Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRIL 1976 33 VELV/XKAIMDI Velvakandi svarar.i sima 10-100 kl 14—15, frá mánudegi.jtil föstu-' dags % Vilja komast í Hafnarbúðir Deila er nú hafin um, hvort Hafnarbúðir séu hentugur staður fyrir langlegusjúklinga eða ekki. Kona, sem hringdi til Vetvak- anda hafði þetta að segja um það mál: „Við hjónin erum bæði rúmlega sextug, og maðurinn minn hefur haft mörg orð um það, eftir að umræðurnar um Hafnarbúðir hófust, að hvergi annars staðar vildi hann heldur eyða síðustu ævidögunum en i Hafnarbúðum, yrði þeim breytt í slíkt heimili. Þarna í kring væri allt iðandi i lífi, alltaf eitthvað að gerast, sem ánægjulegt gæti verið að fylgjast með. Þá væri og stutt í Miðbæinn, hjarta borgarinnar, og þangað þætti gömlum Reykvíkingum allt- af gott að koma. Þeir fyndu ekki eins til einangrunar í ellinni." „Ég veit,“ sagði konan, „að margir gamlir karlar hugsa eins.“ % Hata guðsmennirnir óvinina? Þórður Jónsson á Látrum skrifar Velvakanda línu: Kæri Velvakandi! Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan ég sendi þér línu, en viltu nú vera svo góður, að koma fyrir í dálkum þínum uppistöðunni í þvi sem ég hugsaði áðan, meðan ég hlustaði á einn Guðsmanninn i útvarpinu kl. 11,30 4. april. Ég hlusta oft á þá, en hefur mislikað svolítið uppá siðkastið, og er tilefnið sem á eftir greinir: Mér hefir mislíkað það i vetur, eins og i dag, að þegar beðið er fyrir varðskipsmönnum okkar og ástvinum þeirra af helgum stólum landsins, sem er eðlilegt og sjálf- sagt, og öll þjóðin tekur vafalaust undir þær bænir og sendir fleiri, að þá skuli guðsmönnunum verða það á, að því er virðist, að hata óvini okkar, í stað þess að elska þá, eins og þeir segja okkur að gera, þeir biðja ekki fyrir þeim, að þeir megi einnig lifi halda. Freigátuáhafnirnar, eiga lika sina ástvini heima, sem engu ráða um þessa deilu. Miklir menn eru þeir Ólafur og Geir, að geta magnað slíkt hatur með þjóð sinni, að prestarnir elski ekki óvini sina, eða biðji fyrir þeim af stólnum eins og mótaðil- anum. En hvert beinist hatrið, ef ákveðin staða kemur upp i þessum ljóta og óþarfa leik. Við skulum vona og biðja að sú staða komi ekki upp. Hann var kvnntur fyrir greifa sem leit út eíns og braskari og fyrir veðhlaupahestaþjálfara sem ieit út eins og greifi. Hann var einna sáttastur við vinvrkju- bðnda sem sagði honum á fimm mfnútum mefra um vfnrækt en ferð um vfnekru hefði getað boðið uppá. Allan tfmann gerði hann sér Ijósa þá staðreynd að hann v&r miðdepill athyglinnar og hann fann einnig að það var það sem Marcel Carrier vildi að hann væri. Kvenfólkið tók honum sér- deilis alúðlega og enda þótt það kitlaði hann í aðra röndina kom honum það töluvert mikið á óvart. Hann hafði ekki svo háar hug- myndir um sig, að honum þætti sjálfsagt og eðlilegt að allir féllu f stafi við það eitt að standa aug- liti til auglitis við hann. Monic- que, systir Marcels, var að vísu undantekning að þessu leyti og kom honum ekki á óvart. Hönd sú sem hún rétti honum var köld og lltt vinaleg. David reyndi smám saman að mjaka sér frá Marcel þegar hann sá að Nicole hafði hörfað út á breiðar svalirnar fyrir utan og sat þar nú eínsömul. Hún leit upp, þegar þeir nálguðust og David sá að hún hafði verið vfðs • Upplagt aprílgabb fbúi f Langholtshverfi skrifar: 1. april-fréttin í Tímanum var um markaðinn, sem KRON vill setja upp i Sundahöfn hinni nýju. Af skrifum um þetta vissi ég auð- vitað að þetta væri ekkert annað en grín og gabb, en gott var að fá það staðfest. Ég hefi nefnilega haft af þvi áhyggjur, eins og aðrir íbúar þessa stóra hverfis, ef ætti að fara að leyfa verzlun hinum megin við hina miklu umferðar- götu, sem Elliðavogurinn er orð- inn og á eftir að verða. Árlega eykst umferðin um þessa götu, sem er að verða önnur aðalhrað- brautin i bænum, bæði með til- komu þungaflutninganna á hafnarsvæðið í Sundahöfn og eins með bilaumferðinni úr Breið- holti, undir Elliðaárbrú og með sjónum niður í bæ. Þegar Sam- bandið fékk leyfi til að byggja hina stóru birgðaskemmu þarna niðri á bakkanum, vorum við hér i hverfinu ekkert hress yfir því bákni. En borgarfulltrúar gáfu þá skýringu að hafnarsvæðin yrðu ekki flutt upp á hæðir og því þyrfti þessi skemma að vera þarna, að hún ætti að taka við innflutningi Sambandsins, sem kæmi með skipi að hafnarbakka fyrir framan. Síðan yrði hann fluttur, að mér skildist eftir hrað- brautinni i allar áttir, i borgina og ekki síður út á Vesturlands- Suð- urlands- og Norðurlandsveg. Þetta voru rök, sem ekki var gott að mæla á móti, að þarna væri um hafnarbundið hús að ræða, sem yrði þá að skyggja á íbúðarbyggð- ina. En svo kemur i ljós, að þarna var verið að hugsa um verzlun, stórmarkað sem drægi íbúa borg- arinnar niður að höfninni yfir hraðbrautina. Og hver eru rökin: að þetta sé bara til bráðabirgða, meðan Kron er að byggja stórhýsi í nýja mið- bænum undir verzlun sina og þar með geti verzlunin lækkað vöru- verð. Þetta er engu líkara en aprílgabbi! Þessi ágæta verzlun getur ekki, þrátt fyrir mikið um- tal um gróða annarra, selt vörur ódýrar. I einu blaðinu var um daginn farið i nokkrar verzlanir, markaði og smáverzlanir, og borið saman verð á ýmsum vörum og kom þá i ljós að KRON er ekkert ódýrara. Semsagt úr þvi að ekki er hægt að reka KRON nokkuð ódýrara nú, er það þá hægt meðan þeir leggja í kostnað við að leggja niður núverandi verzlanir sínar, flytja á nýjan stað um stuttan tíma og byggja stórhýsi? Eða er það lika gabb að þetta eigi að vera um svo stuttan tíma? Og til að blekkja okkur, Ibúana í borginni, er hafin áróðursherferð. Og hverjir standa fyrir henni. í borgarstjórn fulltrúi og stjórnar- maður KRON og framsóknar- mennirnir, fulltrúar Sambands- ins. Og i fjölmiðla er dembt mót- mælum frá, ja, hverjum, starfs- mönnum leigusalans Sambands isl. samvinnufélaga og starfsfólki kaupmannsins, sem ætlar að fá húsnæði við höfnina, starfsfólki KRON. Þessu fólki er hóað saman á fund, þar sem fundarefnið er „mótmæli við ákvörðun borgar- stjörnar að leyfa ekki KRON að flytja á hafnarsvæðið. En hver spurði okkur, íbúa þessarar borg- ar? Eða ibúana í þessu stóra hverfi, sem liggur að þessu hafnarsva>ði og hinum megin við hraðbrautina? Enginn. Ég er fegin að einhverjir stóðu á móti þessum yfirgangi og það hefi ég heyrt að margir aðrir hér um slóð- ir eru líka. HOGNI HREKKVÍSI MrNaufM Sy»d., !•<. ,Honum þykir þægilegt ad Sitja við bál þegar svalt er í veðri.“ B3? SlGeA V/öGA £ ‘íiLVEftAW Húsgagnabólstrarar, verslanir. Eigum fyrirliggjandi margar gerðir af áklæðum. Útvegum áklæði eftir yðar eigin vali frá mörgum löndum. Sýnishorn fyrirliggjandi. Heildsölu- ^r'S.Arvuitm birgðir. ^ Mill'm'tSSOH I láUivizlun BELLA Laugavegi 99 (gengið inn frá Snorrabraut) Fallegar sængurgjafir Bandalag háskólamanna hefur gert samkomulag við Ferðaskrifstofuna Landsýn um hagstæðar orlofsferðir fyrir félagsmenn BHM isumar. Samið hefur verið um ferðir til Norðurlanda, London, Mallorka, Ibiza og Júgóslavíu Ennfremur hefur verið gert samkomulag við Ferðaskrif stofuna Sunnu um ferðir til Mallorka, Costa Del Sol og Costa Brava Yfirlýsingar um félagsrétt verða gefnar út af skrifstofu BHM, Hverfisgötu 26. Ferðaskrifstofurnar taka á móti pöntunum og veita allar nánari upplýsingar. Bandalag háskólamanna. NYTSAMASTA FERMINGARGJÖFIN "1 ijl LUXO er ljósgjafinn, verndið sjónina, varist eftiriíkingar ALLAR GERÐIR - ALLIR LITIR SENDUM I PÖSTKRÖFU UM LAND ALLT LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suóurlandsbraut 12 sími 84488 WM V(0V/4 úmAtfM ÚK Síöof ElNs Göff 49 W $Ú?Í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.