Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRlL 1976
25
félk f
fréttum
• • • v>
Heimsmet
í magadansi
+ Tyrkneska magadansmærin
Soraya var hálfri annarri
milljón króna ríkari þegar hún
hafði sett heimsmet í
magadansi á veitingahúsi f
London þar sem hún dillaði sér
stanzlaust í 31 klukkustund.
Tyrkneskur auðjöfur hafði
heitið Sorayu þessum
peningum ef hún gæti bætt
ársgamalt heimsmet Darlene
Freedman frá San Jose í
Kaliforníu. Meðan á
maraþondansinum stóð sleit
Soraya 23 skópörum og á
klukkustundarfresti hvfldi hún
sig í fimm mínútur, fékk sér
ávaxtasafa, kampavín og mat.
Þegar dansinum linnti hafði
Soraya lézt um 4,5 kfló en
læknirinn sem rannsakaði
hana á eftir sagði að hún væri
við hestaheilsu. Áður en
dansinn hófst hafði Soraya
tryggt maga sinn hjá Lloyds
fyrir 50.000 pund.
BO BB & BO
.s?G-y\uf\Jc> ■■■■
+ Dýravinir og gælu-
dýraeigendur láta sér ekki
lengur nægja hunda og ketti og
fugl f búri. Stundum má lesa
um fólk sem tekið hefur
ástfóstri við slöngur og jafnvel
krókódfla. Á þessari mynd má
sjá hvar gæludýr Petersonhjón-
anna f Washington gægist út
um glugga á húsvagninum
þeirra. Beansie heitir hann og
er þvottahjörn að ætt og upp-
runa.
+ Myndir af tfzku- og
tildurdrósum berast okkur f
strfðum straumum enda ekki
seinna vænna að kynna sér
þann klæðnað sem skal setja
sinn svip á sumarið 1976. Á
meðfvlgjandi mvnd má sjá
fatnað sem kynntur verður á
mikilli tfzkusýningu f
Dusseiúuii í Vestur-Þýzka-
landi, sem hefst innan tíðar.
Gallabuxur verða áfram
framarlega í flokki og einnig
stuttbuxur ásamt háum, lit-
skrúðugum sokkum. Stúlkan
lengst til hægri á mvndinni er
klædd samkvæmiskjól f vestra-
stfl.
TOFLUR
Teg 6585
í svörtu og rauðu leðri
Stærðir: nr 35—4P
Stærðir: Nr 41 -
Teg. 6581
í rauðu eða svörtu leðri
Stærðir: Nr 35-—40 Kr 3.450
Stærðir Nr 41—46 Kr 3 785
Teg. 529
Litur: svart leður
Stærðir: 35—4'.
~ Teg . 518
Litur Rauðbrúnteða Ljósbrúnt
Stærðir: 40—46 Kr 2.960 -
Teg. 507
Litur: Dökkbrúnt
Stærðir: 35—40 kr 3 430.
Stærðir: 41—46 Kr 3 570
Teg. 508
' s. -— Litur: Rauðbrúnt
Stærðir 35—40 Kr 2 985 -
Stærðir 41 — 46 Kr 7 1 50 -
Póstsendum
Skóverzlun
Þórðar Péturssonar
Kirkjustræti v/Austurvöll,
Sími 14181