Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1976 Liverpool Crnyff og í knléann sentíi Co. nt íllFA Velski landsliðsmaðurinn ( Liverpool-liðinu, John Toshack átti frábæran leik með liði sínu gegn Barcelona og þarna sést hann (hvftklæddur) standa yfir höfuðsvörðum Mora, markvarðar Barcelona. I UNDANURSLITUM UEFA-bikarkeppninnar I knattspvrnu lék enska liðið Liverpool við spánska liðið FC Barcelona. Fvrri leik liðanna sem fram fðr á Spáni, lauk með sigri Liverpool-liðsins 1 — 1, en seinni leik liðanna, sem fram fór f Knglandi s.l. miðvikudagskvöld, lauk með jafntefli, 1—1, þannig að Liverpool komst f úrslitin. t hinum undanúrslitaleiknum mættust lið FC Briigge frá Belgíu og vestur- þýzka liðið Hamburger SV. Fyrri leik liðanna, sem fram fór í Þýzka- landi, lauk með jafntefli, 1 — 1, en Briigge vann heimaleik sinn á miðvikudagskvöldið, 1—0, og komst þar með f úrslitaleikinn. . I.I VKRPOOI, — BA RCKI.ON A Lið Líverpool: Clemence. Smilh. Neal, Thompson, Kennedy. IIuKhes. Keejían. Case, llall. lleÍKhway, Toshaek, Callat'han. I.irt Barcelona: Mora. Cfeilas. Mi«ueli. Rif.*, Alhaladejo. Corominas. de la Cru/. Rexaeh. Neeskens. Cruyff. Mareial. Ileredia. Eftir 1—0 sigur á útivelli stóðu Englendingarnir vel að vígi er leikur þessi hófst. Greinilegt var að Liverpoolliðið lagði á það áherzlu að taka ekki mikla áhættu í leik sínum, og létu þeir Barce- lona-liðið hafa ákveðið svigrúm á vellinum, en stöðvuðu það síðan áður en það komast í skotfæri. Bæði liðin áttu góð marktækifæri í fyrri hálfieik, en tókst ekki að skora. John Toshack kom vörn Barcelona hvað eftir annað í vandræði, en Spánverjarnir áttu bezta færi leiksins er Carlos skaut beint á mark Liverpool úr auka- spyrnu sem dæmd var eftir að brotið hafði verið á Johan Cruyff rétt utan vítateigs. Á sjöttu mínútu seinni hálfleiks náði Liverpool forystu í leiknum og átti Toshack mestan heiður að því marki. Hann skallaði knöttinn fyrir fætur Phil Thompsons sem var í dauðafæri og gat ekki annað en skorað. Spánverjarnir náðu svo að jafna með marki Rexach um miðjan hálfleikinn og fleiri mörk voru ekki skoruð, þrátt fyrir góða tilburði á báða bóga. Áhorfendur að leik þessum voru 55.104. FC Brúgge — Hamburger SV Bríigge þótti mjög heppið að ná jafntefli, 1—1, í fyrri undanúr- slitaleiknum, og ennþá heppnara var liðið að vinna sigur í heima- leik sinum, 1—0, þar sem liðið átti undir högg að sækja allan leikinn. Markvörður Bríigge, Birger Jen- sen, þótti standa sig frábærlega vel í leiknum og var tvímælalaust sá leikmaður belgíska liðsins sem bjargaði sigri þess. Um miðjan seinni hálfleikinn er staðan var 0—0 varð þekktasti leikmaður Belgiska liðsins, Daninn Ulrich le Fevre, að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og kom ungur piitur, Dirk Sanders, inn á fyrir hann og það var hann sem skoraði sigurmark liðs síns sex mínútum fyrir leiks- lok við gífurleg fagnaðarlæti þeirra 32 þúsund áhorfenda sem voru viðstaddir. t undanúrslitakeppni Evrópu- bikarkeppni meistaraliða léku saman Bayern Múnchen frá Vest- ur-Þýzkalandi og Real Madrid frá Spáni og hins vegar PSV Eindho- ven frá Hollandi og St. Etienne frá Frakklandi. Fyrri undanúrslitaleik Bayern Múnchen og Real Madrid sem fram fór á Spáni lauk með jafn- tefli, 1—1, en í seinni leik liðanna sem fram fór í Múnchen s.l.mið- vikudagskvöld vann þýzka liðið sigur 2—0 og kemst þar með f úrslit í keppninni. PSV Eindhoven og St. Etienne gerðu jafntefli, 0—0, í leik sínum á miðvikudagskvöldið sem fram fór í Hollandi. Fyrri leikinn hafði franska liðið hins vegar unnið á heimavelli sfnum 1—0 og þar með er það í úrslitum á móti Bayern Múnchen. Bayern Múnchen — Real Madrid Lið Bayern Miinehen: Maier, Hansen, Schwarzenbeck, Beckenbauer, Ilorsmann, Roth, . Duernberger, Kapellmann, Rum- menigge, Muller og Höness. Lið Real Madrid: Miguel, Sol, Bentio, Pirri, Camacho, del Bosque, Breitner, Net- zer. Amancio, Santillana, Uria og Guerini. Tæplega 80 þúsund manns fylgdust með viðureign þessara tveggja stórvelda á sviði knatt- spyrnunnar á Óiympíuleikvang- inum í Múnchen, en fleiri áhorf- endur komust þar tæpast fyrir. Var mikil spenna meðal áhorf- enda sem gerðu sér vonir um að þeirra menn sigruðu í leiknum eftir jafnteflið á Spáni. Fyrir leik- inn höfðu leikmenn Bayern Mún- chen einnig verið ómyrkir í máli, og þá sérstaklega stjarnan Gerd Múller, sem lýsti því yfir að lið sitt myndi vinna leikinn 2—0 og að hann ætlaði sér að skora sitt 50. Evrópuleikjamark í honum. Þegar liðin hlupu inn á völlinn ætlaði allt vitlaust að verða og Þjóðverjarnir tveir í liði Real Ma- drid, Paul Breitner og Gúnter Netzer, máttu ekki hreyfa sig f leiknum án þess að áhorfendur bauluðu f sífeliu á þá. Mikill hraði var í leiknum allt frá upphafi og jafnframt harka, rétt eins og í fyrri leik liðanna á Spáni. Þegar á níundu mínútu var hinn marksækni Múller á ferð- inni, en þá fékk hann sendingu inn i vítateig Spánverjanna og eins og svo oft áður var hann rétti maðurinn á rétta staðnum og náði að senda knöttinn í netið þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir Rummenigge og Miguel Angel til bjargar. Þar með hafði Múller skorað sitt 50. Evrópuleikjamark. Skömmu seinna var Múller aftur á ferðinni og skoraði, þannig að staðan var orðin 2—0. Og eftir það var sigur Bayern Múnchen ekki í hættu. Spánverjarnir reyndu þó mikið til þess að rétta hlut sinn og átti Gúnter Netzer stórleik. En allar sóknartilraunir Real Madrid tókst þó að brjóta á bak aftur í tfma, og átti hinn frábæri þýzki markvörður Sepp Maier ekki hvað sízt þátt í því, en hann lék þarna einn sinn allra bezta leik fyrr og síðar. Þá átti Franz Beckenbauer mjög góðan leik og ber þeim er á horfðu sam- an um að hann hafi verið bezti maður vallarins. Þetta verður þriðja árið í röð sem Bayern Múnchen leikur til úrslita í Evrópubikarkeppninni, og er vissulega að miklu að keppa fyrir leikmennina, sem heitið hef- ur verið 40.000 þýzkum mörkum hverjum fyrir sigur f úrslitaleikn- um. Fyrir sigur f leiknum á mið- vikudaginn fékk hver leikmaður 20.000 mörk. Einum leikmanni var vikið af velli í þessum leik. Amancio Amaro, en hann sýndi dómaran- um dónaskap með því að spyrna knettinum upp í áhorfendapalla, eftir að dæmd hafði verið auka- spyrna á hann. Eindhoven — St. Etienne Franska liðið St. Etienne vakti verulega athygli í Evrópubikar- keppni meistaraliða í fyrra, er það komst í undanúrslit í keppn- inni, en var þar slegið út af Bay- ern Múnchen. Á miðvikudags- Jivöldið náði liðið jafntefli við hol- lenzka liðið PSV Eindhoven í leik sem fram fór í Eindhoven í Hol- landi, og er franska liðið þar með komið í úrslit keppninnar. í leik þessum var nánast úm einstefnu að ræða. Hollenzka liðið sótti án afláts, enda greinilega höfuðmarkmið franska liðsins að halda feng sfnum frá leiknum í Frakklandi. Hetja St. Etienne í leiknum ver hinn júgóslavneski markvörður þess, Ivan Curkovic sem hvað eftir annað varði stór- kostlega, er leikmenn Eindhoven voru komnir í færi. Var Júgóslav- inn margra manna maki i leikn- um og því að vonum að félagar hans fögnuðu honum innilega að leikslokum. St. Etienne átti að- eins eitt gott markfæri f leiknum og kom það á 49. mínútu, og skor- aði Patrick Revelli þá reyndar mark, en dómarinn dæmdi hann rangstæðan. Undanúrslit Evrópubikarkeppninnar Gerd Múller skoraði tvö mörk fyrir lið sitt f leiknum við Real Madrid og þar með er Bayern enn einu sinni f úrslitum. Svo sem sjá má á myndinni átti markvörður Real Madrid, Angel, enga möguleika er Múller skoraði fyrra mark sitt í leiknum. Mííller kom Bajem í órslitín og varnarmúr St. Etienne stöðst áhlaup Eindhoven WestHam ogAnderlecht í úrslitum Liðin fjógur sem léku saman i undanúrslitakeppni Evrópubikar- keppni bikarhafa voru West Ham United frá Englandi, Sachsenring Zwickau frá Austur Þýzkalandi, Anderlecht frá Belgíu og Eintrackt Frankfurt frá Vestur Þýzkalandi A miðvikudagskvöldið sigraði Anderlecht þýzka liðið Sachsenring Zwickau i leik sem fram fór í Brussel með tveimur mörkum gegn engu, en fyrri leikinn, sem fram fór i Þýzkalandi, hafði belgiska liðið unnið 3—0, þannig að það hélt áfram í keppninni með samanlagða markatölu úr leikjunum tveimur 5—0, I London léku á miðvikudags- kvöldið West Ham United og Ein- tracht Frankfurt og lauk leiknum með sigri West Ham 3—1. Fyrri leikinn vann hins vegar þýzka liðið 2— 1, þannig að West Ham komst í úrslitaleikinn á hagstæðari marka- tölu samanlagt úr báðum leikjunum 4—3. WEST HAM — EINTRACHT Eftir slælega frammistöðu West Ham liðsins ! ensku 1. deildar keppninni nú að undanförnu áttu fæstir von á því að liðinu tækist að vinna upp muninn frá leiknum í Þýzkalandi, og aðeins rösklega 39 þúsund áhorfendur fylgdust með leiknum i London og þykir það ekki mikið þar þegar i hlut á undanúr- slitaleikur í Evrópubikarkeppni. West Ham liðið sýndi í leik þessum að það er siður en svo dautt úr öllum æðum Fyrri hálfleikur var tiltölulega jafn, en enska liðið þó greinilega sprækara, í seinni hálf- leiknum náði West Ham liðið mjög skemmtilegum .sóknum sem tættu i sundur vörn þýzka liðsins og fljót- lega skoraði West Ham þrjú mörk. Var það enski landsliðsmaðurinn Trevor Brooking sem var hetja West Ham liðsins i þessum leik og skoraði hann tvö markanna í 49. og 7 7. minútu en þriðja mark West Ham gerði Keit Robson með glæsilegu skotí af 25 metra færi á 67. minútu. Tveimur minútum fyrir leikslok tókst Geverungen að minnka muninn með marki eftir að þvaga hafði myndazt fyrir framan mark West Ham, og var það vonum síðar sem mark þetta var skorað, þar sem þýzka liðið sótti ákaft eftir að West Ham hafði náð forystu í leiknum. ANDERLECHT — SACHSENRfNG ZWICKAU Það var almennt mál manna að Sachsenring Zwickau væri slakasta liðið sem komst i undanúrslit Evrópubikarkeppninnar að þessu sinni, en það hafði samt sem áður lagt að velli ekki ómerkara lið en skozka liðið Glasgow Celtic á leið sinni þangað Þýzka liðið átti sér aldrei viðreisnar von i leiknum i Brussel á miðvikudagskvöldið, enda tæpast við þvi að búast eftir 3—0 tap á heimavelli. Þýzka liðið reyndi að sækja til að byrja með i leiknum, en fljótlega kom i Ijós, að belgíska liðið var það miklu sterkara að von- laust var að unnt væri að vinna upp muninn, og dró þýzka liðið sig þá fljótlega í vörn. Fyrra mark leiksins kom á 38 minútu er Robbie Rensenbrink fékk fallega sendingu frá félaga sinum Ressel, lék á þýzku vörnina og loks á markvörð þýzka liðsins, Júrgen Croý og sendi knött- inn i mannlaust markið I byrjun seinni hálfleiks reyndi þýzka liðið aftur að sækja, en komst ekkert áleiðis og á 58 minútu skoraði van der Elst annað mark Anderlecht með skoti af um 20 metra færi. Þjóðverj- arnir fengu sitt bezta marktækifæri í leiknum á siðustu minútu er Werner Brautigam, Dieter Löschner og Peter Neztler komust allir i skotfæri, en þeim brást þá illa bogalistin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.