Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRlL 1976 17 Boeing reynir að skáka Concorde BOEING-flugvélaverksmiðjurnar vinna að hönnun nýrrar hljóð- frárrar þotu sem gæti gert Con- corde-þotuna úrelta að sögn tals- manns fyrirtækisins. Hann sagði að hægt yrði að taka þotuna f notkun á árunum eftir 1990. Nýja þotan á að verða þrisvar sinnum stærri en Concorde, ódýr- ari og þægilegri. Bandaríska þingið batt enda á fjárveitingar til Boeing vegna smíði hljóð- frárrar þotu fyrir fimm árum en fyrirtækið telur að tilkoma Con- corde breyti afstöðu þingsins. Hins vegar segir Boeing að leysa verði þann vanda hvernig draga megi úr hávaða og halda eldsneytiskostnaði niðri áður en nýja þotan fái hljómgrunn i Bandarikjunum. Flugmálafréttaritari brezka blaðsins Guardians segir að frammistaða Concorde á næstu tveimur árum mundi hafa úrslita- áhrif á afstöðu Bandaríkjastjórn- ar — hvort hún styður tilraunina eða ekki. Hann segir að ef úr þeim stuðningi verði sé líklegt að samstarf verði haft við Breta og Frakka meðal annars til að dreifa kostnaði. Spinola rek- inn frá Sviss Bern, 8. april. Reuter. AP. SVISSNESKA stjórnin skýrði frá þvi í dag að óskað hefði verið eftir því við Antonio de Spinola, fyrr- um Portúgalsforseta, og einka- ritara hans að þeir færu úr landi fyrir að hafa svikið loforð um að taka ekki þátt í stjórnmálum á meðan á dvöl þeirra í Sviss stæði en upphaflega fékk Spinola Líterskókin kostar 125 kr. VERKSMIÐJAN Vffilfell hefur nú hafið framleiðslu á Iftersflösk- um af kók. Verða f fyrstu lotu framleiddar um 8 þúsund flöskur og að sögn Péturs Björnssonar forstjóra Vffilfells, er gert ráð fyrir að nú á næstunni verði dreift um 5—6 þúsund flöskum hér á Suðvesturlandinu. Er þegar mjög mikil eftirspurn eftir þessari flöskustærð, en flaskan kostar um 125 kr. f smásölu. Framleiðslan hefur verið nokkuð lengi I undirbúningi, að því er Pétur tjáði Morgunblaðinu, og fenginn hingað til lands erlendur sérfræðingur til að hafa yfirumsjón með viðbótarbúnaði sem þarf vegna framleiðslunnar. Er þar einkum um að ræða búnað til að setja tappa á flöskurnar en þeir eru skrúfaði á til að auðvelt sé að loka flöskunum aftur. Einnig þurfti sérstakan búnað til að taka við tómum glerjum og ná þessum töppum þá af. Fundur um efnahagsmál HVERFASAMTÖK sjálfstæðis- manna í Nes- og Melahverfi og Vestur- og Miðbæjarhverfi halda opinn fund um efnahagsmál mánudaginn 12. aprfl. Fundurinn verður f Atthagasal Hótels Sögu og hefst kl. 8,30 sfðdegis. Frummælendur verða Aron Guðbrandsson forstjóri, Jón G. Sólnes alþingismaður og Sverrir Hermannsson alþingismaður. Þá munu þeir og sitja fyrir svörum. Fundarstjóri er Valgarð Briem hrl. — Ætla að klífa Framhald af bls. 36 undirbúningi. Þeir ætluðu sér að klífa upp svonefndan Hörnli- hrygg, sem þætti erfiður upp- göngu og yrðu þeir minnst 20—30 klukkustundir að klifra upp hrygginn. Að sögn Sighvats hafa nokkur fyrirtæki í Reykjavík, þar á nieðal Flugleiðir, aðstoðað þá i sam- bandi við þessa ferð. Piltarnir sex ætla sér ásamt 12 öðrum félögum sinum úr Hjálpar- sveitinni austur i Öræfasveit um páskana og þá ætla þeir m.a. að ganga á Hvannadalshnúk. dvalarleyfi með þessu skilyrði. Talsmaður stjórnarinnar sagði að rannsókn hefði leitt í ljós að Spinola hefði unnið fyrir portúgölsk stjórnmálasamtök, — „Lýðræðishreyfinguna fyrir frels- un Portúgals" (MDLP) í Sviss, en rannsókn þessi hófst eftir að vest- ur-þýzka tímaritið Stern birti frétt um að Spinola hefði á laun farið til Vestur-Þýzkalands og átt þar viðræður við blaðamann einn sem þóttist vera fulltrúi hægri sinnaðra stjórnmálasamtaka um vopnakaup fyrir valdarán i Portúgal Spinola var sjálfur yfir heyrður um málið í gær. Heimildir í Genf hermdu síðdegis að Spinola væri enn í Sviss, en venju samkvæmt eru menn ekki reknir úr landi fyrr en fundizt hefur rikisstjórn sem er tilbúin til að veita þeim hæli. Spinola hershöfðingi, sem er 66 ára að aldri, flúði heimaiand sitt á siðasta ári eftir misheppnaða byltingartilraun hægri manna. Hann kom til Sviss frá Frakk- landi í febrúar s.l. og óskaði eftir dvalarleyfi í Genf af heilsufars- ástæðum. ísland 92 — Portúgal 76 ISLAND vann Portúgal I lands- leik i körfubolta í gærkvöldi með 92 stigum gegn 76. I hálfleik var staðan 46:40 fyrir Island. Stiga- hæstur tslendinganna var Jón Sigurðsson með 23 stig og Kol- beinn Pálsson skoraði 14 stig. — Spánn Framhald af bls. 1 grípa til annarra harkalegra lögregluaðgerða eins og við- gengust á Francotimanum. Ráðherrann bað Baska um stuðning í baráttunni við ETA og lagði áherzlu á að stjórnin mundi ekki hægja á þróuninni til Iýðræðislegra umbóta þrátt fyrir morðið. Fréttaskýrendur i Madrid telja að morðið hafi dregið úr stuðningi Baska við ETA. Vinstrisinnaðir Baskar, þar á meðal kommúnistar og sósialistar fordæmdu morðið á Berazadi i dag. — Crosland Framhald af bls. 1 Evrópu. Ilelzti keppinautur Callaghans um forsætisráð- herraembættið, Micahel Foot, fulltrúi róttækra vinstri manna lætur af embætti atvinnumála- ráðherra og verður f staðinn leiðtogi f neðri málstofunni, en það er annað áhrifamesta em- bætti stjónarinnar og tekur til umsjónar með öllum málum hennar f þinginu. Þá mun Foot fara með stefnu stjónarinnar um aukna heimastjórn á Skot- landi og Irlandi. Areiðanlegar 48 SÍÐUR JlfotgiiiiWbibife 227. ibl. 62, árg. SUNNUDAGUR 5. OKTÓBF.R 1975 Prentsmlðja Morgunblaðslns. Harðorðasta vfirlvsing frá brezkum ráðherra: CROSLAND HÓTAR VEIÐ- UM INNAN 50 MÍLNA „Alvarleg tilraun til að stórspilla fyrir samningum,” segir Matthías Bjarnason Alþjóðleg réttarhöld vegna skorts á mannréttindum 1 Sovétríkjunum Kosningar í Austurríki Vln, 4 okiAber Reuler. ■ úirr ER >M haKJMauB «r>IN- uui I h'MkMalufum. trm far> ■rtur larM, ll Bruno Krrl.ky k.mlarl vrrOI uð mynda mlnnl- hluu.ijlrn Jafuadanuauna rfllr Fréttin f Mbl. 5. október 1975 um yfirlýsingu Croslands. veiðum á svæðum „sem hefðu verið hefðbundin mið þeirra í 500 ár“og íslenzka ríkisstjórnin þyrfti ekki að fara i grafgötur um að brezka stjórnin væri „ákveðin í að tryggja brezkum sjómönnum þann rétt.“ Um þessi ummæli Croslands sagði Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra meðal annars í samtali við Mbl.: „Svo ég segi alveg eins og er er ég gáttaður á þessum ummælum. Ég fæ ekki séð að svona um- búðalausar hótanir séu leiðin til að greiða fyrir samningum. Ég vísa þvi algerlega á bug að Bretar eigi hér einhver hefð- bundin mið.. Þótt þessi ummæli þættu hastarleg er sagt um Crosland að hann láti ekki pólitfsk hita- mál, sem komi róti á hugi póli- tiskra samherja, setja sig úr jafnvægi. Hann er einn helzti sérfræðingur Verkamanna- flokksins I fræðikenningum jafnaðarstefnunnar og hefur" verið skeleggur málsvari hennar í Bretlandi. Hann er talinn miðjumaður í flokknum, en þó hægri sinnaður, og af- staða hans til hitamála er sögð róleg og yfirveguð. Þannig er á það bent að í umræðunum fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna í Bretlandi í fyrra um aðildina að Efnahags- bandalaginu taldi hann báða aðila „nokkuð skeytingar- lausa". Hann taldi áhættusamt fyrir Breta að snúa baki við Evrópu, en nýlega lýsti hann sig ósammála öfgafullum stuðningsmönnum aðildarinnar „sem teldu hana mikilvægustu Harður mótherji í landhelgismálinu ANTHONY Crosland, hinn nýi utanrfkisráðherra Breta, er rólegur, yfirvegaóur og hæg- látur Oxfordmenntaður menntamaður, lærisveinn Hugh Gaitskells, og hefur verið umhverfismálaráðherra f tvö ár. Hann hefur aldrei áður fengizt við utanríkismál. Crosland er 57 ára gamall, hefur verið þingmaður Grimsby sfðan 1959 og er kunnur hér á landi sem einn harðasti andstæðingur tslendinga I landhelgismálinu. Ræða sem hann héit f kjör- dæmi sfnu skömmu fyrir út- færsluna I 200 milur I fyrra vakti mikia athygli og var birt f Mbl. undir fyrirsögninni: „Harðorðasta yfirlýsing frá brezkum ráðherra: Crosland hótar veiðum innan 50 mflna. Alvarleg tilraun til að stór- spilla fyrir samningum, segir Matthfas Bjarnason." I þessari ræðu sagði Crosland að samkvæmt alþjóðalögum ættu brezkir sjómenn „skýlaus- an rétt á að veiða upp að tólf milum við íslandsstrendur" ef samningar tækjust ekki fyrir útfærsluna. Crosland lýsti því einnig yfir að Bretar „yrðu og myndu veiða fyrir innan 50 milurnar" þar sem þeir ættu rétt á sanngjörnum aflakvóta. Hann sagði að Bretar hefðu fullan rétt á að halda áfram Crosland ákvörðunina sem þjóðin hefði staðið andspænis á undanförn- um átta milljón árum.“ Hann bætti við: „Ég er hræddur um að ég hafi reynzt hafa á réttu að standa." Helztu aðfinnslurnar i garð Croslands eru á þá lund að hann sé hlédrægur og jafnvel kuldalegur og nokkuð hroka- fullur í framkomu, oft skap- vondur og uppstökkur, einkum gagnvart embættismönnum. Það þykir nokkuð kaldhæðnis- legt þar sem faðir hans var háttsettur embættismaður. Crosland hefur setið á þingi síðan 1950 og var fyrst þing- maður South Gloucestershire. Hann varð aðstoðarefnahags- ráðherra í fyrstu stjórn Wilsons 1964 og síðan menntamálaráð- herra 1965—7, viðskiptaráð- herra 1967—9 og loks sveitar- stjórnaráðherra. I Oxford hlaut hann fyrstu einkunn í heimspeki, stjórn- málum og hagfræði. I stríðinu Framhald á bls. 20 heimildir hermdu að skipun Croslands I embætti utanríkis- ráðherra væri aðeins til bráða- birgða og vilji Callaghan helzt fá Denis Healey fjármálaráð- herra f það embætti hugsanlega innan eins árs eða 18 mánaða. I millitíðinni a.m.k. verður Healey áfram fjármálaráð- herra. Margir höfðu talið að Roy Jenkins innanríkisráð- herra fengi embætti utanríkis- ráðherraen hann verður áfram í sínu gamla embætti. Talið er að honum hafi verið boðið að taka við fjármálaráðuneytinu ef Healey fer þaðan, en Jenkins var fjármálaráðherra á árunum 1967—70 Hann mun hafa synjað þvi tilboði og er búizt við því að hann íhugi að flytjast til BrUssel og verða forseti fram- kvæmdanefndar EBE þar í árs- lok þegar kjörtimabil Frakkans Ortoli rennur út. Jenkins er ákafur stuðningsmaður EBE- aðildar. Reginald Maudling, tals- maður thaldsflokksins i utan- ríkismálum, sagði eftir að skip- un stjórnarinnar varð kunn að hann teldi það mistök að gera Jenkins ekki að utanríkisráð- herra „venga þess að hann hefur mikla reynslu og nýtur mikillar virðingar i Evrópu“. Meðalaldur ríkisstjórnar Callaghans lækkar frá þvi er var i stjórn Harold Wilsons, og mun það hafa verið með ráðum gert af hálfu forsætisráðherr- ans. Meðalaldurinn er nú 54,3 ár en var 56,6. Fjórir af ráð- herrum Wilsonstjórnarinnar hafa ekki fengið embætti hjá Callaghan. Þeir eru Barbara Castle, félagsmálaráðherra, William Ross, Skotlandsmála- ráðherra, Bob Mellish, sem far- ið hefur með agamál innan þingflokksins, og Edward Short, leiðtogi i neðri málstof- unni. Þau eru öll eldri en sex- tug. Short verður áfram vara- flokksleiðtogi. Af öðrum embættum stjórn- arinnar heldur annar af for- ingjum vinstri manna, Tony Benn, embætti sinu sem orku- málaráðherra, Roy Mason verð- ur áfram varnarmálaráðherra og Merlyn Rees áfram trlands- málaráðherra, en gert er ráð fyrir að hann fái nýtt embætti við næstu uppstokkun innan stjórnarinnar fyrir árslok. Þá er Shirley Williams verðlags- málaráðherra falin forsjá fleiri verkefna en áður og Peter Shore, fyrrum viðskiptaráð- herra, tekur við umhverfis- málaráðuneytinu af Crosland. Nýir menn koma inn sem Skot- landsmálaráðherra og atvinnu- málaráðherra, — þeir Bruce Millan og Albert Booth. Þá kom á óvart að hægri maðurinn Reg Prentice, sem sætt hefur mikl- um árásum vinstri flokksarms- ins, heldur embætti ráðherra þróunarmála erlendis. Líklegt er talið að Callaghan hafi gert það til að friða hægri menn i flokknum sem urðu fyrir von- brigðum með að Jenkins varð ekki utanríkisráðherra. 1 em- bætti Barbara Castle var skip- aður David Ennals, sem verid hefur aðstoðarráðherra í utan- rikisráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.