka fjarstæðukennd og kolaflutningarnir i brezka mál- tækinu. Engu að siður er hér um þaulkannaða hugmynd að ræða, sem gæti komizt i framkvæmd jafnvel á þessu ári. Eins og skýrt var frá hér í blað- inu á laugardag eru 6 Hollending- ar staddir hér á landi til viðræðna við íslenzka ráðamenn um hugs- anlega smíði gróðurhúsa, sem næðu yfir 3V6 hektara, eða 35 þús- und fermetra lands. Ef úr verður er ætlunin að rækta þar chrystanthemum og flytja græðl- inga vikulega til sölu i Hollandi. Reiknast sérfræðingum svo til að uppskeran yrði um ein milljón græðlinga á viku, eða um 4 tonn. Lætur nærri að það sé 6% heild- armagnsins, sem selt er f Evrópu vikulega. Eins og er fá Hollendingar chrysanthemum-græðlinga frá ýmsum suðrænum löndum, til dæmis frá Kenya, Tanzaníu, Ital- iu, Frakklandi og Portúgal. Sá er þar galli á að i öllum þessum löndum er hætta á plöntusjúk- dómum, sem ekki þekkjast hér. Hollendingarnir sex hafa rætt við forsætis-, landbúnaðar- og iðn- aðarráðherra, auk þess sem þeir hafa náið samband og samvinnu við dr. Björn Sigurbjörnsson for- stöðumann Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Gretar Unn- steinsson, skólastjóra Garðyrkju- skólans í Hveragerði. Þrir Hol- lendinganna eru frá Philips- fyrirtækinu hollenzka og hafa Douwe Vries landbúnaðarráðu- nautur (t.v.) og Arni Kristjáns- son aðalræðismaður. þeir meðal annars flutt fyrir- lestra um ljóstækni í Garðyrkju- skólanum fyrir ylræktarmenn og ljóstæknifræðinga. Þá hafa Hol- lendingarnir rætt við fulltrúa Eimskipafélags tslands varðandi hugsanlega flutninga á 1100 tonn- um af byggingarefni í gróðurhús- BUlÐ er að kalla skipstjóra 8 báta af 10, sem teknir voru á friðaða svæðinu á Selvogsbanka, fyrir rétt. Hafa þeir allir viður- kennt að hafa verið á veiðum á umræddu svæði. Mál skipstjór- anna hafa verið send til saksókn- ara rfkisins og tekur hann ákvörð- un um hvað gert verður f málinu. Páll Hallgrimsson, sýslumaður á Selfossi, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að skipstjór- ar 4 báta af 6, sem teknir voru og gerðir eru út frá Þorlákshöfn hefðu komið fyrir rétt f gær- morgun. Hefði enginn þeirra rengt mælingar varðskipsmanna. Eftir ætti að yfirheyra skipstjóra tveggja báta og yrði það gert um leið og þeir kæmu að landi. Valtýr Sigurðsson fulltrúi bæjarfógeta í Keflavik, sagði, að Athugun gerð á smíði 35 þús. fermetra gróðurhúss in, við Iscargo um flutninga á græðlingum, og við Kassagerð Reykjavíkur um kaup á 1000 köss- um á viku undir græðlingana, ef takast skyldi að finna grundvöll fyrir þessum miklu framkvæmd- um. Douwe Vries landbúnaðarráðu- nautur við hollenzka sendiráðið i London, er ásamt Arna Kristjáns- Framhald á bls. 20 skipstjórar af þrem bátum hefðu mætt þar fyrir rétt í gær. Allir hefðu viðurkennt að hafa verið á þeim stað, sem varðskipið gaf upp. Hins vegar hefðu skipstjórar bátanna borðið þvi við, að þeim hefði ekki verið kunnugt um að friðaða svæðið hefði Verið stækkað frá þvi i fyrra. Þeir hefðu lagt fram kort, sem þeir væru með um borð i bátunum, og á því væri teiknað svæðið eins og það var áður. Mál skipstjóranna var sent saksóknara til umfjöll- unar. Mál skipstjóra Vestmannaeyja- bátsins sem var á friðaða svæðinu var tekið fyrir af Jóni Þorsteins- syni fulltrúa i Eyjum í fyrra- kvöld. Skipstjóri bátsins viður- kenndi mælingar varðskips- manna og var málið sent sak- sóknara. Viðurkenna veiðar á friðaða svæðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.