Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1976 3 Skákþing íslands: Helgi og Haukur berjast um íslands- meistaratignina Grænlendingarnir komnir til landsins 25 kennaranemar og fyrirlesarar á Grænlandsviku Norræna hússins ÞEGAR aðeins tveimur umferð- um var ólokið á Skákþingi tslands voru þeir Helgi Ölafsson og Hauk- Helgi ólafsson Haukur Angantýsson ur Angantýsson efstir og jafnir með 7 vinninga og virðast ekki aðrir skákmenn en þeir tveir eiga möguleika á þvf að hreppa ts- landsmeistaratitilinn f skák að þessu sinni. Næstu menn eru Björn Þorsteinsson og Ingvar Ás- mundsson með 5 vinninga og inn- byrðis biðskák, sem er tvfsýn. 1 áskorendaflokki er Jón Þorsteins- son efstur en þær Svana Samúels- dóttir og Birna Norðdahl eru efst- ar og jafnar f kvennaflokki. Næst sfðasta umferðin f landsliðsflokki var tefld f gærkvöldi, en 11. og sfðasta umferðin verður tefld á morgun, sumardaginn fyrsta, og hefst hún kl. 14 f Skákheimilinu við Grensásveg. Urslit í 9. umferð, sem tefld var á annan í páskum, urðu þau, að Helgi Ólafsson vann Gylfa Þór- hallsson, Haukur Angantýsson vann Margeir Pétursson, Bragi Halldórsson vann Jónas P. Erl- ingsson, Þórir Ólafsson vann Har- ald Haraldsson, en biðskákir urðu hjá Birni Þorsteinssyni og Ingv- ari Ásmundssyni, Júliusi Frið- jónssyni og Ásgeiri Þ. Árnasyni og hefur Júlíus mun betra tafl. Sem fyrr segir eru þeir Haukur og Helgi jafnir með 7 vinninga af 9 mögulegum. Haukur tapaði fyr- ir Helga f fyrstu umferð mótsins en hefur sfðan sótt sig mjög. Ingv- ar og Björn hafa 5 vinninga og biðskák, Bragi Halldórsson hefur 5 vinninga, Margeir Pétursson og Þórir Ólafsson háfa 414 vinning, Júlíus Friðjónsson og Ásgeir Þ. Árnason hafa 3V4 vinning og bið- skák, Jónas P. Erlingsson hefur 3!4 vinning, Haraldur Haraldsson 2 vinninga og Gylfi Þórhallsson 1!4 vinning. I tveimur síðustu umferðunum teflir Helgi við Braga Halldórsson og Harald Haraldsson en Haukur teflir við Þóri Ólafsson og Jónas P. Erlingsson. HÓPUR 25 grænlenzkra kenn- araskólanema kom til Reykja- vfkur í gær frá Grænlandi ásamt öðrum Grænlendingum sem munu aðstoða við græn- lenzku vikuna í Norræna hús- inu, flytja fyrirlestra og sjá um annað grænlenzkt efni. Alls kom 25 manna hópur með flug- vélinni frá Vestur-Grænlandi, en fólkið mun dvelja hér í 10 daga til að kynnast landi og þjóð. Undirbúningur fyrir Grænlandsvikuna hefur staðið i nokkurn tíma undir stjórn Maj- Britt Imnander forstjóra Nor- ræna hússins og hafa allir verið boðnir og búnir til þess að greiða fyrir ferð granna okkar úr vestri um landið. Myndina tók Friðþjófur fyrir utan Farfuglaheimilið við Lauf- ásveg i gærkvöldi þegar Græn- lendingarnir stigu úr bifreið sinni út f ærlega- íslenzka rign- ingu, en þegar þeir héldu frá Syðri-Straumfirði í gærmorgun var þar sól og blóða með 5 stiga hita. SKIPBROTSMÖNNUM BJARGAÐ — Þessi mynd var tekin miðvikudaginn fyrir páska og sýnir norska slefangarann Kvitungen bjarga 13 skipbrotsmönnum af selfangaranum Fortuna, en skip þeirra brotnaði I (snum eins og fram kom I fréttum fyrir páska. Urðu mennirnir að hafast við á (snum I einn sólarhring og voru þeir I björgunarbátum, sem kastað var niður til þeirra úr flugvélum. Björgun mannanna var sem kunnugt er að hluta stjórnað frá tslandi. Ljósm. varnarliðið. Menn geta bráðum sótt skyldusparn- aðarskírteinin sín „Skyldusparnaðarskfrteinin verða tilbúin til afhendingar nijög fljótlega og verður þeim dreift á þann hátt, að eigendur skfrteinanna vitja þeirra til innheimtumanna rfkisins á hverjum stað og kvitta fyrir móttöku á sérstöku fylgiblaði," sagði Arni Kolbeinsson fulltrúi f fjármálaráðuneytinu, þegar Mbl. forvitnaðist um skyldu- sparnaðinn sem lagður var á fólk f fyrra, ef það hafði tekjur yfir ákveðnum mörkum. Með þessum skyldusparnaði fékk ríkið í sínar hendur 230— 250 milljónir króna. í staðinn gefur svo ríkissjóður út spari- skirteini til þeirra, sem skyld- aðir voru til að spara. Bera skír- teinin 4% ársvexti frá 1. janúar 1976 til greiðsludags og eru auk þess verðbætt samkvæmt fram- færsluvfsitölu frá 1. nóvember 1975 til 1. nóvember sem næst- ur er á undan þeim degi, sem skirteinin eru innleyst. Hægt er að innleysa skírteinin frá og með 1. febrúar 1978 en ef menn kjósa geta þeir haft þau á vöxt- um til 15. desember 1990. Skyldusparnaður af þessari tegund hefur aðeins gilt i þetta eina ár. ÓDÝRU SPÁNARFERÐIRNAR -fííJír.rr"”1" Costa Blanca. Benidorm, hlýjasta Spánarströndin Fjölskylduafslættir. íslenzk hjúkrunarkona og barnfóstra. Uppselt var í páskaferðina 9. april. Næsta ferð 25. april. 18 daga ferð. í samstarfi við Sam-klúbbinn mun ein vinsælasta hljóm- sveitin Haukar ásamt þeim Jóhanni og Birgi úr Change leika á ýmsum hótelum á Costa Blanca ( þessari ferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.