Morgunblaðið - 07.05.1976, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAl 1976
Kristján Pétursson
og Haukur Guðmundsson:
Krefjast rann-
sóknar strax
— vegna „áburðar” í Tímanum
um meint brot í starfi
RlKISSAKSÖKNARA hefur nú
horizt kæra frá Jóni E. Ragnars-
syni, hæstaréttarlögmanni, þar
sem hann kærir fyrir hönd um-
bjóðenda sinna, Kristjáns Péturs-
sonar deildarstjóra og Hauks
Guðmundssonar, rannsóknarlög-
reglumanns, og krefst tafarlausr-
ar rannsóknar vegna alvarlegs
áburðar um meint brot þeirra f
starfi f grein f Tfmanum hinn 14.
aprfl sfðastliðinn og meints brots
ábyrgðarmanna og starfsmanna
þessa dagblaðs, svo og greinarhöf-
undar á ákvæðum 108. greinar
almennra hegningarlaga. I bréf-
inu segir Jón E. Ragnarsson, að
treysti rfkissaksóknari sér ekki
til að taka ákvörðun f málinu, sé
þess krafizt að hann vfki sæti f
málinu. Morgunblaðið reyndi f
gærkveldi að ná tali af Þórði
Björnssyni rfkissaksóknara til
þess að fá álit hans á þessari
kæru, en það tókst ekki.
Þeir Kristján Pétursson og
Haukur Guðmundsson sendu rík-
issaksóknara, Þórði Björnssyni,
bréf, sem dagsett er hinn 27.
apríl, þar sem þeir fóru þess á leit
við hann að hann léti fara fram
opinbera rannsókn á réttmæti
þeirra sakargifta, sem birtust í
grein í Timanum 14. apríl undir
fyrirsögninni „Dýrlingur og
James Bond íslands". I greininni
eru Kristján og Haukur bornir
ýmsum sakargiftum, sem þeir
telja svo alvarlegar, að þeir krefj-
ast rannsóknar.
Hér fer á eftir meginmál bréfs
Jóns E. Ragnarssonar til ríkissak-
sóknara, en það er dagsett í fyrra-
dag:
„Hinn 27. apríl s.l. fóru um-
bjóðendur mínir þess á leit við
yður, hr. ríkissaksóknari, að þér
létuð fram fara „opinberlega
rannsókn á réttmæti umræddra
sakargifta i okkar garð“, en þar
var átt við mjög alvarlegan áburð
Steypa hækkar um
10,8% og flutn-
ingsgjöld með
bílum um 18%
UTSÖLUVERÐ á steinsteypu frá
steypustöðvum hefur verið hækk-
að um 10,8%. Þá hefur ennfrem-
ur verið heimiluð 18% hækkun á
farmgjöldum vörubfla á flutn-
ingaleiðum, þ.e. út á landsbyggð-
ina. Rfkisstjórnin staðfesti þessar
hækkanir f gær, en þær höfðu
áður hlotið samþykki f verðlags-
nefnd. Að sögn verðlagsstjóra
stafa báðar þessar hækkanir af
hækkun rekstrarkostnaðar.
á hendur þeim fyrir ýmis tiltekin
ámælisverð og refsiverð verk við
rannsókn sakamála í því skyni að
knýja fram játningar i svonefndu
„spíramáli". Er þeim m.a. borið á
brýn að hafa falsað undirskriftir
undir játningar, beitt gæzluvarð-
haldsföngum þvingun með ósönn-
um frásögnum, fyrirheitum um
þyngri eða vægari refsingar og
framkvæmt ólögmætar eða
ámælisverðar húsleitir.
Yður var sent eintak af blaðinu
með greininni með rannsóknar-
beiðninni hinn 27. apríl s.l., en
meðfylgjandi er hér ljósrit um-
ræddrar greinar.
Grein þessi er merkt „S.P.
skrifar“ og ber yfirskriftina
„Dýrlingur og James Bond
lslands“.
Þá segir í greininni m.a.:
„Um framkomu Kristjáns
Péturssonar við gæzlufanga og
fleira má segja, að hún hefur ein-
kennzt af alvarlegum lögbrotum,
það er misferli sem krefjast
verður að rannsakað verði til hlft-
ar og að viðeigandi refsing komi
fyrir. Sá makalausi rógburður og
áróður, sem sami Kristján hefur
haft i frammi gegn dómsmálaráð-
herra og ráðuneyti hans, er alveg
í samræmi við þau vísvitandi
rangindi, sem Kristján hefur
beitt sakborninga sína og sem hér
hefur að nokkru verið Iýst.“
Þess er nú ákveðið krafizt f.h.
þeirra Kristjáns og Hauks, að
embætti yðar ákveði, að þegar 1
stað hefjist og fari fram opinber
rannsókn á því, hvort áburður og
sakargiftír f nefndri grein séu
brot á ákvæðum 108. gr. almennra
hegningarlaga af hálfu ábyrgðar-
manns eða starfsmanna dagblaðs-
ins Tímans og / eða greinarhöf-
undar „S.P.“, ef hann er til eða
upplýsist hver sé.
Það er ljóst, að mjög alvarlegar
ærumeiðandi aðdróttanir og
móðganir og skammaryrði eru í
nefndri grein á hendur opinber-
um starfsmönnum vegna skyldu-
starfa þeirra og varðandi opinber
skyldustörf þeirra, en slíkt er
refsivert skv. 108. gr. alm.
hegningarlaga, sem hér er vísað
til.
Ef þér treystist ekki til þess að
taka skjóta ákvörðun í máli þessu,
t.d. vegna tengsla við dagblaðið
Tímann og eiganda dagblaðsins,
Framsóknarflokkinn, þá er þess
krafizt, að þér víkið sæti í máli
þessu sem saksóknari og að dóms-
málaráðuneytið skipi þá án tafar
setusaksóknara til þess að fara
með kæru þessa og rannsóknar-
ákvörðun.
Að lokum er bent á það, að
kæra þessi beinist að einföldum
tilteknum atriðum- og meintu
Framhald á bls. 15
Það er vfðar, sem snjór fellur en f Revkjavfk, og eftfr þessari mvnd að dæma hefur orðið talsverð fönn I
Vestmannaeyjum. Þessa mynd tók Sigurgeir Ijósmyndari okkar þar f fyrradag og sýnir hún káta og glaða
Eyjapeyja leika sér f mjöllinni. En ýmsir hafa verið að hafa áhyggjur af þvf að þetta sumarhret kvnni að
hafa slæm áhrif á garðagróður. Hafliði Jónsson, garðvrkjustjóri f Revkjavfk, sagði að Revkvfkingar
þyrftu að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur. Kuldakastið myndi aðeins hægja á vexti brumhnappanna.
Eftir 10 til 15 daga kvað hann verða óhætt að setja niður kartöflur. Við skulum vona að Hafliði reynist
sannspár.
Bretinn er samur yið sig
breytist ekkert”
99
hann
— segir Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra
MORGUNBLAÐIÐ hafði
samband við Matthfas
Bjarnason sjávarútvegs-
ráðherra f gærkvöldi og
spurði hvað hann vildi
segja um þá ákvörðun
Breta að fjölga freigátum
„Þessi ákvörðun sýnir
þvf enga breytingu til batn-
aðar hjá Bretum, og getur
vart litið vel út hjá þeim
nú, á sama tíma og þeir
hafa mikinn áhuga á 200
sjómilna efnahagslögsögu
og 100 mílna fiskveiðilög-
sögu til einkanota."
Þá sagði Matthías
Bjarnason, að ákvörðunin
gæti ekki litið vel út á al-
þjóðavettvangi og hún
myndi ekki í sjálfu sér
breyta aðgerðum Islend-
inga í landhelgismálinu.
„Bretinn er samur við sig
— hann breytist ekkert.“
S t j órn arfrum var p:
Tveir nýir dómstól-
— Lögréttur
ar
Matthfas Bjarnason
og dráttarbátum á tslands-
miðum.
Sjávarútvegsráðherra
sagði, að sýnilegt væri að
brezka stjórnin hefði látið
undan þrýstingi togaraút-
gerðarmanna og togara-
skipstjóra.
I GÆRKVÖLDI var l'agt fram á
Alþingi stjórnarfrv. um stofnun
Iveggja nýrra dómstóla, sem lagt
er til að kallist lögréttur. Skulu
dómstólar þessir aðallega starfa f
Reykjavfk og á Akureyri en um-
dæmi þeirra vera landið allt. Þeir
skulu fjalla um hin stærri mál
sem fyrsta dómsstig en um önnur
mál sem annað dómsstig, áfrýjun-
ardómstóll. Er lögrétta hefur
fjallað um mál sem áfrýjunar-
dómstóll ætti yfirleitt ekki að
mega skjóta þvf til Hæstaréttar
nema f undantekningartilvikum.
Þetta þýðir að dómsstig yrðu 3
hér á landi en hvert mál gæti þó
að jafnaði aðeins farið fyrir tvö
þeirra. Nánar verður skýrt frá
efni þessa frv. f Morgunblaðinu
sfðar.
— Ásiglingar — Ford
Breytingar á lögum um Framkvæmdastofnun:
Framkvæmdaráð lagt nið-
— Byggðadeild stofnuð
ur
RÍKISSTJÓRNIN lagði fram á
Alþingi f gær frumvarp til breyt-
inga á lögum um Framkvæmda-
stofnun rfkisins. Er frumvarp
þetta samið í samræmi við stefnu-
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá
29. ágúst 1974. Helztu breytingar
sem frv. gerir ráð fyrir eru þess-
ar:
• Framkvæmdaráðið, sem skip-
að hefur verið með sérstökum
hætti af rfkisstjórn, verður
lagt niður. 1 þess stað gerir
stjórn Framkvæmdastofnunar
tillögur til rfkisstjórnar um
ráðingu forstjóra og fram-
kvæmdastjóra deilda.
Stofnuð verður sérstök
byggðadeild í Framkvæmda-
stofnun, sem taki að sér hluta
þeirra verkefna, sem áætlana-
deild hefur haft með höndum.
Á byggðadeild að halda áfram
gerð landshlutaáætlana f sam-
hengi og samræmi við heildar-
áætlanir áætlanadeildar.
% Gert er ráð fyrir að auka veru-
lega tekjur Byggðasjóðs. 1 stað
lögbundins framlags úr rfkis-
sjóði að upphæð 100 milljónir
króna árlega næstu árin er
lagt til að ríkissjóður leggi
Byggðasjóði til fjármagn
þannig að árlegt ráðstöfunarfé
sjóðsins verði ekki lægra en
sem svarar 2% af útgjöldum
fjárlaga.
Nokkrar fleiri breytingar eru
ráðgerðar skv. frv.
Framhald af bls. 32
hættu allir togararnir veiðum, þar
sem varðskip áttu möguleika á að
sleppa inn á milli freigátnanna og
inn í togarahópinn.
Skömmu eftir kl. 22 tilkynnti
svo varðskipið Óðinn, að freigátan
Gurhka F-122 hefði gert margar
ásiglingartilraunir og í einni tókst
freigátunni að nugga sér utan f
bakborðshlið varðskipsins, en
skemmdir á varðskipinu urðu þó
sáralitlar.
Gunnar Ólafsson sagði að
nokkru síðar hefði borizt nýtt
skeyti frá Tý og rétt á eftir
annað frá Óðni. Falmouth hafði
þá tekizt að sigla aftur á Tý og í
skeyti frá skipherra varðskipsins
sagði að það væri töluvert mikið
laskað. 1 skeytinu frá Óðni kom
fram, að Gurkha hefði siglt
tvisvar enn á varðskipið.
Skemmdir á því urðu ekki miklar,
en freigátan lenti alltaf á sama
stað á því bakborðsmegin aftan
til. Hins vegar virtust varðskips-
mönnum margar stórar dældir
vera komnar í sfðu freigátunnar.
Gunnar Ólafsson sagði að-
spurður að hann ætti engin orð til
að lýsa aðför brezku freigátnanna
í gærkvöldi.
Framhald af bls. 1
Jafnframt heldur Jimmy Carter
fyrrum ríkisstjóri í Georgia áfram
harðri kosningabaráttu sinni eins
og ekkert hafi í skorizt þótt hann
virðist nú vera viss um að verða
tilnefndur forsetaefni demókrata.
Hálfgerð örvænting ríkir í
herbúðum Fords eins og sést á því
að Ron Nessen blaðafulltrúi sagði
blaðamönnum að forsetinn væri
ekki viss um sigur í heimaríki
sínu Michigan. Þar hafa
stuðningsmenn Reagans ákveðið
að hefja mikla kosningaherferð í
kjölfar unninna sigra enda yrði
Ford fyrir ægilegu sálrænu áfalli
ef hann tapaði í Michigan.
Margir sérfræðingar leiða
getum að því að Ford sigri ekki í
fyrstu atkvæðagreiðslu á
flokksþinginu i Kansas City í
ágúst og hljóti þar með ekki
útnefninguna. Ef barátta Fords
fer út um þúfur verður hann
fyrsti forseti repúblikana sem
hlýtur ekki útnefningu síðan 1884
þegar Chester Arthur var forseti.
Kosningabarátta forsetans varð
fyrir enn einu áfalli í dag þegar
stjórnin tilkynnti mikla hækkun
heildsöluverðs.