Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1976 35 Jórunn Jónsdóttir matráðskona -Minning Fædd 8. júnf 1901 Dáin 10. apríl. 1976. Kveðja frá Þjóðskjalasafni Is- lands. I dag verður til moldar borin frá Fossvogskirkju Jórunn Jóns- dóttir, fyrrum ráðskona á Vífils- stöðum, sem andaðist hinn 10. þ.m. á Borgarspítalanum. Heimili hennar var um alllangt undan- farið árabil að Eskihlið 6B hér i borg. Jórunn var fædd að Nautabúi í Tungusveit í Skagafirði hinn 8. júní 1901, dóttir merkishjónanna Jóns Péturssonar og Sólveigar Eggertsdóttur, sem bjuggu á Nautabúi á árunum 1897—1912, en áður í Valadal, sem ætt Jóns er oft kennd við, og siðar að Ey- hildarholti. Var Jón sonur Péturs bónda i Valadal Pálmasonar og konu hans Jórunnar Hannesdótt- ur. Hefur Jórunn Jónsdóttir vafa- laust borið nafn ömmu sinnar í Valadal. Af Pétri og Jórunni í Valadal er margt atgervisfólk komið, og er listfengi rikur þáttur í fari þess. Eggert, móðurfaðir Jórunnar Jónsdóttur, drukknaði ungur að árum. Hann var sonur séra Jóns á Mælifelli Sveinssonar, hins kunna læknis og náttúru- fræðings í Vik I Mýrdal Páls- sonar, og Hólmfriðar Jónsdóttur prests í Reykjahlíð Þorstejns- sonar. Að Jórunni Jónsdóttur stóðu því sterkir ættstofnar, þar sem fyrr og síðar getur að líta margan blómlegan kvist. Jórunn ólst upp hjá foreldrum sínum i mannvænlegum systkina- hópi á Nautabúi og í Eyhildar- holti. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi 1919—1921. Skömmu síðar hélt hún til Danmerkur, þar sem dvaldist um skeið við nám og störf. Hún naut á þessu æviskeiði sínu meiri skólagöngu en mörg efnisstúlkan varð að láta sér lynda á þeirri tíð. Átti hún það dugnaði sínum og áræði mest að þakka. Árið 1931 gerðist hún ráðs- kona á Vífilsstöðum. Má nærri geta, að ráðskonustarf á Vífils- stöðum hefur verið ærið vanda- samt og umsvifamikið og vinnu- timi oft ómældur á þeim árum, þegar svo Iskyggilega margir þurftu að leita þar hælis, enda bar Jórunn það með sér, að hún hafði ekki hlíft sér um dagana. Jórunn var gerðarleg kona, eins og hún átti kyn til, hispurslaus og nokkuð ríklunduð, en bjó jafn- framt yfir óvenjulegri hlýju. Ég kynntist henni að vísu ekki fyrr en á efri árum hennar, er heilsan var mjög tekin að bila, en þó aðallega eftir að hún varð fyrir þungbærustu raun lífs síns, en þá sýndi þessi viðkvæma kona, að hún var gædd fágætu sálarþreki. Tengsl Jórunnar við Þjóðskjala- safn Islands hófust á þvi, að einkabarn hennar, Ingvar Stefánsson, réðst sk.jalavörður að + Maðurinn minn, JAKOB JÓHANNSSON, Árbæjarbletti 33, andaðist i Borgarspítalanum 16 þ m. Fyrir hönd barna, tengdasonar og barnabarna, Steinunn Kristjánsdóttir. t Hjartkær eiginkona min, UNNUR JÓNSDÓTTIR, Nökkvavogi 38, lézt i Landakotsspitala 1 9 þ.m Fyrir hönd aðstandenda. Karl Magnússon. safninu árið 1965. Hafði hann aðeins eitt ár áður að nýloknu háskólaprófi í íslenzkum fræðum unnið sem styrkþegi við Hand- ritastofnun Islands, sem var undanfari Árnastofnunar. Kom brátt í ljós, að skjalavarðarstarfið hentaði Ingvari svo vel, að á betra verður ekki kosið. Jafnframt naut hann hylli allra, sem við hann áttu að skipta, hvort sem voru samstarfsmenn eða safngestir. En skyndilega dró ský fyrir sólu. Haustið 1970 varð Ingvar heltek- inn heiftarlegum og þjáningar- fullum sjúkdómi. Allar vonir og góðar fyrirbænir um bata Ingvars brugðust, og svo fór, að hann andaðist á sjúkrahúsi í Lundún- um 30. apríl 1971, aðeins tæpra 36 ára gamall, fæddur 9. júni 1935. Frændkonur Jórunnar og fleiri skyldmenni reyndu allt sem i mannlegu valdi stóð til að létta undir með henni á þessum þungu stundum. En nærri má um það fara, hvilíkt reiðarslag fráfall Ingvars varð móður hans, sem svo óþyrmilega var svipt yndi sínu og eftirlæti. Sjaldan hafa máttug orð skáldsins átt betur við: Er þegar öflgir ungir falla sem sigi i ægi sól á dagmálum. Þjóðskjalasafnið átti einnig á bak að sjá frábærum starfsmanni, er Ingvar féll frá. Honum tókst að koma þar ótrúlega miklu i verk þau fáu ár, sem honum auðnaðist að starfa þar. Auk þess vann hann á þessum árum talsvert að sjálf- stæðum fræðistörfum, þó að ekki hafi árangur þeirra allra enn komið fyrir almennings sjónir. En prófritgerð hans, aukin og studd frekari rannsókn hans á skjala- varðarárum hans, um Gandreið- ina, gamanleik Benedikts Grön- dals, sem út kom á vegum Menn- ingarsjóðs 1974, gefur hverjum bókelskum íslendingi góða hug- mynd um vinnubrögð hans. Er þar sannarlega vel upp dubbað tímabundið og staðbundið verk, sem farið var að fyrnast svo yfir, að það krefst sérstakrar sögulegr- ar þekkingar til að botna nokkuð í því. Fráfall Ingvars varð sólarlag i lífi Jórunnar. En hún bar þungan harm sinn með eindæmum vel og henni brást ekki á ævikvöldi sinu fremur en fyrr hetjulund og manngöfgi. Hún yljaði sér við fagrar endurminningar um drenginn sinn góða og einsetti sér að setja honum óbrotgjarnan minnisvarða. Fljótlega eftir lát hans ánafnaði hún Þjóðskjala- safni Islands bókasafn hans og myndarlega fjárhæð, sem varið skyldi vera til að gefa út sagn- fræðilegt heimildarrit úr skjala- gögnum safnsins. Sem kunnugt er, hefur útgáfa slikra heimildar- rita legið helzt til mikið í láginni að undanförnu. Var þá þegar ákveðið að gefa út bréfabók Þor- láks biskups Skúlasonar og helga útgáfuna minningu Ingvars. Varð það rit fyrir valinu vegna þess, að áður hafði verið gefin út, sem nokkurs konar framhald Forn- bréfasafns, bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar, fyrirrenn- ara og afa Þorláks biskups, en svo skemmtilega vill einnig til, að Jór- unn átti ætt að rekja til Þorláks biskups. Þvi miður hefur orðið meiri dráttur á útgáfunni en ætl- að var i upphafi, enda þarf að mörgu að hyggja við verkið, ef það á að koma að því gagni sem auðið er. Minna má á, að prentun bréfabókar Guðbrands biskups tók 23 ár, og er þá undirbúnings- timi ekki meðtalinn. Ég skorast þó engan veginn undan ábyrgð á þvi, hversu útgáfa bréfabókar Þorláks biskups hefur dregizt á langinn. Nú er verk þetta þó vel á veg statt, og jafnan hefur sú krafa af minni hálfu verið sett ofar öllu, að ritið mætti verða sem sam- boðnast minningu Ingvars. Ekki lét Jórunn við þessa höfð- inglegu minningargjöf sitja, heldur arfleiddi hún safnið að I dag er gerð frá Fossvogs- kirkju útför Jórunnar Jónsdóttur. Hún lézt á Borgarsjúkrahúsinu 10. þ.m. eftir harða baráttu við þann skæða sjúkdóm, sem einna stærst skörð heggur í raðir lslend- inga. Jórunn var fædd á Nautabúi i Skagafirði 8. júní 1901 og var sjötta af þrettán börnum hjón- anna Sólveigar Eggertsdóttur og Jóns Péturssonar, sem þar bjuggu þá en síðar i Eyhildarholti. Af Nautabússystkinunum komust tólf til fullorðinsára, mikið at- gervisfólk, sem víða er þekkt. Var Jórunn komin af mjög þekktum ættum, sem ég ætla ekki að rekja hér, en þeim, sem kynnu að vilja vita á þeim nánari skil, skal bent á Skagfirzkar æviskrár, þar sem gerð er grein fyrir ættum Sólveigar og Jóns. I þessum stóra systkinahópi ólst Jórunn upp við þau kröppu kjör, sem í þá daga voru tíðust meðal bænda á Islandi, þótt hinsvegar tækist að forðast sára fátækt með því að foreldrarnir legðu nótt við dag í bústörfum og við umsjá barnahópsins. En þarna voru þróttmikil börn, sem snemma fóru að létta undir með foreldruri- um, og fjör þeirra og lifsorka höfðu i för með sér lifandi og glaðvært heimilislíf. Munu öldur gleðinnar og gáskans i leikjum ungmennanna jafnvel hafa risið svo hátt stundum, þegar þeir bræður voru sem bezt upplagðir, að þær yrði að lægja af þeim sem eldri voru og reyndari. Það er mikil blessun að alast upp við slíkar aðstæður. En þegar til full- orðinsáranna kemur tekur alvara lífsins við og hver einstaklingur verður að kveðja föðurgarð og sjá sér farborða sjálfur. Um tvítugsaldur hélt Jórunn að heiman og lagði leið sína til Dan- merkur þar sem hún stundaði nám i hússtjórnarskóla. Dvaldi hún þar í landi um þriggja ára skeið. Þegar heim kom settist hún að á Akureyri og gerðist ráðskona við sjúkrahúsið þar. Gegndi hún Minning: Sverrir Júlíusson afgreiðslumaður Fæddur 25. mars 1950 Dáinn 12. aprfl 1976. Sem sjá má á þessari yfirskrift þá var hann Sverrir vinur minn rétt 26 ára, þegar hann kveður okkar tilveru, hérna megin móð- unnar miklu, sem þar stendur. Foreldrar Sverris eru vinsæl hjón hér í borg og naut hann þess sérstaklega með þakklæti, hvað hann átti góða og hugulsama for- eldra, en þau eru Július Kristjánsson, fiskkaupmaður i Mávahlið 1, og kona hans Jóhanna Hjartardóttir, sem látin er fyrir fáum árum. Ég sem þessar línur rita nú að leiðariokum get ekki annað en þakkað forsjóninni fyrir þá gæfu, að hafa kynnst og átt sem vin, — og tryggan vin, þennan góða dreng. Já, ég sagði góða dreng því hann var sannarlega sú manngerð af guði gerð, sem vildi koma góðu til leiðar á hans samleið bæði í leik og verki. Hann var mannbæt- andi á umhverfi sitt, það eru svo sannarlega ómetanlegir kostir í þrasi og fasi lfðandi tíma hverju sinni. Má vera að vinur minn Sverrir hafi strax á æskuárunum fengið nokkra mótun þegar hann gerðist starfsmaður hjá hinu gamal- kunna fyrirtæki Fiskhöllinni I Reykjavík. Ég hef ástæðu til að halda að hinn stjórnsami en si- glaði Steingrimur, frændi minn í Fiskhöllinni hafi átt sinn þátt í vinsældum Sverris i starfi og leik meðal fólks síðar meir. Blessaðar húsmæðurnar eru ekki ætíð í „jólaskapi" þegar þær snarast frá börnum og annriki heima fyrir til að kaupa í matinn, en hann Sverrir var sérlega lag- inn að koma þvi þannig fyrir, að þær færu með bros á vör þegar heim var horfið eftir innkaupin í fiskbúð þeirra feðga að Mávahlið 1. En þar starfaði Sverrir heitinn til dauðadags og ennfremur sem aðstoðarmaður við veitinga- rekstur bæði i Þórscafe og Þing- völlum þegar svo bar undir. Samanlagt eru það rúm 10 ár, sem ég hefi notið þess að dvelja með þessum unga manni bæði i leik og starfi. Við ferðuðumst tals- vert bæði hér heima og erlendis, — og þegar ég nú hugsa til þess liðna tíma, þá finn ég svo sannar- lega, hvað ég hefi verið lánsamur að fá þær dásamlegu samveru- stundir er riktu i nærveru hans. Því er söknuður minn og annarra vina sár en sannur. það var hann sem vildi ætið koma góðu til leiðar milli samferðafólksins. Þökk sé honum og öðrum þeim er starfa i þeim anda. Minar og vinnufélaganna inni- legustu samúðarkveðjur til föður, systra og annarra vandamanna. Blessuð sé minning vinar míns Sverris. Þór Ragnarsson. storgjöf eftir smn dag með svipuðum skilmálum og fyrr. Bendir allt til þess, að fyrir rausn Jórunnar megi á næstunni takast að búa til útgáfu öll heimildar- gögn Þjóðskjalasafns um Hólastól á 17. öld og sinna jafnvel öðrum þarflegum heimildarútgáfum. Hefur Jórunn með þessu vinar- bragði ekki einungis stuðlað að því að halda á loft minningu sonar síns á göfugmannlegan og stórbrotinn hátt, heldur einnig aukið með því veg og virðingu Þjóðskjalasafnsins og víkkað verkahring þess. En vandi fylgir vegsemd hverri, og er það ósk mín og bæn, að stofnunin megi undir honum rísa og taka jafnmannlega á móti og að er rétt, íslenzkri sagnfræðistarfsemi til eflingar og heilla. Ég þakka af alhug það traust og vinarþel, sem Jórunn sýndi Þjóð- skjalasafni tslands til hinztu stundar. Við kvöldbjarma hniginnar sólar færði hún því sonartorrek sitt til varðveizlu. Systkinum Jórunnar og öðrum ættingjum votta ég innilegustu hluttekningu mina. Guð blessi minningu mæðgin anna Jórunnar Jónsdóttur og Ingvars Stefánsson. Bjarni Vilhjálmsson þvi starfi um nokkur ár eða þar til hún réðst að Vifilsstaðahæli og tók að sér ráðskonustarf þar. Þvi starfi gegndi hún lengstan hluta ævinnar eða um þrjátfu ár. Um þessi störf, og hvernig Jórunn leysti þau af hendi, vænti ég að einhverjir þeir fjalli, sem gjör þekktu en ég, en mér er þö kunnugt um það, að hún var rómuð fyrir dugnað, árvekni og samvizkusemi. Jórunnn giftist aldrei. En árið 1935 eignaðist hún son, sem Ingvar hét Stefánsson. Við það urðu þáttaskil í lífi hennar og varð Ingvar hennar augasteinn sem nærri má geta enda varð ekkert til sparað að veita honum svo gott skjól, uppeldi og mennt- un sem framast var unnt. Hann lauk prófi i norrænum fræðum frá Háskóla íslands og gerðist siðar bókavörður í Landsbóka- safni. Þar nutu sín hæfileikar hans og var hann líklegur til mikilla starfa á þeim vettvangi. En þeir deyja ungir, sem guðirnir elska, og það átti ekki fyrir Ingvari að liggja að fá að starfa lengi að hugðarefnum sínum i þessari veröld. Hann lézt eftir langa og harða sjúkdómslegu — bæði heima og erlendis — vorið 1971, aðeins þrjátiu og fimm ára gamall. Hvarf þar mikill efnis- maður langt um aldur fram enda öllum harmdauði, er til hans þekktu. Við þennan missi dró fyrir sólu í lífi Jórunnar. Má með nokkrum sanni segja að hún hafi vart litið glaðan dag siðan. Minningunni um soninn helgaði hún nú allt sitt líf. Skrifborðið hans, bækur og aðrar eigur stóðu með sömu um- merkjum í ibúðinni þeirra meðan hún hafði orku til að halda heimili, og eignum sínum mun Jórunn hafa ráðstafað að mestu til þeirra stofnana, þar sem starfs- vettvangur Ingvars var og hefði orðið ef honum hefði enzt líf. Ég hef hér rakið nokkra þætti úr ævi Jórunnar, en stiklað á stóru. Kynni mín af henni urðu til vegna þeirra tengsla, að hún var móðursystir konu minnar. Þau kynni voru öll á einn veg. Einstaka alúð, gestrisni og greiða- semi lét hún í té hvenær sem tækifæri gafst. Það vildi svo til að við hjónin, þá nýgift, áttum sama- stað hjá Jórunni um nokkurra vikna skeið. Þá var Ingvar litill drengur. Þar var gott að vera og elskulegt að umgangast þau mæðgin og finna þann gagn- kvæma kærleik og traust, sem þau áttu sín i milli. Síðar á ævinni lágu leiðirnar alloft saman, og er mér ljúft að játa það, að því lengri sem kynnin uróu þvi meira óx Jórunn i minum augum. Svo margt var henni vel gefið. Hún var kona mikillar skapgerðar, ljúf og einlæg þótt hitt dyldist ekki, að hún hafði eiginleika til þess að láta að sér kveða. Fróð var hún um ýmsa hluti og kunni frá mörgu að segja þegar færi gafst til að rabba saman. Hún var frá- bærlega smekkvís kona og minnast þess væntanlega allir, þeir, sem komu á heimili hennar, hversu margt fallegt var þar að sjá, hve vandlega hafði verið valið og öllu smekklega og snyrtilega fyrir komið. Við hjónin þökkum Jórunni að síðustu löng og góð kynni. Við kveðjum hana með söknuði og þökk og vonum að nú hafi leiðir hennar og sonarins legið saman á ný á því ljósa landi, sem okkar mannlegu augum er þó svo hulið. Gfsli Konráðsson. Jórunn Jónsdóttir var fædd á Nautabúi i Skagafirði 8. júní 1901, dóttir hjónanna Jóns Péturssonar og Sólveigar Eggerts- dóttur. Jón á Nautabúi var sonur Péturs Pálmasonar og Jórunnar Hannesdóttur sem lengi bjuggu i Valadal og var Pétur kenndur við þann stað. Þau hjón urðu kynsæl og eru afkomendur þeirra atgjörvisfólk, og margir stór vel gerðir. Þeir hafa mörgum fremur sett svip sinn á og mótað skag- firzkt athafna- og menningarlíf. Jón og Sólveig eignuðust 13 börn á 25 árum og hefur það verið Framhald á bls. 32

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.