Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRlL 1976 Orkubú Vestfjarða: Spannar hagsmuni Vestfirðinga í raforku- og iarðyarmamálum Einar Ágústsson áskilur sér rétt til að snúast gegn stjórnarfrumvarpi um Orkubú Vestfjarða EFTIR sköruleg skoðana- skipti um málefni Kröflu- virkjunar í sameinuðu þingi í fyrradag hófst ný orkumálasenna um vænt- anlegt Orkubú Vestfjarða í efri deild, en þar mælti Gunnar Thoroddsen fyrir stjórnarfrumvarpi um það efni, er samið var í samráði við sveitarstjórnamenn á Vestfjörðum og og Fjórð- ungssambandi Vestfirð- inga. í umræðunni áskildi Einar Ágústsson utanríkis- ráðherra sér rétt til að greiða atkvæði gegn frum- varpinu. Hér á eftir verða umræður þessar raktar í örstuttu máli, þar sem leit- ast verður við að láta af- stöðu einstakra þingmanna til málsins koma í ljós. Þingsályktun og samstarf við heimaaðila Gunnar Thoroddsen orkuráð- herra mælti fyrir frumvarpinu. Gat hann þess að upphaf málsins væri þingsályktun, sem samþykkt hefði verið á Alþingi 1971, þar sem ríkisstjórninni var falið að kanna vilja sveitarstjórna á Vest- fjörðum um sameignarstofnun ríkis og sveitarfélag vestra, er annaðist orkuöflun og dreifingu í fjórðungnum. Hann hafi síðan sett nefnd í málið, m.a. skipaða sveitarstjórnamönnum á Vest- fjörðum, en formaður hennar ver- ið Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti deildarinnar. Niðurstaðan af störfum nefndarinnar hafi ver- ið framlagt frumvarp, ásamt ítar- legri greinargerð og gagnasöfnun. Full samstaða væri meðal sveitar- stjórnamanna vestra um frum- varpið og stjórn Fjórðungssam- bands vestfirðinga mælti með samþykkt þess. Síðan rakti ráðherrann í ítar- legu máli efnisatriði frumvarps- ins; en þau koma fram í sérstakri frétt í blaðinu í dag og verða því ekki rakin hér að neinu ráði. Orkubú Vestfjarða verður eign ríkisins að 40% en sveitarfélaga vestra að 60%. Það nær bæði til raforku- og jarðvarmaöflunar og dreifingar og gerir ráð fyrir þvi að fjögur smærri raforkufyrir- tæki verði sameinuð í eitt. Ráð- herrann gat þess og að frumvarp- ið væri í samræmi við ályktun Sambands ísl. sveitarfélaga um raforkumál. Eitt orkuöflunar- fyrirtæki fyrir landið allt. Ragnar Arnalds (K) taldi skipulag raforkumála hér á landi i molum. Þar væru of margir aðil- ar að verki og stefna þyrfti að því að steypa öllum raforkufyrirtækj- um í eitt raforkuöflunarfyrirtæki. Framvarp það, sem hér lægi fyrir, væri jákvætt að því leyti, að það sameinaði nokkur smærri fyrir- tæki vestra I eitt, en varhugavert að því leyti, að það væri stefnu- markandi um sjálfstæðar lands- hlutavirkjanir eða orkubú. Þessi mál þyrfti að skipuleggja með landið allt i huga, samtengingu allra orkusvæða þyrfti að fylgja stofnun eins miðstýrðs raforku- fyrirtækis, sem væri forsenda hagkvæmni og eins og sama raf- orkuverðs um land allt. „Ekki sú stefna, sem ég aðhyllst“ Einar Agustsson utanríkisráð- herra sagði að margar, sjálfstæð- ar landshlutavirkjanir væri ekki sú stefna, sem hann aðhylltist í raforkumálum. Sunnlendingar ættu ekki að sitja einir að raforku frá virkjunum í Þjórsá og Tungnaá eða hver landshluti að virkja fyrir sig og búa að sinu. Það þyrfti að stefna að samræm- ingu í þessum málum og heildar- stjórn með raforkusamsteypu — að því leyti væri hann sammála Ragnari Arnalds. Ekki verður lengur slegið á frest, sagði ráðherrann, að taka ákvörðun um framkvæmd og byggingu einu fullhönnuðu virkj- unarinnar, sem fyrir liggur í land- inu, Hrauneyjafossvirkjunar. Fyrir þeirri framkvæmd liggur heimild Alþingis og þar þarf enga lagasetningu. Það er og hagstæð- asta virkjunin, sem fyrir hendi er. Ég sé ekki að sú virkjun geti komizt í framkvæmd, ef samtímis á að virkja í öllum landshlutum í senn. Fjárhagsgeta og efnahags- ástand leyfa það ekki. Hér er um að ræða verkefni, sem takast þarf á við, áður en farið verður að skipta landinu upp í landshluta eða landshlutavirkjanir. Fylgi mitt við þetta frumvarp í ríkis- stjórninni náði ekki lengra en það, að það væri framlagt. Eg áskil mér fullan rétt, sagði ráð- herra, til þess að greiða atkvæði gegn þvi, ef mér sýnist svo, þegar þar að kemur. Meginmarkmiðið Halldór Ásgrfmsson (F) sagði meginmarkmiðið að tryggja hið sama raforkuverð um allt land. Vera mætti að frumvarp um Orkubú á Vestfjörðum væri leið til lágs raforkuverðs þar. En hvað um framhaldið? Hver væri stefna hæstv. orkuráðherra í heildar- málinu? A framhaldið að verða sjálfstæð orkubú í öllum lands- hlutum, eða eitt raforkuöflunar- fyrirtæki fyrir landið allt? Þetta er stefnumarkandi frumvarp, sagði þingmaðurinn, ekki aðeins fyrir Vestfirði, heldur verður það fordæmi öðrum. Þingmaðurinn sagðist fylgjandi samræmingu þessara mála og stofnun heildar- fyrirtækis fyrir landið allt. Spor í rétta átt. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) sagði það mikinn misskilning og rangtúlkun að sjálfstæð orku- bú einstakra landshluta þyrftu að standa í vegi fyrir samtengingu samræmdri raforkustefnu eða skipulagningu raforkumálanna i heild. Þetta frumvarp stefndi þvert á móti að sameiningu smærri fyrirtækja vestra, sam- átaki sveitarfélaga og ríkis, til að koma betra skipulagi á mál og flýta raforku- og jarðvarmaverk- efnum, til samræmis við vilja heimaaðila. Samstarf landshluta- orkubúa og heildarstefnumótun samræmdist ekki einungis slikum markmiðum heldur stuðlaði bein- linis að þróun í þá átt. Hann lagði áherzlu á samstöðu sveitar- stjórnamanna á Vestfjörðum sem og þingmanna Vestfirðinga, um þetta mál, og þakkaði orkuráð- herra frumkvæði hans í málinu. Hann sagði landshlutavirkjanir þegar til; nefna mætti Lands- virkjun (sameign rikis og Reykja- víkur), Laxárvirkjun, o.fl. og minna mætti á ákvörðun Alþingis um Hitaveitu Suðurnesja. — Var- hugavert væri og að allar stór- virkjanir væru staðsettar á til þess að gera litlu og virku eldgosasvæði. Sumt gott — annað miður Stefán Jónsson (K) sagði ýmis- legt í frumvarpinu góðra gjalda vert — annað miður. Sníða mætti af því helztu annmarkana í nefnd, þá sem helzt færu á svig við sam- ræmda heildarstefnu í raforku- málum. Frumvarpið f rétta átt Steingrfmur Hermannsson (F) sagðist sammála þeim sjónarmið- um, sem fram hefðu komið um heildarlausn og heildarstefnu í raforkumálum. Hins vegar mætti setja upp landshlutaveitur, sem heimamenn ættu að hluta en með aðild hins opinbera. Þær gætu annast dreifingu og sölu orkunnar. Ahugavert væri einnig að þær hefðu hitaveitur i sinum höndum. Þær ættu síðan að vera aðilar að einni landsveitu, sem þá hefði öll meginorkuverin á sinum vegum. Steingrímur lagði áherzlu á mikilvæga gagnasöfnun og sam- ræmingarstarf, sem verið hefði undanfari þessa frumvarps. Það væri afrek út af fyrir sig að hafa samræmt sundurleitt sjónarmið á Vestfjörðum, sem stuðlað gæti að sameiningu þriggja virkjana sveitarfélaga og einnar á vegum RARIK. Frumvarpið gerði því ráð fyrir verulegri bót frá þvi ástandi sem nú væri. Það gæti og verið spor að því seinni tima marki sem e.t.v. þyrfti að nálgast í áföngum, að öll raforkuöflun og raforku- dreifing í landinu kæmist á eina hendi. Fasteigna- miðlun ríkisins? Ingi Tryggvason (F) og Stein- grimur Hermannsson (F) hafa lagt fram tillögu til þingsályktun- ar sem felur ríkisstjórninni að framkvæma á þessu ári könnun þess, að stofnuð verði fasteigna- miðlun ríkisins, og undirbúa lög- gjöf þar um, ef niðurstaða könn- unarinnar „verður jákvæð“. Til- lögunni fylgir greinargerð alllöng þar sem m.a. segir: „Ef vel væri á haldið og fasteignaviðskipti al- mennt beindust til fasteignamiðl- unar rikisins, yrði enn fremur dregið úr þeim verðbólguhvata, sem núgildandi fyrirkomulag fasteignasölu vissulega er.“ Til- gangur tillögunnar er sagður að lækka kostnað við miðlun fast- eigna. Lög frá Alþingi: Skattfrelsi verðlauna- fjár Norðurlandaráðs í GÆR var samþykkt sem lög frá Alþingi frum- varp um skattfrelsi verð- launafjár Norðurlanda- ráðs á sviði bókmennta og tónlistar, sem féllu í hlut Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar rithöfundar og Atla Heimis Sveins- sonar tónskálds. Síðasti þingfundur fyrir páska I gær voru sfðustu deildafundir Alþingis fyrir páska. t dag verður síðan síðasti fundur sameinaðs þings fyrir páskafrfið. Annasamt hefur verið á Alþingi undanfarna daga og hart deilt um málefni Kröflu og stjórnarfrumvarp um „Orkubú Vestf jarða“. Landhelgismálin hefur og borið mjög á góma og yfir vötnum svifið vandi efnahagsmálanna, verðbólguvaxtar, og fleiri vanda- og viðfangsefna. Þeir, sem hér sjást á mynd, orkuráðherra, dómsmálaráðherra og forsætisráðherra, sem og aðrir ráðherrar fá þó naumast frí frá störfum, því að mörgu er að hyggja og margt að undirbúa 1 hendur þingmanna, er þeir koma málhressir til starfa á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.