Morgunblaðið - 07.05.1976, Page 12

Morgunblaðið - 07.05.1976, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7: MAl 1976 Utanríkisráðherra: Frétta leitað af bókun 6 hjá EBE Auk hafréttarmála. land- helgisstríðs við Breta, við- skiptahagsmuna okkar á Evrópumörkuðum, öryggistengsla við NATO og norrænar samvinnu, setti möguleikinn á háskóladeild frá Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi svip sinn á umræður um utanríkismál (skýrslu utanríkisráðherra) á AI- þingi í gær. Þessi háskóla- deild, ef stofnuð verður, myndi líklegast sinna rannsóknum á nýtingu jarðvarma og auðlindum hafsins; þeim fræðigrein- um, þar sem íslenzk vísindi og fræðimenn eru fremur veitendur en þiggjendur. BREYTTAR AÐSTÆÐUR I VIÐSJÁLUM HEIIVII Magnús Torfi Ólafsson (SFV) sagði þróun á sviói alþjóðamála hafa verið með þeim hætti á undanförnum árum, að við, sem og aðrar smáþjóðir, gætum frekar haldið okkar hlut í samskiptum þjóðanna. Það væri vel að þróun alþjóðamála fengi nokkurn skerf í skýrslu ráðherra, þó kaflinn þar um væri rýr í roði, því fátt væri nauðsynlegra lítilli þjóð en að fyigjast vel með framvindu al- þjóðamála, ef hún ætti að kunna fótum sínum forráð í viðsjálum heimi. Magnús Torfi ræddi þróun mála í svonefndum þriðja eða þróunarheimi, norræna sam- vinnu, sem hann taldi gagnsamari en menn gerðu sér almennt grein fyrir; þróunarsjóð Sameinuðu þjóðanna, sem við — því miður — tækjum stærri skerf frá en við veittum til hans; og þær hættur, sem stöfuðu af alþjóðlegri efna- hagskreppu og verðbólgu, sem einníg hefði skollið á okkar þjóðarskútu. Magnús Torfi ræddi sér I lagi um Háskóla Sameinuðu þjóðanna og hugsanlega þátttöku okkar i því starfi, einkum á sviði jarð- varma. Háskóladeild á því sviði hér væri ekki einugis viðurkenn- ing á ísl. vísindum, heldur hefði og efnahagslega þýðingu, varð- andi útflutning á þekkingu og verkkunnáttu íslendinga í orku- krepptum heimi, sem knúinn væri til nýrra úrræða í orkuöflun í mjög náinni framtíð. Þar næst vék MTÓ að utanríkis- þjónustu okkar og fagnaði þeirri nýbreytni að farandsendiherrar, með aðsetri í Reykjavík, þjónuðu sambandi okkar við Afríku- og Asfuríki. Þá ræddi hann haf- réttarmál og líkur á farsællega orðuðum texta nýs hafréttarsátt- mála, landhelgisdeiluna við Breta og þann sigur, sem hann taldi þar í sjónmáli. Hins vegar væri kom- inn timi til að hyggja að fram- haldinu: viðskiptahagsmunum okkar, einkum og sér í lagi á vettvangi Evrópuríkja. Bókun 6 væri enn dauður, bókstafur, ríkis- stjórnin biði átekta um frestun veiðiheimildar V-Þjóðverja og árangur af viðleitni til að fá þessa þýðingarmiklu bókun í fram- Mikill áhugi á Háskóla Sameinuðu þjóðanna í umrœðum um utanríkismál á Alþingi Farandsendiherrar — með aðsetur í Reykjavík — sinni löndum Asíu og Afríku kvæmd, okkur í hag. Þar þyrfti ríkisstjórnin að standa fast og vel i istaðinu. Þá ræddi MTÓ svo- nefnft Sonnenfeldtmál, þ.e. meinta yfirlýsingu bandarísks embættismanns um meiri sam- vinnu Rússa og Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi en þessi ríki vildu viðurkenna opinskátt. Nefndi hann sem dæmi, að þessi ríki hefðu skipt heiminum í áhrifasvæði; og Rússum, ekki síður en Bandaríkjamönnum, væri illa við hugsanlega stjórnar- aðild ítalska kommúnistaflokks- ins, vegna þess að Italía væri á umsömdu áhrifasvæði Bandaríkj- anna. Þá vék MTÓ að Nato-aðiid íslands, varnarstöðinni hér á landi, skjölum frá árinu 1949 um inngöngu okkar i Nato o.fl. í þeim dúr, sem hann taldi sýna okkur, að við yrðum að standa á eigin fótum í afstöðu okkar út á við. HASKÓLI samein- UÐU ÞJÓÐANNA A ÍSLANDI Friðjón Þórðarson (S) þakkaði utanríkisráðherra ítarlega skýrslu um utanríkismál og nána og góða samvinnu við utanríkis- málanefnd Alþingis. Gerði Frið- jón ítarlega grein fyrir starfi utanríkismálanefndar og þeim starfsreglum, sem nefndinni bæri að fara eftir. Þá ræddi hann fram- komna tillögu Gils Guðmunds- sonar til breytinga á þingsköpum, sem gerir ráð fyrir timasetningu skýrslu og umræðna um utan- ríkismál. Taldi þingmaðurinn allt eins koma til greina að í þessu efni mótaðist þinghefð eins og lögbindingin komi til — en sam- mála væri hann GG um þýðingu opinskárra umræðna um utan- ríkismál. Friðjón ræddi ítarlega um Haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna og þá framtíðarþýðingu sem hagstæður hafréttarsáttmáli hefði fyrir framtíð og heill þjóðarinnar. Vakti hann athygli á því veigamikla starfi sem full- trúar Islands hefðu unnið á þeim vettvangi undir forystu helzta ráðunautar okkar á þessu sviði, Hans G. Andersen þjóðréttar- fræðings. Vitnaði hann í mál utanríkisráðherra um líklegt orðalag hafréttartextans. Þá vék Friðjón að Háskóla Sam- einuðu þjóðanna og þeirri þýð- ingu, bæði inn á við og út á við, sem slík háskóladeild hér gæti haft, einkum og sér í lagi varð- andi þau visindasvið sem hér KINAR ÁíjCSTSSON. magnCs TORFI ÓCAFSSON. VII.BORG IIARÐARDÓTTIR. FRIÐJÓN ÞÓRÐARSON. SIGCRÐCR BLÖNDAI. bæri hvað hæst, hafrannsóknir, fiskifræðilegar rannsóknir sem og á sviði jarðvarma og jarðfræði yfirleitt. Siðan kom þingmaðurinn að átökunum við Breta, sem nú hefðu í þriðja sinn á 17 árum haldið herskipum inn i íslenzka fiskveiðilögsögu til verndar rán- yrkju m.a. ólöglegum veiðum á alfriðuðum hrygningarsvæðum og uppeldissvæðum ungfisks. Deilt væri á núverandi ríkisstjórn fyrir að fara með gát i þessum átökum en minna mætti á, að tvö hinn fyrri þorskastríð, m.a. í tíð vinstri stjórnar, hefðu ekki nægt til stjórnmálaslita við Breta; svo langt hefði ekki verið gengið fyrr en í tíð núverandi rikisstjórnar. Við yrðum að haga gjörðum okkar á þá lund, að geta svarað spurn- ingum að leikslokum, heimt af- rakstur dagstarfsins að kveldi. 1 þvi sambandi vék Friðjón og að viðskiptahagsmunum okkar, margháttuðum, sem vaka þyrfti yfir, og búa þann veg í haginn, að ekki yrði aðeins um möguleika á fiskveiðum að ræða, eða vinnslu fiskafurða, heldur jafnframt á sölu þeirra og afsetningu. Að síðustu ræddi hann öryggis- mál og þýðingu vestrænnar sam- vinnu fyrir hinn frjálsa heim og þau mannréttindi, sem mætum mest. . BREYTING A TÍMUM VINSTRI STJÓRNAR Sigurður Blöndal (k) ræddi einkum þann þátt í skýrslu utan- ríkisráðherra, sem fjallaði um Sameinuðu þjóðirnar, sem hann taldi góðan og heilbrigðan vett- vang alþjóðasamskipta. Hann taldi þörf á því að styrkja sendi- ráð okkar hjá S.Þ., einkum meðan allsherjarþing störfuðu, flytja þá starfslið milli sendiráða. Sigurður sagði ísland löngum hafa verið taglhnýting Bandaríkj- anna í utanríkismálum. Á þessu hefði þó orðið breyting til batn- aðar á timum vinstri stjórnarinn- ar, sem enn eimdi eftir af. Hann ræddi og samskipti íslands og „Jóns bola“ („sem verið hefði ribbaldi um aldir“), ónóga samúð okkar með Palestínu-Aröbum, Há- skóla S.Þ. og öryggismál okkar og talaði þar m.a. um „fimmtíu og fimm þúsund íslendinga á fjór- um fótum“ er hefðu að kjörorði: „Heldur herstöð en þorsk“! ÁHRIF „HERSTÖÐVAR“ A ÞJÓÐLÍFIÐ Vilborg Harðardóttir (k) sagði þann kafla í skýrslu utanrikisráð- herra, er fjallaði um öryggismál, bera með sér sívaxandi bygg- ingarframkvæmdir á vellinum og siaukin samskipti og þjónustu við „herinn", sem m.a. kæmi fram í æ nánari tengslum við hann á sviði slysavarna, björgunarsveita og jafnvel landhelgisgæzlu. Þessi kafli væri athyglisverðari fyrir það, sem ekki stæði í honum. Hin efnahagslegu tengsl stöðvarinnar við þjóðfélag okkar og hagsmuna- hópa I því. Hve stór hluti þjóðar- tekna okkar á rætur í veru hers- ins hér? Hve margir Islendingar starfa í raun á vegum hersins — í gegn um margháttaða þjónustu fjölda fyrirtækja í landinu? Hverjar eru til að mynda tekjur Sambands íslenzkra samvinnufé- laga, Regins hf. og Esso af „her- stöðinni“? Þessum og áþekkum spurningum hefði utanríkisráð- herra mátt svara i skýrslu sinni. BÓKUN6 OG VESTUR-ÞJÓÐVERJAR Einar Ágústsson utanríkisráð- herra sagði það matsatriði hverju sinni hvaða efnisatriði væru tekin upp í skýrslu um utanríkismál. Vera mætti að þróun alþjóðamála almennt ætti að skipa þar veg- legra rúm. ~Á hitt væri að líta að nú væri i fyrsta skipti gerð tilraun til að rekja þá þróun í utanríkismálaskýrslu til Al- þingis. Skýrslan væri fyrst og fremst byggð upp sem staðreyndaskýrsla, upptalning á helztu atburðum í utanríkis- málum, sem islenzka hagsmuni snertu, en síður lögð áherzla á að spá verulega fram í tímann. Stefna íslands væri þó skýr í þeim málum, sem mest snerta hagsmuni þess, bæði í nútíð og framtíð. Einar kvaðst sammála þeirri gagnrýni sem fram hefði komið á þátt Islands gagnvart þróunar- stofnun Sameinuðu þjóðanna. Lítt væri verjandi að þiggja þaðan fjárframlög umfram fram- lög okkar. Þessi stofnun ætti fyrst og fremst að styrkja þær þjóðir, sem verst væri á vegi staddar, til sjálfsbjargar. Engu síður væri á það að lita, að ýmis þýðingarmikil rannsóknarverkefni hér á landi væru unnin með tilstyrk frá þró- unarsjóðnum. Stöðvun þeirra myndi koma mörgum illa. Ráðherrann sagði framkvæmd- ir á Keflavíkurflugvelli miðaðar við samkomulag, sem gert hafi verið, um fækkun i liðinu, að bú- seta varnarliðsmanna yrði ein- vörðungu innan svæðis, yfirtöku Islendinga á ýmsum verkefnum o.fl. Hér væri áreiðanlega þróun í rétta átt. Hitt væri annað mál að núverandi ríkisstjórn hefði aðra stefnu en hin fyrri um brottför hersins. Sínar eigin skoðanir væru i sjálfu sér þær sömu og áður en skilyrðin önnur til að koma þeim í framkvæmd að sinni. Þá vék ráðherra að bókun 6 og samningum við V-Þjóðverja. Hann sagði frestun á veiðiheim- ildum V-Þjóðverja enn mögulega. Rétt hefði þó verið að bíða fram- vindu mála í EBE en þar hefði verið hreyfing á málinu. Sendi- herra okkar myndi á morgun (í dag) ganga á fund háttsetts embættismanns hjá EBE og væri því að vænta nýrra upplýsinga um stöðu þessa máls mjög bráð- lega. Ráðherrann. sagði verkaskipt- ingu milli utanríkisráðuneytis og viðskiptaráðuneytis að ýmsu ieyti umdeilanlega. Viðskiptasamn- ingar væru alfarið á vegum við- skiptaráðuneytis, þó að utanrikis- ráðuneytið undirritaði þá. Sér væri engin launung á að kaflinn um viðskiptamál í skýrslu sinni væri saminn í viðskiptamálaráðu- neytinu. Þá vék ráðherra að ummælum Benedikts Gröndals (A), þess efnis að við ættum i meiri og minni deilum við flestar okkar nágrannaþjóðir. Ráðherrann sagði efnislega: Ef við hefðum aldrei fært út fiskveiðilandhelgi okkar væri vinfengið efalitið nán- ara og betra. Það er hægt að vera allra vinur, með því að halda aldrei sínum hlut ef hann stang- aðist á við annarra hagsmuni. Ýmsar þjóðir, bæði í A- og V- Evrópu, sem gera tilkall til veiði- réttinda hér, hefðu efalaust vin- samlegri afstöðu til okkar, ef við hefðum ekki haldið fast á fisk- veiðihagsmunum okkar. Hitt væri rétt að vinna þyrfti að bættum samskiptum við allar þjóðir, ekki sízt helztu viðskiptaþjóðir okkar. Þá mótmælti ráðherra að utan- ríkisstefnan hefði breytzt að mun í tíð núverandi rikisstjórnar (en hann var utanríkisráðherra í fyrri rikisstjórn einnig). Afstaða sú, sem tekin hefði verið til Palestínu Araba, sem S.Bl. hefði gert að umtalsefni, hefði verið tekin af sér og á sina ábyrgð en í samráði við sendinefnd okkar og með nær samhljóða vilja hennar (einn á móti). Bæði Danmörk og Noregur hefðu tekið sömu afstöðu. Að lokum þakkaði ráðherra málefnalegar umræður og ábend- ingar, sem hann sagðist myndu taka tillit til við gerð næstu utan- ríkismálaskýrslu, ef það kæmi enn í sinn hluta að gera hana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.