Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐJÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRlL 1976 — Hafréttar- sáttmáli Framhald af bls. 1 auðugar af kopar, nikkcl, kóbalti og fleiri málmum. Kissinger boö- aði í þessu máli tilslökun af hálfu Bandaríkjastjórnar sem gæti haft meiri háttar áhrif á gang viðræðn- anna og felst í því að Bandaríkin samþykktu „tímabundnar tak- markanir“ á vinnslu málma af hafsbotni. Þróunarlönd sem vinna kopar, nikkel og kóbalt, t.d. Sambía, Zaire og Perú, hafa krafizt einhvers konar verndar gegn skyndilegu framboði málma sem kynnu að grafa undan efna- hag þeirra, en hingað til höfðu Bandaríkin ekki viljað samþykkja neina takmörkun á verði og vinnslu manganvalanna. Þetta hafði skapað hættu á algjörum hnút í viðræðunum. Talsmaður bandariska utan- ríkisráðuneytisins sagði í dag að væntanlegur sáttmáli myndi sennilega setja takmörk við nýtingu valanna fyrir næstu 15 ár og þar með veita framleiðendum, neytendum og alþjóðlegum eftir- litsstofnunum tíma til að koma á einhvers konar samkomulagi til að vernda hagsmuni framleið- enda i landi. Þá sagði Kissinger, að Banda- ríkin féllust á að sett yrði á alþjóðleg stofnun um vinnslu málma á hafsbotni á djúpslóðum, sem byggð yrði á valdajafnvægi milli þróaðra landa og þróunar- landa og fæli m.a. i sér dómstól til að leysa ágreiningsefni í þessu máli. Þá ætti sáttmálinn að tryggja öllum aðilum jafnan rétt til aðgangs að hafsbotninum. Bandaríkin myndu fallast á að hafsbotnsstofnunin myndi ókveða fyrir hvert vinnslusvæði sem einkaaðili fengi annað jafnstórt svæði sem nýtt yrði til hagsbóta fyrir fátæk lönd. Þá myndi stofn- unin ákveða „tekjuskiptingu“ af allri hafsbotnsvinnslu með tilliti til stuðnings við fátækustu lönd- in. Kissinger sagði að hafréttarráð- stefnan hefði náð „víðtæku sam- komulagi" um útfærslu landhelg- innar i 12 mílur. „Og það sem er jafnvel enn mikilvægara, allvið- tækt samþykki er nú fyrir því að tryggja óhindraða umfeTð um og yfir sund“, eins og t.d. Gibraltar og Malacca. Hann kvað samþykki i augsýn fyrir 200 mílna efnahags- lögsögu, þar sem strandríkið hefði lögsögu yfir fiskveiðum og auðlindanýtingu, en siglingafrelsi héldist. En auk málmvinnslu- vandamálsins sagði Kissinger að tvö erfið mál væru óleyst, — þ.e. vísindarannsóknir og lausn deilu- mála sem upp kunna að koma. Þjóðir þriðja heimsins hafa ver- ið tregar til að Ieyfa ótakmarkað- ar vísindarannsóknir innan 200 mílnanna af ótta við að erlendar þjóðir myndu grípa tækifærið til njósna eða auðlindaleitar. Kissinger lagði til að strandríkin stjórnuðu auðlindarannsóknum en hefðu annars konar rann- sóknir frjálsar. Um lausn deilumála hafa flest ríki fallist á þörfina fyrir bind- andi gerðardóm af einhverju tagi, en engin samstaða hefur náðst um frahikvæmd þessa. Kissinger lagði ekki ! ram nákvæmar tillög- ur um þett mál. Heimildir innan bandaríska utanríkisráðuneytis- ins hernulu tð margar af tillögun- um sem fram komu í ræðu Kissingerj íiefðu komið fram áð- ur í viðræðum á ráðstefnunni. En ræðan væri tilráun til að ýta á eftir lausn af fullum þunga. — Kína Framhald af bls. 1 dag, voru hermenn á verði um- hverfis Torg hins himneska frið- ar, en minni spenna var engu að siður i borginni. Þúsundir göngu- manna fóru i vellöguðum fylking- um um göturnar, börðu bumbur og sungu slagorð til að fagna breytingunum á forystuliðinu sem gerðar voru í gær. Á sumum veggspjöldum voru slagorð þess efnis að stéttaóvinir yrðu knésett- ir. Stjórnmálaskýrendur telja að þó að hinum róttækari öflum í kommúnistaflokknum hefði tek- izt að fella Teng, hefði sá sigur orðið þeim dýrkeyptur og enn væru hægfara öflin áhrifamikil. Hua Kuo-feng, líttþekktur stjórn- málamaður, sem á skömmum tíma er orðinn annar valdamesti leið- togi Kína, er almennt skynsemis- byggjumaður og ekki líklegur til róttækra stefnubreytinga. Ekki er búizt við að breytingarnar á forystuliðinu í gær muni þegar i stað hafa í för með sér breytta utanríkisstefnu, en vafi þykir leika á þvi hvort hin nýja forysta hafi sömu reynslu og kunnáttu í utanríkismálum og Teng og Chou sem höfðu víða farið. Hua hefur ekki, svo vitað sé, ferðast erlend- is. Erlendir diplómatar i Peking segja að á meðan valdabaráttan stóð yfir hafi þeim á engan hátt verið torveldaður aðgangur að kínverskum embættismönnum. Áhrif hennar á stjórn landsins frá degi til dags ekki verið mikil að því er séð varð, og fremur hefur verið aukning i útgáfu ferðaleyfa til Kina en hitt. Þó var Teng sak- aður um að dýrka um of það sem frá útlöndum kæmi. — Inflúensa Framhald af bls. 1 landlækni. Hann sagði að vita- skuld myndu fslenzk heilbrigðis- yfirvöld bregðast á viðveigandi hátt við þessari áskorun f samráði við Alþjóða heilbrigðismálastofn- unina og fá bóluefni frá henni, en það yrði þó ekki tilbúið fyrr en um áramót. Landlæknir sagði að fulltrúar heilbrigðisyfirvalda á Norðurlöndunum væru nú á fundi f Kaupmannahöfn og þar yrði þetta mál rætt, og einnig á árlegum aðalfundi WHO f Genf f maf. Hins vegar tók hann fram að ekkert væri sannað um að farald- ur væri yfirvofandi, þótt vissu- lega yrðu menn alltaf að vera á verði gagnvart slíku. Sérfræðingarnir ráðleggja heil- brigðisyfirvöldum að hafa stöðugt samband við lækna og almenning í viðkomandi löndum „og undir- búa áætlanir til að aðlaga núver- andi heilbrigðisþjónustu hugsan- legu undantekningarástandi", segir í tilkynningu WHO. Talið er að svínavírus hafi valdið farsóttinni sem varð 20 milljónum manna að fjörtjóni í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar.. Svínainflúensa kom upp að nýju í búðum bandaríska hersins í Fort Dix í New Jersey 1 febrúar s.l. og leiddi til áskorunar Fords forseta sem fyrr er nefnd. WHO kvaddi síðan sérfræðinga þessa á fund og fyrirskipaði 95 inflúensumiðstöðvum sínum um heim allan að vera viðbúnir hugs- anlegum faraldri svínainflúensu. WHO skýrði ekki frá því hverjir sérfræðingarnir væru, en þeir ræddust við á lokuðum fundum á miðvikudag og fimmtudag. WHO segir að sérfræðingarnir telji að tilfellið í Fort Dix hefði „enn ekki valdið útbreiddum faraldri . .. og gæti hugsanlega verið einangrað tilfelli". í tilkynningunni segir á lokum: „Hins vegar ætti að koma ótvírætt í ljós á næstu mánuðum hvort um útbreiðslu (inflúens- unnar) verður að ræða eða ekki.“ — Nýtingin á Jötni . . . Framhald af bls. 36 sem Jarðboranir hefðu fengið eftir áramót væri við borun að Reykjum á Reykjahnúk, skammt frá Blönduósi. Búið væri að bora niður á 1167 metra dýpi og fengj- ust nú 18—20 sekúndulítrar 71 stiga heitu vatni. Þessi árangur lofaði mjög góðu og mætti fast- lega búast við að á þessum stað fegnist nægilegt vatnsmagn fyrir hitaveitu handa Blönduósi. — Gætum selt Hollendingum Framhald af bls. 3 syni aðalræðismanni aðalhvata- maðurinn að staðsetningu gróður- húsanna hér á landi. Að sögn hans yrði hér aðeins um tilrauna- stöð að ræða en ef vel reyndist mætti auka framleiðsluna veru- lega. Hann benti á að það vekti athygli víðar en á Islandi og Hollandi ef þessi tilraun bæri árangur, og taldi vafalítið að fleiri aðilar fengju þá áhuga á að semja við íslendinga um ylrækt. Smiði gróðurhúsanna yrði að sjálfsögðu kostnaðarsöm framkvæmd, en þau kostuðu vart minna en 700 milljónir króna. Sagði Vries að unnt væri að fá mjög hagstæð lán I Hollandi til smíðanna svo fjár- skortur ætti ekki að vera neinn þrándur í götu. Arsverðmæti uppskerunnar er hins vegar áætlað um 200 milljónir króna. Þótt ekki hafi náðst samningar um þessar miklu ræktunarfram- kvæmdir, hafa mörg sveitarfélög látið í ljós áhuga á málinu, og má þar til dæmis nefna Reykjavík, Akureyri og Hveragerði. Að sjálf- sögðu hefur engin ákvörðun verið tekin, en ríkisstjórnin hefur skipað sérstaka nefnd til að kanna málið. Héðan 'jra Hollendingarnir á laugardag, og gera þeir ráð fyrir að endanleg ákvörðun verði tekin innan hálfs mánaðar um það hvort úr smíði húsanna verður eða ekki. Verði ákveðið að hefjast handa er ráðgert að byrja smíðina í september. — Nú eiga möskvar . . . Framhald af bls. 3 hlífar séu aðeins festar að framan og á hliðum við pokann. Við veiðar með dragnót í ís- lenzkri fiskveiðilandhelgi er óheimilt að nota hlera og hvað eina, sem gæti komið 1 þeirra stað til útþenslu vængjanna. Reglugerð þessi tók gildi 26. marz s.l. og verða þeir, sem hyggj- ast stunda dragnótaveiðar næsta sumar að fullnægja þeim skilyrð- um, sem hér hefur verið lýst, varðandi möskvastærð dragnótar og klæðningu. — Harður mótherji Framhald af bls. 17 var hann höfuðsmaður í fall- hlífaliðinu í Norður-Afríku, Italíu og Frakklandi. Árið 1947 flutti hann fyrirlestra um hag- fræði við Trinity College í Ox- ford. Hann skrifaði margar greinar og ein kunnasta bók hans, Framtlð sósíalismans, varð biblía brezkra jafnaðar- manna. Crosland gekk í fræg samtök vinstrisinnaðra menntamanna, Fabian félagið, var áhuga- samur félagsmaður og var kos- inn í framkvæmdastjórnina 1947, en færðist smám saman til hægri í flokknum. Frá því um 1950 var hann náinn vinur og samstarfsmaður Hugh Gait- skells og tók mikinn þátt i bar- áttu hans gegn stuðningsmönn- um Nye Bevans I vinstri armi flokksins. Hann studdi James Callaghan, núverandi forsætis- ráðherra, þegar Harold Wilson var kjörinn leiðtogi flokksins 1963. Að ýmsu leyti þykir Crosland steyptur í sama mót og Roy Jenkins, sem er einnig mennta- maður og i hægri armi flokksins, en er ekki eins um- deildur og hann. Hann þykir skarpur og mælskur og öruggur í kappræðum og er vel að sér í málefnum Efnahagsbandalags- ins. Hann hefur aldrei átt upp á pallborðið hjá starfsmönnum flokksins í kjördæmunum þar sem hann er meiri mennta- maður en þeir sem standa nærri kjósendum flokksins. Á svipaðan hátt hefur Cros- land ekki haft viðtækan stuðning I Neðri málstofunni og verið nokkuð sér á báti. Það kom því ekki á óvart í keppn- inni um stöðu eftirmanns Harold Wilsons að hann varð fyrstur úr leik. Sem ráðherra hefur hann aðallega farið með sveitarstjórna-, húsnæðis- og samgöngumál en haft hug á því að verða f jármálaráðherra. Þrátt fyrir baráttu sína fyrir jafnaðarstefnu er ekkert sem tengir hann „vinnandi stétt- um“. 1 fyrra haust keypti hann sér sveitasetur í Oxfordshire fyrir 40.000 pund. Heimili hans í London var metið á 70.000 pund. Hann er kvæntur kunnri bandarískri blaðakonu og rit- höfundi, Susan Barnes, og er hún önnur kona hans. — Orkubú Vestfjarða Framhald af bls. 5 samþykkt var á Alþingi 5. apríl 1971, en skriður fyrst komizt á málið 23. júlí 1975, er Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra skipaði sérstaka nefnd til að kanna vilja sveitarfélaga á Vest- fjörðum um þetta efni. Sú könn- un leiddi til samningar þessa frumvarps. Með frumvarpinu fylgja ýmiss konar gögn, m.a. um eignir Raf- magnsveitna ríkisins á Vestfjörð- um, efnahagsreikningar Rafveitu Isafjarðar, Rafveitu Patreks- hrepps og Rafveitu Snæfjalla o.fl. — Albert Guðmundsson Framhald af bls. 5 slíkt gæti dregið slæman dilk á eftir sér. T.a.m., að umboðsmenn brezkra fyrirtækja hættu að leita tilboða fyrir Reykjavíkurborg, því að fyrirfram væri vitað, að þeim yrði ekki tekið. Valgarð varaði slðan við slíkum vinnu- brögðum: Alfreð Þorsteinsson (F) sagði að ljóst væri, að ekki væri hægt að sniðganga öll við- skipti við Breta. Minnti hann á, að við ættum i styrjöld við stjórnvöld í Bretlandi en ekki brezku þjóð- ina. Alfreð sagði að lokum að stefna bæri að því að beina við- skiptum til annarra landa en Bretlands meðan deilurnar standa yfir. Sfðan var gengið til atkvæða um tillöguna (samþykkt- ina). Já sögðu 8 úr meirihlutan- um, nei sögðu fulltrúar minni- hlutans en Páll Gíslason greiddi ekki atkvæði. - Tannlækningar Framhald af bls. 19 — Hvað er til úrbóta i þess- um málum, Gunnar? — Hið fyrsta þarf að stofna embætti tannlæknis, er ein- göngu fæst við meðhöndlun vangefinna. Embætti þetta skal heyra beint undir heilbrigðis- ráðuneytið'. Hugsanlegt er að það þurfi fleiri en einn tann- lækni eða þá aðstoð i upphafi við að koma tannheilsu hinna vangefnu í eðlilegt horf. Þýð- ingarmikið er að markið verði strax i upphafi sett hátt; að veitt verði góð alhliða þjónusta og sérstök áherzla lögð á bar- áttu gegn tannholdssjúkdóm- um, sem hinum vangefnu staf- ar oft meiri hætta af en tann- skemmdum. — Er nóg að vera eingöngu með tannlæknastofu fyrir van- gefna í Reykjavík? — Nei, og ég hef hugsað mér, að settar verði upp stofur i Reykjavík, Kópavogi, Skála- túni, Sólborg á Akureyri, Sól- heimum i Grímsnesi, Egilsstöð- um i S.—Múl og á Vestfjörðum, þegar vistheimili fyrir van- gefna hefur verið reist þar. 1 því mikla átaki, er á undan- förnum árum hefur verið gert í málefnum vangefinna, hefur uppbygging tannlæknisþjón- ustu orðið útundan. Vangefið fólk er mjög háð því, hvernig þjóðfélagið hlúir að þvi. Það er mannúðarmál að stuðla að þvi, að þessi smæstu meðlimir þjóðfélags vors verði aðnjótandi nauðsynlegrar tann- læknisþjónustu. — Krafla Framhald af bls. 13 stöðvarhúsframkvæmdum seink- að getur svo farið að gufan verði tiltæk áður en þeim lýkur. Þetta tvennt verður að meta og vega áður en ákvörðun er endanlega tekin um tilhögun stöðvarhús- framkvæmda við þær aðstæður, sem nú ríkja á Kröflusvæðinu. Er nauðsynlegt að framkvæmdaáætl- un sé sveigjanleg svo að hægt verði að mæta sérhverjum óvænt- um aðstæðum á skynsamlegan hátt. Að lokum skal þess getið, að á vegum Orkustofnunar fara fram allumfangsmiklar rannsóknir til að fylgjast sem best með goshættu á Kröflu- og Námafjallssvæð- unum. Fylgst verður með sprunguhreyfingum og breyting- um á jarðhitasvæðunum. Þá hafa verið gerðar ráðstafanir til að fá vikulegar skýrslur um jarð- skjálfta, í staó mánaðarlegra áð- ur. Ætti þetta að auðvelda raun- hæft mat á goshættu á hverjum tíma. — Skálda Framhald af bls. 10 að smávegis hlutverkaskipting frá fyrstu útgáfu hafi verið gerð I tilbreytingarskyni og yngri skáld tekin i stað hinna eldri á stöku stað. Að öðru leyti gildi hin sömu sjónarmið og áður — hliðsjóð höfð af árstiðum, svo og tilbreynti forms og efnis. „Síðast i formálanum segir:“ Það hefur kostað langt og mikið amstur að láta enda bókarinnar ná saman, en þá væri vel ef hún gæti orðið sú skuggsjá á viðsjál- um tímum er sýndi hvert verið hefur alla daga Islendingsins dýrasta skart, hversu mislitt og misfágað, sem það annars kann að vera. Því skal að vísu eigi haldið fram, að á þessa skáldu séu prentuð „fegurst kvæði á norður- hveli heims“. Hitt getur mann grunað að sambærilega bók þessari reyndist enn örðugara að setja saman utan Islands." I upphafi hvers mánaðar eru stjörnumerki svo og hin fornu ís- lenzku mánaðarheiti, en aftast i bókinni er ítarleg höfundaskrá. Bókaútgáfan Þjóðsaga gefur Skáldu út, en prentsmiðja Arna Valdimarssonar h.f. offset- prentaði. — Guðsbörnin Framhald af bls. 10 væri fróðlegt að fá svar J.H.Ö. við þeirri spurningu. Varðandi ákæru ríkissaksóknara New York borgar á hendur hreyfing- unni þar, geri ég ráð fyrir að hún sé ekki vegna þess að fólk af báðum kynjum búi saman, það þarf meira til að saksóknari sjái ástæðu til þess að höfða mál Rannsókn saksóknara náði til 50 manns þar af 28 foreldra, 11 fyrrverandi félaga í hreyfing- unni, fimm aðila sem þekktu sérstaklega vel til hreyfingar- innar og sex ákærða meðlima hreyfingarinnar. Eg vil að lokum taka undir þau orð Jónínu að hreint og falslaust trúarlif fái að lifa og bæta því við að vonandi tekst að bæta fyrir þá hnignum sem Gb-hreyfingin er. Marz 1976. Atthagasalur Lækjarhvammur Hljóm veitin Lúdó og Stefán skc!rt«r.t7 frá kl. 20.30 Borðið í Stjörnusalnum (Grillinu) skemmtið ykk- ur svo á eftir með Lúdó og Stefáni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.