Morgunblaðið - 21.04.1976, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.04.1976, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1976 Spænska veikin: Skyndilegur dauði 19 ára gamals bandarisks her- manns hefur nýlega sett í gang einstæðan undirbúning fyrir orustu. Markmiðið er að drepa í fæðingu farsótt, sem gæti orðið öllu mannkyni örlagarikt, segir í eftirfar- andi grein úrfranska blaðinu l'Express. Hinn 3. febrúar kom nýliðinn David Lewvis í heilsu- gæslustöðina í æfingabúðunum i Fort Dix i New Jersey og kvartaði undan eymslum i hálsi. Læknirinn sá ekki annað en að þetta væri slæmt kvef. Til öryggis sagði hann manninum að taka það rólega í tvo daga. En sjúklingurinn vildi ekki fara i rúmið. Morguninn eftir fór hann til heræfinga með félögum sínum. Meðan á æfing- unni stóð, leið yfir hann. Hann var fluttur i sjúkrahúsið. Þegar þangað kom, var hann þegar dáinn. Allir urðu furðu lostnir, þegar í Ijós kom við krufningu, að ungi maðurinn hafði látist af lungnabólgu vegna inflú- ensu. Þeir einir sem komnir eru yfir sextugt geta haft varnir Ford Bandarfkjaforseti biður þingið um að veita lán til framleiðslu á bólu- efni gegn inflúensunni, sem fyrrum hét Spænska veikin. Og við hlið hans standa prófessor Albert Sabin og Jonathan Salk, sem fundu bóluefnið gegn mænuveikinni, en þeir hvetja mjög til alls- herj arbólusetn ingar. Þegar læknarnir uppdög- uðu svo að þarna var komin inflúensuveira, sem þeir höfðu i meira en hálfa öld talið horfna, varð þetta að almennum ótta. Þessi in- flúensa hafði drepið 20 millj- ónir manna um allan heim i lok heimstyrjaldarinnar fyrri, frá 1917 til 1920. Þá hófst hún á Spáni og fór siðan eins og sinueldur um Evrópulönd- ínm Bandarikin og Kína. I Evrópu var hún kölluð Spánska veikin. Umsvifalaust voru aðrir hermenn á staðnum rannsak- aðir. í 10 þeirra fannst sama veira. Þótt enginn þeirra fyndi til sjúkleika, var þetta talið nægilega alvarlegt til að gera heilbrigðisyfirvöldunum í Washington aðvart. ENGAN TÍMA MÁ MISSA Eftir að hafa valdið dauða fleiri manna en féllu í heims- styrjöldinni, hvarf Spænska inflúensuveiran um 1920. Aðeíns nokkrir sérfræðingar vissu að hún hafði leitað hæl- is í vissri svínategund, sem er í Bandaríkjunum Hún var orðin að svínainflúensuveiru. Einstök sjaldgæf og ósönnuð dæmi um að hún hefði flutzt yfir í mannslíkama, vöktu að- eins forvitni meðal vlsinda- manna. Tilfeflið I Fort Dix vakti menn harkalega upp við það, að veiran hafði komist yfir mörkin, frá svínunum, og var aftur farið að herja á mann- inn. Fréttin um þetta barst hratt um Bandaríkin og stuggaði rækilega við vís- indamönnum, svo lá I fyrstu við skelfingu Gerald Ford Bandaríkjafor- seta var gert aðvart. Hann safnaði saman I skrifstofu sinni I Hvita húsinu herráði vísindamanna. Sérfræðing- arnir lögðu að forsetanum að gera allt, sem í hans valdi stæði, til að reyna að koma I veg fyrir farsótt, er yrði nú enn banvænni en 1918 Þá höfðu fimm hundruð þúsund Bandaríkjamenn dáið úr henni. Nú gætu 4 milljónir — þ e. 2% af þjóðinni — fallið frá yfir veturinn 1976—77 Sigurvegararnir i mænu- sóttarbaráttunní, þeir Albert Sabin og Jonathan Salk lögðu sig alla fram til að sannfæra Ford. Talið er að engan tíma megi missa, því nauðsynlegt sé að bólusetja 215 milljón Ameríkumanna fyrir haustið. I miðstöð smitunarsjúk- dóma í Atlanta í Georgíufylki var veirutilraunin endurtekin og staðfest. Þar er hægt að rækta svinainflúensuveiru. Það er því hægt að láta stóru lyfjaverksmiðjurnar framleiða bóluefni. Fæðu- og lyfjaeftir- litið var látið vita og það gefur grænt Ijós á framleiðsl- una. Þetta kom lyfjaframleið- endum á óvart. Þeir urðu litt hrifnir og hik var á læknun- um. Framleiðendur eru ekk- ert æstir í að hætta fé sínu í framleiðslu á bóluefni, sem engin þörf yrði svo kannski fyrir á siðustu stundu. Þeir þýfguðu því sérfræðingana um það, hvort þeir væru nú alveg vissir um að hættan væri raunverulega yfir- vofandi. En læknunum sýnd- ist í þessum bólusetningar- áformum falin hætta á sósial- íseringu á læknavísindunum, þ.e. ný árás á frjálsar lækn- ingar. SÖNNUNIN Sumir grunuðu Ford for- seta um að ætla að nota inflúensu til að afla sér fylgis rétt fyrir forsetakosningarn- ar. Skyldi hann ekki vera að endurtaka snjalla kosninga- bombu Nixons, sem hafði skyndilega sýnt rannsóknum á krabbameíni geysilegan áhuga fyrir endurkosningu hans 1972, og látið þá sam- þykkja stórfjárveitingu upp á milljón dali til baráttunnar gegn þessum ógnvaldi í Bandaríkjunum? — í þessu máli er ekki um nein stjórnmál að ræða, hvæsti einn af ráðgjöfum Fords, prófessor Edwin Kil- bourne, forseti mikróbíólóg- isku deildarinnar í hinum fræga læknaskóla á Sinai- fjalli. Hann var alveg harður á þessu: — Við höfum sann- anir fyrir þvi, að svínaveira hefur flutzt yfir í mann. Og við búumst við alvarlegri hættu. Inflúensufaraldrar hafa fram að þessu ekki stofnað i verulega hættu nema þeim sem veikastir eru fyrir, þ.e. öldruðum, hjartasjúklingum, og langtima bronkítissjúkl- ingum. Aðrir hafa að visu sýkst, en líkami þeirra hefur smám saman, í hverjum in- flúensufaraldrinum eftir.ann- an, þróað varnir gegn sjúk- dóminum. Þegar innflúensan frá 1918 er nú endurvakin með tilfellum í Fort Dix, þá geta þeir einir, sem komnir eru yfir sextugt, haft varnir vegna fyrri smitana. Aftur á móti mundi unga fólkið, blómi þjóðarinnar, vera ber- skjaldaður og varnarlaus fyrir þessari veiki. Vísindamennirnir í Hvíta húsinu kölluðu sér til aðstoð- ar æðstu alþjóðleg stjórnvöld til varnar inflúensu, Alþjóða- heilbrigðisstofnun Samein- uðu þjóðanna í Genf. í fyrstu voru menn þar dálítið tor- tryggnir. Og í Frakklandi var talað um kosningabombu. Ford forseti hélt samt fast við þá ákvörðun í Washing- ton, að láta bólusetja þjóðina svo fljótt sem unnt væri. Hinn 25. marz vann hann traust lyfjaframleiðenda með því að fá þingið til að veita 135 milljón dollara lán upp í fyrirframgreiðslur, svo að verksmiðjurnar gætu hafist handa undireins við að fram- leiða bóluefni. Og jafnframt lögðu sérfræðingarnir að Al- þjóða heilbrigðisstofnuninni að taka málið alvarlegum tökum. — Inflúensan frá Fort Dix mun fara víðar en um Banda- ríkin sögðu þeir. Hún á eftir að fara um allan heim, eins og hún gerði 1918. RÓLEG YFIRVEGUN Loks samþykkti Alþjóða heilbrigðisstofnunin 26. marz sí. að gera hinum 90 inflúensumiðstöðvum aðvart um að þær þyrftu að vera á verði gegn inflúensu. Og 29. marz var drifinn upp skyndi- fundur í nefnd ráðgefandi sérfræðinga stofnunarinnar um inflúensu. Þetta eru 23 vísindamenn, sem hafnir eru yfir alla tortryggni. Á þremur dögum, frá 7. apríl til 9. april, var þessum 23 sérfræðingum Heilbrigð- isstofnunarinnar ætluð sú þunga ábyrgð að ákveða, hvort réttlætanlegar væru áformaðar aðgerðir Banda- ríkjaforseta og hvort rétt væri að mæla með slíkum aðferð- um um allan heim. Framkvæmdastjóri Mið- stöðvar fyrir innflúensurann- sóknir í París, og einn af ráðgjöfum WHO prófessor Claude Hannoun, sagðj ofur- rólega, að Pasteursstofnunin væri reiðubúin til að mæta því sem koma kynni. Ekki væri ástæða til að rjúka upp til handa og fóta, heldur bíða með að fara að framleiða bóluefni gegn svínainnflú- ensu, þar til Heilbrigðisstofn- unin hefði komist að niður- stöðu í Genf. Ef sérfræðíngar Heilbrigðisstofnunarinnar úr- skurðuðu á fundi sínum 7. — 9. apríl að hætta væri yfirvofandi, þá mættu fram- leiðendur bóluefnisins engan tima missa við að hefja fram- leiðsluna. Þá mundi fara í gang á næsta hausti heilsu- verndaraðgerðir, sem engan ættu sinn líkan. í fyrsta skipti i sögunni yrði þá hafin bólu- setningarherferð um allan heim í kjölfarið á einu sjúk- dómstilfelli. Þegar Jean —V. Manevy ritaði þessa grein í Express, var úrskurður Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar ekki kominn. En síðan hafa borist fréttir af fundi sérfræðing- anna í Genf. Þeir skoruðu á heilbrigðisyfirvöld um allan heim að undirbúa sig undir hugsanlegan • faraldur af svínainflúensu, eins og hún er nú kölluð, á næsta vetri. í ályktun þeirra segir að bólu- setning ein geti ekki komið í veg fyrir að sjúkdómurinn breiðist út og því yrði að kanna aðrar aðgerðir jafn- hliða, einkum þar sem lítið eða ekkert bóluefni er til. Sérfræðingarnir ráðleggja heilbrigðisyfirvöldum að undirbúa aætlanir til að laga heilbrigðisþjónustu í löndum sínum að nýjum aðstæðum, ef þurfa þyki, og gera hana sveiganlega. En á næstu mánuðum verði Ijósara að hverju stefni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.