Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1976 37 félk í fréttum Dœminu snúið við + Nautaat er vinsæl og talin „göfug“ fþrótt meðal spænskumælandi þjóða þó að ekki séu allir á eitt sáttir um ágæti hennar annars staðar og hætt er við að stundum sé samúð manna kannski meiri með nautinu en nautabananum. Meðfylgjandi mynd var tekin á nautaati ( Madrid þar sem nautið gerði sér lítið fyrir og lagði bæði hest og mann að velli. Maður og hross sluppu þó ósködduð en nautinu tókst þó „betur“ upp nokkru sfðar en þá veitti það iærlingi f fþróttinni ærlega ráðningu og mátti hann kallast góður að sleppa lifandi. Svíar eignast nýja stórstjörnu + Sænsk kvikmyndagerð hefur lengi staðið með miklum blóma og hafa Svfar átt á að skipa hæfileikamönnum bæði við leikstjórn og leik. Sú leikkona sem nú þykir einna efnilegust er Anki Lidén. Fyrir skömmu þreytti Anki frumraun sfna f myndinni „Félagarnir" undir leikstjórn Janne Halldoffs og þótti frammistaða hennar vera með miklum ágætum. 1 myndinni er Anki tekin nauðug af fjórum drukknum mönnum en að öðru leyti fjallar myndin ekki um ofbeldi eða afbrigðilegt kynlff. Anki kemur ekki einu sinni fram nakin f myndinni og þyk- ir það þó ekki tiltökumái nú á dögum. Erlendir kvikmyndafram- leiðendur, sem löngum hafa sótzt eftir sænskum leikurum, hafa ekki látið Anki fram hjá sér fara og hefur hún nú fengið sitt fyrsta tilboð — frá fram- leiðanda „Emmanuelle“. „Já,“ segir Anki, „Hann segir að það sé kynþokki minn en ekki kroppurinn sem hann sæk- ist eftir. En, annars, nei takk. Ekki þó svo að skilja að ég þori ekki að koma fram nakin, það hef ég gert fyrr við leikhúsið f Uppsölum þar sem ég starfa.“ Anki, sem heitir raunar réttu nafni Anna-Katarina, er fædd árið 1947 og hefur ætíð stefnt að því að verða leikkona. + Anki: Helzt ekki nektarsenur SfG-MQAJC? + Frank Sinatra er ekki að horfa í skildinginn þegar fagrar konur eru annars vegar. Fyrir nokkru gaf hann Christinu Savalas gullarmband á 24. afmælisdegi hennar. Armbandið kostaði tæpar 800 þúsundir króna. Kvenfélagið Seltjörn Okkar árlega kaffisala verður í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi á morgun sumardaginn fyrsta frá kl. 14.30 til 18.30. Barnakór Mýrarhúsaskóla og kór félagsins syngja. Stjórnin. Sambyggðar trésmíðavélar (10 tommu afréttari, 10x5/8 tommu þykktarhefill, 12 tommu hjólsög. Og bor og fræsari með 30 mm spindli.) G. Þorsteinsson & Johnson, Ármúla 1, sími 85533. í svörtu leðri. Stærðir: Nr. 35—40 Kr. 2.85^ Stærðir: Nr. 41—4P Teg. 6581 í rauðu eða svörtu leðri. Stærðir: Nr. 35—40 Kr. 3.450 Stærðir: Nr. 41—46 Kr. 3 785 Póstsendum Skóverzlun Þórðar Péturssonar, Kirkjustræti v/Austurvöll Sími 14181 .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.