Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRIL 1976 19 Hans G. Andersen í ræðu á fundi hafréttarráðstefnu: Reglur um full- veldisrétt strand- ríkja verða að vera skýrar og ljósar — svo að engar deilur geti risið Hans G. Andersen, for- maður íslenzku sendi- nefndarinnar á fundi hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna, sem nú stendur yfir í New York, flutti ræðu á allsherjar- fundi ráðstefnunnar í fyrradag. Ræða þessi fer hér á eftir í heild en í samtali við Morgunblaðið í fyrradag sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, alþm., sem er fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í íslenzku sendinefndinni, að ræóa þessi hefði vakið tals- verða athygli. Skömmu eftir aö ræðan var haldin héldu fulltrúar svokall- aðs þrengri strandríkja- hóþs fund, en það eru fulltrúar Nýja-Sjálands, Mexikó, Argentínu, Nor- egs, Jamaica, Kanada, Indónesíu, Senegal og Chile. Á fundi þessum létu menn í ljós mikla ánægju með ræðu Hans G. Andersen og töldu, að hann hefði farið eins langt og samrýmdist and- rúmsloftinu á ráðstefn- unni um þessar mundir, að sögn Eyjólfs Konráðs. Hér fer á eftir í heild ræða Hans G. Andersen á fundi hafréttarráðstefn- unnar í fyrradag: Herra forseti, svo sem þér hafið þegar tekið fram, er fjórði kafli frumvarps- ins að hafréttarsáttmála annars eðlis en aðrir kaflar þesS. Fjórði kaflinn hefur ekki verið ræddur í almennum umræðum fyrr en nú og einstök atriði hans hafa ekki verið rædd í nefnd. Engu að síður er sendi- nefnd islands sammála þeim, sem sagt hafa að gagnlegt sé og raunar nauðsynlegt að fyrir liggi frumdrög að reglum um lausn deilumála og við erum yður þakklátir fyrir þau. Að sjálfsögðu má um það deila, hvort mögulegt sé eða æskilegt að taka afstöðu til þessa þáttar frumvarpsins áður en efnis- reglur sáttmálans hafa fengið endanlega mynd vegna þess að einungis þá er hægt að gera sér grein fyrir í stórum dráttum, hvers konar deilumál eru líkleg til að koma upp. Hvað sem því líður, er undirbúningsstarf í því efni gagnlegt og við athug- um frumdrögin í því ljósi, enda þótt við séum ekki sammála sumum greinum þeirra eins og þær nú eru. Ljóst er, að fyrir- komulag vegna lausnar deilu- mála verður að vera fyrir hendi á ýmsum sviðum og þegar er gert ráð fyrir þvi í ýmsum greinum efnisreglnanna, t.d. í sambandi við hið alþjóðlega hafsbotns svæði og ýmis önnur atriði. Sendinefnd Islands mun ekki ræða einstök atriði þessa máls á þessu stigi. Þér hafið, herra for- seti, beðið allar sendinefndir um að halda stuttar ræður í þessum almennu umræðum og við munum að sjálfsögðu verða við þeim tilmælum. Sannleikur- Ræða formanns íslenzku sendi- nefndarinnar vakti athygli inn er sá, að ef allar sendi- nefndir tækju nú eins langan tíma og sumar þeirra hafa gert yrðu þessum almennu umræð- um vart lokið í þessum áfanga ráðstefnunnar. Hins vegar viljum við nota þetta tækifæri til að leggja áherzlu á nokkur grundvallar- atriði, en láta einstök atriði bíða síðari funda í nefnd eða á allsherjgrfundi ef það skyldi verða ákveðið. Herra forseti. Eitt höfuðatriðið í sambandi við spurninguna um lausn deilumála er að leggja áherzlu á nauðsyn þess að komið sé í veg fyrir að deilur rísi, þ.e. nauðsyn þess að efnisreglur sáttmálans séu svo skýrar og ljósar, að engar deilur eða eins fáar deilur og mögulegt er rísi. Eg vil fjalla nokkuð um það atriði vegna þess að sendinefnd Islands telur það hafa höfuð- þýðingu. Svo sem við höfum við fjölmörg tækifæri lagt áherzlu á, verður ávallt að hafa í huga, að unnið er að heildarlausn, þar sem hin einstöku höfuðatriði verða að vera í nákvæmu jafn- vægi. Að okkar áliti hljóta hin- ar fimm meginstoðir væntan- legs sáttmála að vera, í fyrsta lagi allt að 12 milna landhelgi, i öðru lagi óhindruð umferð um sund og i þriðja lagi afmörkun landgrunnsins, í fjórða lagi allt að 200 mílna efnahagslögsaga og i fimmta lagi sérstakar regl- ur varðandi hið alþjóðlega hafs- botnssvæði. Vegna tímaskorts mun ég nú aðeins víkja að hug- takinu efnahagslögsaga i þessu sambandi. Sendinefnd tslands telur að efnahagslögsöguhugtakið feli i sér raunhæfa efnahagslega lög- sögu yfir auðlindum, þar sem strandríkið hefur fullveldisrétt yfir auðlindum á svæðinu, bæði ólífrænum og lífrænum. Að því er varðar lifrænar auðlindir mun það sem umfram er („sur- plus“), þ.e. sá hluti leyfilegs aflamarks, sem strandríkið sjálft getur ekki hagnýtt, verða til afnota fyrir önnur ríki á grundvelli sérstakra samninga, sem gerðir yrðu um það efni. Þessar reglur verða að vera skýrar og ljósar, þannig að eng- ar deilur um þau geti risið. Það er hins vegar einnig ljóst, að mörg ríki, sem að visu segja, að þau styðji hugtalið efnahags- lögsaga, gera ýmsar tilraunir til að veikja sjálft hugtakið. I því sambandi vilja þau opna mögu- leika á því að véfengja ákvarð- anir strandríkisins og ef efnis- reglurnar eru ekki nógu ljósar gætu slíkir möguleikar opnast í sambandi við t.d. reglur strand- ríkisins um verndun fiskstofna, ákvörðun strandríkisins varð- andi leyfilegan hámarksafla, möguleika strandríkisins til að hagnýta fiskstofna o.s.frv. Slík- ar aðfarir mundi í raun gera hugtakið efnahagslögsaga vill- andi og þýðingarlaust og mundi í framkvæmd bjóða heim hvers konar tilraunum til að grafa undan hugtakinu og eyðileggja þar með meginstoð i heildar- lausninni. Þess vegna verða ákvarðanir strandrikisins varð- andi auðlindir á svæðinu að vera endanlegar. Það er af þessum sökum, herra forseti, sem sendinefnd Islands leggur höfuðáherzlu á nauðsyn þess, að ekkert fari milli mála í þessum efnum og að þannig verði komið í veg fyrir ónauðsynlegar deilur. Við munum vikja nánar að þessu atriði'síðar og munum því ekki hafa þessi orð fleiri að sinni. Tannlækningar van- gefinna sítía á hakanum Rætt við Gunnar Þormar tannlækni Á SlÐARI árum hafa tannlækningar fyrir vangefna þróazt f þá átt að verða viðurkennd sérgrein innan tannlækninganna. 1 janúar 1974 voru t.d. stofnuð f Kaupmannahöfn samtök „Nordisk Forening for Handicaptandvaard“, og þetta sama ár var haldinn f Amsterdam „International Congress on Dentistry for the Handicapped", með nálægt 350 þátttakendum vfðs vegar að úr heiminum, en þaðan voru stofnuð alþjóðleg samtök tannlækna, er starfa að tannlækningum vangefinna. Þetta kom fram er við ræddum við Gunnar Þormar tannlækni, sem hefur kynnt sér tannviðgerðir vangefinna á undan- förnum árum. Afmælisveizla f Skálatúni Við spurðum Gunnar í fyrstu hvort aðstaða vangefinna til tannviðgerða hefði ekki batnað síðustu ár, þ.e. eftir að sjúkra- samlagið kom inn í myndina. — Eftir að sjúkrasamlögin fóru að borga hluta af tannvið- gerðum fólks, þá hefur bilið jafnvel breikkað hvað vangefna verðar. Það er hvergi nein að- staða til að gera við tennur þeirra, og siðan er þeim ætlað að greiða hálft gjald, sem þeir geta reyndar ekki. Það á að flokka vangefna sem börn alla ævi. Hjá okfcur í Styrktarfélagi vangefinna eru tvö mál efst á baugi, annars vegar tannlækn- ingar vangefinna og hins vegar menntunarmál þeirra. Hér verður að gera stórátak. Ef maður á heilbrigt barn, er það kallað í skóla 6 ára gamait, en ef maður á vangefið barn er það ekki kallað í skóla og það er ekkert sem biður þess. — Ef við snúum okkur að tannlækningunum. Er enginn sérmenntaður maður, er getur gert við tennur i vangefnum hérálandi? — Því miður er það ekki enn. En þetta mál er ofarlega á baugi hjá Tannlæknafélagi Is- lands og á síðasta aðalfundi þess var samþykkt að gefa 500 þús. kr. til að koma á fót tann- læknastofu fyrir vangefna. — Vegna greindarskorts er oft erfitt að kenna hinum van- gefnu nauðsynlegt hreinlæti. Tíðni tannskemmda er m.a. af þessum sökum há hjá vangefn- um, og oft svo, að erfitt er við að ráða. Tannholdssjúkdómar eru mun algengari en hjá heil- brigðu fólki og orsaka oft tann- los og tannmissi hjá tiltölulega ungu fólki. Kemur þar þrennt til: 1. Skortur á tannhirðu, 2. Sjúkdómar, er gjarnan sækja á vangefna og meðalagjafir, 3. Afbrigðileg líkamsbygging or- sakar gjarnan minnkaða mót- stöðu gegn sýklum í munnholi. Aðeins er hægt að bæta litlum hluta vangefins fólks tanna- missi á sama hátt og heilbrigð- um, með smíði svokallaðra „Parta" og gervigóma, þar sem greindarskortur kemur í veg fyrir að það geti lært að not- færa sér gervitennur. — Það er því meira í húfi fyrir vangefið fólk að halda tönnum sinum en heilbrigt? — Að vissu leyti er það. Hinn almenni tannlæknir hefir ekki næga sérþekkingu á vandamál- um vangefinna til að geta með- höndlað þá á hinn bezta hátt. Vegna þessa hafa tannlækning- ar vangefinna i síauknum mæli verið faldar tannlæknum sér- menntuðum og sérhæfðum í meðferð þeirra. Þá má geta þess hér, að í Bandarikjunum eru gerðar mjög strangar kröfur um tann- læknaþjónustu vistmanna á fá- vitahælum. Sé þessum skilyrð- um ekki fullnægt, á viðkom- andi stofnun á hættu að hið opinbera hætti að styrkja hana fjárhagslega. Á Norðurlöndum, að Islandi undanskildu, fara fram skipulagðar tannlækning- ar á vistmönnum allra fávita- hæla. Minni stofnanir í dreif- býli annast tannlæknar, sem annars starfa sjálfstætt í við- komandi byggðarlögum. — Hvernig er aðstaða hér á Islandi? — Ég hef heimsótt 7 fávita- stofnanir og dagheimili fyrir vangefna og átti viðtöl við for- stöðumenn. Að sögn þeirra allra, nema forstöðumanns Kópavogshælis, er tannlækna- þjónustan stórt og óleyst vanda- mál. Framhald á bls. 20 Gunnar Þormar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.