Morgunblaðið - 21.04.1976, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 21.04.1976, Qupperneq 44
i LVSINGASÍMINN ER: 22480 JRar0imbI«l)il> ALGLÝSINGASLMINN ER: 22480 JHarðunblabib MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1976 Stefnt að stórhækk- un vaxta af sparifé í bundnum bankabókum Á móti kemur m.a. mjög lítil hækkun vaxta á almenn útlán AÐ UNDANFÖRNU hafa átt sér stað viðræður milli Seðlabankans og viðskiptabankanna um hug- mvndir þær, sem Seðiabankinn hefur lagt fram um verð- trvggingu sparifjár, sem bundið er f bókum, t.d. eins árs bókum. Er stefnt að þvf að stórhækka innlánsvexti af slfkum bókum þannig að þeir verði einhvers staðar á hilinu 20—30%, til að verðtrvggja féð eins og fvrr segir og til að reyna að stöðva út- streymi fjár úr bönkum. Seðla- hankinn hefur óbundnar hendur með að ákveða slíkar brevtingar. Eftir því sem Morgunblaðið hefur fregnað, er hugmyndin sú að á móti komi mjög lítil hækkun vaxta á almenn útlán bankanna, þ.e. víxla og lán, og að ennfremur verði innlánsvextir á ávfsana- og hlaupareikningum lækkaðir. Hækkun vaxta af lífeyrissjóðslán- um og húsnæðismálastjórnarlán- um mun ekki hafa komið til umræðu á þessum fundum, eftir því sem Morgunblaðið hefur fregnað. Tilkynning um þessa breytingu mun vera væntanleg frá Seðlabankanum alveg á næst- unni. Bretar standa gegn gildistöku bókunar 6 BRETAR einir standa gegn þvf að bókun 6 taki gildi f Efnahags- bandalagslöndunum, sagði Þór- hallur Ásgeirsson ráðuneytis- stjóri f samtali við Mbl. í gær, er hann var spurður um það, sem heyrzt hafði að Bretar mundu ékki setja sig upp á móti þvf að bókunin tæki gildi. Þessi mál munu hafa verið til umræðu nvlega f Efnahagsbandalaginu og sagðist Þórhallur ekki búast við neinni breytingu, fyrr en náðst hefði einhvers konar samkomu- lag við Breta. Norðmenn og Færeyingar hafa mun lægri tolla á freðfiski í Bret- landi og Danmörku, svo og á rækju. Er munurinn orðinn tals- verður og óhagstæður íslendingum. Tollar í Efnahags- bandalagslöndunum gömlu hafa haldizt óbreyttir en eftir að gömlu EFTA-löndin Danmörk og Bret- land gengu í EBE hafa tollar á afurðum íslendina farið stig- hækkandi. Ef hins vegar ekkert hefði komið í veg fyrir gildistöku bókunar 6, væru þar engir tollar á islenzkum freðfiski og rækju. Tollar á fslenzkri rækju í Bret- landi eru nú 16%, en Norðmenn hafa aðeins 5% toll. I gömlu Efna- hagsbandalagslöndunum er Framhald á bls. 43 ÞAÐ ER eflaust einsdæmi hér á landi að fjórar systur fermist samtfmis, en það átti sér stað f Hallgrfmskirkju á annan f páskum. Systurnar Unnur, Asta, Birna og Helga Eggertsdætur voru þá fermdar saman, og að athöfninni lokinni smellti Friðþjófur Ijósmyndari þessari mynd af systrunum ásamt foreldrum þeirra, Eggert N. Bjarnasyni rannsóknarlögreglumanni og konu hans Regfnu Einarsdóttur. Unnur er elzt systranna, 14 ára og átti að fermast f fyrra, en beið eitt ár svo hún gæti orðið samferða tvfbyrasystrunum Astu og Birnu, sem eru 13 ára. Og yngsta systirin, Helga, fékk að vera með þótt hún væri ekki búin að ná hinum venjulega fermingaraldri. Sóknarprestarnir þeir sr. Ragnar Fjalar Lárusson og sr. Karl Sigurbjörnsson fermdu. Á myndinni eru talið frá vinstri, Eggert, Unnur, Asta, Birna, Helga og Regfna. Fjórar systur fermast saman Stefnir 1 aflahrun á ver- tíðinni suðvestanlands Fiskileysi og ótíð og verulega minni afli í flestum verstöðvum en í fyrra „J/EJA ætlaðirðu að leita eftir aflafréttum, vinur, — þér væri líklega nær að leita þeirra hjá bónda við Kleifarvatn," sagði vigtarmaðurinn f Keflavfk þegar Morgunblaðið spurðist þar fyrir um aflabrögðin. Þannig var yfir- leitt tónninn í þeim verstöðvum. sem við höfðum samband við L gær, og allir voru sammála um að útlitið hefði sjaldan verið dekkra en á þessari vertfð. Allt hjálpað- ist að — fiskleysi, gæftaleysi f dæmalausri ótfð og verkfallið á dögunum. Og menn höfðu ekki mikla von um að ástandið batnaði eða eins og vigtarmaðurinn f Grindavfk orðaði það: „Páska- hrotan brást og nú bfðum við sumarmálahrotunnar, og ef hún kemur ekki þá er það lokahrotan en ætli hún komi fremur en aðrar hrotur f ár.“ Vestmannaeyjar: í VESTMANNAEYJUM var afl- inn á vetrarvertíð orðinn liðlega Sigurður Ágústsson fyrrv. alþm. látinn SIGURÐUR Ágústsson fyrrver- andi alþingismaður lést aðfarar- nótt 19. aprfl s.l. 79 ára að aldri. Sigurður var sonur Ágústs Þórarinssonar verzlunarstjóra f Stykkishólmi og konu hans Ás- gerðar Arnfinnsdóttur. Sigurður lauk verzlunarprófi i Kaupmannahöfn 1917, en starfaði síðan sem fulltrúi við Verzlun Tang og Riis í Stykkishólmi til 1931, en 1932 keypti hann fast- eignir þeirrar verzlunar og hóf á verzlunarrekstur og útgerð. Reisti hann hraðfrystihús í Stykkis- hólmi 1941 og rak þaðan og síðar einnig frá Hellissandi umfangs- mikla útgerð til dauðadags. Sigurður gegndi fjölda trún- aðarstarfa í heimabyggð sinni og árið 1949 var hann kjörinn á þing, fyrst sem þingmaður Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu til 1959 og síðan Vesturlandskjördæmis til 1967. Hann átti um árabil sæti i stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, í stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins, í stjórn Samlags skreiðarframleiðenda og í stjórn Rifshafnar. Sigurður Ágústsson var kvæntur Ingibjörgu Helgadóttur frá Karlsskála og lifir hún mann sinn. „Aflaleysið endurspeglar ástand þorskstofnsins” — segir dr. Sigfús Schop/ca „AFLALEYSIÐ á vetrarvertfð- inni núna endurspeglar ástand þorskstofnsins við landið," sagði dr. Sigfús Schopka fiski- fræðingur, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann f gær- kvöldi og innti hann eftir ástæðum fyrir lítilli fiskgengd á vetrarvertfðinni. „Þetta er ekki annað en við vorum búnir að sjá fyrir og spá,“ sagði Sigfús. Hann sagði að hrygningarstofninn væri minni f ár en nokkru sinni, eða 180 þúsund tonn. Næsta ár myndi það litla sem eftir væri af sterka árganginum frá 1970 bætast f hrygningarstofninn, þannig að hann yrði 220 þús- und tonn árið 1977 en minnkaði aftur niður í 150 þúsund tonn árið 1978 við óbreytta sókn. „Þetta lagast ekki af sjálfu sér, heldur verður að koma til stórminnkuð sókn. Ef við minnkum ekki sóknina, verða næstu vertíðir jafn lélegar og þessi ef ekki lélegri." 14 þúsund tonn hinn 15. apríl s.l. Er þetta um 2000 tonna minni afli en um sama leyti í fyrra. Munar þarna mestu um verkfallið f vetur og svo hinar miklu ógæftir á ver- tfðinni og aðallega þó í byrjun hennar. Aflahæsti Eyjabáturinn er Þórunn Sveinsdóttir með 705 tonn. ÞorlákshÖfn: Þar lönduðu 30 bátar í fyrradag og var hæsti báturinn með 8 tonn en margir konu að landi með nán- ast ekki neitt, enda þótt yfirleitt væri um 2ja nátta lagnir að ræða. „Ég held að þetta hafi aldrei verið aumara en núna,“ sagði vigarmað- urinn þar um aflabrögðin. Um miðjan mánuðinn var heildarafli Þorlákshafnarbáta orðinn 9.097 tonn frá því um ára- mót eða um 1000 tonnum minni en í fyrra, því að þá hafði á sama tima verið landað 10.913 lestum. Engu að síður róa nú fleiri bátar frá Þorlákshöfn en f fyrra. Afla- hæstur bátanna nú er Friðrik Framhald á bls. 43 Svar komið frá Bandaríkjamönnum Vlíllí)' I ihini vnihin i...„n..»i cam .. r.: „ i—... r 1 ■ , ■ . ... ... „ . MORGUNBLAÐINU er kunnugt um að svar hefur fyrir skömmu borizt frá Bandarfkjamönnum við þeirri málaleitan Islendinga, að þeir útveguðu fslenzku Landhelg- isgæzlunni hraðskreið skip af Ashville-gerð. Það var dómsmálaráðuneytið, sem óskaði eftir því við utanríkis- ráðuneytið, að málaleitan þessari yrði komið á framfæri við Banda- ríkjamenn. Morgunblaðið sneri sér í gærkvöldi til Ólafs Jóhann- essonar dómsmálaráðherra. Hann staðfesti að svar væri komið, en sagði að það hefði ekki formlega borizt frá utanríkisráðuneytinu, og því vildi hann ekkert um það segja. Morgunblaðið náði ekki I Einar Ágústsson utanrfkisráð- herra en Hendrik Sv. Björnsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu sagði, að búið væri að Framhald á bls. 43

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.