Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 36
AUGLÝSINGASÍMÍNN ER: 22480 Jfiargitnblflhiö FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1976 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 Sjá bls. 2 í GÆR voru sýndar fyrstu íbúðir í nýjum verkamannabústöðum sem unnið er við í Seljahverfi í Breiðholti. Bústaðirnir verða innan skamms auglýstir til umsóknar en 308 íbúðir sem verða f hverfinu. Á meðfylgj- andi mynd er Eyjólfur K. Sigurjónsson formaður stjórnar verkamannabústaða að ræða við -Birgi Ísleif Gunnarsson borgarstjóra og Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt. Ljósm. RAX. Mikið síldarmagn milli Tví- skerja og Hrollaugseyja Netabátar fá hrygnda vorgotssíld ÞÓ AÐ Hornafjarðarbátar finni ekki mikið af þorski þessa dagana þá finna þeir mikið af sfld. Fá þeir yfirleitt töluvert af sfld í þorskanetin og stundum er síldin meirihluti aflans f neti. Það hefur vakið athygli sð nokkuð af þeirri sfld, sem bátarnir hafa fengið f netin er vorgots- síld, en sá stofn hefur verið talin svo til útdauður. Guðmundur Finnbogason, síld- armatsmaður á Höfn í Hornafirði, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann hafði tekið 12 sílda sýnishorn frá einum netabátanna í fyrradag. Sér til mikkillar furðu Fer Hrönn til Hafrannsókna- stofnunarinnar ? ENN hefur ekki tekizt að útvega skuttogara til starfa fyrir Haf- rannsóknastofnunina, og hafa fá- ir aðilar léð máls á að leigja sín skip til stofnunarinnar. Morgun- blaðið hefur hins vegar fregnað að eigendur skuttogarans Hrann- ar RE 10, Hrönn h.f. í Reykjavík, muni í dag ræða við starfsmenn sjávarútvegsráðuneytisins um leigu á skipinu. hefði þetta allt verið vorgotssild. Tvær hrygnur er nýbúnar voru að hrygna og 10 blóðhlaupnir svil- fiskar. „Þetta var falleg síld og full af átu. Mest var af sílisátu í henni en einnig nokkuð af rauð- átu. Meðallengd sildanna var 31—34 cm að lengd." Guðmundur sagði að undanfar- in ár hefði vart sést á miðum Hornafjarðarbáta, en nú væri nóg af henni og hefðu orðið mikil skipti á. Skipstjórar bátanna segðu mikið af sild á svæðinu milli Tvískerja og Hrollaugseyja og alveg upp undir land, og miklu Guðmundur í efsta sæti á Kanaríeyjum GUÐMUNDUR Sigurjónsson stór- meistari er nú f efsta sæti á al- þjóðlega skákmótinu á Kana- rfeyjum, ásamt Rússanum Geller. Eru þeir með 3 vinninga að 4 umferðum loknum. Fjórða um- ferðin var tefld i gær, og þá vann Guðmundur Rodrigues frá Perú f 24 leikjum. „Það má segja að ég hafi ráðið ferðinni frá upphafi í þessari skák þó ég hafi haft svart og fljótlega fékk ég mjög rúmt tafl,“ sagði Guðmundur þegar Morgun- gær- blaðið ræddi við hann kvöldi. Hann sagði, að Larsen hefði tapað fyrir Portisch i gær, og Geller gert jafntefli við Georghiu. „En það eru 11 um- ferðir eftir og hér getur állt gerzt, þar sem mótið er mjög sterkt. Það þarf ekki að kvarta yfir aðbúnaðinum, hann er mjög góður.“ Fimmta umferð skákmótsins verður tefld í dag og þá teflir Guðmundur við HUbner frá V- Þýzkalandi og hefur hvítt. Nýtingin á Jötni ekki nógu góð: Er ónotaður 1 10 daga af hverjum 42 — ÞAÐ verður að játast að nýtingin á Jötni, okkar stærsta bor, er langt frá því að vera nógu góð. Starfsmenn borsins vinna á honum 16 daga f röð, en fá síðan 5 daga frí. Annars staðar þar sem ég þekki til er unnið við svona tæki allan sólarhringinn, og Jötunn kostar um eina millj. kr. í rkstri á sólarhring, sagði Rögnvaldur Finnbogason, forstöðumaður Jarðborana rfkisins f samtali við Morgunblaðið f gær. meira en á sama tíma á undan- förnum árum. „Menn hér eru sammála um að síldarstofninn sé nú f örum vexti, en hræddastir erum við um að gengið verði á sildarstofninn á ný ef nótaveiði- skipum verði hleypt í síldina. Vit- að er að mjög sterkur árgangur af þriggja ára sild er að koma á miðin i haust og við honum má ekki hrófla. Mér finnst að við eigum að banna allar síldveiðar með nót í þrjú ár og veiða ein- göngu í reknet þann tíma. Ef við geruð það verðum við fljótlega búnir að byggja upp góðan og sterkan síldarstofn, sem við get- um treyst á,“ sagði Guðmundur. Þá fékk Morgunblaðið upplýst hjá Jóni Sigurðssyni rannsóknar- manni á Hafrannsóknastofnun- inni, að mikið væri af smásíld í Isafjarðardjúpi um þessar mund- ir. Rögnvaldur sagði, að á hverju 42 daga timabili væri borinn stopp í 10 daga, sem ekki væri nógu gott. Forráðamenn Jarð- borana ynnu nú að þvi að fá að ráða fleiri menn til þjálfunar við störf á bornum, enda væri það bráðnauðsynlegt til að borinn kæmi að fullum notum. Rögnvaldur sagði að lokið væri við seinni holuna að Laugalandi í Eyjafirði og hefði hún ekkert gef- ið af sér, þó svo að hún hefði verið sprengd út. Væri nú búið að taka borinn niður og yrði hann fluttur að Kröflu bráðlega. Þá sagði Rögnvaldur að borinn, Framhald á bls. 20 Landbúnaðiarvörur: Hækka um 4,1% 1. júní VERÐLAGSGRUNDVÖLLUR landbúnaðarvara hækkaði um 4.1% við 40% hækkun áburðar. Hækkunin kemur ekki inn I verð- lagsgrundvöllinn fyrr en 1. júnf n.k. Morgunblaðið spurði Guðmund Sigþórsson, deildarstjóra í land- búnaðarráðuneytinu, i gær, hvað 4.1% hækkun jafngilti mikilli hækkun í krónum talið á nokkr- um tegundum landbúnaðaraf- urða. Guðmundur kvað mjólkur- lítran hækka um 2.70 krónur, kílóið af dilkakjötinu um 23—24 krónur og stnjörkílóið myndi hækka nokkru meira eða um 38 krónur. Guðmundur sagði, að aðal- ástæðan fyrir þessari miklu áburðarverðshækkun innanlands væri, að rikissjóður greiddi ekki lengur niður áburðarverð til bænda og ennfremur hefðu orðið umtalsverðar aðrar hækkanir inn- anlands eins og t.d. á kaupgjaldi. Hins vegar sagði hann, að á heimsmarkaði hefði áburður lækkað í verði og ef niðurgreiðsl- ur hefðu verið þær sömu og I fyrra, hefði sennilega litil sem engin hækkun orðið á áburðinum. Ætla að klífa Matterhorn SEX piltar úr Hjálparsveit skáta f Reykjavfk ætla sér að klffa hið fræga fjall Matterhorn f júlfmán- uði n.k. /Etla þeir að leggja upp frá Zermatt f Sviss og reikna með að verða 20—30 tfma upp á topp- inn. Matterhorn er sem kunnugt er talið eitt fallegasta og um leið erfiðasta fjall til að klffa f öllum Ölpunum. Einn sexmenninganna, Sighvat- ur Blöndal, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þessi ferð væri búin að vera nokkurn tíma í Framhald á bls. 17 ,Vissum ekki um breyting- una á friðaða svæðinu” segir Björn Ingólfsson skipstjóri á Frey KE „VIÐ skipstjórar á bátunum 10, sem teknir vorum á friðaða svæðinu á Selvogsbanka urðum jafn orðlausir þegar varðskipið tók okkur og sjávarútvegsráðherra þegar hann heyrði fréttina," sagði Björn Ingólfsson skipstjóri á Frey KE 98 í samtali við Morgunblaðið f gær. Morgunblaðið spurði Björn hver væri ástæðan fyrir því að þeir hefðu lagt netin á friðaða svæðínu. „Við á Frey lögðum 9 trossur á þessum stað um s.l. mánaða- mót og á þeim stað vorum við þegar varðskipið tók okkur s.l. mánudag. Varðskipið kom á staðinn þann 1. apríl og var yfir okkur án þess að neitt væri sagt þar til á mánudagsmorgun, er við vorum teknir. Dagana áður en við vorum teknir, virtist varðskipið vera að vernda friðaða svæðið eins og við héldum að það væri og er merkt á sjókortum og gefið upp í sjómannaalmanakinu. Síðan gerist það á mánudagsmorgun að varðskipið hefur sambandi við sjávarútvegsráðuneytið og fær þær upplýsingar að við sé- um ólöglegir. — Ég tel það vita- vet kæruleysi að láta okkur ekki vita að búið sé að færa friðaða svæðið um 7.5 sjómílur til austurs." Þá sagði Björn að á þessu svæði hefðu verið tugir báta að veiðum en varðskipið hefði að- eins tekið 10. Skipstjórar bát- anna vildu vera löglegir í alla staði og því fyndist þeim lág- markskrafa að tilkynnt væri um breytingar tímanlega. „Það þarf enginn að halda að skip- stjórar fari að leggja 8—10 netatrossur á friðað svæði og ætli sér síðan að hlaupa með þær í burtu þegar varðskip nálgast. Eins og nú er ástatt á bátaflotanum veitir ekki af ein- um sólarhring til að draga 10 trossur, svo mikil er mannekl- an.“ Að lokum sagði Björn, að þeim fyndist ósæmilegt af fólki í landi að lýsa skipstjórunum sem einhverjum glæpamönnum og feila yfir þeim dórrja, áður en viðkomandi yfirvöld væru búin að kveða upp dóm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.