Morgunblaðið - 21.04.1976, Síða 43

Morgunblaðið - 21.04.1976, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1976 43 AP Símamynd BANDARÍSKA UTFÆRSLAN — Mynd þessi var tekin á blaða- mannafundi Owen Silers aðmíráls, t.v., yfirmanns bandarísku strandgæzlunnar og dr. Robert White, yfirmanns hafrannsóknastofnunar Banda- ríkjanna í Washington, fyrir helgina vegna væntanlegrar út- færslu bandarísku fiskveiðilög- sögunnar i 200 mílur. A fundin- um kom m.a. fram að Siler tel- ur einsýnt að frekari fjárveit- ing þurfi að koma til frá hendi Bandaríkjaþings til þess að unnt verði að framfylgja út- færslunni á viðeigandi hátt. Hann sagði að t.d. yrðu þrír gamlir varðbátar teknir til endurnýjunar og settir til land- helgisgæzlu. Dómur var felldur i máli Dzemilyovs eftir tveggja daga réttarhöld og var hann dæmdur i tveggja og hálfs árs vist í nauð- ungarvinnubúðum fyrir að hafa uppi óhróður um Sovétrikin. Hann er 31 árs að aldri. Tass- fréttastofan hefur staðfest að systkinum hans hafi verið meinaður aðgangur að dómssaln- um, meðan réttarhöldin fóru fram og að ókyrrð hafi verið úti fyrir báða dagana sem þau stóðu yfir. Tass sagði einnig að þau Sakharovhjón hefðu lent i úti- stöðum við grama borgara sem voru fyrir utan húsið þar sem ýmsum hefði mislíkað mjög fram- koma þeirra. Unita gagnrýnir handtöku Sakharovs Málgagn ítalskra kommúnista hefur gagnrýnt handtöku Sak- harovs og sagt að þetta hljóti að sæta ámæli, þar sem framkoma sovézku lögreglunnar brjóti í bága við þær meginreglur sem sovézk stjórnvöld segist halda í heiðri. Þessi réttarhöld endurveki vandamál sem ekki sé nýtt af nál- inni, þar sem sé að meta hvar mörkin séu milli frjálsar hugsun- ar og túlkunar og þess að vinna gegn lögum lands síns. „Ekki er nóg að viðurkenna formlega meginreglur ef þær eru hunsaðar í framkvæmdinni," sagði í blaðinu og þar var einnig gagn- rýnd frásögn Tass af handtökunni sem hefði verið bæði afkáraleg og fyrirlitleg í hæsta máta. „Þjáist af messiasarkomplex eins og Solzhenitsyn.. I útsendingu fyrir Bandaríkin sagði sovézki fréttamaðurinn Vladimir Pozner um helgina að framkoma Sakharovs væri óafsak- anleg. Hann hefði gefið verði lag- anna kjaftshögg og ástæðan verið sú ein að vörðurinn hefði blakað lítilsháttar við honum. 1 fram- haldi af því að öldungardeildar- þingmaðurinn Henry Jaekson gagnrýndi mjög harðlega hand- töku Sakharovs þegar fréttir bár- ust um hana og hann reyndi að ná sambandi við dóttur Elenu Sak- harovs í Moskvu án árangurs, StúdentaóeirSr nú yfirvofandi Nanterre, 20. apríl. Reuter. STUDENTAR I öllum 74 háskól- um Frakklands munu á fimmtu- dag halda áfram mótmælaaðgerð- um sfnum gegn fyrirætlunum rfkisstjórnarinnar um breytingar á háskólanámi sem þeir segja að muni gera háskólapróf að inntökuprófum fyrir atvinnuveg- ina. A morgun, miðvikudag, munu stúdentar hafa „opinn dag“ þar sem þeir hyggjast kynna af- stöðu sfna fyrir almenningi og á föstudag verður fjöldaútifundur f Parfs, með þátttöku stúdenta frá öllu landinu. Stúdentar leggja niður störf við nám vegna mót- mælanna og háskólabærinn Nanterre utan við Parfs, þar sem 25.000 stúdentar búa, er lamaður vegna þessa. Fernard Therand, einn af leið- togum stúdentasambandsins, UNEF, sem þykir hliðhollt kommúnistum, segir: „Breytingarnar bjóða útvöldum minnihluta atvinnu og miklum meirihluta atvinnuleysi." Einn af leiðtogum byltingarsamtaka stúdenta segir að stúdentar neiti að verða gerðir að „háskólaverk- smiðjum". Frumvarp stjórnar- innar gerir ráð fyrir því að hið nýja fyrirkomulag námsins taki betur tillit til þarfa atvinnulifs landsins þar sem um 950.000 eru atvinnulausir. Hugmyndir um nýjar námsgreinar yrðu teknar til meðferðar hjá nefndum sér- fræðinga úr hópi starfsfólks háskólanna og atvinnurekenda. Talið er hugsanlegt að stúdenta- óeirðir á borð við ólguna í maí 1968 muni verða afleiðing þessara áforma stjórnarinnar. Norðmenn neita kafbátafregnum Osló, 20. april.NTB TALSMAÐUR norska varnar- málaráðuneytisins vfsaði þvf á bug f gær frétt f brezka blaðinu Daily Telegraph um að norsk stjórnvöld hefðu tilkynnt Atlants- hafsbandalaginu að hætta væri á útgeislun frá sovézkum kjarn- orkukafbátum. Hann sagði að engar upplýsingar um slfkt lægju fyrir og frétt blaðsins væri ekki byggð á opinberum norskum heimildum. Samkvæmt frétt Daily Telegraph fylgjast norksir sérfræðingar náið með ferðum sovézkra kjarnorkukafbáta und- an Norður-Noregi og hafa fengið upplýsingar um að orðið hafi vart sjúkdómseinkenna af völdum út- geislunar meðal áhafna kafbát- anna. sagði Pozner að eftir ýmsum sól- armerkjum að dæma hefði „for- setavonbiðillinn“ Henry Jackson þungar áhyggjur af líðan messías- arpfslarvottsins Andrei Sakhar- ovs. Fróðlegt væri að vita hvað þingmanninum gengi til. Hvort hann hefði áhyggjur af því að Sakharov hefði brotið á sér hönd- ina við að berja lögregluvörð í andlitið. Reyndar ekki einn held- ur tvo. Fréttaflutningur af þess- um atburðum hefði verið ótrúleg- ur i Bandaríkjunum og hvergi i heiminum myndi því tekið þegj- andi og hljóðalaust ef ráðist væri á lögreglumann. Ekki þyrfti að spyrja að leikslokum ef slíkt gerð- ist í Bandaríkjunum. En fyrir Sakharov og konu hans hefði vak- að að stofna til illdeilna. Pozner sagði að margir sæju ótrúlega mikil líkindi með þeim Sakharov og Solzhenitsyn sem báðir virtust telja sig messías. Nú megi öllum vera ljóst að Solzhenitsyn sé langt frá að vera framfarasinni og lýð- ræðissinni. Eftir að hann kom út fyrir Sovétrikin hafi hann varpað af sér heimatilbúinni þyrnikór- ónu sinni og í ljös hafi komið að hann væri endurskoðunarsinni og haldinn djúpstæðum hleypidóm- um. Sakharov sé sama manngerð- in og fyrir honum virðist það eitt vaka að veikja samskipti Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. — Öryggi hert Framhald af bls. 1 til mála samkvæmt nýrri áætl- un. Elly Broomber upplýsinga- ráðherra lét i ljós hneykslun og reiði vegna morðanna og sagði að frekari öryggisráðstaf- anir væru ráðgerðar. Frjálslyndur andstöðuflokk- ur stjórnarinnar, Miðflokkur- inn, gagnrýndi hins vegar stjórnina vegna árásarinnar. Stjórnin var sökuð um að veita fólki falska öryggiskennd með áróðri sínum i stað þess að veita gestum tilhlýðilega vernd og vara þá við þvi sem þeir gætu átt von á. Herlið leitar skæruliðanna á svæðinu hjá suðausturlanda- mærunum eftir þessa fyrstu árás þeirra á skotmörk á þess- um slóðum. Yfirvöld í Rhódesíu telja að um 200 skæruliðar hafi sótt frá stöðv- um f Mozambique inn i suð- austurhorn Rhódesiu. Alls munu um 20 skæruliðar hafa ráðizt á aðalveginn milli Salisbury og Jóhannesarborg- ar þar sem ferðamennirnir voru drepnir. Samtímis var ráðizt á Rutenga-línuna á mörgum stöðum og loka varð járnbrautinni meðan viðgerð fór fram. Um hana hefur megnið af innflutningi og út- flutningi Rhódesfu farið síðan landamærunum að Mozam- bique var lokað. Jafnframt gagnrýndi foringi hins herskáa arms Afriska þjóðarþingsins (ANC), Abel Muzorewa biskup, höfsama stefnu blökkumannaleiðtogans Joshua Nkomo og fyrirhugaða Afrfkuferð Henry Kissinger utanríkisráðherra. Hann kvaðst andvígur brezkri hern- aðarihlutun i Rhódesíu og taldi ferð Kissingers til þess ætlaði að efla „bandaríska heimsvaldastefnu.“ — Bólusetning Framhald af bls. 1 með mótefni bæði gegn svína- víusti og gegn svokallaðri a- victoriuinflúensu, sem komið hefur upp f Ástralíu i vetur. Bandaríkin framleiddu i fyrsta sinn bóluefni við inflúensu upp úr 1940 og var það notað I heims styrjöldinni siðari, en fyrsta almenna bólusetning f Banda- ríkjunum var árið 1957 þegar Asiuinflúensufaraldurinn gekk þar. Vfsindamenn segja að megin- breytingar verði á inflúensuvírus- um á tíu ára fresti og þá sé hætta á meiriháttar inflúensufaraldri. í AP-fréttum er þess einnig getið að Kanada og Sviss hafi nú hafið umfangsmiklar aðgerðir til varnar svínavirusinum. — Hattersley Framhald af bls. 1 haldið áfram milli landanna tveggja innan sameiginlegrar fiskveiðistefnu bandalagsins. Hattersley sagði að Bretar vildu enn fara eftir alþjóðlegu sam- komulagi um hafréttarmál, en hann gæti þó hugsað sér þær kringumstæður þar sem svo mörg lönd hefðu fært út mörk sín ein- hliða að láta yrði undan þrýstingi um að Bretar gerðu slikt hið sama i stað þess að bíða eftir niðurstöðu hafréttarráðstefnu. Loks sagði ráðherrann að taka yrði fyrir- ætlanir Norðmanna um stækkun lokaðra svæða og fjölgun þeirra undan Norður-Noregi til gaum- gæfilegrar íhugunar, m.a. með til- liti til sameiginlegrar stefnu EBE í þessum málum. — Óeirðir Framhald af bls. 1 leitt flýttu eigendurnir sér til búða sinna þegar þeir fréttu um aðgerðirnar. Hermenn dreifðu hópum fólks sem mótmælti og kastaði grjóti I Austur-Jerúsalem, Jen- in og Nablus þar sem einn Ar- abi féll fyrir byssukúlu í óeirð- um i gær og þrfr særðust. Þetta gerðist eftir tveggja daga mót- mælagöngu, sem 40.000 ísra- elsmenn fóru um vesturbakk- ann til að leggja áherzlu á kröfu sína um að svæðið verði innlimað i Israel. Rabin forsætisráðherra sagði hins vegar i dag er hann heimsótti ísraelska landnema á vesturbakkanum, að stjórn sín áskildi sér rétt til að semja við Jórdaníu, rheðal annars um afsal landsvæðis. Þó sagði Rab- in að engar slikar viðræður væru fyrirsjáanlegar og að kosningar yrðu haldnar áður en fallizt yrði á að skila hluta vesturbakkans. Jafnframt tók hann skýrt fram að ísraelsmenn hygðust halda hluta af vesturbakkan- um til að tryggja öryggi sitt. Hann sagði að israelska varn- arlínan ætti að grundvallast á 19 ísraelskum byggðum sem hafa risið á vesturbakkanum síðan í stríðinu 1967. — Svar komið Framhald af bls. 44 senda dómsmálaráðuneytinu svarið. Kvaðst hann ekkert vilja segja um innihald svarskeytis Bandarikjamanna, ehda væri það að sínu mati rétt að dómsmála- ráðuneytið skýrði frá þvi. Eftir því sem Morgunblaðið hefur komizt næst, munu Banda- ríkjamenn hafa talið tormerki á þvf að útvega umrædd skip, en aftur á móti talið mögulegt að aðstoða á einhverjum öðrum svið- um. — Bretar Framhald af bls. 44 rækjutollur 12,5%. Þar fer tollur- inn siðan smátt og smátt lækk- andi niður i 7,5%, sem verður endanlegur tollur, en hækkar í Bretlandi úr 5% í 7,5%. I gömlu Efnahagsbandalagslöndunum er rækjutollur 20%. Njóta þvi íslendingar enn EFTA- samkomulagsins, sem var 0% en hefur hækkað stig af stigi og er nú 16%. Freðfiskur er nú i 1,5% tolli i Bretlandi sé hann fluttur frá Noregi, en i gömlu Efnahags- bandalagslöndunum er þessi toll- ur fyrir Norðmenn 6%. Fer hann niður i 3% hinn 1. júli 1977 og hækkar jafnframt í 3% í Bret- landi. Islendingar verða nú að sætta sig við 12% toll í Bretlandi og fer hann upp í 15%, ef bókun 6 tekur ekki gildi. Þórhallur Ásgeirsson sagði að íslendinga skipti mestu að fá bókunina í gildi, þvi að þá kæm- ust þeir ekki aðeins inn á Bret- landsmarkað heldur og inn á markað í öllum Efnahagsbanda- lagslöndunum. T.d. stendur allt fast með grásleppuhrognin, sem nú eru í 30% tolli i EBE, en þar er he’zti markaður fyrir þá afurð. Þjéðverjar og Danir kaupa af okkur grásleppuhrogn í tunnum, láta þau í glös og selja þau síðan innan markaðarins. Getum við ekki keppt við þá, þar sem inn- flutningur okkar tekur á sig 30% toll. t ( t_____ — Vertíðin Framhald af bls. 44 Sigurðsson með 624 tonn en Isleifur 4. hefur fengið 541. I fyrra var hæsti báturinn aftur á móti kominn með 821 tonn á sama tíma. Grindavík: Þar voru fáir bátar á sjó í gær vegna veðurs, en í fyrradag lönduðu hins vegar 58 bátar samtals 457 tonnum og var Hrafn Sveinbjarnarson með mestan afla þann daginn eða 20 tonn. Flestir voru þó með mun minni afla þrátt fyrir að um væri að ræða 2—3 og jafnvel 4ra nátta lagnir. Heildaraflinn í Grindavik frá áramótum var orðinn 15. apríl 11.167 tonn í 1810 sjóferðum en var 13.225 tonn i fyrra á sama tíma en i 2049 sjóferðum. Afia- hæsti báturinn nú er Hafberg, sem er kominn með 448 tonn mið- að við miðjan mánuðinn en á eftir honum kemur Hrafn Svein- bjarnarson III með 408 tonn. Sandgerði: „Ég heid að sjómenn telji útlitið sjaldan hafa verið dökkleitara en núna,“ sagði vigtarmaðurinn í Sandgerði, þegar hann var spurður um afla- brögðin." Það virðist allt sviðið, sama hvar bátarnir reyna fyrir sér." Aflinn hefur verið mjög tregur undanfarna daga en það er ekki aðeins fiskleysi sem hrellir okkur heldur er ótíðin slik að örsjaldan gefur á sjó. Heildaraflinn hjá Sandgerðis- bátum var um miðjan mánuðinn orðinn 5.791 lest en var 5.952 lestir í fyrra, en hins vegar eru sjóferðirnar 100 fleiri nú en þá. Aflahæsti báturinn er sem jafnan fyrr Bergþór, sem kominn var með 670 tonn um miðjan mánuðinn frá þvi um áramót en það er engu að síður 290 tonnum minni afli en báturinn var með á sama tima í fyrra. Keflavík: Þar hefur verið hið mesta gæftaleysi ofan á almennt fiskleysi undanfarið og i gær var hæsti báturinn t.d. með 11.7 tonn en aðrir bátar yfirleitt með tölu- vert minna. Þar er heildaraflinn frá áramót- um orðinn 5.060 tonn miðað við 15. apríl, sem er 1000—1500 tonn- um minna en á sama tima i fyrra. Keflavíkurbátar hafa ýmist landað í Keflavík eða Sandgerði og því ekki gott að átta sig á heildarafla þeirra, en af þeim bátum sem mestmegnis hafa landað í heimahöfn er Arnþór hæstur með um 310 tonn. Akranes: Þar hefur verið afar tregur afli undanfarið og ótíð, en þegar gefið hefur, hefur fengizt reytingur, frá 5—9 tonn oftast. Bátarnir komu inn snemma i gær- dag vegna veðurs, og voru þá aðeins með nokkur hundruð kíló eftir nóttina. Ekki lágu alveg fyrir tölur um heildaraflann frá því um áramót en í fyrra um sama leyti var heildaraflinn orðinn 3493 tonn, og vigtarmaðurinn þar sagði að ljóst væri að aflinn væri nú tölu- vert minni — innan við 3 þúsund tonn gizkaði hann á. Af Akranesbátum var Sigurborg hæst um miðjan mánuð, komin með 437 tonn. Lýðræði á Spáni spáð Madrid 20. april — Reuter JOSE Maria de Areilza, utanrikisráð- herra Spánar sagSi i dag að Juan Carlos konungur væri „driffjöðurin" á bak við umbótastarfið i lýðræðisátt á Spáni og væri nú lýðræði i augsýn. Areizla spáir þvi að þjóðaratkvæða greiðsla um stjórnarskrárumbætur verði i júni og almennar kosningar fyrir árslok. Areilza og aðrir umbóta sinnaðir ráðherrar reyna að fá kon- ung til að reyna að draga úr and- stöðu hægri manna við umbæturnar. Lögreglan handtók i gær 60 manns i bænum Pamplona á Norður- Spáni eftir að hafa stöðvað fund þjóðemissinna úr hópi Baska, en 33 var sleppt síðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.