Morgunblaðið - 27.04.1976, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1976
Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra:
Stöðuveitingar
við Háskólann
VEITING prófessorsembættis f
kvensjúkdómum og fæðingar-
hjálp hefir verið gagnrýnd. Virð-
ast sumir gagnrýnendur ekki
nægilega kunnugir gildandi lög-
um og venjum, sem þar að lúta.
Skulu hór rifjuð upp nokkur
atriði.
I lögum um Háskóla íslands
segir svo:
„Umsækjendur um prófessors-
embætti og dósentsstörf skulu
láta fylgja umsókn sinni rækilega
skýrslu um vísindastörf þau er
þeir hafa unniö. Ritsmíðar og
rannsóknir svo og námsferil sinn
og störf. — Skipa skal hverju
sinni þriggja manna nefnd til
þess að dæma um hæfi umsækj-
enda til að gegna embættinu eða
starfinu. Háskólaráð skipar einn
nefndarmann, menntamálaráð-
herra annan, en deild sú, sem
hann á að starfa við, hinn þriðja
og er hann formaður. I nefnd
þessa má skipa þá eina er lokið
hafa háskólaprófi i hlutaðeigandi
grein eða eru að öðru leyti viður-
kenndir sérfræðingar á því sviði.
— Dómnefnd skal láta uppi rök-
stutt álit um það hvort af vfsinda-
gildi rita umsækjenda og rann-
sókna svo og námsferli hans og
störfum megi ráða að hann sé
hæfur til að gegna embætti. Alits-
gerð nefndar skal höfð til hlið-
sjónar er embættið er veitt og má
engum manni veita prófessors-
embætti eða dósentsstarf við
háskólann nema meiri hluti
nefndarinnar hafi látið í ljós það
álit að hann sé hæfur til þess.
Ennfremur skal leita álits hlut-
aðeigandi háskóladeildar um um-
sækjendur og eiga fulltrúar
stúdenta á deildarfundi þá ekki
atkvæðisrétt."
Ennfremur segir í téðum lög-
um:
„Deildarfundur er ályktunar-
fær ef fund sækja eigi færri en
helmingur atkvæðisbærra
manna.“
Samkvæmt þessum lagafyrir-
mælum og ríkjandi venju var svo
gangur málsins þessi:
Þann 5. maí 1975 biður lækna-
deild menntamálaráðuneytið að
auglýsa stöðu prófessors í kven-
sjúkdómum og fæðingarhjálp og
13. s.m. sendir menntamálaráðu-
neytið út auglýsingu. Umsóknar-
frestur rann út 15. júní og þ.
19. biður menntamálaraðuneytið
um tilnefningar i dómnefnd.
Læknadeild óskar heimildar fyrir
tveimur erlendum dómnefndar-
mönnum 11. júlí og menntamála-
ráðuneytið samþykkir það 16. s.m.
Dráttur varð á tilnefningum, en
15. október er dómnefndin skip-
uð.
Alit dómnefndar er dagsett 16.
janúar 1976 og formaður dóm-
nefndar sendi það til mennta-
málaráðuneytisins 22. s.m. Þ. 3.
febrúar er álitið sent læknadeild
til meðferðar. Læknadeild heldur
fund um málið 5. mars og skrifar
ráðuneytinu 8. s.m. og óskar skip-
unar í stöðu prófessorsins. Ráð-
herra gerir svo tillögu um skipun
2. apríl og 5. s.m. undirritar for-
seti íslands skipunarbréfið.
Þessi málsmeóferð er
í engu afbrigðileg.
Rétt er að upplýsa að alloft eftir
1960 hefir þess verið óskað að
erlendir menn taki sæti í dóm-
Vilhjálmur Hjálmarsson
nefndum. Dómnefndir gera ýmist
að raða hæfum umsækjendum
ellegar þá að meta einungis hvort
þeir séu hæfir. Háskóladeildir
(deildafundir) fjalla síðan um
álit dómnefnda og komast stund-
um að annarri niðurstöðu. Getur
þar t.d. valdið mismunandi mat á
vægi einstakra þátta starfsins
(rannsóknir, stjórnun, kennsla
o.s. frv.) sem að sjálfsögðu kann
að leiða til skoðanamunar við val
starfsmanns. Þar sem háskóla-
deild er lögformlegur umsagnar-
aðili verður þess ekki krafist að
deild sé ætið sammála dómnefnd.
Deildarmönnum blátt áfram ber
að meta málavexti.
Varðandi umrædda veitingu má
enn geta þess að þetta er í annað
sinn sem læknadeild gerir upp á
milli hinna tveggja umsækjenda
sem kennara — og f báðum tilvik-
um á einn veg. Um hæfi þessara
tveggja, sem einnig sóttu um
dósentsstöðu, var fjallað í
tveimur dómnefndum. Niður-
stöður þeirra eru ósamhljóða.
Bæði nefndarálitin sæta gagn-
rýni. Bæði nefndarálitin voru
komin fram og höfðu verið send
læknadeild Háskóla íslands áður
en hún tók málið til afgreiðslu.
Rétt er að vekja athygli á vinnu-
tilhögun deilda, en hún er í stuttu
máli þannig: Álit dómnefnda er
kynnt deildarmönnum. Deildin
fjallar um málið á fundi og lýkur
því með leynilegri atkvæða-
greiðslu. Af því leiðir að deildin
getur naumast sem heild né
heldur meiri- eða minnihluti gert
grein fyrir afstöðu sinni og rök-
stutt hana málefnalega. Vegna
hinnar leynilegu atkvæðagreiðslu
er það aðeins á færi einstakra
deildarmanna.
Að lokum skal þess getið að
núverandi menntamálaráðherra
hefir oftast skipað I stöður við
Háskóla íslands samkv. tillögum
deilda. Frávik eru "þessi: 1) Að-
eins einn umsækjandi. Dómnefnd
mat hann hæfan, en deild mælti
ekki með honum. Hann fékk veit-
ingu. 2) Tveir umsækjendur.
Dómnefnd taldi báða hæfa en
mælti með þeim yngri. Hinn hafði
margfalt lengri starfsferil auk
doktorsgráðu og fékk veitingu. 3)
Tveir umsækjendur. Dómnefnd
taldi báða hæfa. Starfið veitt eftir
að sá sem deildarfundur mælti
með hafði ráðist til annarra
starfa.
Vilhjálmur Hjálmarsson
Þráinn Sigtryggsson:
Omakleg ummæli
um íslenzkan iðnað
I KASTL.JÓSI 9. apríl sl. ræddust
við Kristján Ragnarsson, for-
maður L.Í.U., og Davíð Sch. Thor-
steinsson, formaður Félags
íslenskra iðnrekenda, um hlut-
verk, og eða mikilvægi ísl. iðnaðar
og ísl. sjávarútvegs.
Sem dæmi um vangetu ísl.
iðnaðar sagði formaður LlU, að
ísl. sjávarútvegur (fiskiðnaður)
þyrfti að flytja inn frá Danmörku
vélar til loðnuflokkunar. Þessi
ummæli eru bæði ómakleg og
ónákvæm, og kalla því á svar þó
seint sé.
Frá þvi markaður fyrir hrogn-
fulla loðnu opnaðist í Japan hefir
verið reynt að flokka loðnu hér á
landi eftir kynjum með vélum.
An þess að fara út í flókin tækni-
leg atriði skal þvi slegið föstu að
slík kyngreining í vélum á jafn
smáum fiski og loðna er, verður
aðeins framkvæmd á þann hátt að
vélarnar kasti frá einhverju
magni hráefnisins, t.d. 40—50%
sem slegið er föstu að ekki inni-
haldi kvenloðnu er svari kostnaði
að hirða. Hinn hluti hráefnisins,
50—60%, er handflokkaður, og
nú skiptir öllu máli vandvirkni og
samviskusemi fólksins og það í
Stykkishólmi, 23. apríl
RAFORKUMÁLIN hafa verið
afar erfið hér á Snæfellsnesi í
vetur og má segja að menn hafi
aldrei verið öruggir með rafmagn
og oft hefir straumur rofnað
þegar mest hefir reynt á. Þá er
það ekki ósjaldan að dieselvélar
rafstöðvarinnar hér í Stykkis-
hólmi, sem voru þagnaðar, hafi
verið settar í gang til að afstýra
algerri neyð þegar því hefir verið
að skipta. Við þessa erfiðleika á
straumi hefir þetta mætt veru-
lega á rafmagnstækjum og við-
hvernig ástandi vélarnar skila
þessum hluta hráefnisins, þvf
Japanir kaupa í raun hrognahlut-
fallið í magninu sem þeir eru að
kaupa.
Þrjár gerðir af vélum, fram-
leiddar í jafn mörgum löndum,
hafa fyrst og fremst verið í
notkun hér á landi i þessu skyni,
en aðeins ein er gagngert fram-
leidd fyrir loðnu, hinar tvær eru
upphaflega framleiddar fyrir
síld.
Þessar vélar eru:
Islensk síldarflokkunarvél,
framleiðandi Stálvinnslan h.f.
Dönsk sildarflokkunarvél, fram-
leiðandi Holms Maskinfabrik.
Norsk loðnuflokkunarvél, fram-
leiðandi Rapp.
Af þessum vélum er íslenska
vélin langelst því farið var að
framleiða hana um 1960, en þá
skapaðist þörf fyrir slíka vél hér á
landi vegna breytinga á síldar-
göngum og þar með breyttri
samsetningu þess afla er fékkst.
Stálvinnslan h.f. var að þróa
þessa vél næstu árin, á meðan síld
veiddist, og alls munu um eitt
hundrað vélar hafa verið seldar
síldarverkunarstöðum norðan-,
kvæmum heimilistækjum. Þau
hafa bilað í hrönnum og orðið að
fara í viðgerð. Er fólk nú að vona
að sem fyrst verði farið að lag-
færa þetta og koma á reglulegum
og jöfnum og varanlegum raf-
straumi sem hægt sé að byggja á,
á jafn mikilli tækni- og vísindaöld
eins og þeirri sem nú er. En svona
óvissa er öllum til skaða. Raforku-
yfirvöldin verða sem fyrst að
skerast í leikinn og koma í veg
fyrir frekara tjón og leiðindi.
— Fréttaritari
austan-og sunnanlands, um það er
síldin hvarf hér af miðunum.
Ekki fór uppfinning þessarar
vélar fram hjá frændum vorum
Norðmönnum. En vegna fjár-
skorts og þar af leiðandi lítillar
framleiðslugetu hafði Stál-
vinnslan h.f. ekki tök á að sinna
áhuga þeirra með smiði hér
heima, og fékk fyrirtækið Trio
Maskinindustri í Stavanger leyfi,
dagsett 19. febrúar 1963, til að
framleiða vélina fyrir norskan og
erlendan markað.
World Fishing nóvember 1963
segir frá þessari nýju framleiðslu
frá Tríó, án skýringar á því hvað-
an þeir hafi fengið hugmyndina. í
framhaldi af þessu má geta þess
að World Fishing nóv. 1970 og
Fishing News marz 1972 segja
bæði frá þessari vél f tengslum
við kynningu á ísl. framleiðslu.
Vélin var sýnd ásamt annarri fsl.
framl. á sjöundu Alþjóða sjávar-
útvegs- og fiskveiðasýningunni í
Friðrikshavn 1971 og frá árinu
1970 hefir vélin verið auglýst
innanlands sem sildar- og loðnu-
flokkunarvél á hverju ári, og oft
hafa þessar auglýsingar verið
fyrst og fremst til að vekja athygli
eigenda vélanna á að nota má þær
til að flokka loðnu, ekki siður en
síld. Ég minnist þess t.d. að f
stuttu spjalli við tímaritið Ægi
taldi ég litlar líkur á því að selja
nýjar vélar til loðnuflokkunar af
þeirri einföldu ástæðu að svo
margar vélar væru til hjá þeim,
sem væru að frysta loðnu, frá
fyrri tíð. Hinu man ég eftir, að ég
lagði áherslu á að menn notuðu
vélarnar frekar en að rjúka til og
kaupa nýjar. Ástæða þessara
ábendinga var að við urðum varir
við að menn fullyrtu að ekki
þýddi að reyna þessar vélar til
loðnuflokkunar, þær væru hann-
aðar fyrir síld, en sömu menn
fengu sér danska síldarflokkunar-
vél, jafnvel flugleiðis, að því er
virtist eingöngu af því að hér var
þessi vél auglýst sem loðnu-
flokkunarvél, ný af nálinni.
Seinna var í auglýsingum sagt að
þessi vél væri þróuð og endurbætt
Þráinn Sigtryggsson
að óskum og eftir reynslu ís-
lendinga.
I svari við fyrirspurn frá mér
segir Niels Holm, 26. okt. 1970, að
Holms Maskinfabrik i Dæby hafi
verið að þróa vél fyrir sfldarflokk-
un undanfarin tvö ár, afköst 3
tonn á klst. af lifandt síld. Á
sýningunni í Friðrikshavn 1971
var þessi vél sýnd á standi við
hliðina á okkar, og fengum við
þar sömu upplýsingar og þar var
áréttað, að til að ná þessum upp-
gefnu afköstum þyrfti síldin að
vera sprikklandi. Hvorugur okkar
Nils Holm vissi þá neitt um áhuga
Japana á hrognfullri loðnu.
Um norsku loðnuflokkunarvél-
ina frá Rapp skal ég vera fáorður.
Vélin hafði fengið sára litla og
alls ónóga prófun þegar ís-
lendingar keyptu hana í stórum
Stfl.
Um þau mistök sagði Guðmund-
ur Karlsson í viðtali við Eið
Guðnason í sjónvarpinu 15.11.
1974. E.G: „Þarna er um það að
ræða, að loðnan er ekki rétt flokk-
uð, ekki nægilega margar hrygn-
ur í...“? G.K: „Já, það er rétt, það
(matið) stenst ekki þær
flokkunarreglur sem settar voru
og það er náttúrlega fyrst og
fremst orsökin að við tókum
þarna í notkun vélar, sem við
keyptum af Norðmönnum í stór-
um stíl, ekki sfst í stóru frysti-
húsunum, og þær (vélarnar) hafa
alls ekki skilað þvf hlutverki, sem
þeim er ætlað, og það lá fyrir
strax í fyrra að þær skiluðu ekki
þvf verki, sem þeim var ætlað á
nokkurn hátt.“
E.G: „Það er þá ekki mannfólk-
ið, sem hefir brugðist í þessu sam-
bandi?"
G.K: „Nei, alls ekki, það er sem
sagt vélvæðingin sem ekki
dugði."
Ég skal ekki á þessu stigi freist-
ast til að gera samanburð á þess-
um þrem vélum, þess skal aðeins
getið að báðar erlendu vélarnar
byggja á vibrasjon en íslenska
vélin vinnur með vélrænni fram-
drift, sem hvorki hristir né krem-
ur hráefnið.
Að helzti framámaður
íslensks sjávarútvegs Kristján
Ragnarsson, hafi engar fregnir
haft af því máli, sem hér hefir
stuttlega verið rakið, er svo ótrú-
legt að eigi verður trúað að
óreyndu. Ég ætla Kristjáni
Ragnarssyni hvorki óvandaðan
málflutning né fordóma, og því
hef ég beðið eftir leiðréttingu
hans á tilgreindum ummælum.
Slík leiðrétting er enn ókomin svo
ég neyðist til að koma þessari
athugasemd á framfæri.
Svo dæmi sé tekið um verð vél-
anna, má nefna, að þegar mest
var flutt inn af norsku vélunum
kostuðu þær tollfrjálsar uppsett-
ar, tilbúnar til notkunar, þrisvar
sinnum það sem fslenska vélin þá
kostaði. En hvernig er þá búið að
okkur, sem reynum að framleiða
hér heima tæki, sem hér henta, en
í samkeppni við innflutning?
Allt efni til slíkrar framleiðslu
þarf, eins og öllum mun vera
ljóst, að flytja inn. Sfldar- og
loðnuflokkunarvél innflutt er
alveg tollfrjáls, er i 0% flokki.
Efni til framleiðslu slíkrar
vélar t.d: Snekkjudrif er í 25%
tollflokki + vörugjald. Rafmótor-
ar eru í 14% frá Efta annars 24%.
Keðjutannhjól eru í 25% tolli +
vörugjald. Drifkeðjur eru í 0%,
voru í 12% til síðustu áramóta.
Legur er í 14% + vörugjald.
Færibandareimar eru í 0%, voru í
12% til sfðustu áramóta. öxul-
tengi eru f 25%. Boltar og rær eru
í 25%.
Hafi erlendir menn raðað þess-
um hlutum saman svo úr verði
vél, er verðmæti efnisins + vinna
flutt tollfrjálst inn f landið. Vilji
Stálvinnslan t.d. smíða samskonar
vél aðlagaða ísl. aðstæðum og
kröfum, spara gjaldeyri og skapa
nokkrum mönnum vinnu, skal
greiða framangreindan inn-
flutningstoll af efninu.
Þetta má kalla öfuga tollvernd.
Nú þegar er hafin barátta fyrir
afnámi þessara ranginda, og ég
efa ekki að Kristján Ragnarsson
mun að athuguðu máli leggja
þeirri baráttu lið.
Þráinn Sigtryggsson.
Ööruggt rafmagn
á Snæfellsnesi