Morgunblaðið - 21.04.1976, Síða 19

Morgunblaðið - 21.04.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1976 19 Þröstur Stefánsson og Albert Guðmundsson berjast um knöttinn i bæjarkeppni Reykjavfkur og Akraness. Ungu Valsmennirnir lékn Aknrnesinga grátt EFTIR sex ára hló fór fram bæjar keppni í knattspyrnu milli Reykjavík fiísli N or fliirlangameistari Silfur í sveitakeppninni og Halldór, Viðar og Sigurjón hlutu bronsverðlaun Tveir fslenzku verðlaunamannanna á Norðurlandamótinu. Viðar Guð- johnsen sem hreppti bronsverðiaun f millivigt og Gfsli Þorsteinsson sem varð fvrstur tslendinga til þess að vinna til gullverðlauna ' Norðurlandamóti fullorðinna, — sigraði f léttþungavigt. ur og Akraness a Melavellinum s.l. mánudag. Fyrst var stofnað til þess- arar keppni árið 1952, og var leikið árlega fram til ársins 1969. Var bæj- arkeppnin meiri háttar viðburður í knattspyrnulífinu árlega og dró til sin þúsundir áhorfenda. Nú eru hins vegar greinilega breyttir tímar, þar sem áhorfendur á mánudaginn voru aðeins 360 manns. Veður var lika ófýsilegt fyrir áhorfendur og knatt- spyrnumenn, hávaðarok sem gerði leikmönnum lifið leitt. Reykjavík vann yfirburðasigur i leiknum. 5—2, og voru það Vals- mennirnir i framlinu Reykjavikurliðs- ins sem gerðu þau öll. Skoraði Ingi Bjöm Albertsson eitt, en þeir Krist- inn Bjömsson og Guðmundur Þor- björnsson tvö hvor og fékk sá síðar- nefndi mörk þessi i afmælisgjöf, en hann átti 19 ára afmæli daginn sem leikurinn fór fram. Fremur var annars fátt um fina drætti i leik þessum og átti veðrið sjálfsagt sinn stóra þátt í þvi. Akurnesingar léku undan vindin- um t fyrri hálfleik og höfðu þá lengst af undirtökin. Þeim gekk þó illa að skapa sér hættuleg marktækifæri, þar sem vörn Reykjavikurliðsins var föst fyrir með þá Martein Geirsson og Jón Pétursson sem beztu menn. Reykjavíkurliðið skoraði fyrsta mark leiksins á 25. minútu og mátti að mestu skrifa það á reikning Harð- ar Helgasonar, markvarðar Akurnes- inga, sem var of seinn að kasta sér á knöttinn og Kristinn Björnsson náði að pota honum i markið. Þremur mínútum siðar jafnaði Matthias Hall- grimsson fyrir Akranes, með skalla, eftir hornspyrnu Karls Þórðarsonar. j seinni hálfleik var um einstefnu á mark Akurnesinga að ræða og skor- uðu þeir Ingi Björn Albertsson á 61. min., Guðmundur Þorbjörnsson á 65. min., og aftur á 80. min. og Kristinn Björnsson á 82. minútu. Akurnesingar náðu að skora á 77. minútu og var þar að verki hinn bráðefnilegi nýliði i liði þeirra, Pétur Pétursson. i Reykjavikurúrvalinu voru ungu Valsmennirnir, Guðmundur Þor- bjömsson, Kristinn Björnsson og Al- bert Guðmundsson beztu menn. Þeir léku greinilega af áhuga og börðust allt til siðustu minútu. Aðrir skiluðu sinu hlutverki vel og eins og svo oft áður voru þeir félagar Marteinn og Jón sterkir i vörninni. Akurnesingar voru slappir i þess- um leik, bæði i sókn og vörn, en slikt hefur reyndar oft komið fyrir hjá þeim i vorleikjum. Pétur Pétursson var bezti maður liðsins ásamt Karli Þórðarsyni, en báðir búa yfir mikilli knatttækni og leika alltaf knatt- spyrnu á hverju sem gengur. Eysteinn Guðmundsson dæmdi leikinn vel. GÍSLI ÞORSTEINSSON, júdómaður úr Armanni, vann það glæsilega afrek á Norðurlanda- meistaramðtinu sem fram fór I Gautaborg um páskana að hreppa sigur í sfnum þvngdarflokki — léttþungavigt. Er Gfsli fvrsti Is- lendingurinn sem hlýtur Norður- landameistaratitil f júdó f flokki fullorðinna, en í fvrra hlaut fé- lagi hans úr Armanni, Viðar Guð- johnsen, Norðurlandameistaratit- ilinn í unglingaflokki. Frammistaða Islendinganna á Norðurlandamótinu var staðfest- ing á þvf að við stöndum framar- lega í júdóíþróttinni, en sem kunnugt er unnu íslendingar júdólandskeppni við Norðmenn fyrr í vetur- með miklum yfir- burðum. Gullverðlaun Gísla voru ekki einu verðlaunin sem Islendingar komu með heim frá mótinu í Gautaborg, þar sem íslenzka sveitin varð í öðru sæti í sveitakeppninni, og í ein- staklingskeppninni hlutu þeir Halldór Guðbjörnsson, Viðar Guð- johnsen og Sigurjón Ingason bronsverðlaun. í fyrra — er mótið var háð hérlendis — hlutu íslendingar tvenn silfurverðlaun, þeir Gísli og Halldór, og ein bronsverðlaun sem féllu til Benedikts Pálssonar. Keppt var í sveitakeppni á laugardaginn. Mættu íslendingar þá fyrst Norðmönnum og unnu sigur með 3 vinningum gegn 2. Jóhannes Haraldsson tapaði sinni glímu í léttvigt, Halldór Guðbjörnsson vann sína glímu í léttmillivigt, Viðar Guðjohnsen vann sína glímu í millivigt, Gisli tapaði í léttþungavigt en Svavar Carlsen sigraði i þungavigt. Danir voru næstu andstæðingar íslendinga, og blés ekki byrlega til að byrja með, þar sem þeir Jóhannes og Halldór töpuðu sinum glimum, En Viðar, Gísli og Svavar svöruðu því hins vegar með glæsilegum sigrum yfir and- stæðingum sínum, þannig að sig- ur íslenzku sveitarinnar var í höfn. I keppninni við Sviþjóð áttu Islendingar ekki möguleika, og töpuðust þar allar glímurnar. Kom það nokkuð á óvart, eftir góða frammistöðu í keppninni við Noreg og Danmörku. Siðast kepptu Islendingar svo við Finna, sem iengst af hafa verið sterkastir Norðurlanda- þjóða i júdó. Jóhannes tapaði sinni glímu með 5 stigum, en Halldór Guðbjörnsson vann síðan sinn andstæðing glæsilega á yppon sem gefur 10 stig. Viðar vann sinn andstæðing með 3 stig- um, Gísli gerði jafntefli og Svavar tapaði sinni glímu, fyrir einum bezta júdómanni þessa möts, með 7 stigum. Voru þvi báðar þjóðirnar með 2,5 vinning, en íslendingar höfðu hins vegar fleiri stig og hrepptu þar með annað sætið og silfurverðlaunin. í einstaklingskeppninni gekk nokkuð upp og ofan hjá íslendingunum, en þeir Halldór, Viðar og Sigurjón, sá síðastnefndi tiltölulega nýr maður i þessari iþróttagrein, náðu allir brons- verðlaunum i sinum þyngdar flokkum. Gisli sýndi mikið öryggi t keppninni og komst í úrslit á móti Dananum Benny Kleman, sem talinn er einn bezti júdómaður Dana. Kom Daninn Gísla fljótlega á rassinn og fékk þannig 3 stig. Eftir það sótti Gísli mun meira i glimunni, en Daninn reyndi mót- brögð, án árangurs. Þar kom svo að Gisli náði sínu uppáhalds- bragði og sveiflaði Kleman í góif- ið og vann á yppon — 10 stigum. Góð þátttaka var i Norðurlanda- mótinu í Gautaborg, nema helzt i opna flokknum, en áhugi á honum virtist ekki mikill Að sögn Þórodds Þórhallssonar var samheldni íslenzka flokksins mjög góð, og stemmning i liðinu skemmtileg. íslandsmeistari 17 ára piltur, Gunnar Finnbjörnsson, varð Islandsmeistari í einliða- leik karla í borðtennis, er keppt var til úrslita s.l. fimmtudag. Sýndi Gunnar mikið örvggi I keppninni og vann alla andstæðinga sfna 3—0. Gunnar varð einnig lslandsmeistari f tvfliðaleik á dögunum, ásamt félaga sfnum, Ragnari Ragnarssvni. Nánar er sagt frá mótinu á blaðsfðu 21. llnglingarnir komnst í nr- slit í UEFA-keppninni ÍSLENZKA unglingalandsliðið tryggði sér rétt til þátttöku i úrslitakeppni Evrópukeppni unglinga, sem fram fer i Ungverja- landi i lok næsta mánaðar, með öruggum sigri yfir Luxemburg i leik, sem fram fór á Melavellinum 14. apríl. Fyrri leik liðanna. sem fram fór i Luxemburg á s I hausti. lauk einnig með 1—0 sigri íslands Veðurguðirnir, sem ekki hafa dekrað við okkur að undanförnu, brugðu ekki af vana sínum að þessu sinni, því veður var heldur leiðin- legt Leikurinn var mikill baráttuleikur og þrátt fyrir fremur slæmar aðstæð- ur tókst hinum ungu knattspyrnu- mönnum að sýna oft á tíðum skemmtileg tilþrif. Að visu var leik- urinn aldrei spennandi og fátt var um marktækifæri. (slendingar höfðu gegn vindi að sækja i fyrri hálfleik og lögðu þvi af eðlilegum ástæðum áherzlu á að fá ekki á sig mark og það tókst, án þess að Jón Þorbjörnsson mark- vörður þyrfti mikið að láta til sin taka. Það voru ekki liðnar nema 2 mín af siðari hálfleik, er íslendingumí tókst að skora mark Þorvaldur Þor-| valdsson úr Þrótti fékk sendingu. sem hann afgreiddi viðstöðulaust af 3 30 m færi og hafnaði knötturinnl undir þverslá efst i markhorninu þannig að hinn ágæti markvörðurj Luxemburgar gat ekki rond við| reist. , Var þetta glæsilegt mark hjá Þor valdi Fleiri mörk voru ekki skoruð! og heldur ísland því áfram i keppn j inni með marktölunni 2—0 islenzka liðið var vel að þessum fi' sigri komið, enda hefur það æft vel |g allt siðan i fyrra sumar er það varl valið. undir stjórn þeirra Lárusarj Loftssonar og Theodórs Guðmunds-j sonar Rétt fyrir þennan leik bættist! svo landsliðsþjálfarinn Tony Knapp^ i hópinn. Munu þeir þremenningar i sjá um undirbúning liðsins fyrir * úrslitakeppnina i Ungverjalandi i £ næsta mánuði Erfitt er að gera upp á milli i einstakra leikmanna i þessum leik, ! þvi allir sýndu þeir ágætan leik mið-í að við aðstæður Vonandi tekst þeim vel upp í| úrslitakeppninni, en þar verður viðj erfiða andstæðinga að etja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.