Morgunblaðið - 07.05.1976, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAl 1976
11
Sporhundar Hjálpar-
sveitarinnar skiluðu
góðu starfi á sl. ári
AÐALFUNDUR Hjálparsveitar
skáta f Revkjavík var haldinn
þann 20. marz s.l. 1 skýrslu stjórn-
ar kom fram, að sveitin var kölluð
út fimm sinnum til leitar á árinu.
Voru sporhundar hjálparsveit-
anna í Reykjavfk og Hafnarfirði
notaðir við þrjár þessara leita.
A árinu sá hjálparsveitin um
nokkra sjúkraþjónustu, mest þó í
Bláfjöllum á s.i. vetri. Á árinu
náðist jákvæður árangur í starfi
sporhundanna, að því er segir í
fréttatilkynningu frá Hjálpar-
sveitinni. Unnið er að smíði nýs
húss fyrir hundana á lóð þeirri,
sem fékkst á Álftanesi og er ráð-
gert að hundarnir geti flutt í sitt
nýja húsnæði á þessu ári.
Hjálparsveitin á nú þrjár bif-
reiðar auk snjóbíls. Ein þeirra er
orðin léleg og stendur til að kaupa
nýja á þessu ári. 1 árslok voru
starfandi félagar 70 talsins, fyrir
utan aukafélaga. Talið er að félag-
arnir skili u.þ.b. 25.000 vinnu-
stundum i þágu sveitarinnar ár-
lega.
í stjórn Hjálparsveitarinnar
eru nú: Thor B. Eggertsson, Bene-
dikt Gröndal, Sighvatur M.
Blöndahl, Arnfinnur Jónsson,
Ágúst Jóhannesson og Guðmund-
ur Ingi Haraldsson.
Starfið í Vatnaskógi
AÆTLUN fyrir starfið í sumar-
búðum KFUM I Vatnaskógi á
þessu sumri er nú tilbúin en sam-
kvæmt henni verða 10 dvalar-
flokkar í Vatnaskógi I sumar, seg-
ir I fréttatilkvnningu frá Skógar-
mönnum KFUM. Fvrsti flokkur-
inn fer til dvalar I lok maí en
starfið verður út sumarið og lýk-
ur með Biblfunámskeiði I lok
ágúst.
I júni verður Almenna kristi-
lega mótið haldið i Vatnaskógi
dagana 25.—27. og eru þangað
allir velkomnir. Þá verður í júlí
haldið mót KFUM-drengja frá öll-
um Norðurlöndum, en slík mót
hafa verið haldin í áraraðir, en
verða nú á tslandi i fyrsta skipti.
Unglingar héðan hafa einu sinni
sótt slíkt mót sem þá var haldið í
Noregi.
Um verzlunarmannahelgina
verður að venju haldið mót fyrir
pilta og stúlkur sem eru 13 ára og
eldri en slik mót hafa verið haldin
á undanförnum árum og hafa
nokkur hundruð unglingar dvalið
um þessa helgi i Vatnaskógi.
Aðalfundur sam-
taka íslenzkra
verktaka
AÐALFUNDUR Samtaka ís-
lenskra verktaka var haldinn á
Hótel Esju 3. apríl-1976. Fráfar-
andi formaður samtakanna, Páll
Hannesson verkfræðingur, setti
fundinn og flutti skýrslu stjórnar.
Aðalefni fundarins var nýafstaðn-
ir kjarasamningar ásamt áfram-
haldandi aðild að Vinnuveitenda-
sambandi Islands.
Páll Gústafsson, Aðalbraut h.f.,
var kosinn formaður samtakanna
en aðrir í stjórn eru: Ármann Örn
Armannsson, Ármannsfell h.f.
Páll Jóhannsson, Ýtutækni h.f.,
Páll Sigurjónsson, ístak h.f. og
Sigurður Sigurðsson, Loftorka
h.f.
I Vatnaskógi er nú 1 byggingu
íþróttasalur og er stefnt að því að
gera hann fokheldan fyrir næsta
vetur. Til að afla fjár var í fyrra
efnt til happdrættis en í ár voru
gefnir út sérstakir peningar úr
kopar og silfri.
Formanna-
skiptí í Félagi
pípulagninga-
meistara
Á AÐALFUNDI Félags pípulagn-
ingameistara kom m.a. fram í
skýrslu formanns að uggvænlega
horfði í byggingariðnaðinum ef
ekki rættist úr með úthlutun lóða
segir í fréttatilkynningu frá félag-
inu.
A fundinum lýsti formaður,
Benedikt J. Geirsson, því yfir að
hann gæfi ekki kost á sér til
endurkjörs enda hefði hann verið
formaður i fimm ár. Þökkuðu
fundarmenn honum frábær störf.
Á fundinum voru tveir menn
heiðraðir, þeir Tómas Jónsson og
Dagbjartur Majasson.
I stjórn Félags pípulagninga-
meistara eru nú Axel Bender, for-
maður, Bjarni Guðbrandsson,
varaformaður, Tryggvi Gíslason,
ritari, Elvar Bjarnason, gjaldkeri,
og meðstjórnandi Einar Guð-
mundsson.
LÆKJARGOTU 4
Nýkomnir samfestingar úr kakí
ogsléttflaueli, pils og vesti
úr sléttflaueli
Gott kápuúrval
., Ódýrustu buxur í bænumi!
1916
Samtökin voru stofnuð 1968 og
er aðalmarkmið þeirra: að efla
samstöðu verktaka varðandi út-
boð og samninga og samkeppni
við erlenda verktaka, að leita
samstarfs við erlenda verktaka
um framkvæmdir á íslandi, sem
teljast óvenjulegar miðað við is-
lenskar aðstæður og jafnframt að
auðvelda íslenskum verktökum
þátttöku í mannvirkjagerð
erlendis, að stuðla að aukinni
tækniþróun við mannvirkjagerð,
að vinna að stöðlum og móta
reglur fyrir útboð og samninga-
gerð.
Othar örn Petersen hdl. hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri
samtakanna og verður heimilis-
fang þeirra á skrifstofu hans að
Borgartúni 29, Reykjavik.
ÝSINGASÍMtNN ER:
22480
2R*r0unbI«t>it>
Karlakóriim Fóstbræðmi
Afmælistónleikar í Háskólabíói laugardaginn 8. maí kl. 1 4.30.
3 ópernsöngvarar
Einsöngur og tvísöngur
Hátíðakór gamalla og ungra
Fóstbræðra
5 söngstjórar
Jón Þórarinsson,
Ragnar Björnsson,
Garðar Cortes,
Jón Ásgeirsson,
Jónas Ingimundarson
Aðgöngumiðar seldir
hjá Eymundsson,
Lárusi Blöndal og við
innganginn á laugardag.
Kristinn Hallsson Sigr. E. Magnúsdóttir. Erl. Vigfússon.