Morgunblaðið - 21.04.1976, Page 25

Morgunblaðið - 21.04.1976, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1976 25 Heimsmet Rúmenska stúlkan Natalia Maracescu setti nýtt heimsmet i 2000 metra hlaupi kvenna á móti sem fram fór i Aþenu i Grikklandi um páskana. Hljóp hún á 5:43.94 minútum, og bætti þvi eldra met- ið. sem var 5:48,08 min. og var i eigu norsku stúlkinnar Grete An- dersen. verulega. Natalia Mara- cescu reyndi einnig að setja heimsmet [ miluhlaupi og það hljóp hún á 4:29,9 min. og var 4/10 úr sekúndu frá heimsmetinu sem Paola Pigni frá ítaliu á. Gros sigraði ítalski Ólympíumeistarinn Piero Gros bar sigur úr býtum I stórsvigi karla á miklu skíðamóti sem fram fór í Cataniu á ftalíu um páskana. Samanlagður timi Gros i keppn- inni var 75.58 sek. Annar varð landi hans Gustavo Thoeni á 76,40 sek. og þriðji maður varð Paolo de Chiesa, einnig frá italiu. á 76.44 sek. i stórsvigi kvenna á móti þessu sigraði Marianne Zech meister frá Vestur-Þýzkalandi á 72,46 sek. Onnur varð Rosemarie Enz frá Sviss á 72,93 sek. og þriðja varð Maria Schlechter frá Austurriki á 73.56 sek. — Enska knattspyrnan Framhald af bls. 26 skalla frá, en knölturinn hrökk í annan leikmann Everton, Ken McNaught, og af honum i netið Unglingurinn i Manchester-liðinu, David McCreery, skoraði svo sigurmark liðs sins með skoti af um 20 metra færi skömmu fyrir leikslok NEWCASTLE — BURNLEY Gifurleg barátta var i Burnley-liðinu í þessum leik og bar hún árangur þegar á 10. minútu er Peter Noble skoraði með skalla eftir hornspyrnu Brians Flynn. Og þessu marki tókst Newcastle aldrei að svara þótt oft munaði litlu — aldrei þó eins og þegar Alan Kennedy átti skalla i stöng úr góðu færi i seinni hálfleiknum Áhorfendur voru 23 984. WEST HAM — ASTON VILLA Eftir að Aston Villa hafði náð 2—0 forystu i þessum leik leit út fyrir að nú kæmi loks að þvi að liðið sigraði í sinum fyrsta leik á útivelli á þessu keppnistimabili. Skoruðu þeir John Deehan á 4 minútu og Steve Hunt á 10. minútu mörk Villa Keith Robson skoraði með skalla fyrir West Ham á 14 minútu og 90 sekúndum fyrir leikslok tókst West Ham, úrslitaliðinu i Evrópubikarkeppni bikarhafa, svo að jafna Það mark gerði Trevor Brooking NORWICH — Q.P.R. Queens Park Rangers átti í vök að verjast i leik þessum allt frá upphafi Fyrsta mark leiksins skoraði Norwich á 26 minútu, en Q.P.R. tókst að jafna á 66. minútu. Adam var þó ekki lengi í Paradís þar sem Peter Morris náði forystu fyrir Norwich strax eftir að miðja hafði verið tekin eftir jöfnunar- mark Q.P.R. Tiu minútum síðar breytt- ist staðan i 3— 1 fyrir Norwich með marki Phil Boyer, og þeim úrslitum varð ekki haggað, þrátt fyrir sókn Q.P.R. og mark á lokaminútunum 2. PÁSKADAGUR Mikil spenna var I leikjum efstu liðanna í 1. deildinni á mánudaginn, 2. daga páska. Var sérstaklega áberandi hversu leikmenn Queens Park Rangers voru taugaspenntir í leik sínum við Arsenal. Þeir sóttu þó nær látlaust og áttu hvert tækifærið öðru betra i fyrri hálfleiknum, Kom það fyrir ekki, þar sem markvörður Arsenalliðsins, Jimmy Rimmer, stóð sig afbragðsvel og varði oft með ólíkindum Var staðan í hálfleik 0—0 og útlitið því ekki gott hjá Q.P.R sem varð að vinna leikinn til þess að halda sér i toppbaráttunni. Ekki batnaði ástandið þegar Arsenal Walker sigraði Heimsmethaf inn i miluhlaupi John Walker frá Nýja-Sjálandi. sigraði i miluhlaupi sem fram fór i Hastings i Bretlandi um páskana. Hlaupið var á grasbraut og mátti þvi ekki búast við sérstökum árangri, enda var tími Walkers ekki betri en 4:02,9 min. Var þetta fyrsta hlaup Walkers eftir meiðsli sem hann varð fyrir á inn- anhússmóti i Bandarikjunum snemma i vetur og var ekki annað að sjá en að hann væri i fullu fjöri. Landi Walkers. Ron Dixon, Varð í öðru sæti. Evrópubúamir sigursœlir Opna bandariska meistaramótið i badminton fór fram i Philadel- phiu um páskana og voru meðal keppenda i þvi margir af beztu badmintonleikurin heimsins. Sig- urvegari í einliðaleik kvenna varð brezka stúlkan Gillian Gilks sem sigraði Lene Koppen frð Dan- mörku I úrslitaleik 8—11, 11 — 5 og 11 — 6. Paul Whetnall frá Bret- landi sigraði i einliðaleik karla. Til úrslita keppti hann við Thomas Killström frá Svíþjóð og vann 17—14 og 15—10. í tviliðaleik karta sigruðu Roland Maywald og Willie Braun frá Vestur- Þýzkalandi þá Thomas Killström og Bengt Froman frá Sviþjóð i úrslitaleik 18—15 og 15—12 og i tvenndarkeppni sigruðu David Eddy og Sue Whetnall frð Bret- landi Killström og Pam Bristol i úrslitaleik 15—6. 10—15 og 15—12. skoraði fyrsta mark leiksins á 51. minútu og var þar Brian Kidd að verki. Tveimur minútum síðar var þó Q.P.R. búið að jafna og var þar að verki fyrrum fyrirliði Arsenalliðsins, Frank McLintock, sem prjónaði sig gegnum vörn fyrrum félaga sinna og sendi síðan knöttinn I netið. Eftir jöfnunar- markið færðist fyrst ró yfir Q.P.R -liðið sem lék eftir það mjög góða knatt- spyrnu, en gat þó ekki skorað fyrr en þrjár minútur voru til leiksloka Þá komst Stan Bowles inn fyrir vörn Arsenal, en Richie Powling tókst að stöðva hann á síðustu stundu mjög gróflega og var ekki um annað að gera fyrir dómarann en að dæma vítaspyrnu og úr henni skoraði svo Gary Francis næsta örugglega. Áhorfendur að leikn- um voru um 28.000. ( leik Manchester City og Liverpool var ekkert mark skorað i fyrri hálfleik, en David Fairclough átti bezta tækifæri hálfleiksins, er hann komst inn fyrir vörn Manchester City, en honum brást skotið Steve Heighway náði forýstu fyrir Liverpool snemma i seinni hálfleik og stóð þannig 1-—0 unz tvær mínút- ur voru til leiksloka að hinn 19 ára Fairclough skoraði tvívegis og inn- siglaði sigur Liverpool. Hefur Fairclough nú skorað mark eða mörk i fjórum siðustu leikjum Liverpool í röð, og munar um minna en liðveizlu þessa pilts Áhorfendur að þessum leik voru 50 439 BURNLEY — MANCHESTER UNITED Burnley átti leikinn lengst af en furðuleg óheppni varð til þess að liðið skoraði ekki mark eða mörk Virtist sama hversu góð færi liðið fékk, þvi tókst ekki að koma knettinum i mark United. Reyndar skoraði Peter Noble mark með skalla, en það var dæmt af á þeirri forsendu að hann hafði verið rangstæður. Þótti það mjög hæpinn dómur. ( seinni hálfleik átti Manchester United upphlaup af og til og í einu þeirra tókst Lou Macari að skora sigurmark liðs síns, sem sannar- lega var heppið að hljóta bæði stigin í þessari viðureign Áhorfendur voru 27 41 1. EVERTON — MIDDLESBROUGH Everton sótti mun meira i þessum leik og uppskar samkvæmt því. Mörk liðsins skoruðu Pearson, Latchford og Connolly, en mark Middlesbrough skoraði Woof. Áhorfendur voru 18 204 og þykir það ekki mikið á heimavelli Everton IPSWICH — WEST HAM Það var ekki að sjá það væri úrslita- lið i Evrópubikarkeppni sem sótti Ipswich Town heim á mánudaginn. Heimaliðið lék gestina sundur og Frakkland áfram Frakkland hefur tryggt sér rétt til að taka þátt i lokakeppni Ólympiuleikanna i knattspyrnu með sigri i einum Evrópuriðlanna i undankeppninni, en auk Frakka kepptu Hollendingar og Rúmenar i þeim riðli. Siðasti leikurinn i riðl- inum fór fram á laugardaginn og sigraði þá Rúmenia Holland með fimm mörkum gegn einu. Nægði það Rúmenum ekki til þar sem markatala Frakka i riðlinum var betri. Kom sigur Frakkanna mjög á óvart þar sem þeir eru taldir hafa teflt áhugamönnum fram i keppn- inni, en það gerðu Hollendingar lika, með heldur lélegum árangri. Lokastaðan i riðlinum varð þessi: Frakk- land 4 3 0 1 11—5 6 Rúmenia 4 3 0 1 9—5 6 Holland 4 0 0 4 5—15 0 Þýzkir göngugarpar Austurþjóðverjar voru mjög sig- ursælir i göngukeppni sem fram fór i Naumburg i Austur- Þýzkalandi, en flestir beztu göngumenn heimsins tóku þátt I þessari keppni. Peter Frenkel, sem sigraði i 20 kilómetra göngu á Ólympiuleikunum ( Munchen 1972, sigraði í þeirri grein á 1:25.39,4 klst. Landi hans, Karl- Heinz Stadmúller, varð annar á 1:25.39.8 klst. og þriðji Austur- Þjóðverjinn, Hans-Georg Rein- mann, varð þriðji á 1:26.18.4 klst. í 50 km göngunni sigraði Austur-Þjóðverjinn Olaf Pilarski og gekk á 4:04,51,. klst. saman og skoraði fjögur mörk án þess að West Ham næði að svara fyrir sig. Gerðu Begtscmin, Talbot, Whymark og Pedelty mörk Ipswich. Má West Ham þakka fyrir að falla ekki niður i 2 deild, þar sem frammistaða liðsins hefur vægast sagt verið ömurleg seinni hluta keppninnar Áhorfendur að leik þessum voru 28.21 7. SHEFFIELD UNITED — NEW- CASTLE Sheffield liðið hefur heldur betur tekið við sér að undanförnu, en fjör- kippur þess kom alltof seint til þess að það ætti möguleika á að halda sér uppi Eina mark leiksinsá mánudaginn skoraði Guthrie Áhorfendur voru 18 906 STOKE — BIRMINGHAM Þarna var um fremur jafna viðureign að ræða, en sóknir Stoke-liðsins voru yfirleitt hættulegri Eina mark leiksins kom eftir mikinn þunga i sókn Stoke, og hrökk knötturinn loks af pinum leikmanna Birmingham, Gallagher, I eigið mark Áhorfendur voru 19 918 TOTTENHAM — COVENTRY í leik þessum var nánast um ein- stefnu að ræða, og sýndi Tottenham- liðið oft ágæta knattspyrnu Mörk þess skoruðu Osgood, Neighbour, Patt og Duncan, en Murphy skoraði eina mark Coventry. Áhorfendur voru 21.01 7 WOLVERHAMPTON — NORWICH Úlfarnir sýndu Norwich klærnar i þessum leik og voru óheppnir að vinna ekki með meiri mun en einu marki Var það hinn marksækni John Richards sem gerði eina mark leiksins. 3. DEILD Ljóst er orðið að lið Hereford hefur unnið sig upp í 2. deild að ári, en liðið er með 57 stig að loknum 43 leikjum Cardiff er i öðru sæti með 55 stig eftir 45 leiki, Millwall í þriðja sæti með 54 stig eftir 45 leiki og Brighton er i fjórða sæti með 52 stig eftir 45 leiki Næstu lið eru svo Crystal Palace með 51 stig eftir 43 leiki og Walsall með 50 stig eftir 45 leiki Neðst i deildinni eru Aldershot með 36 stig, Colchester með 36 stig, Sheffield Wed með 35 stig, Southend með 34 stig og Halifax með 34 stig 4. DEILD i 4. deild hefur Lincoln City unnið yfirburðasigur, en liðið er komið með 72 stig eftir 44 leiki Northampton er i öðru sæti með 65 stig eftir 44 leiki, en næstu lið eru Reading með 57 stig, Tranmere með 55 stig og Huddersfield með 53 stig. Neðst í deijdinni eru Newport, Darlington, Southport og Workington Efnilegir FH-ingar Myndin hér að ofan er af fjór- um bræðrum úr Hafnarfirði sem getið hafa sér gott orð sem langhlauparar að undanförnu. Lengst til vinstri er Sigurður P. Sigmundsson sem sigraði í flokki fullorðinna á Víðavangs- hlaupi tslands á dögunum, en þetta var í fyrsta skipti sem hann keppti í þeim flokki i hlaupinu. í fyrra sigraði hann hins vegar i flokki drengja og sveina. Við hlið Sigurðar er Einar Guðmundsson sem sigr- aði í drengja- og sveinaflokkn- um i Víðavangshlaupinu í ár. Óskar heitir þriðji bróðirinn og var hann í sigursveit FH-inga í flokki 15—18 ára i Viðavangs- hlaupinu I 3, 5 og 10 manna sveitum. I þeim flokki sigraði FH þriðja árið i röð og vann til eignar bikarinn sem um var keppt. Yngsti bróðirinn, Björg- vin, var svo fremstur FH-inga i yngsta aldursflokknum í Víða- vangshlaupinu, en þar vann FH tíu manna sveitakeppnina og var aðeins einu stigi frá þvi að vinna einnig fimm manna sveitakeppnina. Myndin hér að neðan er svo frá háStökksmethöfum FH. Lengst til vinstri er Þorsteinn G. Aðalsteinsson, sem er ís- landsmethafi í hástökki pilta utanhúss, hefur stokkið 1,70 metra. Fyrir miðju er Guð- mundur R. Guðmundsson sem er sveinamethafi innanhúss, hefur stokkið 1,85 metra og 1,83 metra utanhúss. Lengst til hægri er Sigurður P. Guðjóns- son sem á strákamet í hástökki: 1,47 metra innanhúss og 1,45 metra utanhúss. Sigurður færð- ist upp f piltaflokk um síðustu áramót og bætti skömmu síðar Islandsmet Hjartar Howser, FH, í hástökki innanhúss i þeim flokki úr 1,66 metr. i 1,71 metra. Myndin af hástökkvur- unum tók Á,St. A. Senn taka við útiæfingar hjá hástökkvurum, en því miður er aðstaða til þeirra ekki sem bezt á Kaplakrikavellinum, þar sem engar hástökksdýnur eru þar til staðar. Verður vonandi úr því bætt hið fyrsta, þar sem Frjálsíþróttadeild FH á mörg verkefni fyrir höndum næsta sumar, og er framkvæmd 2. deildar keppninnar i Bikar- keppni FRl þar veigamest. —Við eigum ekki einu sinni startblokkir, sagði Haraldur Magnússon, formaður Frjáls- iþóttadeildar FH í viðtali við Morgunblaðið. —Við vonum að þetta verði ár kraftaverkanna uppi í Kaplakrika og við fáum nauðsynlegustu tækin, sagði Haraldur, —þannig að við get- um staðið sómasamlega að 2. deildar keppninni. KA vann Þór 21-20 Síðasti leikurinn f 2. deild Is- landsmótsins f handknattleik var leikinn á Akurevri miðvikudag- inn fyrir páska. Það voru heima- liðin KA og Þór, sem áttust þar við, og lyktaði viðureigninni með eins marks sigri KA, 21 mark gegn 20, eftir jafnan og nokkuð fjörugan leik. Með þessum sigri hreppti KA annað sætið í deildinni, einu stigi á eftir meisturunum ÍR. Er þetta annað árið í röð sem KA hafnar í öðru sæti í 2. deildinni og er áhangendum KA farið að lengja eftir sigri sinna manna. Því hefir verið fleygt á Akur- eyri að næsta leiktimabil muni hinn fyrrum kunni handknatt- leiksmaður úr Haukum og ÍR, Matthias Ásgeirsson, annast þjálf- un liðsins. Matthias er Akureyr- ingum ekki alls ókunnur því á sfnum tíma þjálfaði hann 2. deildar lið IBA með allgóðum árangri. íþróttafélagið Þór má muna fífil sinn fegurri i handknatt- leiknum. Liðið hafnaði nú i þriðja sæti neðan frá í 2. deildinni og barðist lengi vel í fallhættu. Þess er að minnast að fyrir aðeins tveimur árum lék Þór i 1. deild- inni, svo að stórt skref hafa Þórsarar stigið aftur á bak í hand- Jcnattleiknum á þessum tveimur árum. Mörk KA i þessum siðasta leik skoruðu: Þorleifur Ananíasson 6. Halldór Rafnsson 5 (3v), Armann Sverrisson 4(1), Hörður Hilmars- son 4 (3), Hermann Haraldsson og Jóhann Einarsson eitt mark hvor. Fyrir Þór skoruðu: Sigtryggur Guðlaugsson 6, Þorbjörn Jensson 4(1), Óskar Gunnarsson 3, Gunnar Gunnarsson 3 (1), Jón Sigurðsson og Ragnar Sverrisson 2 mörk hvor. sigb.g.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.