Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRIL 1976 7 Hið frjálsa félagaframtak Þvi er hvergi nærri nógu gaumur gefinn, hverja þýðingu marg- háttað frjálst framtak á sviði æskulýðs-, iþrótta, mannúðar- og félagsmála hefur i þjóðfélagi okkar. Þetta félagaframtak hefur virkjað stóran hóp ein- staklinga i starfi og þörfum málefnum, haft umtalsverð áhrif til góðs i þjóðfélaginu og i raun sparað þjóðarheildinni bæði sveitarfélögum og riki, verulegar fjárhæðir. Hér verður ekki gefin tæmandi skrá um öll þau félög, sem hlut eiga að máli. Nefna má iþrótta- félög. skátafélög, bind- indisfélög, björgunarsveit- ir og þjónustuklúbba margs konar, sem öll sinna þörfum málum i þjóðfélaginu með góðum árangri og lofsverðum. Sá þáttur í starfsemi þessara samtaka, sem lýtur að þvi að virkja frjálsan sam- takamátt borgaranna til stuðnings góðum málum, hefur ekki hvað minnsta þýðingu. Almenningsþátt- taka, sem ekki er knúin fram með stjórnboðum, heldur látin i té af frjáls- um vilja, fyrir tilstílli og frumkvæði þessara sam- taka, hefur margþætt gildi, sem óþarfi er að eyða að orðum. Lionshreyfingin á Islandi Lionshreyf ingin á ís- landi er 25 ára á þessu ári. Af þvi tilefni ákvað umdæmisþing hreyf- ingarinnar að efna aftur til fjáröflunar meðal landsmanna. með sölu „rauðu fjaðrarinnar", til styrktar málefnum van- gefinna. i hið fyrra skipti, er rauða fjöðrin var boðin föl, var það gert í þágu sjónverndar. Þá söfnuðust um fimm milljónir króna, sem einkum var varið til að byggja upp fullkomna aðstöðu fyrir augnasjúkl- inga á Landakotsspítalan- um, en einnig vóru keypt tæki til sjónprófunar, er dreift var viða um land. Var það einkum gert til að leita að gláku á frumstigi, en sá sjúkdómur var þá mun útbreiddari hér en i nágrannalöndum okkar. Vangefnir afskiptir Að þessu sinni verður rauða fjöðrin boðin til kaups, í dag og tvo næstu daga, til stuðnings van- gefnum. Vangefnir eru mjög afskiptir í þjóðfélagi okkar og fjölmargt skortir á um æskilegan aðbúnað þeim til handa. Mennt- unar- og þroskamögu- leikar þeirra hafa naum- ast fengið nægilega já- kvæðan þjóðfélagslegan farveg, þó vissulega hafi miðað í rétta átt, né þeim skapaður starfsvett- vangur í hinu daglega lífi, sem vangefnir hafa ekki siður og máski ríkari þörf fyrir en aðrir þegnar þjóð- félagsins. Starfskrafta vangefinna má og efa laust nýta til verðmæta- sköpunar, ef hverjum og einum verða sköpuð við- eigandi starfsskilyrði. Margt er og vangert í sköpun viðunandi að- búnaðar. Vangefin börn og unglingar njóta t.d. ekki sambærilegrar tann- læknaþjónustu á við „eðlileg" börn á grunn- skólaaldri. Rauða fjöðrin Vonandi tekur hinn al- menni borgari rauðu fjöðr- inni vel i dag og næstu daga. Þeir fjármunir, sem af hendi verði látnir. Rauð fjöður — tákn sam- átaks i þörfu og góðu mál- efni. verða „verðtyggðir" i þörfu og jákvæðu starfi, i þágu þeirra, sem vissu- lega eru hjálpar þurfi. Þátttaka i sliku starfi er og engu síður holl og bæt- andi fyrir þá, sem aflögu- færir eru. og það erum við jú öll þegar liðsinnis okkar er leitað i þessum til- gangi. Söfnunarfénu verður varið til tækja- og áhaldakaupa. sem dreifa á i alla landshluta. Gert er ráð fyrir að meir en 2000 Lionsmenn taki þátt i sölu rauðu fjaðrar- innar og að gengið verði i flest hús í landinu, a.m.k. i þéttbýli. UTSOLU- MARKAÐURINN sem hefur vakiö veröskuldaða athygli er aö LAUGAVEG 66 Ennþá er hægt aö gera stórkostleg kaup á þessum markaði Hreint út sagt ótrúleg verð fyrir 1. flokks vörur Látió ekki happ úr hendi sleppa, því markaöurinn heldur áfram í stuttan tíma í viöbót TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS OtjTl KARNABÆR Útsölumarkaöurinn/ Laugavegi 66, sími 28155 Innanhúsarkitektar fermetri. Gúmmíbáta verð aðeins kr. 1,250 — þjónustan Grandagarði 13 s. 14010. húseigendur Eigum nú fyrirliggjandi kókosdregil litlausan (nautral) 100 cm. breidd o NÝKOMNAR FERÐ ATÖSKU R HANDTÖSKUR SNYRTITÖSKUR Við afgreiðum litmyndir yðar á 3 dögum Þér notið Kodak filmu, við gerum myndir yðar á Kodak Ektacolor-pappír og myndgæðin verða frábær Umboðsmenn um land allt — ávallt feti framar HANS PETERSEN HF Bankastræti -S: 20313 Glæsibæ - S: 82590 /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.