Morgunblaðið - 21.04.1976, Page 18

Morgunblaðið - 21.04.1976, Page 18
X8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10100 Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Iársbyrjun 1972 þingaði Norður-At- lantshafsfiskveiðiráðið um ástand fiskstofna í Norður- Atlantshafi. Niðurstaða þessarar ráðstefnu var, að þorskstofnar á þessu haf- svæði öllu hefðu þegar árið 1962 verið fullnýttir og þá, er ráðstefnan var haldin, löngu ofnýttir, þar meó tal- inn ísienzki þorskstofninn. Ráðstefnan ályktaði að æskileg veiðisókn í þorsk- stofninn væri aðéins helm- ingur þáverandi sóknar. Þessar niðurstöður vóru að sjálfsögðu kunngerðar þá- verandi sjávarútvegsráð- herra og síðar ítrekaðar með viðvörunum íslenzkra fiskiíræóinga til sjávarút- vegsráðuneytisins. Þær vióvaranir komu fram í skýrslu, sem fiskifræð- ingar létu frá sér fara á miðju ári 1972. Það er umhugsunareíni hve ófullnægjandi við- brögð stjórnvalda vóru við framangreindum stað- reyndum. Þau vóru nánast engin umfram þau, sem þegar höfðu verið ákveðin og mörkuð í fiskveiði- málum okkar, með ákvörð- unum um útfærslu fisk- veiðilandhelgi og friðun til- tekinna svæða og fisk- stofna. Þá var þvert á móti stuðl- að að verulegri aukningu togaraflota okkar, sem óhjákvæmilega hlaut að leiða til aukinnar veiði- sóknar. Nokkur uppbygg- ing togaraflotans var að vísu nauðsyn, sérstaklega í þágu ýmissa útgerðar- staða, sem bjuggu við erfitt atvinnuástand. Hinsvegar orkaði hvorttveggja tví- mælis, að fengnum fiski- fræðilegum niðurstöðum, að ráðast í byggingu milli 60 og 70 nýrra skuttogara á svo skömmum tíma, sem og að fela ekki íslenzkum skipasmíðastöðvum stærri hlut uppbyggingarinnar og dreifa henni jafnframt á lengri tíma. Þáverandi sjávarútvegsráöherra stóð og aó tveggja ára veiði- samningum viö Breta, árið 1973, þar sem þeim vóru heimilaðar veiðar 130.000 tonna hvort árið, aðallega þorsks, sem þó var talinn í mestri hrunhættunni. Margt réttlætti þessa samninga, miðað við að- stæður allar, en óneitan- lega var hér um verulegt þorskmagn aó ræða. Og víst er, að sú réttlæting, sem þáverandi sjávarút- vegsráöherra gaf, er naum- ast nærtæk; sú, aó það hafi verið eina leið Alþýðu- bandalagsins til að halda aðild að ríkisstjórn og tveimur ráðherrastólum. Skýrsla fiskifræóinga um ástand fiskstofna við ísland, sem gerð var árið 1972, var í sjálfu sér engu bjartari yfirlitum en síðari skýrsla þeirra, sem í munni þjóðarinnar hlaut nafnið „svarta skýrslan“. Munur- inn var sá einn aó sú skýrsla fór rétta boðleið til vitundar þjóðarinnar og hlaut því meira umtal og eftirtekt. Núverandi ríkisstjórn stuðlaði að útfærslu fisk- veiðilandhelginnar í 200 sjómílur. Fjöldi laga og reglugerða hefur verið gef- inn út um fiskveiðireglur; veiðarfæri, friðunarsvæói og veiðitakmarkanir. Skammtímasamningar hafa að vísu verið gerðir, eins og í framhaldi af fyrri útfærslum, en hvergi nærri eins stórtækir; og þess sérstaklega gætt, að hlutur þorskveiða væri þar óverulegur. Unnió hefur veriö og er að eflingu land- helgisgæzlunnar, þótt þar megi betur gera. Nýtt gæzluskip hefur bætzt gæzluflotanum. Fest hafa verió kaup á nýrri gæzlu- flugvél af stórri geró. Tveir togarar hafa veriö teknir í gæzluflotann. Heimildir til ráðningar aukins starfskrafts eru fyrir hendi. Og unnið er að könnun á leigu hraðskreiðs gæzluskips fyrir sumarið. Þegar litið er á gagnrýni Alþýðubandalagsins á hendur núverandi rikis- stjórn varðandi landhelgis- mál, er óhjákvæmilegt að leita viðmiðunar við þeirra eigin stjórn á þessum málum í fyrra þorskastríði. Hver var hlutur Lúðvíks Jósepssonar i eflingu land- helgisgæzlunnar í hans ráðherratíð? Hver vóru viðbrögð hans við hinni fyrri skýrslu fiskifræðinga árió 1972 um ofveiði þorsk- stofnsins? Hver var af- staða hans til samninganna við Breta 1973, sem allur þingflokkur Alþýðubanda- lagsins léói atkvæði sín? Þannig mætti áfram spyrja. Og svörin, sem við blasa, eru öll á eina lund. Ekki er vafi á því, að þaö er skoðun meginþorra þjóðarinnar nú, að skamm- tímasamningar fram yfir lyktir hafréttarráöstefn- unnar hefðu verið æski- legir. Að visu mun þrengri og takmarkaðri en Lúðvík féllst á á árinu 1973, sér í lagi varðandi sókn í þorsk- stofninn. Meginmarkmið slíkra samninga átti að vera að takmarka verulega annars ólöglegar veiðar út- lendinga í íslenzkri fisk- veiðilandhelgi. Binda það samningum að þeir virtu íslenzkar friðunarreglur og frióunarsvæði. Tryggja öryggi gæzlumanna okkar, því löngu er ljóst, að land- helgisátökin myndu þróast á hættulegt stig. Brjóta niður tollmúra á sjávaraf- urðir okkar á EBE- markaði. Og síðast en ekki sízt að styrkja stöðu strand- ríkja á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. En hver var afstaða Alþýðu- bandalagsins? Var hún máske sú að nýta þetta helzta hagsmunam'ál þjóð- arinnar til pólitískrar sundrungarstarfsemi, þegar þörf var þjóðarein- ingar? Réðst afstaða þess máske af því fyrst og fremst aó nú þurfti enga ráóherrastóla að tryggja? Fiskveiðihagsmunir og ráðherrastólar H-moll messan FLUTNINGUR h-moll messu J.S. Bachs hlýtur að teljast mestur viðburður yfirstand- andi tónleikaárs í Reykjavík, bæði vegna stöðu verksins sjálfs innan tónbókmennt- anna almennt, kirkjulegra bókmennta sér í lagi, og svo, hve vel tókst til. Pólýfónkór- inn (með um 150 raddir) söng með úrvaii hljóðfæra- leikara. Stjórnandi var Ingólf- ur Guðbrandsson. Ein- söngvarar voru þau Guðfinna Ólafsdóttir, Ásta Thorstein- sen, Rut L. Magnússon, Jón Þorsteinsson, Ingimar Síg- urðsson og Halldór Vilhelms- son — sumir nýliðar og aðrir ..rótgrónir", Nær allir þeirra stigu fram úr röðum kórsins (likt og einleikararnir úr hljómsveitinni), frekar en að stilla sér upp sem aðvífandi stjörnur, og undirstrikaði það þá alúð og samhug, er ein- kenndi heildarsvip verksins. Sjálfsagt má leggja ýmis- Tónllst eftir ÞORKEL SIGURBJÖRNSSON konar mælikvarða a flutning h-moll messunnar að þessu sinni, t.d. hvort þessi eða hinn einsöngvarinn hefði sungið betur eða verr — m.ö.o. hvort eitt Ijósið hefði skinið öðru skærar og jafnvel skyggt á hin — en slíkur mælikvarði er óréttlátur i þessu samhengi. Það, sem mest hreif, voru ekki einstök afrek, heldur sameiginleg átök allra — þar sem enginn lá á liði sínu, hvorki þeir fremstu eða hinir í „öftustu röð". Sömuleiðis var sann- færandi samhengi milli atriðanna, rísarídi og hníg- andi eins og textinn bauð, ýkjulaust og án óþarfa dramatíseringa af því tagi, sem oft er reynt að troða upp á þetta verk. Ekki er þó svo að skilja, að sérhverju tilefni hafi ekki verið fylgt vel eftir: t.d. held ég að sjaldan hafi hér heyrst jafn einlægur, klingjandi fögnuður og í lof- söngvunum. Vissulega má deila um það, hvort svona „massívur" flutningur á h- moll messunni — þ.e.a.s. með miklum fjölda söngvara og raddsterkra hljóðfæra, sem ýtir undir samhljóminn á kostnað pólýfóníunnar — sé ákjósanlegur eða ekki. Sérhvert listaverk á tvenns konar „tilveru": önnur er verkið sjálft og það umhverfi, er það er sprottið úr, hin er áheyrandinn (flytjandinn) og umhverfi hans — oft langt frá í tíma og rúmi (menningu). Þegar um verk eftir Bach er að ræða, má vel hugleiða það, hvort svipað lið flytjenda að fjölda til og Bach notaði sjálfur og hugsaði verkið fyrir færði það nær okkur nú eða ekki. Hvers vegna sækjum við listaverk til löngu liðins tíma? Hvers vegna sækjum við nóturnar en ekki hljómfærin? Hvers vegna veljum við konsert- uppfærslu nú frekar en þá umgjörð, sem höfundurinn hugsaði’ verkið fyrir á sínum tíma? M.Ö.O. hvers vegna sækjum við sumt af verkinu en ekki annað? Er það vegna þess, að við viðurkennum, að Bach hafi að vísu verið góður, en ekki svo góður, að ekki megi betrumbæta nugsanir hans? Þessum og þvílíkum spurningum er beint og óbeint „svarað" af flytjendum sjálfum I því, sem þeir gera. Að okkur áheyrendum snýr samt ein spurning, sem lesandi þessara orða ætti að reyna að svara: hvers vegna þykir áhugaverðara að kynna höf- und og verk (h-moll messuna að þessu sinni) sem misskilið og vanmetið af samtíð sinni, jafnvel þótt slíkar fullyrðingar séu tilbúningur? Hver erum við og okkar fátæka músíkllf að vera að upphefja okkur þannig á kostnað Saxanna á 18. öld?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.