Morgunblaðið - 27.04.1976, Síða 23

Morgunblaðið - 27.04.1976, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1976 23 Ásbjörn Stefánsson lœknir — Minning Fæddur 3. október 1902 Dáinn 21. aprfl 1976. Að morgni síðasta vetrardags andaðist á Landspítalanum vinur okkar hjónanna Asbjörn Stefáns- son læknir. Ennþá hefir maðurinn með Ijá- inn verið á ferð. Á rúmu ári hefir hann beitt vopni sínu þvrisvar sinnum að fjölskyldunni að Hraunteigi 9. Þann 6. marz á sl. ári missti Asbjörn konu sína Ás- dísi, yndislega konu, sem hann saknaði mikið, og var það honum mikið áfall. En öll él birtir upp um síðir, og það varð Ásbirni til mikils léttis, að sl. sumar fór hann f heimsókn til dóttur sinnar, Lilju, og manns hennar, dr. Hall- dórs Þormar, en þau eru búsett í Bandaríkjunum. Hjá þeim dvaldi hann um tima og heim kom hann hress i bragði með endurheimta trú á lífið. Við hjórrin glöddumst mjög við að sjá hve ánægður og hress hann var þá. En fljótt skipast veður í lofti. Þann 23. október sl. varð sonur Ásbjarnar Ingólfur Örn, bráð- kvaddur í blóma lífsins. Ingólfur Örn var glæsilegur ungur maður og föður sinum mikil og góð stoð, ekki sizt eftir lát móður sinnar. Þetta varð Ásbirni mikið reiðar- slag, og bar hann ekki sitt barr eftir það áfall, sá þrekmikli mað- ur. Það leyndi sér heldur ekki, að hann gekk ekki heill til skögar. Við rannsókn kom í ljós, að hann var haldinn ólæknandi sjúkdómi, sem leiddi hann til dauða. Sjúk- dóm sinn bar hann með karl- mennsku, en enginn má sköpum renna. Ásbjörn fæddist 3. október 1902 að Bóndastöðum í Hjaltastaða- þinghá. Foreldrar hans voru Stefan Ásbjörnsson bóndi og kona hans Ragnhildur Ölafsdótt- ir. Ásbjörn lauk prófi frá Lækna- deild Háskóla Islands 1930. Hann stundaði siðan héraðslæknisstörf víðsvegar um landið, en síðan 1947 var hann fulltrúi við sjúkra- trygg.deild Tryggingastofnunar ríkisins, þar til hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Ásbjörn var tvikvæntur. Með fyrri konu sinni, Björgu Guðna- dóttur, eignaðist hann einn son, Stefán Guðna. Seinni konu sinni, Ásdísi Guðmundsdóttur, kvæntist hann 24. júli 1937 og eru börn þeirra Guðmundur Karl listmál- ari, kvæntur Elísabetu Hangertn- er; Lilja Ásdís, gift dr. Halldóri Þormar líffræðingi; Ingólfur örn, kvæntur Arnþrúði Sæmundsdótt- ur og Ragnhildi, sem dvalizt hefir i foreldrahúsum og verið föður sínum ómetanleg stoð og stytta. Eru börn hans öll á lífi nema Ingólfur Örn, eins og áður er sagt. Asbjörn hafði mörg áhugamál og mikil. Má þar helzt nefna, að hann var einn að aðalstofnendum B.F.Ö. og ritari frá stofnun þess 1953 og síðar framkv.stjóri. I stjórn Ábyrgðar hf. var hann frá upphafi. Hann Iét umferðarmál mjög til sín taka og var lengi ritstjóri tímaritsins Umferð, mál- gagns B.F.Ö. Auk þess skrifaði hann mikið í önnur blöð og tíma- rit um þetta hugðarefni sitt. Fyrir sín miklu og góðu störf á þessu sviði var hann árið 1964 sæmdur heiðursmerki Nordisk Union for Alkoholfri Trafik. Ásbjörn var mikill tónlistar- unnandi, hann lærði píanóleik, meðal annars hjá dr. V. Urbancic, sem hvatti hann mjög til áfram- halds á þeirri braut. Af því gat þó ekki oröið, en kennslu í píanóleik stundaði hann lengi i hjáverkum. Okkur hjónum eru þær stundir ógleymanlegar, þegar hann kom í heimsókn til okkar og settist að píanóinu. Ásbjörn var góður vinur vina sinna, og nutum við hjónin þess í ríkum mæli. Nú að leiðarlokum er okkur ljúft að þakka fyrir hans miklu vináttu og tryggð. Mikill gæfumaður var Asbjörn, enda var hjónaband hans og Ás- disar með afbrigðum ástríkt og gott. Á það bar engan skugga. Og nú er hann á ný kominn til sinnar góðu eiginkonu og sonar, handan hinnar miklu móðu. Það er sárt að sjá vini sína hverfa á svo stuttum tíma, en mestur er söknuðurinn Guðmundur Kristján Bjarnason - Minning Guðmundur Bjarnason fæddist að Bergi við Bergstaðastræti 28 febrúar 1894, sonur hjónanna Bjarna Björnssonar og Júlíönu Guðmundsdóttur. Þau voru fjögur systkinin, Guð- mundur, Bjarnína, Hallfríður og Svanlaug sem nú er ein eftir. Að Bergi átti Guðmundur sín bernskuár, en þegar hann var tólf ára gamall fluttist fjölskyldan að Hlið, þar sem Bjarni hóf búskap. Þetta var á þeim árum sem Reykjavík var aðeins smá kaup- staður miðað við það sem nú er. Það af leiðandi voru störfin líkari því sem gerist í sveit, en þvi sem við þekkjum hér í dag. Guðmundur fór snemma að vinna og vann allt sem til féll, svo sem vegavinnu, auk þess sem hann vann á heimili foreldra sinna. Bjarni faðir hans leigði einnig út hesta og vagna, til vega- vinnu og annarra flutninga og vann Guðmundur þá gjarnan sem kúskur, sem kallað var. Snemma kom það i ljós að Guð- mundur hafði glöggt auga bæði fyrir litum og fögru landslagi. Jafnframt því sem hann lærði málaraiðn lærði hann einnig að festa á léreft liti og línur lands- lagsins. Eru til eftir hann mjög fallegar myndir sem hann ýmist gaf kunn- ingjum sínum eða hafði til prýði heima hjá sér. Hefði hann áreið- anlega getar orðið liðtækur á i ■ ■ Unnur Þóra Jóns- dóttir — Minning Fædd 27. maí 1941. Dáin 16. apríl 1976. Hve sæl, 6, hve sæl er hver leikandi lund en lofadu engan dag fyrir sólarlagsstund. Ég var stödd erlendis hjá dóttur minni þegar mér barst fregnin um andlát tengdadóttur minnar. Ég sat hljóð og hugsi. Getur þetta verið, er lifið svona miskunnar- laust, hún burtkvödd svo skyndi- lega tæpra 35 ára? Minningarnar koma í hugann hver af annarri. Við vissum að hún gekk ekki heil til skógar, en að skilnaðarstundin væri svo nærri kom okkur öllum á óvart. Við mennirnir ályktum en guð ræður. Unnur var glæsileg kona búin mörgum góðum kostum, með káta og hressilega framkomu, um- hyggjusöm eiginkona og móðir. Ég þakka forsjóninni að leiðir okkar lágu saman nokkur ár. Við tengdaforeldrar hennar og börn okkar tregum hana mjög og þökk- um henni alla hlýju og góðvild í okkar garð. Ég bið guð að gefa eftirlifandi manni hennar syni og öðrum ástvinum styrk og þrek í þeirra mikla missi. Það er svo margt sem við ekki skiljum og skammt sem okkar mannlegu augu sjá. Guð blessi minningu hennar. Tengdamóðir þeirri braut. En vegna þess hve hlédrægur hann var og lítið fyrir að láta á sér bera, var þetta aðeins fyrir nánustu kunningja hans og vini. Árið 1919 giftist Guðmundur Henríettu Magnúsdóttur, sem einnig var borinn og barnfæddur Reykvíkingur og hófu þau búskap sama ár. Þau eignuðust tvær dæt- ur, Júlíönu sem gift er í og búsett í Reykjavík, og Sigrúnu sem einn- ig er gift, en býr vestur í Kaliforn- íu. Guðmundur lærði máiaraiðn hjá Einari Jónssyni sem þá var vel þekktur málari hér i bæ, og vann siðan hjá honum þar til hann fór að vinna sjátfstætt. Guð- mundur varð mjög vinsæll mál- ari. Heyrði ég oft til þess tekið hve snyrtilega hann vann, aldrei sá á neinu, jafnvel þótt hann væri að vinna inni í stofu. Enda vann hann árum saman hjá sama fólk- inu og vildi það helst engan ann- an. Konu sína Henríettu missti hann árið 1962 eftir langa og erf- iða sjúkdómslegu. Eftir það var hann mikið hjá dætrum sinum, fór þá vestur til Kaliforníu og dvaldist þar oft langdvölum. Hafði hann af þeim ferðum ómælda ánægju, enda ferðalög hans lif og yndi. Guðmundur átti því láni að fagna að vera mjög heilsuhraustur alla sina ævi. En þegar hann var 76 ára fékk hann aðkenningu af heilablæðingu og náði sér aldrei til fulls eftir það. Siðustu árin dvaldist hann á Elli- heimilinu Grund og eignaðist hann þar marga góða vini, bæði meðal vistmanna og starfsfólks, og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka því alla þá hlýju og góðu umönnun, sem hann naut þar. Eg vil einnig þakka okkar góðu kynni þessi ár og biðja honum blessunar guðs að leiðarlokum og óska honum góðrar heimkomu til fyrirheitna landsins. Einnig votta ég eftirlifandi ættingjum hans mína dýpstu samúð. ^ Ingólfur H. Bender hjá vinum hans og öðrum að- standendum. Við hjónin biðjum algóðan guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Guðmundur Ludvigsson. I dag fer fram útför Ásbjarnar Stefánssonar læknis, en hann lést 21. þ.m. á Landspítalanum eftir þungt sjúkdómsstrið. Við lát Ásbjarriar Stefánssonar eiga Bindindisfélag ökumanna og Ábyrgð h/f, tryggingafélag bind- indismanna, á bak að sjá einum ötulasta frumherja sínum, en Ásbjörn læknir var einn aðal- hvatamaður að stofnun Bindindis- félags ökumanna ásamt þeim Pétri heitnurii Sigurðssyni rit- stjóra og Sigurgeir Albertssyni trésmiðameistara, og var BFÖ endanlega stofnað fyrir þeirra til- stilli 29. sept. 1953. Kynni okkar Ásbjarnar hófust fyrir tveimur áratugum síðan, er hann leitaði eftir því við mig að gerast félagi í BFÖ. Allt frá þeim tíma áttum við mikið samstarf innan BFÖ og siðar í Ábyrgð h/f, en samstarf okkar leiddi til vin- áttu, er aidrei bar skugga á. Asbjörn var mikilhæfur og dug- andi starfsmaður að hverju sem hann gekk. Eftir stofnun BFÖ helgaði hann bindindismálunum allar þær stundir, sem hann mátti. Hann varð fyrsti framkvæmda- stjóri félagsins og hafði það starf með höndum um tug ára. Mótun félagsins, vöxtur og við- gangur þess hvíldi þvi öðrum fremur á hans herðum, og lét hann ekkert tilsparað, hvað karfta og tima snerti til þcss að ná þar sem mestum árangri. Bindindisfélag ökumanna er fyrsta félagið hérlendis. sem starfar sem bindindis- og um- ferðarmálafélag. Það lætur sér ekkert það óviðkomandi, sem var- aðr bindindi og umferð. Mikinn hluta ökuslysa má rekja til áfengisneyslu. Eitt mikilverðasta atriði til bættrar umferðar- menningar, er þvi aukin bindindissemi meðal ökumanna. Þetta var Ásbirni Stefánssyni ljósara en mörgum öðrum, og þess vegna starfaði hann í anda þeirr- ar hugsjónar, sem ávallt hefur borið uppi félagsleg störf er unn- ið hafa að auknu manngildi og hamingjuríkara lífi. Fyrir réttum fimmtán árum síðan beitti Bindindisfélag ökumanna sér fyrir stofnun Ábyrgðar h/f, tryggingafélags fyrir bindindismenn og var Ás- björn meðal hvatamanna að stofn- un þessa félags og átti hann sæti í stjórn Ábyrgðar h/f frá upphafi. Var hann þar sem annars staðar tillögugóður, áhugasamur og traustur samstarfsmaður. En með stofnun þeirra félaga beggja sem hér hafa verið nefnd. var leitast við að sýna og sanna raunhæft gildi bindindishugsjón- arinnar og framgangur þeirra Ás- birni mikill ánægjugjafi. Við þau þáttaskil, sem nú hafa orðið vil ég flytja hinum látna vini mínum, Ásbirni Stefánssyni lækni, einlægar þakkir okkar i BFÖ og Ábyrgð h/f, sem átt höf- um þvi láni að fagna, að eiga hann að félaga og samstarfsmanni gegnum árin. Okkur er öllum ljóst, að með honum er genginn mikilhæfur persónuleiki og vandfyllt skarð höggvið i raðir okkar, en dýpst er skarðið og sárastur söknuðurinn meðal barna hans og annarra ætt- menna. Þeim öllum eru sendar einlæg- ar samúðarkveðjur með ósk um að minningin mild um líf góðs föður og ástvinar megi víkja til hliðar skuggum mótlætisstund- anna. Ilelgi llannesson Guðmundur Þorsteinsson bóndi Hrauni — Minning Það verður aldrei eins að koma að Hrauni — nú þegar hann Mundi er ekki þar. Og kannski slær enginn túnið þar í sumar. Því túnið verður að slá með orfi og ljá, og nú vill enginn lengur stunda heyskap með gamla lag- inu. En Guðmundur Þorsteinsson slær ekki framar túnið á Hrauni, þar sem hann hefur búið og lifað alla ævi. Ég hef aðeins þekkt hann síðustu tiu árin, en hef fyrir svo margt að þakka og svo margs að minnast. Oft höfum við rökrætt um landsins gagn og nauðsynjar — og ekki verið alltaf sammála — en alltaf hef ég grætt á þeim samtölum. Hann var ákaflega skoðanafastur maður, og ekki fyrir nokkurn mann að fá hann ofan af því sem hann taldi sannast og réttast. Einu sinni var ég eins konar vetrarmaður hjá honum smá tíma. Lét út kindurnar á daginn og sótti þær á kvöldin, stundum alla leið upp í Alftadal. Og þegar ég skammaðist við hann út af þessum ljónstyggu rollum, sem æddu upp um öll fjöll, og fræddi hann á því að það væri nú eitthvað gæfara féð í Breiðafirðinum, þá hló hann bara að mér og sagði að þetta væru frjálsar kindur rétt eins og hann væri frjáls maður, enda væru þetta sinar kindur. Hann Mundi fæddist á Hrauni i Tálknafirði 1. október 1910, næst- elstur af sjö systkinum, sonur þeirra Þorsteins Guðmundssonar bónda og konu hans Ólafíu Ind- riðadóttir. Faðir hans dó árið 1943 og tók Guðmundur þá við búinu og bjó með móður sinni allt til dauða- dags. Það hafa orðið miklar breyt- ingar i Tálknafirði á þessum ár- um, og Guðmundur hefur átt sinn þátt í því að skapa þarna vaxandi sjávarþorp. Hann átti lengi sæti i hreppsnefnd, og i stjórn Kaup- félagsins. Einnig hefur hann átt sæti i stjórn Hraðfrystihúss Tálknafjarðar frá stofnun þess, og nú mörg hin síðustu ár stjórnarformaður þess. Hann kvæntist aldrei, en ól upp eina fósturdóttur, Eygló K. Celin. Hún skirði elsta son sinn Guðmund, og þar eignaðist Mundi annað fósturbarn. Þvi nafnarnir urðu strax miklir mátar og Guðmundur Karl var á Hrauni öll sumur, og hvenær sem hann sá sér færi á. A Ilrauni hafa alltaf átt sitt heimili systir Munda, Ingibjörg. og maður hennar, Aðalsteinn Einarsson, en þau eiga fimm börn. Svo oft hefur verið þröngt í litla húsinu þar. En sambúðin hefur gengið vel. og nú hin siðari ár þegar Ólafía móðir þeirra var orðin heilsulitil hefur Ingibjörg annast heimilið fyrir Munda. Krakkarnir á Hrauni hafa alltaf verið hænd að frænda sinum. enda var hann þeim alltaf ein- staklega góður. Hans verður sárt saknað af þeim. En eitt sinn skal hver deyja og Mundi sagði oft að hann vildi ekki verða farlama gamalmenni. Svo sú óskin hans hefur komið fram. En sárt er það fyrir háaldraða móður hans að sjá nú á bak honum. Það gerir henni þó sjálfsagt aðskilnaðinn auðveld- ari að hún á þá trú að hún fái að hitta hann að leiðarlokum. Með þessum fátæklegu orðum vildi ég aðeins færa Munda frænda, eins og við kölluðum hann flest. þakkir mínar fyrir góð kynni. Eg flyt mínar samúðarkveðjur til móður hans og systkina og til Eyglóar og fjölskyldu og þá sér- staklega til Gumundar Karls. seni kveður nú fóstra sinn. Dagbjört Höskuldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.