Morgunblaðið - 21.04.1976, Síða 5

Morgunblaðið - 21.04.1976, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1976 5 Húsgagnavika í Laugardalshöll 30 húsgagnaframleiðendur sýna FÉLAG húsgagna- og innréttinga- framleiðenda og Meistarafélag húsgagnabólstara efna til fjórðu sýningar sinnar á islenskum hús- gögnum og innréttingum. Á morgun verður opnuð í íþrótta og sýningarhöllinni i Laugardal sérsýning á islenskum húsgögnum og innréttingum. Þessi sýning er sú fjórða í röð- inni sem félag húsgagna- og inn- réttingaframleiðenda og Meist- arafélag húsgagnabólstrara gang- ast fyrir undir nafninu HÚSGAGNAVIKA. Fyrsta sýningin var haldin i septembermánuði árið 1969, en seinni sýningarnar árin 1972 og 1974 voru haldnar að vori eða í aprílmánuði eins og nú. Að þessu sinni munu um þrjátíu innlendir hús- gagnaframleiðendur taka þátt I sýningunni. Atvinnuleysi hjá múrurum Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á aðalfundi Múrarafélags Reykjavikur 29. mars. 1976: Aðalfundur Múrarafélags Reykjavikur haldinn 29. mars, Ovænt sumargjöf í boði hjá RÍ I DAG, sfðasta vetrardag kl. 10—17, verður bóksala við Bern- höftstorfu til fjáröflunar fýrir Rithöfundasamband tslands. Seldar verða áritaðar og inn- pakkaðar bækur og er verð hverrar bókar 1500 krónur. öllum þeim sem áhuga hafa á íslenskum bókmenntum gefst þarna kostur á að eignast bók á hagstæðu verði, síðan ræður heppnin hvaða bók hver kaupandi hlýtur því eins og áður sagði verða þær allar seldar í um- búóum. Bókatitlar eru 60, skáldsögur ljóðabækur, leikrit þjóðlegur fróðleikur, viðtalsbækur og bókmenntasaga. Allt eru þetta Islensk verk, hvert áritað með sumarkveðju frá höfundi, og má þvi segja að hver bók verði kaupanda sfnum óvænt sumar- gjöf. Fréttatilkynning frá RithÖfundasambandi tsl. Leiðrétting NAFN fermingardrengs f Fríkirkjunni í Reykjavfk, sem fermdur var á annan dag páska, misritaðist í nafnalistanum yfir fermingarbörnin, sem birtist hér í blaðinu á skírdag. Drengurinn heitir James Ingimar Goodall Alexandersson til heimilis að Bjargarstfg 2 hér i borg. Leiðrétting I grein í Morgunblaðinu „Þetta er ólöglegt.. . þú ert ekki frá Hellu“ sem birtist i blaðinu sl. fimmtu- dag, skírdag, misfórst nafn Árna Sigurbjörnssonar ýtustjóra og var hann nefndur Kári. Biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum. 1976, fordæmir harðlega þá miklu samdráttarstefnu í byggingariðn- aði sem fylgt hefur verið frá árinu 1974. Samdráttur þessi hefur leitt til þess að fjöldi múrara hefur orðið að ganga atvinnulaus meiri hluta vetrar, eða um 20% af félögum Múrarafélags Reykjavíkur. Ástand þetta varir enn og er algjörlega óþolandi, og verður að teljast svo vanhugsuð og ósvffin árás, ekki aðeins á byggingariðn- aðarmenn heldur einnig á hús- byggjendur að furðu sætir. Múrarafélag Reykjavikur hefur látið frá sér fara til ríkis og borgarstjóra fjölmargar ályktanir um atvinnuástand og horfur í byggingariðnaði, allt frá því í október 1974. Þann 24. mars 1975 bendir Múr- arafélag Reykjavíkur þessum aðilum á hvert stefnir í þessum málum, þar sem úthlutun lóða í Reykjavík fækkar úr 667 ibúðum árið 1973 i 370 íbúðir árið 1974. Einnig fækkar úthlutun lána frá húsnæðismálastjórn úr 938 i 530 lán 1974. Á þessum tölum var hægt að byggja spá um þá þróun sem framundan var. Þrátt fyrir þessar augljósu stað- reyndir er enn haldið áfram á sömu braut, og er úthlutun lóða komin niður í 281 íbúð í Reykja- vfk árið 1975 eða aðeins 41,36% af úthlutun ársins 1973. Fundurinn telur að forráða- mönnum þjóðarinnar hljóti að vera Ijóst hversu alvarlegar af- leiðingar svo hrikalegar sveiflur hafa á þjóðfélagið, því eftir slíkan samdrátt sem hér hefur átt sér stað, hlýtur einhvern tíma að koma að þenslu sem verður ili- viðráðanleg og gífurlega kostn- aðarsöm fyrir húsbyggjendur og þjóðfélagið i heild. Það er því krafa fundarins að nú þegar verði snúið við á þessari óheillabraut og tekin upp stefna sem leiði til meiri jöfnunar en verið hefur. Borað við Reyki á Reykjabraut ÞESSI mynd sýnir Narfa nýjan bor Orkustofnunar við Reyki á Reykjabraut. Húnavallaskóli f baksýn. Þegar starfsmenn fóru 1 páska- og helgarfrf 8. aprfl hafði verið boruð 1168 m djúp hola. Vatnsrennslið var þá tæpir 20 sek. I af 71° heitu vatni. Ljósm. Sigursteinn Guðmundsson. Talar á vegum sumarháskóla ÞESSA dagana dvelst hér á landi finnskur háskólakennari i hag- fræði og milliríkjasamskiptum, Jan-Otto Andersson. Hann starfar við hagfræðistofnun sænska há- skólans i Turku (Abo Akademi) en kemur hingað á vegum Nor- ræna sumarháskólans í samvinnu við Norræna húsið. Andersson flytur opinberan fyrirlestur á sænsku í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Fyrirlest- urinn nefnist „Forándringar av ekonomiska styrkeförkállanden f várlden". Reykjavfkurdeild Norræna sumarháskólans gengst ennfrem- ur fyrir málþingi (seminar) með þátttöku Anderssons um efnið „Rfkí, auðmagn og kreppa“. Fer það fram i Lögbergi, stofu 308, laugardaginn 24. apríl og hefst kl. 13.30. Málþingið er opið öllum þátttakendum i námshópum sum- arháskólans og öðrum sem áhuga hafa. Auk þess sem hér. hefur verið talið mun Andersson hitta að máli einstaka námshópa og e.t.v. fleiri aðila. Reykjavfkurdeild Norræna sumarháskólans. 2389 ökumenn kærðir fyrir ölvun við akstur í fyrra •• Olvaðir ökumenn áttu aðild að 39 slysum lágmarki. 653 ökumenn reyndust manna. Flestir ökumannanna með áfengismagn f blóði 0,63 voru teknir f ágústmánuði sam- 0/00 til 1.32 0/00 eða 27.3% öku- Framhald á bls. 42. Síne-fólk í Ösló mótmælir UMFERÐARRÁÐ hefur gefið út skýrslu um kærur vegna ölvunar við akstur árið 1975. Þar kemur fram að á landinu öllu voru kær- ur vegna ölvunar við akstur 238f en voru 2306 árið 1974. Aukning- in er þvf 0,4%. Er þetta minnsta aukning frá þvf milli áranna 1968—1969 en þá var aukningin 0,2%. 1 Reykjavfk og þjóðvegaeft- irliti fækkaði kærum úr 1151 í 1087. Af 2389 ökumönnum sem kærðir voru reyndust 1403 eða 58,7% vera með áfengismagn f blóði 1.33 0/00 eða meira. Fer þessi hlutfallstala sffellt hækk- andi. 319 kærur eða 13,4% voru felldar niður þar sem áfengis- magn f blóði ökumanna var undir Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi samþykkt frá námsfólki I Noregi: Fundur Síne-deildarinnar f Ósló, 9. april 1976 mótmælir fram- lögðu frumvarpi ríkisstjórnar- innar um lánamál. Fundurinn mótmælir þeirri árás á jafnrétti til náms, sem kemur fram i orða- laginu „stefnt skal að...“ og krefst 100% umframfjárþarfar nú þegar. Fundurinn mótmælir því óréttláta endurgreiðslukerfi, sem fram kemur i hinum föstu verðtryggðu endurgreiðslum. Fundurinn mótmælir þvi ákveðið, að „lánasjóður veiti það fé sem hann ræður yfir á hverjum tíma“, og krefst þess að tryggt sé að lánasjóður fái á hverjum tíma nægilegt fé til fullrar úthlutunar. Fundurinn mótmælir þvi að raik- isvaldið hafi úrskurðarrétt í Lánasjóðnum. Frumvarpið er augljós árás á menntunarmöguleika þeirra efnaminni og mundi enn auka bilið milli lágtekju- og hátekjumanna. Fundurinn skorar því á verkalýðshreyfinguna og alla alþýðu að sýna öflugan stuðning þeirri baráttu sem náms- menn nú heyja. Miðinn ekki seldur í Bakka- gerðisumboði Borgarfirði eystra 20. april AÐ GEFNU tilefni vil ég taka það fram, að miði nr. 23420 i happ- drætti Háskólans hefur aldrei verið seldur í Bakkagerðisum- boði. Sverrir Haraldsson. /ýft fftf f97o f97t 797}. 7973 7977 797r Yfirlit yfir fjölda kærða ökumanna vegna ölvunar við akstur á undanförnum árum. FERÐIR TIL GAGNS OG GLEÐI MEO FERÐAMIÐSTOÐINNIAaais„»t; Ódýrar hópferSir, sem Tækifæri til að taka allir geta tekið þátt í, eins þó þeir eigi ekki erindi á vörusýningar. makann með i ódýra skemmtiferð. Kaupmannahöfn Gull- og silf urvörusýning Brottför 30. apríl. Húsgagnasýning Brottför 11. maí. Verð frá 40.500.— PARÍS Expomat vfitlAlþ,óðleg byggingavörusýning Brottför 14. mai. Vikuferð með 1. flokks gistingu Verðfrá kr. 62.000 r^Hanover Apri^^n . May 6tn Alþjóðleg vörusýning Síðasta tækifæri til að stað- festa pöntun. KIEV Evrópumeistaramót í Judo Stansað er 2 daga í Búdapest á leiðinni út en i Kauomannahöfn á leiðinni heim. 1 0 daga ferð, nánar auglýst siðar. Brottför 2. maí. ENGLAND Flogið er til Glasgow og ekið um fallegustu slóðir Bret- lands. Sögufrægir staðir skoðaðir. ísl. Fararstjóri. Dvalið í London nokkra daga. 10 daga ferð í júní Nánar auglýst síðar Odýrar Noröurlandaferðir í allt sumar. Seljum einnig farseðla á sérstaklega hagkvæmum vor- og haustfargjöldum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.