Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRlL 1976 11 Björn Steffensen: Landhelgismálið Leikmaður leggur orð í belg Fyrir nærri hálfri öld las ég sögukorn, sem ég man nú ekki lengur hvað hét, né man ég efni þess, utan eina setningu sem ekki hefur viljað skilja við mig. Þessi setning, sem ein persóna sögunn- ar segir, er svona: „Það er mér styrkur, en um leið minn mesti veikleiki, hvað mér er eiginlegt að líta hlutdrægnis-Iaust á hvert mál.“ Á þessum tíma ævinnar kom það mér spánskt fyrir sjónir að það gæti verið veikleiki að vera sanngjarn. Síðar komst ég smám saman að því hve ótrúlega algengt það er, já, svo algengt að það má næstum teljast regla, að menn geri hagsmunamál sín vafninga- laust að hugsjónamálum, þar sem enginn vafi kemst að um réttmæti málstaðar. Þetta hefur rifjast upp fyrir mér undanfarið við að hlusta á allar stórorðu samþykktirnar í út- varpinu, sem allskonar félög og hópar hafa verið að gera um land- helgismálið, því að þetta fólk hef- ur áreiðanlega ekkert af þeim veikleika að segja, sem nefnd sögupersóna var haldin. Öll erum við sammála um að æskilegt er að við fáum, sem fyrst, full umráð yfir öllum fiski- miðunum við landið. Þetta er ómetanlegt hagsmunamál ef skynsamlega verður að friðun og nýtingu staðið. En þó að við sjá- um þarna mikla Iffsbjörg á næsta leiti, þá jafngildir það ekki skil- yrðislaust því, að við getum án tafar eignað okkur einum þessi verðmæti, án þess að spyrja kóng né prest. Hafsvæðið, sem um er deilt hefur um aldaraðir verið einskonar afréttur utan lögsagnar okkar og annarra þjóða, en nytjað af okkur ásamt Evrópuþjóðum, sem eiga land að Norður Atlants- hafi, á sfðustu árum aðallega af Bretum og Þjóðverjum. Lagaleg- ur réttur okkar til fiskveiðilög- sögu á þessu svæði er því enginn, enda fáir sem halda því fram að hann sé fyrir hendi og engin þjóð á norðurslóðum hefur séð sér fært að fylgja okkur í útfærsl- unni, né veita okkur stuðning. Frá vinaþjóðum okkar á Norður- löndum hefur aðeins borist hjal um samúð. (Með lagalegum rétti í alþjóðasamskiptum er átt við samninga eða hefð, nema hvort- tveggja sé, þvf að engin stofnun er þess umkomin að setja alþjóða- lög.) Talað er um siðferðilegan rétt, þar sem réttilega er bent á, að ekki verður lfiað sómasamlegu lffi hér á landi dragist útgerð til muna saman. Að sjálfsögðu skap- ar mikil fátækt siðferðilegan rétt, eins og viðhorfum er háttað nú á tímum, en sem betur fer eru slík- ar hörmungar ekki alveg á næsta leiti og varla timabært að beita þeirri röksemd gagnvart Bretum, meðan þjóðartekjur þeirra á hvern fbúa eru snökktum minni en okkar ($ 2460 í Bretlandi, en $ 2830 á Islandi (1971)). Er aðferð okkar við lausn land- helgismálsins ekki áþekk því að bóndi i uppsveit sem teldi sig þurfa aukið landrými, færði út girðingar um land sitt, þannig að hann innlimaði í landareign sína það nýtilegasta af afrétti sveitar- innar, án þess að leita samþykkis annarra hreppsbúa? Hætt er við að þá heyrðist einhversstaðar hljóð úr horni. Þarf að deila um það að í ágreiningsmálum á að leita lykta með friðsamlegum hætti. Geta ekki allir fallist á, að þá hljóti undantekningarlaust að vera háttur siðaðra manna að reyna aldrei að útkljá ágreiningsmál með slagsmálum? Við höfum samt kosið að fara þá leiðina og nú er haldið uppi slík- um áróðri í blöðum og útvarpi fyrir „stríðsrekstri“ okkar að lík- ast er því að fólk sé almennt að tapa sönsum. I s.l. viku gerðu blöð fiskveiðideiluna við Breta að um- talsefni á þann hátt, að lfkja átök- um varpskipanna okkar við brezku togarana og verndarskip þeirra, við orustuna um Bretland fyrir 35 árum. Þetta er vægast sagt ekki smekkleg samliking. Or- ustan um Bretland er líklega ör- lagaríkasta orusta allra tíma. Hefðu Bretar farið að dæmi Frakka og samið er ekkert lík- legra en að heimurinn byggi nú við „þúsund ára ríki“ Hitlers. Okkar „stríð" við Breta er aftur á móti ekkert stríð heldur hags- munadeila, sem við hefðum í hendi okkar að jafna hvenær sem er, að hætti siðaðra manna, ef pólitíkusarnir okkar blessaðir væru ekki búnir að klúðra málið þannig, með flokkspólitisku áróð- urskapphlaupi, að nú er það „fólkið“ sem segir fyrir verkum, með þrýstihópana rauðu í broddi fylkingar, sem stefna að allt öðru marki en stækkun fiskveiðilög- sögu. Og „fólkið“ vill halda „strið- inu“ áfram og láta kné fylgja kvíði, hvað sem það kostar, og „óvinurinn,, er i hálfgerðu basli með sitt hlutverk. Mér er í fersku minni er ég fyrir mörgum árum var vitni að átökum, þar sem kona réðst að stórum og stæltum karlmanni og reyndi í sífellu að koma á hann höggi, og þó einkum að sparka í viðkvæman blett á honum. Vesa- lings karlmaðurinn, með alla sína miklu yfirburði, mátti að sjálf- sögðu ekkert gera, nema stjaka konunni frá sér með flötum lófa. Já, stundum er það svo að allur styrkurinn félst í þvf að vera nógu veikburða. I staksteinum Morgunblaðsins 17. þ.m. er vitnaði í viðtal, sem annað dagblað átti við Þröst Sig- tryggsson, skipherra á Ægi, hann segir: „Þeir (Bretar) ætla greini- lega að sýna, að þeir geti náð þeim afla, með herskipavernd, sem þeir fóru fram á. Ef nokkur varðskip verða að jafnaði að vera í höfn til viðgerðar vegna skemmda, þá ná þeir þvi magni. Nái þeir 100 þús- und tonna afla undir herskipa- vernd er varla um annað að ræða en að semja um vissan og þá minni tonnafjölda i takmarkaðan tima með eftirlit með svæðum og möskvastærð. Þegar svo að segja hvert tonn af þorski skiptir miklu máli fyrir þjóðarbúið er þetta varla neitt spursmá!.“ Blaðið bæt- Vélskólamenn víta námslána- frumvarpið Svohljóðandi ályktun var sam- þykkt á almennum fundi nem- enda Vélskólans sem haldinn var nýlega. Almennur fundur nemenda Vélskólans gagnrýnir harðlega framkomið frumvarp til laga um námslán og námsstyrki. Fundur- inn telur frumvarpið verða lítt afgerandi í mörgum veigamiklum atriðum, og ganga i berhögg við áður yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Fundurinn harmar að nemar Vélskóla Islands skuli ekki eiga iögboðna aóild að Lánasjóði is- lenskra námsmanna samkvæmt nýja frumvarpinu, og að full brúun umframfjárþarfar skuli ekki lögfest. Ennfremur gagn- rýnir fundurinn þau endur- greiðslukjör sem felast i frum- varpinu og lýsir yfir stuðningi við meginstefnu Kjarabaráttunefnd- ar um námslán og námsstyrki. Fréttatilkynning. á Islandsmiðum er um 1 milljón tonn, en ársaflinn á norðanverðu Atlantshafi ásamt innhöfum er alls um 14H milljón tonn. Mestur er ársaflinn í Norðursjó (ásamt Skagerak og Kattegat) 3.6 milljón tonn (1970) i Hvítahafinu 2,1 milljón tonn, við Newfoundland 2,4 milljón tonn. Ársaflinn á þess- um þrem hafsvæðum, sem fs- lenzkir sjómenn þekkja vel, er þannig 8 sinnum meiri en ársafl- inn á Islandsmiðum á sama tíma og er þá miðað við samanlagðan afla Islendinga sjálfra og útlend- inga á Islandsmiðum. Svo er að I sjá að engum detti önnur ráð i ir því við að þessi orð séu íhugun- arverð. Og ég vil enn bæta við, að það var orð að sönnu. hug til þess að komast hjá ofveiðí f nokkurn tfma, en aó „pakk sarnan", leggja hluta flotans og senda mannskapinn heim. Hvers vegna ekki að nota stóru skipin tií þess að sækja eitthvað af aflanum á önnur mið í Norður-Atlantshafi, eins og fyrr hefur verið gert og brúa þannig bilið meðan við erum að rækta upp heimamiðin. En tit þess þurfum við sjálfsagt að semja við aðrar þjóðir og þá væri gott að vera ekki búinn að brenna allar brýr að baki sér. Skýrsla fiskifræðinga um ástand fiskstofna á Islandsmiðum er ekki glæsileg og auðséð að hér þarf skynsamleg viðbrögð og þar á meðal minnkaða sókn um nokk- urn tíma. En þær umræður sem orðið hafa um skýrsluna þykja mér furðulegar að einu leyti. Það er eins og engum komi til hugar, eða muni, að við eigum marga nýja og stóra togara og að fiski- miðin við tsland eru ekki einu miðin á norðurslóðum. Ársaflinn Ritað f janúar 1976. Björn Steffensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.