Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRIL 1976 28 Valdimar Sveinbjörnsson fyrrv. menntaskólakennari áttrœður Valdimar er fæddur 21. apríl 1899 á Hámundarstöðum í Vopna- firði. Faðir hans var Sveinbjörn Sveinsson bóndi á Selási í Þor- kelshólshreppi I Vestur- Húnavatnssýslu. Kona hans var Guðbjörg Gísladóttir frá Hafursá á Völlum í S-Múlasýslu. Þau hjón voru gróið og gæfusamlegt bændafólk fram í ættir. Barnaláni áttu þau að fagna og kynntist ég þessu af nokkurri reynslu. Námsferil Valdimars rek ég hér aðeins að nokkru leyti eftir Kennaratali: Unglingaskóli á Vopnafirði einn vetur. Nám í Kennaraskólanum í 1. og 2. bekk 1915—17, óregluiegur nemandi í 3. bekk 1918—19. Samvinnuskól- inn einnig 1918—19. íþrótta- kennarapróf frá íþróttakennara- háskóla í Kaupmannahöfn 1921—22. Námsdvöl í Banda- ríkjunum 1957—58. Kennari við Miðbæjarskólann í Reykjavík 1919—20 og 1929—35, en þann vetur kenndi undirritaður fyrir Valdimar. Hann varð þá kennari við Menntaskólann í Reykjavík og gegndi því starfi þar til hann hætti vegna aldurs. Aukakennslu hafði hann lengi mjög mikla og kom tvennt til, miklar vinsældir og tilfinnanleg vöntun íþróttakennara. Áhrifa Valdimars gætti víða í skólum og íþróttafélögum í Reykjavík og Hafnarfirði, allt þar til hann tók við Menntaskólanum. Kynni mín og Valdimars hófust fyrst fyrir alvöru á árunum 1926—29. Ég man fyrst eftir hon- um, sennilega 1926. Það var á sumardaginn fyrsta. Þennan dag sá ég í fyrsta sinn boðhlaup. Það fór fram á Austurvelli. Völlurinn var gersamlega þakinn drengjum á ýmsum aldri, sem tóku þarna þátt í því, sem ég nefni tvöfalt boðhlaup. Hlaupið fór fram með einstakri prýði og stjórnsemin var með ágætum. Þessi atburður er mér enn i fersku minni, fyrir allt lífið og fjörið, sem yfir drengjun- um var. Þetta var líkt Valdimar eins og ég hefi alltaf þekkt hann. Þetta hlaup var þáttur í sumar- fagnaði og árlegri skemmtun til fjáröflunar fyrir Barnavinafélag- ið Sumargjöf. Um fjölda ára var Valdimar ein af styrkustu stoðum þessa ágæta félags, sem á sér langa menningarsögu. Fyrir nokkrum árum kom að því, að Valdimar gekk alls ekki heill til skógar vegna sjúkdóms, sem margir kemba ekki hærurnar af að hafa. En vegna sinnar al- þekktu skapfestu og fyrirhyggju með líferni sitt allt verður ekki annað séð en hann leiki við hvern sinn fingur enn í dag. 1 dag, þann 10. apríl, eruð þið hjónin á flugi um himinblámann til sælla sólarlanda. Telja má að þetta sé orðinn árviss atburður, einskonar lífmagnari frá kuldan- um og eilífum útsynningi sem allt ætlar að drepa hér norður við íshaf. Þetta verður ykkur til upp- yngingar og aukinnar heilsu. Verður ekki annað séð en þið séuð að öllum líkindum að lifa upp brúðkaupsnóttina 31. desem- ber 1922. Og þá er vel. Hins vegar munu margir sakna vina í stað, samanber fimmtugsafmælið, þegar veitt var með einstakri rausn, sem gleymist ekki. Valdimar hefur aldrei verið neinn risavaxinn stórgripur að vallarsýn; Hinsvegar hefur hann alltaf verið snarráður og kvikur andlega og líkamlega, og karl- mennska hans hefur alla tfð verið fyrir ofan allt meðallag. Holda- fari sínu hefur hann haldið f hófi með hyggindum og festu, enda er hann nú áttræður íturvaxinn, þráðbeinn éins og ungur maður, kvikur og léttur í spori. Skaplaus maður hefur Valdi- mar aldrei verið. heldur er lundin ör og hlý. Hins vegar er skapið með ágætum svo vel tamið, að eðliskostir, góðvild, sanngirni, hæverska og drenglyndi hafa alla tfð ráðið öllu í sambýli við sam- ferðamennina. Kímnigáfa hans er mikil og snar þáttur í því hve skemmtilega honum er auðvelt að vera í umgengni við alla menn. Þegar á ungum aldri var Valdimar snemma vel pennafær og mun hafa átt allríka hneigð til ritstarfa og smásagnagerðar. Þess um hugðarefnum hefur hann þó flíkað minna en efni líefðu getað staðið til. Hagmælska hans í bundnu máli er oft skemmtileg, hnittin og sýnir í þessu mjög góð skil á kunnáttu hans með fer- skeytluna. Með komu Valdimars að Menntaskólanum færðist alveg nýtt lff í handknattleikinn, sem þá var eiginlega alveg nýbyrjaður göngu sfna hér á landi. Var það góð ráðstöfun að láta fjölda efstu bekkja skólans dæma alla hand- knattleikskeppni ínnan skólans og jafnvel utan. Þetta var góður búhnykkur íþróttinni til fram- dráttar. Piltarnir lærðu leik- reglurnar upp á punkt og prik. Enginn vildi beita röngu, ekki heldur þola órétt. Leikirnir urðu óskrifuð lög um rétta dóma og drenglyndi. Sæmdarheitið „aldamótamenn“ hlaut mikill fjöldi manna, sem fæddist rétt fyrir og eftir alda- mótin. Þessir menn voru eins og slegnir eldi vorhuganna. Þeim þótti það veglegt verkefni að afmá og leiðrétt kúgun, örbirgð og óréttlæti liðinna alda. Það vakti fyrir þeim að hefja þjóðina vitsmunalega, verklega og menningarlega til stærstu átaka. I kvæði sínu „Vorgyðjan kemur" segir Guðmundur Guðmundsson skólaskáld m.a.: „Farðu um löndin eldi, svo veldi þitt víkki, vorblær ylji dali og bali hver prýkki. Komdu og bræddu ísinn, ó dísin mfn dýra, dróma leystu af sænum með blænum þeim hýra.“ Og með ljóðinu og laginu „Vormenn tslands" reis voldug alda til menningar og manndáða um allt Island. Ungmennafélög, bindindis- félög, kvenfélög, svo eitthvað sé nefnt, efldu öll góð öfl og þokuðu þjóðinni saman um alla firði fjalla milli, innst til dala og yztu annesja. Peningar voru engir til, en á þessum árum reis þegn- skylda og fórnfýsi íslendinga allra hæst. Menn voru ekki að spyrja um borgun, en það var unnið baki brotnu að öllum mál- um, sem gátu orðið landi og lýð til farsældar. Á næstu árum urðu framfarirnar undraverðar. Um þessi tímamót hafa verið ritaðir ágætir annálar, eins og öllu full- orðnu fólki er kunnugt. En Valdi- mar, öldungurinn okkar I dag, er fæddur í húð og hár aldamóta- maður. Valdimar beitti sér fyrir sund- skálabyggingu í Örfisey og fleiri framkvæmdum árin 1925—28. Hann var forystan lífið og sálin. Allt meginverkið var unnið af ósviknum þegnskap. Valdimar og þrír bræður, sem allir voru tré- smiðir, hófu verkið klukkan 8 að kvöldi, en sundskálinn var fok- heldur klukkan 5 að morgni. Steindór Björnsson frá Gröf kom hér drengilega við sögu, eins og hans var von og vísa. Guðmundur Kristinn, Benedikt Waage, Erlingur Pálsson og ennþá fleiri lögðu málinu lið með atorku. Sveinn í Völundi, Hallgrímur Benediktsson og Jón Þorláksson munu allir hafa gefið efni í skál- ann. Valdimar stjórnaði fjölda sund- sýninga, sá um kappsund og kennslu. Næsti áfanginn var smiði tveggja báta til kappróðra. Fyrsti kappróðurinn var háður við sjóliða á Fyllu, sem átti að annast strandgæzlu fyrir Is- lendinga. Danirnir unnu naum- lega. Bátar íslendinga voru svo- nefndir Engeyjarbátar. Voru þeir of stuttir og þvf skriðminni. Næst komu til færeyskir bátar, sem voru mjög rennilegir. Einn eða tvo slíka báta átti Ólafur Gíslason forstjóri í Viðey og lánaði þá. Næsta sumar unnu Islendingar. Dönum líkaði stórilla og vildu fá að keppa á sínum bátum. Nú var dregið um bátana og kom hlutur Islendinga upp. Marteinn Guðmundsson myndskeri var for- ræðari i þessari keppni. Marteinn þekkti úrvalsræðara suður i Höfn- um og safnaði úrvalsliði. ís- lendingar unnu með mikilli sæmd. Valdimar hugði nú að því að láta smiða útvalskappróðrarbáta. Þorsteinn Daníelsson forstjóri í Slippnum lét smiða tvo nýja báta. Vorið eftir var efnt til keppni milli tólf skipshafna af flota togaranna. Morgunblaðið brá drengilega við og bauðst til að gefa verðlaun i keppninni. En blaðið gerði betur. Það fékk listamanninn Ásmund Sveinsson til að gera undurfagra hafmey, sem varð mikið listaverk. Fyrstu keppnina unnu sjómenn úr skips- höfninni af togaranum Barða. Stakkasundið fór fyrst fram við Örfirisey 1926. Menn vor alklædd- ir í sjóstakk og sjóstígvélum. Vegalengdin var 100 metrar. Sigurjón Olafsson formaður Sjómannafélagsins var hlynntur því að félagið gæfi verðlaunabik- ar. Valdimar gekk á stjórnarfund, hélt þar stutta ræðu, sem gerður var að góður rómur. Stjórnin gaf virðulegan bikar, sem er í fullum gangi enn í dag. Þetta spjall er eftir beztu fáan- legum heimildum. Ekkert er of- sagt en fleira forvitnilegt ósagt. Valdimar Sveinbjörnsson er kvæntur Herdísi Maju Brynjólfs- dóttur fyrrverandi sjómanns, sem var sannur sómamaður. Heimili þeirra hjóna á Njálsgötu 59 er rómað fyrir einstaka gestrisni, myndarbrag og glaðværð. Börn þeirra eru fímm, fjórir synir og ein dóttir. Með þeim öllum er það sameign, að þau hafa hlotið í arf alla beztu eiginleika foreldranna. Beztu þakkir fyrir fimmtíu ára viðkynningu. Aðalsteinn Hallsson. Árni Helgason, Stykkishólmi: Gróandi þjóðlíf í stað eiturnautna Ég hlustaði fyrra föstudag á forystugreínar dagblaðanna. Ég tók sérstaklega eftir grein Morgunblaðsins, sem að fnínum dómi vill taka þannig mál hins daglega lífs, að til umhugsunar verði. Og það fór þannig að mér varð ýmislegt til umhugsunar. Greinin bendir réttilega á, á hvaða hraðleið hin íslenska þjóð er á leið til óheilbrigðari lifnað- arhátta, óhóflegra kröfugerða, minnkandi lífsfyllingar og sem sagt verra lífs. Og svo er spurt. Hvað veldur? 1 fljótu bragði virtist mér blaðið gefa 1 skyn að þarna væri forsjá þjóðarinnar að verki. Þessu átti ég ekki létt með að átta mig á, því þeir Morgun- blaðsmenn sem að ritsmíð þessari stóðu, vita betur. Það má kannski segja að forráðamenn þjóðarinn- ar eigi hér mikla sök fyrir að snúast ekki gegn þessum voða af oddi og egg. Skuli ekki láta sig lífsgæfu hvers einstaklings varða því að ráðast gegn þessum vanda, breyta almenningsálitinu og fá góða menn og konur til liðs við hamingju lands og þjóðar. Hver heilbrigður og hugsandi þegn sér hvers vegna svona er komið fyrir þjóðinni. I stað lífsvatnsins liggur hún við görótta pytti eiturnautna og þar súpa ungmennin af. Skólarn- ir, menntastofnanirnar eru sýrðar af þessu, félagslífið, samkvæmis- lífið, alls staðar rennur þessi eiturelfa í gegn, og sýkir um leið. Það þarf ekki marga gikkiná í hverri veiðistöð og er þess skemmst að minnast að eitt epli Árni Helgason getur sýkt allan kassann. Þarna liggur hundurinn grafinn. Allir hugsancy menn eru á sama máli um að tóbak, áfengi og aðrar eiturnautnir séu þau spillandi öfl í þjóðfélaginu sem spili undir lægstu hvötum mannsskepnunn- ar. Daglegir viðburðir eru að sjá unga og gamla sem þessar eitur- nautnir hafa gert að vesalingum og í stað þess að þjóðin snúist til varnar og stemmi á að ósi er talað um drykkjumannáhæli og sjúkra- hæli handa þeim, sem ekki eru orðnir annað en brotajárn á sam- félagsins haug. Við vitum ef að allir þeir, sem unna íslenskri þjóð gerðust einhuga í að útrýma þess- um eiturnautnum úr þjóðlífinu, yrðu fyrirmyndir heilbrigðs lífernis, þá ynnist margt. Við fengjum heilbrigðar sálir í hrausta líkama, þyrftum engin drykkjumannahæli og þau sjúkra- hús, sem til eru 1 landinu, myndu anna þeim, sem þangað þyrftu eðlilega að leita. Svona er þetta einfalt og þessu hefði Morgun- blaðið getað svarað í sinni forystugrein og ekki þurft að hafa neitt spurningarmerki. Það er talað um, að hækka þurfi kaupið. En það tala fáir um með- ferð fjár f dag og hrökkva ekki upp við þótt misfarið sé þar með trúnað. Menn tala um unglinga- vandamál, sem blikna fyrir hegð- un fullorðna fólksins. Og eyðslan hefir aldrei verið gegndarlausari. T.d. hefir það komið fyrir í ver- stöðvum ekki langt frá mér, að þangað hefir komið á einum degi heilt tonn af áfengi upp á hundruð þúsunda, meðan þeir hinir sömu hafa ekki getað greitt lögboðin gjöld og lítið kauptún eyðir ef til vill hálfu félagsheimili Kúbumenn vilja senda Garcia á alþjóðamótið SKÁKSAMBAND Kúbu hefur rit að Skáksambandi íslands bréf og óskað eftir því að koma kúbönsk- um skákmanni á alþjóða skákmót- ið, sem haldið verður í Reykjavík í haust. Hafa þeir í því sambandi nefnt sinn eina stórmeistara, Sylvino Garcia. Er líklegt að þess- ari ósk verði svarað játandi, enda hafa Kúbumenn verið duglegir að bjóða íslenzkum skákmönnum á mót hjá sér. Fer Guðmundur Sigurjónsson einmitt á eitt slíkt í næsta mánuði. í tóbak á ári, og svo er talað um greiðsluþrot rfkisins — sameigin- legs sjóðs allra landsmanna skemmtiferðir til útlanda aldrei verið stórkostlegri um leið og við verðum að taka gjaldeyri að láni. Öllu þessu og svo ótal mörgum andstæðum í þjóðlffinu í dag á heilbrigður maður erfitt með að kyngja. Þá skal því ekki gleymt, að það er ekki sama, hvernig fjölmiðlar halda á þessum málum, það er ekki sama hvort þeir setja dýrðar- Ijóma umhverfis alla þessa vit- leysu og hleypa að ævintýra- frásögnum af fréttum, sem snerta þverrandi dyggðir og brot á vel- sæmisreglum fslensks þjóðfélags, eða fordæma það, sem miður fer, og koma því þannig á pappírinn, að allar ódyggðir séu fordæmdar og fólkið fái andstyggð á eitur- nautnum og spillingu mannlegrar sálar. Hér er akur fyrir blöð eins og Mbl. og velviljaðan og góðan dreng eins og forsætisráðherra okkar, þvf stjórn landsins þarf allt annað en eyðilagðar sálir og upplausn í heimilislffi. Áfengi fyrir 1100 millj. kr. á 3 mán. Afengissalan 1. jan. til 31. mars 1976. Heildarsala: Selt í og frá Reykjavfk ........................... kr. 813.055.295 Selt á og frá Akureyri ............................. kr. 116.282.295 Selt á og frá tsafirði ............................. kr. 28.782.320 Selt á og frá Siglufirði............................ kr. 17.582.260 Selt á og frá Seyðisfirði .......................... kr. 30.014.230 Selt í og frá Keflavík ............................. kr. 47.446.000 Selt í og frá Vestmannaeyjum ....................... kr. 30.148.485 kr. 1.083.310.885 Sömu mánuði 1975 var salan sem hér segir: Selt i og frá Reykjavík ............................ kr. 640.349.501 Selt á og frá Akureyri ............................. kr. 76.744.260 Selt á og frá Isafirði ....:........................ kr. 22.894.840 Selt á og frá Siglufirði............................ kr. 12.410.900 Selt á og frá Seyðisfirði........................... kr. 19.053.790 Selt í og frá Keflavík ............................. kr. 32.099.420 Selt í og frá Vestmannaeyjum ....................... kr. 27.812.760 kr. 831.365.471 Söluaukning, miðað við sama tíma 1975, er 30,3% Þess ber að geta að nokkrar verðhækkanir hafa orðið á áfengi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.