Morgunblaðið - 27.04.1976, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.04.1976, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRlL 1976 13 Húnvetningar félagslyndir Hvammstanga, 21. apríl UNGMENNASAMBANDIÐ I V-Húnavatnssýslu hefur leitt saman í spurningakeppni sveitarstjórnir f sýslunni. Lokakeppnin var á annan f páskum f Vfðihffð, og sigraði þar Þorkelshólshreppur Hvammstanga- hrepp með 110 stigum gegn 90. Alls voru 120 stig möguleg. Hefur þótt hin mesta skemmtun af þessari keppni, og oft hart keppt. Fráopnun héraðsskjalasafnsins. Héraðsskjalasafn opnað á Egilsstöðum Egilsstöðum 23. apríl. SKJALA- og héraðsbókasafn var opnað á Egilsstöðum laugardag- inn fyrir páska, 17. aprfl s.l. Hér er um að ræða héraðsskjalasafn fyrir Múlasýslu, sem ákveðið var að koma á fót fyrir nokkrum ár- um f minningu byggðarafmælis- ins 1974. Safnið er f húsi, sem sýslufélögin keyptu yfir það en þar var fyrr sfmstöð og pósthús. Árið 1974 hlaut safnið mjög. verðmæta bókagjöf frá Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, ekkju Halldórs Asgrímssonar fyrrum alþm., bókasafn þeirra hjóna, sem er um 5000 bindi alls, og var það formlega afhent við stofnun safnsins. Þau Halldór og Anna Guðný eru bæði frá Borgarfirði eystri og voru búsett langa starfsævi á þrem stöðum á Austurlandi, á Borgarfirði og Vopnafirði, þar sem Halldór var kaupfélagsstjóri á báðum stöðum en Anna skóla- stjóri í Borgar/irði og kennari á Vopnafirði. Síðustu starfsár voru þau búsett á Egilsstöðum, en þar var Halldór útibústjóri Búnaðar- bankans til 1967. Halldór var búinn að ákveða að gefa safnið austur á land, er hann lést, en ekki að kjósa viðtakanda. Við stofnunina voru viðstaddir synir þeirra Halldórs og Önnu Guðnýjar, sýslufulltrúi Suður- — Meiri birgðir Framhald af bls. 11 hlutar útflummgsins á fiskmjöli I heiminum. Mjög mikill samdráttur á út- flutningi fiskmjöls frá Perú árið 1973, er hafði á framangreindu tlmabili numið að meðaltali um 1,8 milljónum tonna árlega, lækkaði hlutdeild þessara 7 landa niður I 1,2 milljónir tonna svo að hluti þeirra nam ekki lengur 9/10 hlutum heildar mjölútflutningsins en féll niður í um 3/4 hluta hans. Nokkur bati ! útflutningi fiskmjöls frá Perú árið 1974 jók heildar út- flutning þessara 7 landa upp I 1,5 milljónir tonna. en hækkaði einungis lltillega hina minnkandi hlutdeild þeirra ! útf lutningi fiskmjöls á heims- mörkuðunum. Pær hlutfallslegu breytingar, sem orðið hafa ! hlutdeild umræddra 7 landa á árunum 1968 til 1974. þ.e. á sjö árum, á fiskmjöli á heims- mörkuðum, koma greinilega fram á eftirfarandi yfirliti. Múlasýslu og menntamálaráð- herra, sem færði safninu ijós- prentað eintak af Landnámu- handritum frá Menntamálaráðu- neytinu. í safnstjórn eru Jón Kristjáns- son Egilsstöðum (form.) og Ragn- ar Magnússon á Brennistöðum fyrir Suður-Múlasýslu og Helgi Gílsason Helgafelli fyrir Norður- Múlasýslu. Seyðisfjarðarkaup- staður og Neskaupstaður höfnuðu aðild að safninu. Umsjónarmaður safnsins er Ármann Halldórsson Egilsstöðum. Steinþór Á sumardaginn fyrsta var stofn- að skátafélag hér á Hvamms- tanga. I vetur hafa skólastjóra- hjónin, Sigurður H. Þorsteinsson og Thorfhildur Steingrímsdóttir, starfrækt skátaklúbba innan grunnskóla Hvammstanga en með formlegri stofnun skátafélagsins verður starfsemin opin öllum sem áhuga hafa. Félagið verður í þremur deildum, og heitir skáta- sveitin Drekar, ylfingasveitin Grettisúlfar og Ijósálfasveitin Hvammsálfar. Þá er ætlunin að stofna foreldrafélag til styrktar þessari starfsemi. í nokkrar vikur hefur Sigurður H. Þorsteinsson, skólastjóri, star'f- rækt kvöldskóla Hvammstanga. Er það vonandi vísir að náms- flokkum, þar sem fullorðnir geta aukið menntun sína. Óstöðugt veðurfar í Stykkishólmi © INNLENT Stykkishólmi, 20. april 1976. VEÐURFAR hefir verið afar óstöðugt undanfarið. Snjór er mikill á fjallvegum og enn hefir ekki verið hægt að aka um Kerl- ingarskarð síðan fyrr í þesáum mánuði. Er nú verið að moka fjallið. Hafa bifreiðar og sér- leyfisferðirnar því farið um Hey- dal sem alltaf hefir verið snjó- léttur í vetur. í dag var komin talsverð aurbleyta á Heydalsvegi svo viðgerðar er þörf á köflum þar sem stór hvörf eru í veginum og mun verða hafizt brátt handa um það. Enn sem fyrr er nú mænt á brú yfir Álftafjörð, enda vegur- inn i kringum fjörðinn mjög leiðinlegur og erfiður svo ekki sé meira sagt. Hefir þessi brúargerð verið draumur fólksins hér um langt skeið. Ekki eru enn komnar niðurstöður hvort betra og ódýrara sé að koma á brú yfir fjörðinn eða gera varanlegan veg neðar í hlíðunum og beygjuminni, en þetta þarf skjótrar athugunar við, því oft er svo að þótt Heydal- ur sé vel fær þá er vegurinh kringum Álftafjörð ófær. Von- andi nálgast sú stund að til athafna verður gripið. Fréttaritari. Með heitu vatni úr iðrum jarðar og fjármagni frá Citibank CITIBANK I New York birtir fyrir nokkru heilsfðu- litauglýsingu I Time með stórri mvnd af hitaveitufram- kvæmdum f Reykjavík, og f fyrirsögn segir: Hvernig eru hús hituð upp í Reykjavík? Með heitu vatni úr iðrum jarðar og fjármagni frá Citi- bank. 1 texta auglýsingarinnar er sagt frá Hitaveitu Reykja- vfkur. Sfðan segir að lslendingar séu að byggja fleiri hitaveitur og ennfremur séu þeir að nýta jarðvarma á fleiri sviðum, svo sem til raf- orkuframleiðslu. Citibank, fyrir milligöngu Landsbanka tslands, taki þátt f þessari uppbyggingu með þvf að út- vega fjármagn. Loks segir að Citibank vilji einmitt stuðla að hagnýtri nýtingu náttúru- auðlinda, ekki bara á íslandi heldur alls staðar f heiminum. Plastmódelsamtökin gefa út sértímarit NYLEGA er komið út fyrsta tölu- blað ISMÓ — blaðs fslenzku plast- módelsamtakanna. Segir í rit- stjórnargrein, að blað þetta hafi verið lengi f undirbúningi og sé að þvf stefnt að blaðið komi út tvisvar sinnum á ári. Þá kemur fram I ritstjórnar- greininni að blaðið sé að mjög litlu leyti leiðbeinandi um módel- smíði og fremur eigi að taka það sem heimildarit fyrir módelsmiði. Er þó vonazt til að blaðið höfði til þeirra, sem áhuga hafa á íslenzkum flugmálum fyrr og síðar. Er stefna blaðsins að flytja sögulegt efni, sem bæði komi módelsmiðum og öðrum að gagni. í þessu fyrsta blaði ritar Eggert K. Nordahl grein um sögu Þristsins — DC-3 — i þjónustu Flugfélags íslands ásamt ítarleg- um upplýsingum um vélarnar. Þá skrifar Ragnar J. Ragnarsson um 98. flugsveit RAF og ísland i heimsstyrjöldinni síðari og fylgja upplýsingar um Fairey Battle- flugvélarnar, sem hér komu tölu- vert við sögu. Þá skrifar Baldur Sveinsson um P-3C „Orion“ vélar varnarliðsins hér á landi ásamt útlitsteikningum og upplýsingum um vélarnar. Þá skrifa þeir Bald- ur og Ragnar í sameiningu grein um flugvélar íslenzku landhelgis- gæzlunnar. Blaðið er skreytt mörgum myndum og útlitsteikn- ingum af flugvélum en það er alls 23 blaðsíður. ! 'í \ Flemming MöIIer ólafur Bertelsson BLAO ISLENSKU PLASTMÖOCL5AMTAKANNA Bætt aðstaða SAS á Keflavlkurflugvelli SU BREYTING hefur orðið á hjá flugfélaginu SAS hér á landi, að lsland hefur verið gert að sjálf- stæðu markaðssvæði innan hinna dönsku markaðsheildar SAS. Þetta hefur ýmsar breytingar f för með sér, en fyrst um sinn verður þó ekki skipaður sérstakur framkvæmdastjóri SAS hér á landi. Birgir Þórhallsson verður áfram yfirmaður markaðsmála og talsmaður fyrirtækisins út á við. Jafnframt hefur SAS ákveðið að bæta mjög starfsaðstöðu sína á Keflavíkurflugvelli og er það gert samhliða auknu flugi félagsins hingað til lands. Hefur húsnæði SAS á Keflavíkurflugvelli verið tvöfaldað og það búið tækjum Framhald á bls. 30 Meðaltal 4ra 1968 1969 1970 1971 1972 1973 197» 1968-72 1968-7» Perú 50 50 6»se 50 50 20 33* 50 53* Noregur 10 10 0 10 13* 20 1»* 10 10 Danmörk 5$ 6* 0' 6* 6* 13* 13* 6* 0 S-Afríka 0 0 »£ 3* »# 0 »* 5* »* Chlle 5$ 5* 3* 0 3*' 0 6* 0 »* Angola 0 3 * 2* 2$ »se 6* 3* 0 3* ísland 2* 2* 0 0 0 6* »* 0 3* 7 lönd 93* 90 90 80 80 7»* 70 90 86* 19 önnur lönd 0 0 10 10 13* 26* 20 10 1»* Alls 26 lönd 10Q* 100 100 100 100 100 100 100 100 Það hafa orðið nokkrar breytingar á stefnu helstu útflutningslanda fisk- mjöls ! utanrlkisverslun þeirra. Þegar mest var flutt út af fiskmjöli frá Perú á árunum 1968—72 fóru 52% af öllum útflutningi til Vestur-Evrópu, 16% til Banda- rlkjanna, 16% til Austur-Evrópu 7% til Rómönsku-Ameríku og 9% til annarra tanda. Hinsvegar skipti svo um árin 1973—74, þegar meðal árlegur útflutningur frá Perú hafði fallið niður ! það að nema aðeins rúmlega 1 / 4 af þvi sem hann hafði numið á ári að meðaltali árin 1968—72, að 40% af hinum samanskroppna útflutningi fór til Austur-Evrópu og aðeins 1/3 hluti til Vestur-Evrópu. ÚR SKÝRSLUM FEO (FISHMEAL EXPORTERS ORGANIZATION) Á ARUNUM 1962—74. Á þessu tlmabili hefur heildarveiði og nýting ýmissa dýra og jurta, sem þrifast [ sjó, vötnum og ám á jörð- inni. farið vaxandi. Mikil vanhöld hafa þó orðið vegna ofveiði margra tegunda (t.d. á þorski við ísland og ! Norðaustur-Atlantshafi, þar sem fiskvernd og friðun uppvaxandi ókynþroska nytjafiska er llfsnauð- syn). Heildarveiðin á margskonar fisk- tegundum, öðrum sjávar- og vatna- dýrum, ásamt nýtingu á sjávar- og vatnagróðri. nam árið 1962 45 milljónum tonna, en var árið 1974 komin upp I 70 milljónir tonna. Árið 1968 veiddust um 20 milljón- ir tonna af sild, sardinum og ansjóvetum, en vegna ofveiði á þess- um fisktegundum var aflinn kominn niður ! 11 milljónir tonna árið 1 973. Veiði á öðrum sjávarfiskum og dýr- um hefur hinsvegar aukist á þessum sömu árum úr 9 milljónum tonna ! 12 milljónir tonna. Fiskrækt hefur aukist viðsvegar um heim á þessu tímabili. LOÐNUVEIÐIN 1976. Heildaraflinn á loðnuvertíðinni 1976 nam 337.932 tonnum á móti 462.230 tonnum ! fyrra. Verttðin hófst 16. janúar. þegar m/s Eldborg veiddi fyrstu loðnuna ! flotvörpu út af Langanesi. Lauk vertfðinni 8. aprll. Veiðin var 124.298 tonnum minni en ! fyrra. Er óhætt að fullyrða að minnsta kosti 100.000 tonna veiði hafi tapast vegna verkfallanna. Frysting á loðnu fyrir Japansmark- að nam aðeins 4.884 tonnum. Ekki er ennþá kunnugt um hve mikil loðna var fryst til beitu. Bræðslu skipið Norglobal tók á móti 60.249 tonnum af loðnu á móti 74.148 tonnum ! fyrra. Loðnumóttaka Norglobal er innifalin ! heildarmót- tökunni 1 976 og 1 975. SÍÐUSTU MARKAÐSFRÉTTIR Horfur eru á að Brasilia verði fremsti útflytjandi ! heimi á soja- baunaoliu og sojabaunamjöli i mars og aprll 1976. Uppskera BrasiKu vex enn hröðum skrefum og er áætluð 12 milljónir tonna ! ár á móti 9.9 milljónum tonna ! fyrra. Vegna eftirstöðva á birgðum frá fyrri uppskeru eru heildarbirgðir I upphafi nýrrar sáningar jafnvel komnar upp ! 2.25 milljónir tonna. . . . Talið er að Brasilia muni halda áfram að vinna á ! samkeppni við Bandaríkin um markaði fyrir þessar vörur, sem frá fomu fari hafa verið keyptar frá Bandarikjunum. FISKMJÖL. Verð á fiskmjöli mátti heita stöðugt i vikunni sem endaði i gær, daginn fyrir skirdag. eftir að veruleg lækkun hafði átt sér stað I vikunni áður á Hamborgarmarkaði. Lægsta verð síðast ! vikunni var $ 273.— per metric tonn cost and freight fyrir laust mjöl með afhendingu ! apríl/ mai. Áætlað er að um 100.000 tonn af fiskmjöli frá Perú verði flutt út það- an ! april upp ! gamla samninga, en sumir telja að magnið verði ekki nema helmingur þessa. Jafnframt er skýrt frá þv! að Perú hafi gert nýja samninga um 50—60 þúsund tonn til Járntjaldslanda. 15. apríl 1976 Sv.B.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.