Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRlL 1976 Lengi lifir í gömlum glæðum Fvrir slundu barsl mcr f hendur gíróseðill með innborguð- um 57.100 krónum til Inga T. Lár- söfnunarinnar frá Borgfirðingum í Borgarfirði eystra, en gfróreikn- ingur söfnunarinnar er nr. 19760. Númer reikningsins er valið með tíllíti til ársins í ár 1976, en þá er í ráði að afhjúpa minnisvarðann, þ. 26. ág. á afmælisdegi tónskálds- ins. Nokkru áður hafði mér borist listi með nöfnum 52 gefenda ásamt bréfi en i því stendur orð- rétt: ,,Að vísu veit ég að þið hafið ekkert við þennan nafnalista að gera, en mér datt í hug að e.t.v. þætti einhverjum sem kunnugur er, gaman að sjá hve almenn þátt- taka var í þessari söfnun. Við sem komum þessu af stað hér (það var Kvenfélag Borgarfjarðar) þótt- umst vissar um að margir vildu gefa i þennan minnisvarða hér í sveit. Við höfum svo mikið að þakka Inga Lár fyrir öll hans yndislegu lög.“ Þessu bréfi og söfnunarlista fylgdi umsögn eins kórfélaga Inga T. Lár. frá því að hann dvaldi á Borgarfirði eystra og get ég ekki stillt mig um að láta umsögnina fylgja með. „Eldra fólk á Borgarfirði eystra sem var meö Inga Lár þau ár er hann dvaldi hér, munu ávallt minnast hans með vinsemd og virðingu. „Mér leið alltaf vel á Borgarfirði," sagði hann. Já, vel hafði hann til þess unnið. Þegar Ingi Lár kom hingað var hér lítið þorp og lítið um að vera, þó heldur vaxandi þorp; því var það ósegjanlega mikil lyftistöng fyrir okkur að fá jafn fjölhæfan og hjálpsaman mann. Enda árangur af veru hans fljótur að koma i ljós. Hann var strax boð- inn og búínn til alls sem til fram- farahorfði. Fljótlega eftir komu slna hingað stofnaði Ingi blandaðan söngkór, sem starfaði með mikl- um blóma þann tíma sem Ingi var hér og að síðustu mun kórinn hafa talið 20—30 söngfélaga, þegar flest var. Kórinn söng í kirkjunni við guðsþjónustur því Ingi spilaði þar; hann söng einnig á skemmtisamkomum, sem oft voru þá haldnar. Þar var Ingi hrókur alls fagnaðar sem og alls staðar er mannfagnaður var. Hann eyddi miklum tíma i söng- æfingar og fleira til að efla félags- lifið. Það var allt sjálfsagt og aldrei minnst á þóknun fyrir. „Bara þakklæti, það er mér nóg,“ sagði hann. Þó held ég að efnin hafi ekki verið um of í þann tíð. Engu gat hann neitaö og vildi allra vanda leysa. Hjartað var hiýtt og eðlið gott. Þess vegna hafði hann alltaf einhverju að miðla þeim, sem minnst áttu. Þetta er að vera ríkur. Við sem enn erum ofar moldu úr kórnum hans hér á Borgarfirði eystra og vorum syngjandi hér og syngj- andi þar og syngjandi alls staðar, undir stjórn Inga Lár, við munum svo sannarlega árin þau og störfin með honum. Þau eru okkur öllum ógleymanleg. Og er nú mál að kveðja bæði stjórnanda og kórfélaga með þakklæti fyrir samveruna. Að endingu þetta. Eg held að Ingi hafi samið eitthvað af lögum á meðan hann var hér. Eitt sinn er hann kom til kóræfingar með okkur, kom hann með nótnablað, sem hafði inni að halda lagið hans, Nú andar suðrið. Við höfð- um ekki áður heyrt lagið. Þá þegar var það tekið til æfingar og síðan oft og mikið sungið hér. Lagið Kvöldblíðan lognværa varð til hér I tilefni þess að 23. jan 1918 fór fram hjónavígsla. Hjón þessi voru góðir vinir Inga. Stjörnaði hann veislusöng þar og tileinkaði brúðhjónunum lagið. Þar var það flutt í fyrsta sinn. I þeirri veislu var mikið sungið eins og ávallt þar sem Ingi Lár var annars vegar. Nú væri betur kominn annar Ingi á Borgarfjörð. Þessi orð eru orðin fleiri en ætlað var. „Það er svo margt að minnast á“, en nú mun bezt að ljúka þessu. Biðja hann, sem um var rætt velvirðingar á masinu, með þökk fyrir langa og ógleym- anlega samleið á Borgarfirði." „Kórfélaginn" sem þessi um- sögn er orðrétt höfð eftir, er kona komin á áttræðisaldur. „Hún kom á söngæfingar til Inga, þó svo að hún þyrfti yfir Njarðvfkur- skriður að fara, ýmist gangandi eða ríðandi. Og nú ornar hún sér við þes-sar minningar og þrevtist seint að tala um Inga Lár. , eins og stendur f bréfinu, sem sent var með söi nunarlistanum rg áður var getiö nm. Fylii hönd Inga T Lár- nefndarinnar færi eg Borgfirð- ingum kærar þakkir fyrí; tryggð þeirra og vináttu við tónskáldið, svo og fyrir rausnarlegt framlag þeirra tii heiðurs minningu þess. 7/4 1976 Þórarinn Þórarinsson frá Kiðum Skálda gefin út í þriðia sinn Afmælisdagabókin Skálda, sem hefur verið ófáanleg um langt skeið, er nú komin á markað að nvju. Er hér um að ræða offset- prentun annarrar útgáfu í saman- tekt Jóhanncsar skálds frá Kötl- um. Er bókin hin vandaðasta að allri gerð, bundin í rautt flos og framan á henni er silfurskjöldur, þar sem á skal letra fangamark eigandans. Skalda hefur að geyma 366 vísur eða stef eða jafnmörg dögum ársins og er þeim raðað upp eftir afmælisdögum viðkom- andi skálda. I formála annarrar útgáfu segir Jóhannes úr Kötlum, Framhald á bls. 20 NÝ AFMÆLISDAGABÓK BEYKJAVÍ K BÓKAC'TGAí'AN f'SÓMAUA Wt Bylting fyrir Jesú BLAÐINU hefur borizt eftir- farandi greinargerð frá Guðs- börnunum: Byltingarsinnuðu Guðsbörn- in hafa nú hafið baráttu tjngu kypslóðarinnar fyrir sannleik- anum. Þau hófu Jesú- byltinguna i kaffihúsum og „kommúnum" í Kaliforníu 1968, en nú breiðir hún sig út um allan heiminn. Með þúsund- um af fulltíma byltingarsinn- um fyrir Jesú, hafa þau komið upp hundruðum heimila um allan heim, i öllum stærri heimsálfum, í flestum stærri borgum og löndum jarðarinnar og eyjum hafsins. Við trúum því „að svo elsk- aði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn (Jesús) til þess að hver, sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilift líf“. Þetta vers þekkið þið nú flest, en hafið þið einhverntima hugsað út í, hvað það virkilega þýðir? Það þýðir frelsun. En hvað er frelsun? Frelsun er gjöf frá Guði, skapara alheims- ins, til að hjálpa okkur að byggja upp nýjan heim með frelsi frá skorti, frelsi frá þræl- dómi, frelsi frá sársauka, frelsi frá ótta. — Þetta er takmark okkar. Frelsunin er einföld. Þú þarft aðeins að taka við Jesú, Guðs syni, sem þínum frelsara með þvi að biðja hann að koma inn í þitt hjarta, fyrirgefa þér syndir þínar og gefa þér eilift líf. Reyndu það. Hann mun gefa þér nýtt líf, fullt af ham- ingju, ást og friði. Þú munt elska það og mundu að Jesús elskar þig. Rómv.br. 10:9,10. Mennirnir geta ekki verið ham- ingjusamir meðan hungur hrjá- ir þá, þrælkaðir í ánauð, undir einræði og arðráni, rændir af hinum ríku, þolandi þjáningar vegna hungurs, næringarskort, slæma heilsu, yfirvinnu, slæma ofnotkun, pyntingar stríða og stöðuga bardaga og martraðir sífells óttafulls óöryggis. Við trúum að öll þessi illvirki eigi sér stað vegna skorts af ást manna á Guði og hver öðrum og skeytingarleysi þeirra á lögum Hans um kærleik, trú, frið og sameiningu við Hann, hvert annað og alla hans sköpun, sem eru aðalundirstöður í hverri sannri trú, hverjum sem í ein- lægni trúir á Guð og hans kær- leik og umhyggju fyrir hans kynslóð. Samt sem áður, þá er- um við ekki að tala um iíkam- lega ofbeldis byltingu, sem veldur ekki öðru en miklum skemmdum, og breytir ekki hjörtum hið minnsta, en kemur aðeins á öðru kerfi, þar sem hlutirnir eru alveg eins slæmir, ef ekki verri. Okkar er andans stríð i trú og kærleika, til að vinna hugi hjörtu og anda og að bjarga sálum jafnt sem líköm- um manna. Okkar er stríð til að frelsa mannfólk frá vonzku anda, huga og hjarta mannsins, sem gerír þá sjálfselska, eigin- gjarna, spillta og grimma og vonda hver við annan. Ómann- úðleiki manna hver við annan sem stafar af skorti á skilningi á þvi, hvernig eigi að vera ham- ingjusamur, sem aftur stafar af þekkingarskorti á kærleika, trú og krafti Guðs og kærleiksrik- um lögmálum Hans, ætluð fyrir okkar eilífu hamingju. Guð er kærleikur og hans eina lögmál er kærleikur. Kær- leikurinn fellur aldrei úr gildi, reynið það, sigrum heiminn með kærleika. Við elskum ykk- ur. Sigurður Kristjánsson: Guðsbörnin Svar við grein Jónínu H. Óskarsdóttur ÞANN 24. febrúar s.l. birtist i Morgunblaðinu grein eftir Jón- ínu H. Óskarsdóttur. I grein sinni kvartar hún sáran yfir þvi sem hún kallar rógskrif um Guðsbörnin. Fullyrðing sem þessi ber keim af örvæntingu hins rökþrota og tilraun til þess að skjóta sér undan að ræða kjarna málsins. Greinin, sem ég skrifaði og varð tilefni til kvörtunar Jón- inu, var skrifuð í þeim tilgangi einum, að sýna hið rétta andlit hreyfingarinnar, sem á lævísan hátt lokkar til sín íslensk ung- menni og fær þau til að stunda dulbúið betl. Ég vil taka það fram strax að ég tel það betl, þegar fólk biður um peninga til þess að geta staðið straum af kostnaði við daglegt brauð, allt annað er þegar gefið er til góðgerða- eða líknarstarfsemí. J.H.Ó. fullyrðir í grein sinni að ég hafi ekki hugmynd um hvað ég sé að skrifa því ég hafi ekki lesið neitt af því sem GB eru að dreifa. Ekki er þetta nú alls kostar rétt, miklum tíma hef ég varið til að pæla í gegnum ógrynni af Mó-bréfum, lesið síðu eftir síðu af eintómu hugarrugli og orðagljáfri Daviðs Mó-Bergs, í von um að finna eitthvað já- kvætt, en án árangurs. Mér finnst við lestur sumra bréfanna, að anáþjóðfélagsleg afstaða og öfuguggaháttur skíni þar í gegn og sum þeirra eru svo furðuleg að þau geta tæpast verið samin öðruvísi en í ein- hverri annarlegri vímu. Þeim sem vilja kynna sér þessa hreyfingu nánar vil ég benda að bók eftir Sven Egil Omdal, bókin heitir: The children of god, textinn er á norsku og er mjög aðgengileg- ur. I bók þessari greinir frá upp- runa og starfsemi hreyfingar- innar. Þar segir i byrjun að Davið Berg sendi stöðugt frá sér ný Mó-bréf sem eiga að vera áframhald af Biblíunni, til dagsins í dag. Hann hefur semsagt tekið að sér að brúa bilið. Þessi bréf fjalla sjaldnar óg sjaldnar um Jesú, en meira og oftar um Davíð Berg, stjórnmál og kynlíf. Sem dæmi um það hver yfir- ráð leiðtogar hópsins fá yfir þeim sem gangast hreyfingunni á hönd, vil ég birta sýnishorn af inntökuskírteini í Gb- hreyfinguna. Ég heiti því að ég gef ykkur allt sem ég á og allt sem ég vinn mér inn og leyfi að þið opnið póst sem er til mín, hlýði regl- um og yfirmönnum. (Undirskr) Þetta form var í gildi 1972 og er kannski ennþá auðvelt er að sjá hvers konar félagsskapur þetta er, þar virðist ríkja mikil tortryggni eftir umsóknarskil- yrðum að dæma. Þeir sem hafa snúið baki við félagsskapnum og þeir eru ekki svo fáir, segja að reglurnar séu ætlaðar þeim sem lægst eru settir í félagsskapnum, miklar tilslakanir gilda fyrir stjórn- endurna. Kerfi það sem Guðsbörnin starfa eftir er í rauninni byggt að heilaþvotti. Þeir sem nýkomnir eru í sam- tökin eru teknir til sérstakrar meðferðar, biblíutilvitnunum og setningum eftir Davíð Berg er blandað saman og eftir sf- endurtekinn lestur veit sá ný- komni ekki hvort hann er að vitna í Biblíuna eða Berg. Fæst- ir þeirra sem ánetjast hreyfing- unni eru það lesnir í Biblíunni að þeir geti greint þetta tvennt i sundur. Ég held að ég verði að endur- taka það sem ég hef áður sagt, Guðsbörnin stunda ekki vinnu og ég er undrandi á því að nokkur skuli mæla því bót, að unglingar snúi baki við námi og starfi til þess að dreifa pésum eins og þessum sem sýndur er á meðfylgjandi mynd. Ég minntist lítillega á afnot Gb af Tónabæ, hvernig skyldi standa á því að þau eru ekki lengur með samkomur þar, Framhald á bls. 20 Nafn Fæðingardagur Varð félagi I Gb Frelsaðist Fyrri trú Nánasti ættingi Heimilisfang Starf Persönuleiki Heilbrigði Nám Tungumál Biblfunafn Fæðingarstaður Staður Vitni Heilagur andi móttekinn hvar Simi Tekjur Þjóðfélagsstaða Vöntun Vinna Tónlist. Aldur Móttók heilagan anda Tók fikniel Sérþekking eíginl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.