Morgunblaðið - 21.04.1976, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.04.1976, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1976 UMSJÖN Björg Einarsdóttir A6 loknu kvennaári sé það mjög i hag t.d. að verða að hafa meiri afskipti af börn- um sinum, að ég nú ekki tali um nauðsyn þess sama fyrir börn þeirra. Samstarf á borð við það sem leiddi af sér kvennafrí þarf að myndast um eitthvert ákveðið málefni. Ég tel að það eigi ekki aðeins rétt á sér, heldur sé það forsenda þess að við getum notað sem skyldi seinni áratug þróunarátaks S.Þ. Tíu ár eru ekki langur tími en verkefnin blasa við. ERNA RAGNARSDÓTT- IR innanhússarkitekt var ann- ar tveggja oddamanna þess starfshóps er sá um útifundinn á Lækjartorgi 24. okt. s.l. Það mun ekki ofmælt að á henni og hennar nánasta samstarfsfólk: hafi hvílt þungi hins „þverpóli- tíska" samstarfs, sem konur höfðu sett sér sem eitt af mark- miðum með aðgerðum á kvennafrídaginn. Við spyrjum hana: Telur þú, að samstarf á borð við það sem stuðlaði að kvenna- frii geti haldið áfram með svip- uðum hætti? Ég held að það sé alveg ljóst, að kvennafríið hefði ekki tekist i neitt svipuðum mæli og það gerði ef málefnið hefði mátt tileinka einhverjum afmorkuð- um hópi fólks. Að þessu stóðu konur á ýmsum aldri, starfs- stéttum, úr pólitískum flokkum og utan flokka. Þegar um slíkt samstarf er að ræða, þá þarf mjög eindreginn áhuga og vilja allra viðkomandi aðila á að viðfangsefnið komist vel til skila, þ.e. þessi sameigin- legi málstaður. Það heyrist stundum sagt: „Hvers vegna eru konur að taka sig þetta út úr — geta þær barist hlið við hlið bara af því þær eru konur?“ Ég verð nú að segja að ég hef oft furðað mig á því að „jafn- rétti kynjanna" skuli hafa vak- ið konur svo mjög en karlmenn yfirleitt ekki. I mesta lagi má segja að þeir sýni málinu um- burðarlyndi og þá fyigir gjarn- an: „Hvað — gerum við ekki allt fyrir ykkur elskurnar mínar?“ „Hér á ég einkum við þá karla sem eru þó það einlæg- ir að kannast við að jafnréttis- hugsjónin þarf að vera meiri en í orði og fylgja henni ekki blint t.d. vegna stjórnmálaskoðana sinna, „bara á meðan það er ekki konan mín“ — viðhorfið. Líklega sannar þetta að málefnið brennur á okkur kon- um fyrst og fremst. Við erum farnar að finna fyrir því, að það er einhver brestur í „kerfinu". Það stenst ekki lengur það upp- eldi sem stuðlar að því að gera okkur blíðar, fórnfúsar, hlýðn- ar, hreinar og fagrar ( vei þeim, sem ekki tekst að vera fallegar) og síðast en ekki síst tilfinninganæmar og rök- hyggjulausar. Mér sem frjálshyggju- manneskju og valddreifingar- sinna ætti raunar ekki að koma það á óvart að þar sem skórinn kreppir þaðan kemur hvatinn að t.d. kvennafrii. Ég hef hugsað mér að berjast áfram fyrir jafnstöðu við hlið karlanna, þó í þeirra óþökk sé kannski stundum. Vissulega er það slítandi að þurfa sífellt og við hvert hálft skref að sann- færa þá um hvað þeim sjálfum ■4Q!0: MARGRÉT EINARS- DÓTTIR varaborgarfulltrúi var ein þeirra kvenna er mjög kom við sögu í sambandi við aðgerðir hér á landi í tilefni kvennaársins. Hún átti m.a. þátt í að undirbúa hina vel- heppnuðu ráðstefnu að Hótel Loftleiðum s.l. sumar, er sótt var af nær þrjú hundruð kon- um víðsvegar að af landinu. Við biðjum Margréti að segja okkur hvenær hún heyrði fyrst hreyft hugmyndinni um „kvennafrí" og hvernig tilhugsunin orkaði á hana. — A ráðstefnunni sem haldin var á Hótel Loftleiðum i tilefni kvennaárs 20.—21. júní ’75, heyrði ég fyrst fyrir alvöru rætt um þá hugmynd að konur tækju sér frí frá störfum einn dag til þess að sýna fram á mikilvægi sitt í þjóðfélaginu. Ég verð að viðurkenna að í fyrstu fannst mér hugmyndin fráleit og varpaði henni frá mér. Ástæðan var fyrst og fremst sú að ég hafði hreinlega ekki trú á því, að unnt yrði á fáeinum mánuðum að ná fram víðtækri samstöðu um jafn viðamikið mál sem þetta. Það er svo ekki fyrr en nokkru eftir ráðstefnuna, sem þessi hug- mynd fer að festa rætur í huga mínum og ég fer að hugleiða fyrir alvöru möguleikann á því að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Þegar málið var kömið á það stig að kosin skyldi fram- kvæmdanefnd kvennafrís var ég stödd erlendis. Einhvern nasaþef höfðu konur úr undir- búningshópnum af þeirri hugarfarsbreytingu, sem hjá mér hafði orðið í þessu máli og gerðu því tillögu um að ég yrði kosin i framkvæmdanefndina. Því var það að þegar ég kom heim að loknu sumarleyfi þá las ég um það í dagblöðunum að ég hefði verið kosin í þessa ágætu nefnd. Þegar svo var komlð ákvað ég að einbeita mér að þessu starfi og gera mitt til þess að þessi dagur yrði að veruleika. Að loknu því starfi sem ég tók þátt í með fram- kvæmdanefndinni og aug- lýsinga- og fjölmiðlahópnum er mér ofarlega i huga sú sam- staða sem náðist um það að láta málefnið ráða ferðinni. Hver FYRIR rúmu ári, nánar tiltek- ið 4. mars 1975, birtist eftir- farandi frétt frá Sameinuðu þjóðunum í Morgunblaðinu. „Konur frá 23 löndum komu saman í aðalstöðvum S.Þ. ( gær til að hefja undirbúning alþjóðlegrar áætlunar, sem ætl- að er að tryggja konum sömu réttindi og körlum og endur- skoða hlutverk kvenna í þjóð- félaginu. Þessi áætlun, sem fela mun f sér tillögur um að- gerðir innan einstakra landa og á alþjóðavettvangi á næstu 10 árum. verður lögð fram á þingi alþjóðlega kvennaársins ( Mexíeoborg 19. júní n.k.“ Hér er sleginn tónninn um það, sem ýmsum var Ijóst, að af hálfu S.Þ. vrði ekki látið sitja við árið 1975 eitt sér til fram- dráttar bættum hag kvenna f heiminum. Um langtfmaverk- efni væri að ræða, sem tekið gæti fleiri en eina kynslóð að þoka áleiðis. Ýmsir hér á landi segja að smáþjóð eins og við fslendingar getum engin áhrif haft til eða frá á alþjóðavettvangi en þá yfirsést hinum sömu gildi for- dæmisins, sem einmitt er einasta kona sem ég kynntist í þessu samstarfi var ákveðin í því að láta þetta takast og það tókst svo um munaði. 24. okt. varð ógleymanlegur og ég er sannfærð um að þennan dag gerðu margir sér ljóst í fyrsta sinn hve miklu samtakamáttur- inn getur áorkað. Þessi dagur markaði spor i jafnréttisbarátt- unni, spor fram á við sem ég er sannfærð um vísa muni veginn til áframhaldandi baráttu fyrir fullri jafnstöðu kynjanna. BESSÍ JÓIIANNSDÓTT- IR kennari var ein af átta flutningsmönnum að tillögunni um að konur tækju sér frf frá störfum á degi S.Þ. og hún tók virkan þátt í öllum undirbún- ingi og framkvæmdum vegna aðgerðanna 24. okt. Við biðjum hana að segja okkur hvað henni sé efst í huga að loknu kvenna- ári. Þegar litið er yfir þau störf, sem unnin voru á síðastliðnu kvennaári hlýtur manni að vera efst í huga hvert framhaldið verði. Sagt er að orð séu til alls fyrst. Það getur vel staðist ef skynsamlega er á málum hald- ið. Okkur konum er það ljóst að hér duga ekki orðin tóm. Við verðum að vinna markvisst að jafnstöðumálum. Mikið vantar á að upplýsingar liggi fyrir um þátt kvenna i hinum ólíku störf- um þjóðfélagsins. Slíkra upp- lýsinga verður að afla á skipu- legan hátt og koma þeim á framfæri þannig að eftir verði tekið. Öllum er ljóst að sú barátta sem er framundan verður ekki unnin með neinum skyndisigr- þvngsta lóð smáþjóðar, þegar til viðmiðunar kemur. Og fslenskar konur hafa með for- dæmi sfnu á sfðasta ári sýnt hvers við erum megnugar og stöðugt berast fréttir og fvrir- spurnir hingað hvernig við höf- um getað gert slfka hluti sem „kvennafríið" var. F.innig heyrast þær raddir hér, að aðeins hafi verið um það að ræða að þreyja þorrann og góuna f eitt ár og sfðan tækju gömlu góðu dagarnir með óbreyttum viðhorfum aftur við og allt yrði rólegt á ný. En það mun augljóst að þær konur, sem á annað borð kom- ust í snertingu við umræður og athuganir, sem kvennaárið leiddi af sér, eru á einhvern hátt eftirvæntingarfullar og geta ekki né vilja snúa aftur til óbrevttra viðhorfa. Til þess að konur og karlar öðlist jafna stöðu inni á heimilunum og utan þeirra — eftir aðstæðum hvers og eins — verður mikið verk að vinna. Arið 1975 var fvrst og fremst ár umræðu — framundan er áratugur athafna. um. Við verðum að vera undir það búin en gæta þess þó að missa aldrei sjónar á lokamark- inu. Nú liggur fyrir alþingi frum- varp til laga um jafnstöðu karla og kvenna. t því eru greinar sem mörgum eru framandi. Vil ég þar sérstaklega nefna 4. og 5. gr. frumvarpsins. Umræða hef- ur ekki verið mikil um þetta frumvarp meðal almennings og tel ég það mikinn skaða. Hins vegar hefur það verið rætt í allmörgum félögum og samtök- um sem láta sig þessi mál varða. Þetta getur ekki talist nægjanlegt. Til þess að slíkt frumvarp njóti almenns fylgis og ekki hvað síst til þess að það njóti virðingar þegar það er orðið að lögum, verður að vera jákvæður jarðvegur fyrir það I þjóðfélaginu. I frumvarpinu er gert ráð fyrir því að jafnlauna- ráð verði að jafnstöðuráði, sem verða á ráðgefandi. Vegna þeirrar reynslu sem komin er á jafnlaunaráð hljóta efasemdir að vakna um það hvort ekki þurfi að vera til staðar einhvers konar tæki sem það geti beitt. Rómverjar beittu gjarnan reglunni „deildu og drottnaðu” í samskiptum sínum við aðrar þjóðir. Við getum átt von á slíku i okkar baráttu. Við því verður að bregðast. Við höfum til að byrja með heilan áratug, sem helgaður hefur verið jafnréttisbarátt- unni. Með sameinuðu átaki get- ur okkur aðeins fetað fram. ELÍN PÁLMADÓTTIR blaðamaður var ein af þeim, sem störfuðu i fjölmiðlahópn- um fyrir kvennafríjð. Hún var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í sendinefnd tslands á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna i haust, þegar kvennaárið og framhald þess var tekið fyrir. Flutti hún þar ræðu og sagði m.a. þingheimi frá vel heppn- uðum aðgerðum á kvennaári á íslandi og tók fyrir hönd ís- lands þátt í störfum, þegar settur var punkturinn aftan við kvennaárið og ákveðnar fram- haldsaðgérðir næsta áratug. Við báðum Elínu að segja okkur í stuttu máli hvað hefði verið ákveðið um áframhaldið hjáS.Þ. — Það var ákaflega fróðlegt að fá tækifæri til að taka þátt i þessu uppgjöri á kvennaári Sameinuðu þjóðanna, sagði Elin. — Tillögurnar, sem stað- festar voru að lokum í samein- uðu allsherjarþingi, komu frá þremur nefndum. Aðaltillagan byggði mjög á samþykktum og framkvæmdaáætluninni frá Mexicoráðstefnunni, sem ákveðið var að koma i fram- kvæmd á áratugnum 1976—85. Samþykkt var að á honum miðj- um 1980, skyldi efnt til alþjóða- ráðstefnu, til að kanna hvað miðað hefði því verkefni að jafna stöðu kvenna og karla i löndunum. Þetta verkefni á að vinna á öllum vígstöðvum, jafnt í heimalöndunum, hjá Sameinuðu þjóðunum og öllum sérstofnunum þeirra o.s.frv. Og það á að gera með heimilda- söfnun, þjálfunar- og mennt- unaráætlunum, sérstökum aðgerðum til að bæta fjárhags- leg réttindi kvenna á afskekkt- um stöðum og átaki til hagsbóta fyrir konur í landbúnaði í þróunarlöndunum þar sem þær eru undirokaður vinnukraftur. Tillögurnar voru allflóknar, eins og eðlilegt er þegar 150 ólíkar þjóðir voru búnar að teygja þær eins og hrátt skinn. I ræðum sínum voru allar þjóð- irnar sammála um mikilvægi þess að gert yrði átak til að jafna stöðu kvenna og karla og að þróunin væri raunar óhugs- andi í veröldinni, án þess að kæmi til bætt staða kvenna. Nema Daroody gamli frá Saudi Arabiu, lítríkur umboðsmaður Fayesals, sem sagði að konur hefðu ekkert út af heimilunum að gera og dæmi um hvernig færi, ef svo yrði, væru banda- rískar konur, sem tækju vinn- una frá körlunum og af þvi stafaði atvinnuleysið i þvísa lanai. Og því aðeins greiddi hann aðaltillogunni atkvæði að þar var vísað í Mexicoráðstefn- una, þar sem zionismi var lagður að jöfnu við kynþátta- misrétti. En sú tillaga var samþykkt með 88 atkvæðum gegn 2 og 22 sátu hjá. Við greiddum henni atkvæði, en sátum hjá við þessa einu máls- grein, sem kom til atkvæða sér og gáfum þá skýringu á atkvæði okkar að það táknaði alls ekki að við gætum sætt okkur við slikt, enda verið á móti í Mexico. Við vorum meðflutn- ingsmenn að tillögu um hvern- ig fella skyldi þessa 10 ára þróun i málefnum kvenna inn í annan allsherjarþróunarára- tuginn, sem er í gangi. Var nokkur ágreiningur um hvern- ig að skyldi staðið. Einkum hvort slfkar athuganir og skýrslur skyldu felldar al- mennt inn í eða greindar frá. Ég hallaðist þar, eins og hér og ávalHf að því að óeðlilegt væri Framhald á bls. 42.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.