Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1976 Kanna dreifingu á spíra og vodka RANNSÓKNARLÖGREGLAN I Revkjavlk hefur að undanförnu haft til rannsóknar smvgl á spíra og 75% vodka, og flutningi á um- ræddum varningi til Sauðár- króks. Vinna sömu menn aó þess- ari rannsókn og hafa verið með Geirfinnsmálið í rannsókn. Ekki vildi rannsóknarlögreglan neitt láta hafa eftir sér um málið þegar Morgunblaðið ræddi við hana I gær. Tveir rannsóknarlögreglumenn fóru í síðustu viku til Sauðár- króks og yfirheyrðu þar allmarga menn, þar á meðal annan þeirra tveggja manna, sem talið er að hafi aðallega staðið að flutningi á áfenginu frá Reykjavík og norður. Hinn aðilinn var tekinn til yfirheyrslu I Reykjavík, og sat hann í gæzluvarðhaldi í smátíma, á meðan rannsókn á hans þætti í málinu fór fram. Eftir þvi sem Morgunblaðið hefur frétt, verður rannsókn þessa máls haldið áfram. Engin umsókn um 5 prestaköll HINN 15. aprfl rann út um- sóknarf rest ur um 8 embætti innan þjóðkirkjunnar, þar af 7 laus prestaköll. Sótt var um 3 embætti en enginn umsókn barst um 5 prestaköll. Um annað prestsembættið í Vestmannaeyjum sótti sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson, en hann er þar settur sóknarprestur. Um Ólafsfjarðarprestakall sótti Vig- fús Þór Árnason cand.theol, sem nú stundar framhaldsnám i Miinchen í Þýzkalandi. Um starf æskulýðsfulltrúa sótti sr. Þor- Ganga um á hálf- ermaskyrtum í hitanum á Sigló Siglufirði, 20. apríl. HER ER indælis veður í dag og 14 stiga hiti og menn ganga um f hálfermaskyrtum og léttklæddir. Berghildur kom með eitt tonn af grásleppuhrognum úr lögninni f gær og þykir það mjög gott. Sagði skipstjórinn mér að hægt væri að fá mokafla af grásleppu. Stórar breiður eru af svartfugli út um allan sjó og koma menn með 50 stykki eftir rúman klukkutíma. —m.j. valdur Karl Helgason, farprestur, en hann þjónar nú á Egilsstöðum. Engar umsóknir bárust um eftirtalin prestaköll: Norðfjarðar- prestakall, Hásprestakall í Þing- eyjarprófastsdæmi, Sauðlauks- dalsprestakall í Barðastrandar- prófastsdæmi, Staðarprestakall (Súgandafjörður) í Isafjarðar- prófastsdæmi, Árnesprestakall (Strandir) í Húnavatnsprófasts- dæmi og Bólstaðarhliðarpresta- kall i Húnavatnsprófastsdæmi. Þetta eru einu prestaköllin, sem nú eru ekki setin i landinu. Er þeim öllum þjónað frá nágrannaprestaköllum nema Nes- kaupstað, en þar er nú sr. Jón Kr. Isfeld þjónandi. Leiðrétting I PÁSKABLAÐINU misritaðist höfundarnafn greinarinnar „Get ég fengið að tala við Selsius". Höfundur greinarinnar var Sig- tryggur Sigtryggsson blaðamaður en ekki Sigtryggur Sigsteinsson. Ný þjónustuálma með slysadeild og heilsugæzlustöð Á þessari mynd sést hvernig Borgarspftalinn mun lfta út full- byggður. A) sýnir legudeildir, B) Almennar sjúkradeildir fyrir langlegusjúklinga, C) skrifstofur, bókasöfn og fleira en E) þjónustudeildir þar sem m.a. er gjörgæzlu- og hjartadeild á efstu hæð. Slysadeildin á að fá nýtt húsnæði þegar á næsta ári Nú eru samningaviðræður við verktaka um nýja álmu við Borgarspítalann á lokastigi, en sem kunnugt er var þetta verk nýlega boðið út. Er þarna um að ræða fyrsta áfangann að nýrri þjónustuálmu, sem ætlað er að hýsa slysadeildina, sem búið hefur við mikil þrengsli og á efri hæð göngudeild svo og heilsugæzlustöð til bráða- birgða. Að því er Haukur Baldvins- son, framkvæmdastjóri Borgar- spítalans, tjáði Morgunblaðinu er áformað að steypa upp húsið í sumar og á verktakinn að skila því fokheldu með gleri í glugg- um. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á um 90 milljónir króna fyrir þetta verk, en lægsta til- boð í það var röskar 80 milljónir króna. Stefnt er að því að slysadeildin geti flutt inn í húsið þegar á næsta áriien það verði síðan fullsmíðað á árinu 1978 eftir því sem fjármagn fæst til. Núverandi húsnæði slysadeildarinnar verður þá tekið undir skrifstof- ur og ýmsa aðra aðstöðu fyrir starfsfólk, en Haukur sagði að þarna væri um tiltölulega lítið húsrými að ræða. Sement hækkar um 38% SEMENT frá Sementsverksmiðju rlkisins hækkar frá og með degin- um I dag um 38%. Kostar tonnið af Portlandssementi 13.800 krónur, en kostaði áður 10.000 krónur. Við þetta verð bætist 20% söluskattur, þannig að með söluskatti kostar sementstonnið 16.560 krónur. Svavar Pálsson forstjóri Sementsverksmiðju ríkisins tjáði Mbl. að helstu hækkunarliðir væru olíuhækkun, hækkun launa- liðar og stóraukinn viðhalds- kostnaður, sem kæmi til af því að vélar verksmiðjunnar væru orðnar slitnar. Sagði Svavar að hann teldi að þrátt fyrir þessa hækkun yrði innfiutt sement dýrara, en innflutningur á sementi er frjáls. Mikið matsatriði hvort kaupa dgi nýjan jar%or Guðmundur Arni Valgeirsson. Maður brann inni ENGIN áform eru uppi um kaup á nýjum jarðbor til handa Orku- stofnun, þrátt fyrir hina miklu þörf og eftirspurn sem er eftir borum Orkustofnunar vegna jarð- hitaborana. Sagði Guðmundur Pálmason, forstöðumaður jarð- hitadeildar Orkustofnunar, að ekki hefði enn verið talin ástæða til að fara fram á kaup á nýjum bor, enda væri slfkt mjög mikið matsatriði. Guðmundur sagði í þessu sam- bandi, að enda þótt þörfin nú eft- ir fleiri borum væri gífurleg, yrði einnig að horfa á málið út frá langtimasjónarmiði. Sýnt væri að verulega drægi úr jarðhitaborun- í Hafnarfirði: Eldurinn líklega kviknað út frá kerti ÞAÐ SLYS varð í Hafnarfirði að- fararnótt s.l. laugardags, að mað- ur brann inni þegar eldur kom upp f skúr, sem stendur við Hval- eyrarbraut. Eldsupptök eru ókunn, en grunur leikur á að kviknað hafi f út frá kerti. Maður- inn, sem lést, hét Guðmundur Árni Valgeirsson, fæddur 11. nóv- ember 1923 og þvf 52 ára að aldri. Hann lætur eftir sig 8 uppkomin börn. Lögreglumenn, sem áttu leið um Hvaleyrarbraut um hálf fimmleytið aðfararnótt laugar- dagsins urðu fyrst varir við eld- inn. Kölluðu þeir á slökkvilið og hófst slökkvistarf fljótlega. í fyrstu var ekki vitað um að maður væri í skúrnum en það hefði engu breytt þótt lögreglumennirnir hefðu vitað það, því eldurinn var orðinn svo magnaður þegar hans varð vart. Fannst lík Guðmundar heitins á legubekk í skúrnum. Skúrinn brann mjög mikið að innan og er ónýtur. 1 skúrnum voru bílavarahlutir og a.m.k. einn bíll, en Guðmundur hafði atvinnu af því að gera upp bíla og selja þá. i skúrnum var ekkert rafmagn né heldur gastæki, én eins og fyrr segir leikur grunur á þvl að eldur- inn hafi kviknað út frá kerti, en eldurinn var éinmitt mestur við legubekk Guðmundar. um áður en langur tími liði, og ekki væri ljóst hvaða önnur verk- efni á sviði jarðborana tækju vió eða í hversu miklum mæli þau væru. Af þeim sökum væri ekki beinlinis árennilegt að ráðast nú í kaup á svo dýrum tækjum sem jarðborar væru, ef ekki væri hægt að sjá þeim fyrir nægilegum verk- efnum þegar fram í sækti. Af þeim borum sem Orkustofn- un hefur nú yfir að ráða eru það aðallega fjórir borar sem hægt er að nota til borana eftir heitu vatni — hinir eru einkum notaðir í rannsóknarskyni ýmiss konar. Jötunn er nýjastur og afkasta- mestur þessara fjögurra bora, en hann er nú við jarðhitaboranir í þágu Akureyrarbæjar á Lauga- landi í Eyjafirði. Jötunn getur borað niður á 3.600 m dýpi. Þessi bor kom til landsins á sl. ári og kostaði þá um 300 milljónir króna. Annar helzti bor Orkustofnun- ar er síðan Dofri — gamli gufu- borinn, sem nú er við störf fyrir Hitaveitu Reykjavíkur í Mosfells- sveit. Hann á að geta borað niður á 1800 m dýpi en hefur borað hér dýpst 2200 metra. Þá er að nefna Narfa sem er töluvert minni en hann er nú við boranir á Reykjum Ómar í 3. sæti ÓMAR Jónsson, hinn ungi reyk- víski skákmaður varð í þriðja sæti á alþjóða unglingaskákmótinu í Sandefjord í Noregi, en því iauk á laugardaginn. Ómar byrjaði illa, tapaði í 2. umferð en sótti sig síðan mjög og hlaut 5'A vinning af 7 mögulegum. á Reykjabraut fyrir Blönduós, og loks Glaum, sem er minnstur. Bretarnir á austurleið EINS OG skýrt var frá I Morgun- blaðinu fyrir páska flutti allur brezki togaraflotinn sig vestur fyrir land, þar sem togaraskip- stjórar töldu sig ekki fá nógu góðan afla fyrir austan land. Ekki tók betra við á miðunum fyrir vestan og I gær var allur flotinn á austurleið — var um nónbil kom- inn austur fyrir Grfmsey I fylgd fjögurra herskipa, 2ja dráttar- báta og 2ja eftirlitsskipa. Eins og talsmaður Landhelgisgæzlunnar sagði I viðtali við Mbl. I gær mun ekki hafa sést svo fönguleg brezk skipalest I nágrenni við Island síðan á heimsstyrjaldarárunum. Togararnir hafa undanfarið haldið sig dreifðar en áður og herskipin skipa þeim að hífa um leið og varðskip nálgast. Hefur þetta orðið til þess að ekki hefur komið til beinna átaka milli varð- skipa og herskipa, sem ekki hafa reynt að breyta stefnu varðskip- anna. í gær voru við landið 16 Vestur- Þjóðverjar, en hinn 17. var á út- leið. Þá voru 4 Færeyingar að veiðum við landið og 5 Belgar. Alls voru 29 brezkir togarar við landið. Glæta í Vængja- málinu? EINHVER glæta mun hafa opnazt f samningamáli milli flug- manna Flugfélagsins Vængja og félags stjórnarinnar en f gær- kveldi stóðu yfir viðræður aðila. Hreinn Hauksson, stjórnarfor- maður Vængja, sagði f gær að málið væri á viðræðustigi, en hann vildi ekkert tjá sig um málið. Þó sagðist hann vonast til þess að félagið yrði ekki lagt niður. Morgunblaðið reyndi í gær að ná tali af Viðari Hjálmtýssyni, formanni samninganefndar flug- Guðmundur biðskák mannanna, en það tókst ekki. Hins vegar ræddi Mbl. við Björn Guðmundsson, formann Félags íslenzkra atvinnuflugmanna er hann var spurður um það hvort FlA hefði gefið út yfirlýsingu í málinu, sem orðið hefði til þess að losnað hefði um deiluna. Björn kvaðst ekki vita um neina sam- þykkt — hins vegar hafi hann sagt í viðtali við útvarpsmann að enginn neyddi menn til þess að vera í stéttarfélögum — menn réðu því sjálfir. a GUÐMUNDUR Sigurjónsson tefldi í gærkvöldi við Spánverj- ann Menivelle á skákmótinu f Las Palmas á Kanarfeyjum. Fór skák þeirra f bið. Geller frá Sovétríkjunum gerði jafntefli en Larsen frá Danmörku vann, og eru þeir tveir efstir og jafnir með 9lA vinning hvor. Guð- mundur er f 7.—9 sæti með 7 vinninga og biðskák. Guðmundur teflir í dag við Lar- sen og hefur svart. Bristol City í 1. deild eftir 65 ár URSLIT f ensku knattspyrnunni í gærkvöldi: 1. deild: Leicester — Leeds 2:1 2. deild: Blackpool — Sunderland 1:0 Bristol City — Portsmouth 1:0 Carlisle — Hull 0:0 Nottingham F — Blackburn 1:0 Orient — West Bromwich 0:0 Með þessum sigri tryggði Bristol City sér sæti í 1. deild, en þar hefur félagið ekki leikið í 65 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.