Morgunblaðið - 27.04.1976, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.04.1976, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRlL 1976 pltrjguif Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. F^itstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, siiri 10100 Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1000,00 k r. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Tíðindalaust var á mið- unum, þegar Bretarnir fluttu sig vestur á bóginn, en þar undu brezku togara- skipstjórarnir ekki hag sín- um, heldur kröfðust þeir að komast aftur á miðin fyrir Austurlandi. Gagn- vart flota hennar hátignar og bresku ríkisstjórninni hegða brezku togaraskip- stjórarnir sér eins og óþekkir krakkar, suða og nauða þangað til þeir fá því framgengt, sem þeir vilja. Brezka stjórnin lætur helzt allt eftir togaramönnum og hafa þeir hingað til fengið flestu framgengt, m.a. því að Bretar standa nú and- spænis þeirri ömurlegu staðreynd, að þeir virðast ekki eiga sér annað mark- mið í lífinu en berjast við smáþjóð um fiskimið henn- ar. Nýlega héldu Bretar upp á 50 ára afmæli hennar hátignar Bretadrottningar og í erlendum blöðum var það m.a. tíundað, að á ríkis- stjórnarárum hennar hefði veldi Bretlands enn hrakað til muna og væri nú raunar svo komið, að brezka heimsveldið væri liðið und- ir lok. Þaö er í sjálfu sér ekki ásökunarefni á hend- ur brezkum rikisstjórnum þó að heimsveldi hennar hátignar hafi liðið undir lok. Bretar áttu sjálfir mik- inn þátt í því að leysa þetta ógeðfellda veldi sitt upp, enda er nýlenduveldi tíma- skekkja nú á dögum og í andstöðu við alla þróun og hugsunarhátt manna. Það er því með eindæm- um, að Bretar skuli lenda í þeirri ógæfu að níðast á einni minnstu þjóð heims- ins, þegar þeir loks hafa losað sig vió þann smánar- blett, sem nýlendustefna þeirra setti á orðstír þeirra. En afstaða Breta gagnvart íslendingum á sér því miður rætur í hugs- unarhætti, sem er einskon- ar eftirstöðvar af hugsun- arhætti nýlendustefnu manna. Þeir þykjast hafa áunnið sér einhvern sögu- legan rétt á miðum þjóðar sem er mörg hundruð mílur í burtu frá þeirra eigin landi. íslendingar eiga haf- svæói sitt með meiri rétti en þegar Bretar eigna sér Norðursjávar botninn undan Bret- landsströndum. Þar á að þeirra áliti ekki að leika neinn vafi á eignaraðils, en á miðunum við ís- land þykjast þeir geta sýnt áníðslu og farið með her- valdi samkvæmt þeirri gömlu kenningu, að sá hernaðarlega sterkari muni sigra. En sú regla á bara ekki við nú á dögum. Sá, sem hefur réttinn sín megin, mun sigra. Það hafa fyrri þorskastríð sýnt, og það mun þetta þorskastríð einnig sýna. Rétturinn er íslendinga og þess vegna munu þeir, þegar upp verð- ur staðið, fá leyfi til að vernda fiskimið sín, eins og þeim er lifsnauðsyn. En ljótasti leikur Breta á ís- landsmióum að þessu sinni er þegar þeir hafa veitt ókynþroska smáfisk í frið- uóum hólfum og það jafn- vel eftir að fiskifræðingar þeirra sjálfra hafa viður- kennt, að hrun stofnsins sé yfirvofandi. Slík framkoma við smáþjóð, sem reynir í lif og blóð að vernda einu lífsbjörg sína, er í raun og veru nýlendukúgun í nýrri mynd. Það hlýtur að vera Bretadrottningu íhugunar- og áhyggjuefni að hugsa til þess á fimmtugs afmæli sínu, að einu ofbeldisverk- in, sem Bretar þora að fremja nú um stundir, eru gegn gamalli vinaþjóð, ís- lendingum, sem aldrei hafa sýnt bresku þjóðinni annað’ en þá vináttu, sem hún átti skilið fram að þorskastríði. Auk þess hafa íslendingar verið bandamenn Breta og talið það sjálfsagt vegna legu ríkjanna og þingræð- islegrar hefðar beggja landa. íslenzkir sjómenn hættu lífinu í síðasta stríði til að koma lífsnauðsyn- legri fæðu af íslandsmið- um á breskan markað, svo að brezka þjóðin stæði bet- ur að vigi í hatrammri bar- áttu gegn nasistum. Margir íslenzkir sjómenn fórust við þessi störf, eins og kunnugt er. Það er því óskiljanlegt að Bretar skuli ekki átta sig á ranglæti sínu og ofbeldi; að þeir skuli ekki virða ís- lenzk lög og rétt og hverfa af miðunum; að þeir skuli ekki frekar vinna að því að þeirra eigin mið verði virt en ekki eyðilögð, eins og nú er reynt hér við land. Samt er ekki öll nótt úti ennþá. Vonandi líður ekki á löngu, þar til Bretar átta sig og sjá, hversu hraksmánarleg staðreynd það er, að þeir þora enga þjóð að beita of- beldi lengur nema smáþjóð norður í Atlantshafi, gamla vinaþjóð, sem aldrei hefur sýnt þeim annað en velvild og vinarhug. íslenzka landhelgisgæzl- an hefur ekki setið auðum höndum frá því Bretarnir fluttu sig aftur austur fyrir land. Varðskipsmenn hafa halaklippt hvern brezkan togara á fætur öðrum und- anfarna daga og ætti það að sýna Bretum, að íslend- ingar hyggjast verja fiski- mió sín, þar til yfir lýkur. Það hefur verið markmið Breta aö sigla á íslenzk varðskip, svo að þeim fækki á miðunum — og helst að þau hafni öll í höfn stórlöskuð. En það hefur, sem betur fer, ekki orðið. Þvert á móti hefur enn eitt brezkt herskip stórlaskazt eftir árekstra. íslenzku varðskipsmenn- irnir hafa staðið vel í ístað- inu. Fyrir það ber að þakka. Og ekki síður hitt, að ekki skuli hafa orðið stórslys á miðunum, meðan á þessum átökum hefur staðið. Það var rétt ákvörð- un hjá Landhelgisgæzlunni að skjóta ekki á brezka tog- arann sem flýði af miðun- um nú um helgina, þegar freigáturnar neituðu að vernda hann. Með því höf- um við sýnt svart á hvítu, að við stefnum ekki að auk- inni spennu á miðunum, heldur því einu að vernda fiskimiðin. Nú er eins og einhver breyting hafi orðið á „vernd“ brezku herskip- anna við ísland. Þau neita, að því er virðist, að verja togarana með ásiglingum, hvað lengi sem það helzt, en aftur á móti sigldi drátt- arbátur á islenzkt varðskip í gær. En þessi breytta af- staða herskipanna vekur óneitanlega athygli. Sumir spyrja sjálfa sig, hver ástæðan sé, að nú eru Bret- arnir horfnir, um stundar- sakir a.m.k., að því sem þeir gerðu í fyrri þorska- stríðunum, þ.e. að elta ís- lenzk varðskip eins og skuggi og láta togaraskip- stjórana einungis fá upp- lýsingar um ferðir þeirra. Við sjáum hvað setur. Morgunblaðið styður rík- isstjórnina og yfirstjórn landhelgisgæzlunnar i þeirri stefnu sem fylgt er á miðunum, og fagnar þeim árangri sem náðst hefur. Það vísar heim til föður- húsanna fyrirlitlegum að- dróttunum í garð þeirra, sem vilja láta skynsemina ráða og reyna að koma í veg fyrir stórslys, en slíkar aðdróttanir hafa birzt í óábyrgum íslenzkum dag- blöðum. Landráðabrigzl þessara blaða láta ábyrgir menn sem vind um eyru þjóða. En heiðarlegt fólk skyldi íhuga að eiginhags- munamennirnir við Dag- blaðið eru jafnvel ómerki- legri í slúðurskrifum sin- um en Þjóðviljamenn. En hver kippir sér upp við pappírstígrisdýr? Það voru a.m.k. ekki þau sem færðu íslenzku fiskveiðilögsög- una út í 200 mílur. Góður árangur við landhelgisgæzluna — og pappírsbúkarnir Afgreiðum engan eða alla — segja símritarar Ritskoðun, segir ritstjóri Vísis Stmritararnir 15 á lsafirði, Siglufirði, Neskaupstað og Höfn f Hornafirði neita enn að afgreiða samtal fslenzks blaða- manns frá freigátunni Ghurku við blað sitt. Segjast þeir túlka umburðarbréf frá póst- og sfmamálastjóra þannig, að ef þeir afgreiði eitt sfmtal — þó svo að Islendingur eigi f hlut — þá séu þeir skyldugir til að afgreiða öll sfmtöl við brezk fiski- og verndarskip á Islands- miðum. Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra og Sigurður Þorkelsson, er nú gegnir starfi sfmamálastjóra, sem er erlend- is, hafa sagt að verið geti að bréfið verði túlkað af ráðuneyt- inu á annan hátt. Morgunblaðið hafði f gær samband við nokkra aðila vegna þessa máls, og fara viðtöl við þá hér á eftir. Sigurður Þorkelsson yfir- verkfræðingur, sem nú gegnir embætti póst- og sfmamála- stjóra í fjarveru Jóns Skúlason- ar, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að hann gæti lítið sem ekkert tjáð sig um málið. Hann biði nú frekari fyrirmæla frá samgönguráðuneytinu um túlkun bréfs þess er simritur- um var sent í fyrradag. Fyrr gæti hann ekki tjáð sig um mál- ið. Póst- og símamálastjóri sendi símriturunum eftirfar- andi umburðarbréf í fyrradag.: „Af gefnu tilefni tilkynnist hér með, að öllum Landsímastöðv- um er skylt að fara eftir gild- andi alþjóðareglum um fjar- skipti, sem Island er aðili að. I þessu sambandi skal tekið fram, að óheimilt er að stöðva fjarskiptaþjónustu við brezk skip hér við land, nema þá er snertir hernaðaraðgerðir og þar með talin atriði, er varða að- gerðir brezkra stjórnvalda gegn ákvörðunum íslenzkra stjórn- valda um útfærslu fiskveiðilög- sögu sinnar í 200 sjómílur og löggæzlustarfsemi íslenzkra stjórnvalda þar að lútandi. Lögð er áherzla á að farið sé eftir þessum fyrirmælum I einu og öllu.“ Morgunblaðið hafði samband við Halldór E. Sigurðsson sam- gönguráðherra i gærkvöldi og spurði hann hvort ráðuneytið hefði gefið út nýja túlkun á þessu umburðarbréfi síma- málastjóra. Samgönguráðherra sagði, að ekki hefði verið fjall- að frekar um bréfið í ráðuneyt- inu. Hann hefði þó haft sam- band við Sigurð Þorkelsson, em gegndi starfi símamála- stjóra I fjarveru Jóns Skúlason- ar. Jón Skúlason hefði sent þetta bréf og því vildi hann helzt ekki taka neina ákvörðun nema I samráði við hann, en hann væri væntanlegur til landsins í kvöld. Morgunblaðið hafði samband við Sigurjón Baldursson, sím- ritara í Neskaupstað og bað hann að skýra afstöðu símritara ti! þessa máls. Sigurjón sagði m.a.: „Þann 11. marz s.l. sendum við símritarar I Neskaupstað, ísafirði, Siglufirði og Höfn í Hörnafirði Póst- og simamála- stjórn samhljóða bréf og er það svohljóðandi: „Við undirritaðir starfsmenn loftskeytastöðvar- innar í Neskaupstað tilkynnum hér með, að við teljum ekki rétt að veita brezkum togurum þjónustu hér við land á meðan þeir brjóta íslenzk lög, nema I neyðar- og öryggistilfellum. Sama gildir um aðstoðarskip þeirra. Við munum því aðeins sinna öryggis- og neyðarvið- skiptum við þessi skip frá og með 12. marz 1976, að óbreytt- um aðstæðum.“ „Það næsta, sem gerist í mál- inu,“ sagði Sigurjón, „er að freigátan Ghurka kallar upp Siglufjörð. Vakthafandi loft- skeytamaður spurði hvort þetta væri neyðar- eða öryggistilfelli. Honum er sagt að beðið sé um blaðasamtal og þá segir hann að það verði ekki afgreitt, sam- kvæmt áðurgétinni yfirlýsingu. Við viljum taka það fram, að við eigum ekki í neinu stríði við Vísi eða fréttamenn. Að við séum ritskoðaðar er hreint út í bláinn. Nú síðan gerist það að við fáum umburðarbréf, undir- skrifað af póst- og símamála- stjóra, sem við skiljum allir á þann veg, að það breyti ekki okkar fyrri ákvörðunum. Hins vegar gerum við okkur grein fyrir því að við vorum að brjóta alþjóðalög, með því að afgreiða ekki samtöl við brezku skipin, en við höfum fordæmi fyrir okkur I því, sem er bann við að afgreiða póst frá brezkum land- helgisbrjótum og aðstoðarskip- um. En póstþjónustan heyrir undir sömu lög og sömu yfir- stjórn og fjarskiptaviðskipti. Það hefur ekki verið farið fram á það, að póstur fyrir þessi skip verðir afgreiddur. Ef við hefðum skilið um- burðarbréfið, eins og sumir vilja, þá væri búið að fá okkur til að veita Bretum alla þjónustu, sem mér þykir miður, því við erum búnir að gera þeim óleik með aðgerðum okkar. Þeir ná t.d. sjaldan sam- bandi við útgerðarmennina í Bretlandi." Þá hafði Morgunblaðið sam- band við Þorstein Pálsson rit- stjóra Vísis og bað hann að segja álit sitt á afgreiðslubanni símritaranna. Þorsteinn sagði: „Aðgerðir loftskeytamann- anna eru ritskoðun. Þeir sem að þessari ritskoðun standa hljóta að líta svo á, að Bretar hafi betri málstað að verja á miðun- um en tslendingar, fyrst þeir líta svo á mál þetta, að frétta- sendingar íslenzks blaðamanns frá brezkri freigátu skaði hags- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.