Morgunblaðið - 07.05.1976, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1976
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1976
17
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavik
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, ssrr i 10100
Aðcrlstræ*i 6, sími 22480.
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
Ríkis-
fjármálin
Iræðu þeirri, sem Matthías Á.
Mathiesen, fjármálaráðherra,
flutti á Alþingi síðastliðinn mánudag,
er hann gerði grein fyrir fjáröflunar-
áformum ríkisstjórnarinar, skýrði
hann þingheimi frá afkomu ríkis
sjóðs á árinu 1975 en hún var mjög
slæm eins og kunnugt er og námu
gjöld umfram tekjur 6,5 milljörðum
króna. í ræðu fjármálaráðherra kom
ennfremur fram, að hlutfall ríkisút
gjalda af þjóðarf ramleiðslu hefur
hækkað úr 29% 1 974 í 30,3% 1 975
og er sú þróun mikið áhyggjuefni.
Síðastliðið ár var fyrsta heila fjár
lagaárið, sem núverandi rikisstjórn
hafði með höndum meðferð ríkisfjár
mála og ekki er óeðlilegt, að spurt sé
hvernig standi á svo gífurlegum
halla á fjárlögum á því ári. Rétt er að
hafa i huga i þessu sambandi að
fjárlög 1975 voru að mestu mótuð,
þegar núverandi rikisstjórn tók við
og svigrúm hennar til breytinga tak
markað Ástæðurnar til hallans eru
vafalaust margar. í þeirri æðis
gengnu verðbólgu, sem hér hefur
rikt, hefur reynzt nánast ókleift að
hafa skynsamlega stjórn á fjármálum
hins opinbera og voru þó ýmsar
tilraunir gerðar til þess á síðasta ári
að halda rikisfjármálum réttu megin
við strikið. Þannig beitti rikisstjórnin
sér fyrir nokkrum niðurskurði á út-
gjöldum ríkisins síðastliðið vor og
þegar sýnt þótti á siðastliðnu sumri,
að fjármál ríkisins mundu fara úr
böndum, beitti rikisstjórnin sér fyrir
tekjuöflun, sem átti að tryggja halla
lausan ríkisbúskap á siðasta ári, en
allt kom fyrir ekki.
Sannleikurinn er sá að þar til á
síðustu mánuðum hefur ríkisbók
haldið ekki verið fullkomnara en svo,
að það hefur ekki verið það tæki,
sem fjármálaráðherra þarf að hafa til
þess að geta séð á svipstundu, hver
þróunin er i málefnum rikissjóðs
sjálfs og einstakra rikisstofnana
Fljótlega eftir að Matthías Á.Mathie
sen tók við embætti fjármálaráð
herra, hóf hann undirbúning að um-
bótum á þessu sviði og nú er svo
komið, eins og ráðherrann skýrði frá
i ræðu sinni á Alþingi á dogunum að
nú i þessum mánuði er i fyrsta sinn
hægt i viku hverri að sjá þegar í stað,
hvernig fjárhagsstaða einstakra
ráðuneyta og rikisstofnana er. Með
þvi umbótastarfi, sem unnið hefur
verið á þessu sviði á siðustu
misserum á fjármálaráðherra nú að
geta haft mun strangara aðhald og
eftirlit með rikisfjármálum en áður.
Og árangurinn hefur ekki látið á sér
standa. Á fyrstu þremur mánuðum
þessa árs hefur náðs viðunandi jöfn
uður milli tekna og gjalda og Ijóst er,
að mjög rik áherzla verður á það
lögð, að rikisbúskapurinn verði
hallalaus i ár, enda er það ein megin-
forsenda þess, að takast megi að
ráða niðurlögum óðaverðbólgunnar.
í sambandi við þær fjáröflunarað
gerðir sem til umræðu hafa verið
undanfarna daga hafa menn mjög
varpað fram þeirri spurningu, hvers
vegna ekki hafi verið valin sú leið að
skera niður ríkisútgjöld og Morgun-
blaðið hefur m.a. ítrekað hvatt til
þess og almennt til aukins aðhalds i
ríkisfjármálum í Morgunblaðinu í
gær svarar fjármálaráðherra þeirri
spurningu blaðsins, hvers vegna
ekki hafi verið valin niðurskurðar
leiðin, þegar afla þurfti aukins fjár-
magns til þess að standa undir aukn-
um útgjöldum ríkissjóðs í viðtali
þessu vekur fjármálaráðherra athygli
á, að um 70% rikisútgjalda eru laun,
tryggingabætur, niðurgreiðslur og
lögbundin framlög og þar af nema
launaútgjöld og tryggingabætur um
51% af öllum útgjöldum ríkissjóðs,
Þetta þýðir, að dómi fjármálaráð
herra, að þessi þáttur ríkisútgjalda
yrði ekki skorinn niður nema með
stórfelldum uppsögnum opinberra
starfsmanna og / eða skerðingu á
bótum almannatrygginga og sjálfsagt
eru menn sammála um að slík leið
kemur ekki til greina. Matthías Á.
Mathíesen segir i þessu viðtali, að
þeir útgjaldaþættir sem athyglin
beinist jafnan að, þegar um niður
skurð er að tefla, séu annars vegar
almenn rekstrargjöld ríkisins en við
afgreiðslu fjárlaga i desember var
hækkun þessara rekstrargjalda tak-
mörkuð við tæp 28%f þótt verðlag
hafi hækkað almennt um 45—50%
og þvi hafi niðurskurður á þessum
rekstrarkostnaði í raun verið fram-
kvæmdur við afgreiðslu fjárlaga og
hæpið að lengra yrði komizt á þeirri
braut. Hér er um að ræða útgjöld á
borð við hita, rafmagn, húsaleigu og
annað slíkt og eru það vissulega
nokkur rök, að ekki er endalaust
hægt að skera niður útgjöld af þvi
tagi. Varðandi framlög á fjárlögum til
framkvæmda bendir fjármálaráð
herra á i viðtali þessu, að við af-
greiðslu fjárlaga hafi þessi framlög
verið takmörkuð svo mjög, að jafn-
gilt hafi 20% magnminnkun fram-
kvæmda og væri enn dregið úr þess-
um framlögum gæti það leitt til at-
vinnuleysis. Þess vegna teldi ríkis-
stjórnin ekki óhætt að ganga lengra
á þeirri braut. Loks svarar fjármála-
ráðherra þeirri spurningu, hvort ekki
hefði verið unnt að fresta fram
kvæmdum á borð við Kröfluvirkjun
og Borgarfjarðarbrú og afla á þann
hátt þeirra viðbótartekna, sem þörf
var, með því að benda á, að fram-
kvæmdir þessar eru að langmestu
leyti fjármagnaðar með lánsfé. Ef
það lánsfé yrði tekið til þeirra þarfa,
sem hér er um að ræða, væri ríkis-
sjóður kominn út á þá braut að
fjármagna rekstrarútgjöld með láns-
fé, en slíka fjármálastefnu sagði
Matthías Á. Mathiesen, að stjórnin
hefði ekki i huga að taka upp.
Eins og sjá má af þessum rökum
fjármálaráðherra er hægara um að
tala en í að komast, að skera niður
útgjöld ríkissjóðs, svo nokkru nemi.
Og til viðbótar er ástæða til að
benda á, að jafnvel þótt menn teldu
rétt að skera niður framlög til
framkvæmda við sjúkrahús skóla og
aðrar slíkar framkvæmdir er óhægt
um vik að taka slíkar ákvarðanir,
þegar komið er fram á þennan árs-
tíma. Undirbúningur þessara fram-
kvæmda yfir sumarmánuðina er
mjög vel á veg kominn. Sveitarfélög
hafa afgreitt fjárhagsáætlanir sínar á
grundvelli þess, að ríkissjóður leggi
tiltekið fé til slíkra framkvæmda.
Það er því í mörg horn að líta og
augljóst að niðurskurðarleiðin er
ekki eins auðveld og ætla mætti.
Það breytir hins vegar engu um það,
að nauðsynlegt er að hafa mjög ríkt
aðhald með ríkisútgjöldum og það er
alvarlegt mál að hlutfall ríkisútgjalda
af þjóðarframleiðslu hefur enn
aukizt. Markmiðið hlýtur að vera að
minnka það nokkuð frá þvi sem nú
er og tími til kominn, að menn geri
sér grein fyrir því, að ekki er allt
hægt að gera og takmarka verður
umsvif hins opinbera við raunveru-
lega greiðslugetu skattborgaranna.
Dr. Jóhannes Nordal á ársfundi Seðlabankans:
HÉR FER á eftir ræða sú, sem dr. Jóhannes Nordal, formaður
bankastjórnar Seðlabankans flutti á ársfundi Seðlabankans í gær:
Jóhannesar Nordals, seðlabankastjóra, formanns
bankastjórnar Seðlabankans, flutt í tilefni ársfundar
bankans 6 mai 1 976
Á fundi bankaráðs Seðlabankans, er lauk fyrir
skammri stundu, staðfesti viðskiptaráðherra reikninga
bankans fynr árið 1 975 Var þar lögð fram ársskýrsla
bankans, sem birt verður í dag, en í henni er að finna
upplýsingar bæði um reikningshreyfingar bankans
sjálfs og um þróun efnahagsmála á siðastliðnu ári í
skýrslunni er, svo sem vænta má, sérstök áherzla lögð
á þá þætti þjóðarbúskaparins, sem tengdir eru starfs-
sviði Seðlabankans, svo sem peninga- og lánsfjármál,
greiðslujafnaðar- og gengismál Ég mun nú að venju
gera fyrir hönd bankastjórnarinnar nokkra grein fyrir
efnahagsþróuninni á síðastliðnu ári, en ræða síðan um
þau úrlausnarefni, sem nú er við að fást, og þau
vandamál, sem framundan biða Hins vegar mun ég
að mestu leiða hjá mér umræður um starfsemi bank-
ans á árinu, en formaður bankaráðsins hefur þegar
gert rekstri hans og skyldum málum skil í ávarpi sínu
hér á undan
ERFITT AR
Árið 1975 reyndist íslendingum á margan hátt
þungt i skauti Efnahagsstarfsemin í umheiminum var í
öldudal fram yfir mitt árið eftir mesta samdráttarskeið
eftirstríðsáranna Og þótt á siðari helmingi ársins hafi
farið að koma fram greinileg merki þess, að tekið væri
árinu 1975 um rúmlega 8% á föstu verðlagi miðað
við árið á undan Er hér vissulega um mikið efnahags-
átak að ræða, sérstaklega þegar haft er i huga, að
þjóðarútgjöld jukust árið áður um liðlega 10% Átti
samdráttur þjóðarútgjalda að langstærstum hluta rót
sína að rekja til minni einkaneyzlu vegna lækkandi
kaupmáttar ráðstöfunartekna Minnkaði einkaneyzla á
árinu um 11%, og kom samdrátturinn einkum fram i
minni kaupum á varanlegum neyzluvarningi, svo sem
bifreiðum og heimilistækjum Samneyzla jókst hins
vegar um 2% á árinu 1975, sem er þó verulega
minna en undanfarin ár, þegar vöxtur samneyzlu hafði
yfirleitt verið nálægt 6% á ári
Fjármunamyndun er talin hafa minnkað um rúmlega
8% á árinu 1 975, og átti samdrátturinn að langmestu
leyti rætur að rekja til minni fjármunamyndunar at-
vinnuveganna, sem dróst saman um 21%. Minnkaði
fjárfestingin mest í innfluttum fiskiskipum og flutn-
ingstækjum, en veruleg lækkun varð einnig í öðrum
vélakaupum, svo og fjárfestingu i landbúnaði og
verzlun. Einnig urðu framkvæmdir við íbúðahúsabygg-
ingar nálægt 8% minni á árinu, en nálægt 4% minni
ef ekki er tekið tillit til framkvæmda á vegum Viðlaga-
sjóðs ánð 1 974
Á móti þessum samdrætti í fjármundamyndun at-
vinnuveganna og ibúðahúsabyggingum, kom svo
veruleg aukning opinberrar fjárfestingar, sem öll
stafaði af stórauknum framkvæmdum í orkumálum.
Varð heildaraukning i framkvæmdum opinberra aðila
um 16%, en orkuframkvæmdir jukust samtals um
milljórðum Skuldaaukning á árinu var því 15,2
milljarðar króna reiknað á meðalgengi ársins í árslok
námu heildarskuldir þjóðarbúsins erlendis, reiknaðar á
þágildandi gengi, nálægt 73 milljörðum króna, sem
jafngildir nálægt 330 þúsundum króna á hvert manns-
barn í landinu. Hefur skuldasöfnun þessi i för með sér
ört vaxandi greiðslubyrði, og er áætlað, að verja þurfi
18—19% af heildargjaldeyristekjum þjóðarinnar til
greiðslu afborgana og vaxta af erlendum lánum á
þessu ári. Eru horfur á, að sú byrði mpni fara enn
vaxandi, a m k næstu 3 — 4 árin
Þegar innkomnar fjármagnshreyfingar hafa verið
dregnar frá viðskiptahallanum kemur fram, að heildar-
greiðslujöfnuðurinn hafi verið óhagstæður um 4,8
milljarða króna, en það er sá hluti viðskiptahallans,
sem jafna varð með rýrnun nettó-gjaldeyrisstöðu
Seðlabankans og gjaldeyrirbankanna Var netto-
gjaldeyrisstaðan orðin neikvæð um 3,4 millja.ða í lok
ársins, reiknuð á þágildandi gengi Til þess að koma í
veg fyrir, að þessi óhagstæða þróun gjaldeyrisstöð-
unnar hefði í för með sér hættulega skerðingu á
greiðslugetu þjóðarbúsins út á við, voru af hálfu
Seðlabankans gerðar ráðstafanir til þess að jafna
gjaldeyrisútstreymið með lántökum, einkum hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Jukust gjaldeyrisskuldir
Seðlabankans samtals um 5,8 milljarða á árinu, og var
um helmingur þeirrar fjárhæðar fenginn að láni hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Með þessum hætti tókst að
koma í veg fyrir rýrnun gjaldeyrisforðans, en til hans
eru taldar allar óbundnar eignir Seðlabankans i frjáls-
um gjaldeyri, gulli og sérstökum dráttarréttindum.
Nam gjaldeyrisforðinn í árslok 8 milljörðum króna,
sem jafngildir 47 milljónum dollara Til þess að styrkja
greiðslustöðu þjóðarbúsins enn frekar gerði Seðla-
Jóhannes Nordal flytur ræSu sína á ársfundi Seðlabankans. Allir ráðherrarnir voru viðstaddir.
Beinum fjármagni og starfsorku þjóðarinnar
að þeim verkefnum, sem færa mest björg í bú
að rofa til í efnahagsmálum viða um heim, bar
þjóðarbúskapur íslendinga á árinu merki þeirrar
kreppu óhagstæðra ytri skilyrða, sem hinum almenna
efnahagssamdrætti voru samfara Eins og fleiri frum-
framleiðsluriki, sem byggja afkomu sina á útflutningi
matvæla og iðnaðarhráefna, höfðu íslendingar notið
langs tímabils velmegunar og batnandi viðskiptakjara
allt fram til ársloka 1973 Eftir það sló skyndilega i
bakseglin og bæði árin 1974 og 1975 versnuðu
viðskiptakjörin stórlega, jafnframt því sem mikillar
sölutregðu gætti á mörgum útflutningsmörkuðum. Sé
litið á árið 1975 í heild rýrnuðu viðskiptakjörin um
1 5% frá árinu á undan og voru þau þá orðin nærri
fjórðungi lakari en að meðaltali á árinu 1 973.
Ekki gat hjá þvi farið, að þessi mikla breyting ytri
skilyrða þjóðarbúskaparins hefði gagnger áhrif á þróun
þjóðarframleiðslu og þjóðartekna, bæði beint og
óbeint Þjóðhagsreikningar síðustu þriggja ára tala hér
skýrustu máli Á síðasta uppgangsárinu 1973, jukust
þjóðartekjur um 10%, þar af 6% vegna framleiðslu-
aukningar og 4% vegna batnandi viðskiptakjara Á
árinu 1974 versna viðskiptakjörin skyndilega með
þeim afleiðingum, að þjóðartekjurnar standa svo að
segja alveg í stað, þrátt fyrir rúmlega 3% framleiðslu-
aukningu Á síðasta ári sígur enn á ógæfuhliðina, en
þá minnkar þjóðarframleiðslan á föstu 1974 verðlagi
um nálægt 4%, en vegna áframhaldandi rýrnunar
viðskiptakjara lækkuðu þjóðartekjur á árinu um liðlega
8% (Rétt er að taka hér fram, að á mælikvarða 1 969
verðlags, sem við er miðað í þeim tölum, sem notaðar
eru i ársskýrslunni, er minnkun þjóðartekna nokkru
minni en þetta, eða 6,5% en i samanburði milli áranna
1974 og 1975 er raunhæfara að miða við 1974
verðlag)
Af þessari 8% lækkun þjóðartekna var því um
helmingur bein afleiðing versnandi viðskiptakjara, en
framleiðslusamdráttinn mátti einnig að verulegu leyti
rekja til áhrifa efnahagskreppunnar á afkomu fyrir-
tækja og rauntekjur almennings Ekki bætti það heldur
úr skák, að landbúnaðarframleiðsla dróst saman vegna
óhagstæðs verðurfars og litil aukning varð á sjávarafla
þrátt fyrir aukna sókn Álframleiðsla dróst einnig
verulega saman á árinu, en eini Ijósi bletturinn í
útflutningsframleiðslunni var veruleg aukning og batn-
andi afkoma annars útflutningsiðnaðar, einkum ullar-
og skinnaiðnaðar.
MIKIÐ
EFNAHAGSÁTAK
Það hefur vissulega ekki verið öfundsvert hlutverk
stjórnvalda undanfarin tvö ár að leitast við að sveigja
útgjöld þjóðarinnar til samræmis við þessa gjörbreyttu
þróun rauntekna Á árinu 1974 náðist því miður
tiltölulega lítill árangur í þessu efni. Heildareftirspurn
hélt áfram að vaxa hröðum skrefum, einkum á fyrri
helmingi ársins og jukust þjóðarútgjöld á föstu verð-
lagi um rúm 10% á árinu, þrátt fyrir stöðnun þjóðar-
tekna Þessi eftirspurnaraukning hlaut því öll að koma
fram í auknum viðskiptahalla við útlönd, sem komst á
árinu upp undur 1 2% af þjóðarframleiðslunni.
Við þessum geigvænlega viðskiptahalla og erfiðri
afkomu atvinnuveganna af völdum versnandi við-
skiptakjara, var brugðizt með margvíslegum ráðstöfun-
um í efnahagsmálum haustið 1974 og á fyrri hluta
síðasta árs Með þeim tókst að lækka þjóðarútgjöld á
meira en 60%. Birgðir sjávarafurða og landbúnaðar-
afurða til útflutnings breyttust tiltölulega lítið á árinu,
en mjög mikil aukning varð hins vegar á birgðum
Álbræðslunnar í Straumsvík Sé þessi birgðabreytingu
sleppt kemur í Ijós, að önnur þjóðarútgjöld hafa
lækkað um nálægt 10% frá árinu 1 974
Af þeim tölum, sem ég hef nú rakið um þróun
þjóðartekna og þjóðarútgjalda kemur fram, að hinn
mikli samdráttur, sem varð í neyzlu og fjárfestingu á
árinu, gerði ekki betur en að jafna þá lækkun, sem átti
sér stað i þjóðartekjum Vegna versnandi ytri skilyrða
tókst því ekki á árinu að gera betur en að halda í
horfinu varðandi viðskiptajöfnuðinn við útlönd, og
reyndist hann óhagstæður um nærri 1 2% af þjóðar-
framleiðslu annað árið í röð Mun ég nú stuttlega rekja
helztu stærðir í þróun greiðslujafnaðar á árinu 1 975
VIÐSKIPTAHALLI
Heildarverðmæti vöruútflutnings reyndust 47,4
milljarðar á meðalgengi ársins, en það samsvarar
tæplega 8% rýrnun frá fyrra ári, ef reiknað er til sama
gengis bæði árin Lækkun álútflutnings um nærri
þriðjung var hér þung á metunum, en verðmæti
útfluttra sjávarafurða lækkaði um 3% Útflutnings-
verðlag lækkaði að meðaltali um 11% frá fyrra án
miðað við fast gengi, og má því rekja allan samdrátt
útflutnmgsverðmætisins til óhagstæðra skilyrða á er-
lendum mörkuðum
Verðmæti vöruinnflutnings nam á árinu 68 milljörð-
um króna á meðalgengi ársins, en það er um 8%
lækkun miðað við árið áður, reiknað á sama gengi
Almennur innflutningur, þ.e.a.s. innflutningur að frá-
dregnum sérstökum fjárfestingarvörum til stórfram-
kvæmda og rekstrarvörum vegna álbræðslu, lækkaði
um 9% að verðmæti miðað við fast meðalgengi
Innflutningsverðlag hélt áfram að hækka á árinu, en
þó miklu hægar en árið áður, og er talið, að meðal-
hækkun þess miðað við fast meðalgengi hafi verið rúm
4%, en samkvæmt því hefur magnlækkun almenns
innflutnings numið um 13% miðað við árið 1974
Það er skýrt dæmi um þann andbyr, sem við var að
stríða i þjóðarbúskapnum á siðasta ári, að svo mikil
lækkun innflutningsmagns skuli ekki hafa nægt til að
bæta vöruviðskiptajöfnuðinn við útlönd
Samkvæmt bráðabirgðatölum viðist hallinn á
þjónustujöfnuðinum hafa numið um 780 milljónum
króna á árinu 19 75, en það er nokkur bati frá fyrra ári,
þegar þjónustujöfnuðurinn var óhagstæður um 1 300
milljónir króna, hvort tveggja reiknað á meðalgengi
ársins 1975 Heildartekjur af þjónustuviðskiptum á
árinu námu 24,7 milljörðum króna, en þjónustugjöld
25,5 milljörðum króna
Séu fyrrgreindar tölur um viðskipti með vörur og
þjónustu teknar saman, kemur í Ijós, að viðskiptahall-
inn við útlönd hefur numið 21,4 milljörðum króna á
árinu 1975, en árið áður nam hallinn um 24.3
milljörðum króna, hvort tveggja umreiknað að meðal-
viðskiptagengi siðasta árs Sem hlutfall af þjóðarfram-
leiðslu reyndist viðskiptahallinn á síðasta ári nema
1 1.5% sem er mjög lítil breyting frá fyrra ári
Um 78% af þessum mikla viðskiptahalla var
jafnaður með erlendum lántökum og öðrum fjár-
mangshreyfingum annarra aðila en gjaldeyrisbank-
anna Erlendar lántökur til langs tíma námu samtals
21,1 milljarði króna, en endurgreiðslur fastra lána 5,9
bankinn í nóvember samning við hóp erlendra banka
um 45 millj dollara lán, sem heimilt er að draga á,
hvenær sem er á þriggja ára tímabili Ekkert var notað
af þessari lánsheimild á árinu
Þótt hin mikla aukning erlendra skulda og vaxandi
greiðslubyrði vegna þeirra hljóti að vera stjórnvöldum
áhyggjuefni, er mikilvægt, að tekizt hefur að tryggja
þolanlega greiðslustöðu Seðlabankans á undanförnum
þrengingartímum Með því hefur ekki aðeins verið
unnt að bægja frá þeim voða, að íslendingar hættu að
geta staðið við erlendar skuldbindingar sínar, heldur
hefur það einnig veitt stjórnvöldum nokkurt svigrúm til
þess að beita sæmilega skipulegum hagstjórnaraðferð-
um til þess að sveigja útgjöld þjóðarbúsins að versn-
andi ytri skilyrðum, en forðast harkalegar skyndiráð-
stafanir í efnahagsmálum eða truflun frjálsra og eðli-
legra viðskipta með beinum haftaráðstöfunum
ÖR VERÐBÓLGA —
ÓHAGSTÆÐUR
GREIÐSLU-
JÖFNUÐUR
Ég hef nú gert nokkra grein fyrir heildarþróun
þjóðarbúskaparins á árinu 1975 og helztu stærðum
þjóðhagsreikninga og greiðslujafnaðar Augljóst er af
þessum tölum, að þróun þjóðartekna og viðskiptakjara
hefur aðeins örsjaldan á uhdanförnum áratugum verið
þjóðarbúskapnum óhagstæðari Það er þvi ekki auð-
velt að meta réttilega þann árangur, sem varnar-
aðgerðir i efnahagsmálum hafa skilað Þegar róið er
gegn straumi, er oft erfitt fyrir áhorfandann á ár-
bakkanum að átta sig á, hve fast er róið Og þegar
þjóðartekjur lækka um 8% á einu ári, gera menn sér
e.t.v. ekki nægilega grem fyrir þvi átaki, sem það hefur
krafizt að lækka þjóðarútgjöldin um sama hundraðs-
hluta, af því að sýnilegur árangur virðist ekki annar en
sá, að koma í veg fyrir enn frekari rýrnun viðskipta-
jafnaðarins. Ég mun ekki fara út í neinar frekari
vangaveltur um það, hvort fastar hefði mátt róa í
þessum efnum, heldur snúa mér í stað þess að þvi að
ræða nokkra meqinþætti hagstjórnar á siðastliðnu ári.
í upphafi ársins 1975 var einkum við tviþættan
efnahagsvanda að fást, öra verðbólgu og mjög óhag-
stæðan greiðslujöfnuð Áttu þessi vandamál rætur að
rekja til óhóflegrar aukningar innlendrar eftirspurnar á
árunum 1973 og 1974, mikillar erlendrar verðbólgu
og ört versnandi viðskiptakjara Þrátt fyrir lækkanir á
gengi krónunnar á árinu 1974 var afkoma atvinnuveg-
anna enn mjög erfið og eftirspurn eftir innfluttum
vörum óeðlilega mikil. í febrúar var orðið Ijóst, að
þessi vandi yrði ekki leystur með hægfara gengissigi
einu saman, og var þá gripið til þess ráðs að lækka
gengi krónunnar í einum áfanga um 20%, enda yrði
um leið reynt að tryggja árangur gengisbreytingar-
innar með samræmdum aðgerðum í fjármálum ríkis-
ins, peningamálum og kjaramálum
Vegna hinnar miklu verðbólgu, sem fyrir var, var
sérstaklega mikilvægt að verðhækkunaráhrif gengis-
breytingarinnar yrðu ekki til þess að setja á stað nýjar
víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags, sem fljótlega
hefðu eytt áhrifum hennar í þessum efnum náðist sem
betur fer mikilsverður árangur með hófsamlegum
launasamningum i marz og júni, sem m.a. fólu i sér,
að launþegar sættu siq við verulega skerðingu kaup-
máttar launa, sem nauðsynleg var til að draga úr
þjóðarútgjöldum og tryggja afkomu atvinnuveganna
Stuðlaði rikisvaldið á ýmsan hátt að þessari samnings-
gerð, m.a með lækkun beinna skatta af launatekjum
Réðu þessar ákvarðanir i kjaramálum úrslitum um
þróun eftirspurnar, atvinnu og verðlags á árinu Eftir
að fyrstu áhrif gengisbreytrngarinnar voru komin fram,
hægði smám saman á verðbólgunni, og urðu verð-
hækkanir helmingi minni á síðari árshelmingi en
hinum fyrri Síðast á árinu varð verðbólguhraðinn
jafnvel kominn niður fyrir 1 5% i samanburði við um
50% á fyrra helmingi ársins, en sá árangur náðist þó
að nokkru með verðstöðvun, sem frestaði ýmsum
óhjákvæmilegum verðhækkunum fram á þetta ár
STEFNUBREYTING
í LÁNAMÁLUM
Mikil útlánaþensla bankakerfisins og annarra lána-
stofnana og hallarekstur rikissjóðs lögðu drjúgan skerf
að hinni miklu ofþenslu eftirspurnar á árinu 1974
Stefnubreyting i þessum efnum var þvi eitt meginskil-
yrðið fyrir þvi, að unnt reyndist að minnka þjóðarút-
gjöld nægilega á árinu 1975. Reyndin varð sú, að
verulega tókst að draga úr útlánaaukningu innláns-
stofnana. Engu að siður varð heildarárangurinn i
þessum efnum minni en vonir stóðu til vegna aukins
halla á ríkisbúskapnum og mikillar útlánaaukningar
fjárfestingarlánasjóða Verður nú nánar rætt um hvern
þessara þátta fyrir sig
Á árinu 1974 höfðu útlán innlánsstofnana aukizt
um 49% og langt umfram aukningu peningamagns
og sparifjár, sem aðeins nam 28%. Leiddi þessi
útlánaþensla því til mjög erfiðrar greiðslustöðu bank-
anna og stóraukinna skulda þeirra við Seðlabankann.
Til þess að stemma stigu við þessari þróun tók
Seðlabankinn snemma á síðasta ári upp viðræður við
viðskiptabankana um timabundna útlánastöðvun, sem
þó skyldi ekki ná til endurkaupanlegra afurðalána og
reglubundinna viðbótar- og rekstrarlána framleiðsluat-
vinnuveganna. Stóð útlánastöðvunartimabilið frá 1
marz til mailoka, en síðan gerði Seðlabankinn að nýju
samkomulag við bankana um mjög þröng útlánamark-
mið í tveimur áföngum út árið Með þessum samn-
ingum og öðrum aðhaldsaðgerðum i peningamálum,
þar á meðal aukningu innlánsbindingar, tókst að halda
útlánaaukningunni mjög nálægt þeim markmiðum,
sem Seðlabankinn hafði sett. Hækkuðu heildarútlán
innlánsstofnana með meðtöldum endurseldum afurða-
lánum um aðeins 22% á árinu Sé hins vegar tekið
tillit til þess, að um 2000 millj af lausaskuldum
sjávarútvegsins við viðskiptabankana var breytt i lengri
lán við Fiskveiðasjóð fyrir milligöngu Seðlabankans, er
réttara að telja, að raunveruleg útlánaaukning innláns-
stofnanan á árinu hafi numið 26%, sem þó er nærri
því helmingi minni hlutfallsleg aukning en árið áður
Þessi breytta útlánastefna gerði innlánsstofnununum
kleift að bæta astöðu sina gagnvart Seðlabankanum
um rúmlega 600 millj. kr., ef frá er talin tilfærsla
vegna breytingar á lausaskuldum sjávarútvegsms í
löng lán.
MINNKANDI
RÁÐSTÖFUNARFÉ
BANKAKERFIS
Heildarinnlán viðskiptabanka og annarra innláns-
stofnana jukust á árinu um tæp 29%, en aukning
spariinnlána um 26,8% Er þessi vöxtur innlána
verulega minni en verðmætisaukning þjóðarfram
leiðslu milli áranna 1 974 og 1975, réiknað á verðlagi
hvors árs fyrir sig Þýðir þetta, að ráðstöfunarfé
bankakerfisins hefur farið minnkandi sem hlutfall af
þjóðarframleiðslunni Er hér um að ræða áframhald
varhugaverðrar þróunar, sem vafalaust á fyrst og
fremst rætur að rekja til áhrifa verðbólgu undanfaTinna
ára á peningalegan sparnað Séu reiknuð út ársmeðal-
töl peningamagns og sparifjár sem hlutfall af þjóðar-
framleiðslu, kemur í Ijós, að ráðstöfunarfé bankakerfis-
ins var jafngildi um 40% af þjóðarframleiðslunni á
árunum 1964—1971. Siðan hefur þetta hlutfall farið
silækkandi, og á siðastliðnu ári var það komið niður i
28%, sem samsvarar þvi, að geta bankakerfisins til að
fjármagna atvinnureksturinn i landinu hafi raunveru-
lega minnkað um nálægt eipn þriðja á siðustu fimm
árum
Seðlabankinn hélt að mestu óbreyttum reglum um
endurkaup afurða- og iðnaðarlána á árinu 1975, og
voru lán þessi hækkuð i hlutfalli við hækkað verðlag
og aukna rekstrarfjárþörf atvinnuveganna Alls
hækkuðu endurkaupin um 4,3 milljarða eða 52%
Varð aukningin hlutfallslega mest i landbúnaði, m a
vegna áhrifa áburðarverðs á verðlag afurða larid-
búnaðarins og óvenjulega mikillar slátrunar vegna
lélegs heyfengs Næstmest varð útlánaaukningin til
iðnaðar, en minnst til sjávarútvegs, enda lækkuðu
birgðir sjávarafurða á árinu Á móti auknum endur-
kaupum kom bæði aukning á bundnu fé innlánsstofn-
ana i Seðlabankanum, sem hækkaði um 2,8 milljarða
og batnandi lausafjárstaða innlánsstofnana Að öllu
samanlögðu var útstreymi fjár frá Seðlabankanum til
innlánsstofnana 1,3 milljarður á árinu, en árið áður
hafði það numið 7,3 milljörðum Áhrif þessarar lækk-
unar útstreymis fjár úr Seðlabankanum voru hins
vegar að miklu leyti þurrkuð út af óhagstæðri þróun
rikisfjármála og útstreymi fjár úr sjóðum i opinberri
vörzlu, einkum Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins
SKULDAAUKNING
RÍKISSJÓÐS OG
RÍKISSTOFNANA
Skuldaaukning ríkissjóðs og ríkisstofnana nam
samtals tæpum 6700 millj. á siðasta ári, sem var 70%
meira en árið áður Af þessari skuldaaukningu stöfuðú
rétt innan við fimm milljarðar af greiðsluhalla rikis-
sjóðs sjálfs og 1100 millj af gengisuppfærslu
Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarms og bókhalds-
hækkunum vegna gengisbreytinga Loks jukust skuldir
ríkisstofnana um rúmlega 600 millj kr Átti þessi
mikla skuldaaukning rikisaðila rikan þátt i því að draga
úr áhrifum annarra efnahaqsaðqerða á heildareftir-
spurn innanlands og greiðslujöfnuð Olli greiðsluhalli
rfkissjóðs enn meiri áhyggjum vegna þess, að gerðar
höfðu verið itrekaðar ráðstafanir til þess að bæta hag
rikissjóðs bæði með nýrri tekjuöflun og niðurskurði
útgjalda
Setja má þessar tölur í betra þjóðhagslegt samhengi
með þvi að reikna breytingar á stöðu rikissjóðs sem
hlutföll af þjóðarframleiðslu. Þá kemur i Ijós, að
heildarskuldaaukning ríkissjóðs og ríkisstofnana við
Seðlabankann nam 3,6% af verðmæti þjóðarfram
leiðslunnar á síðasta ári, en sé eingöngu miðað við
halla ríkissjóðs sjálfs, var hlutfallið 2,7% Á árinu
1974 hafði greiðsluhalli rikissjóðs hins vegar numið
2,6% af verðmæti þjóðarframleiðslunnar
Hinn þungi róður i fjármálum ríkisins undanfarin tvö
ár á augljóslega rætur að rekja til breyttra ytri að-
stæðna Á meðan þjóðartekjur og verðlag fór hvort
tveggja ört hækkandi, var rúmt svigrúm til aukningar
rikisútgjalda án hættu\á greiðsluhalla Á siðasta ári
breyttist þetta. og verðbólgan virðist þá hafa haft meiri
áhrif til aukningar á útgjöld en tekjur, jafnvel þótt reynt
hafi verið að draga úr rikisútgjöldum. Er þetta ekki
einstæð reynsla hér á landi, þvi víða um heim hefur
gengið erfiðlega að sveigja þróun ríkisbúskaparins til
samræmis við breytt ytri skilyrði Framvindan á siðasta
ári er hér gott dæmi. þar sem öll aðlögun þjóðarút-
gjalda að minkandi þjóðartekjum átti sér stað með
samdrætti einkaneyzlu og fjárfestingar fyrirtækja og
einstaklinga, en aukning varð bæði í samneyzlu og
opinberum framkvæmdum
UTLÁN FJÁRFEST-
INGARLÁNASJÓÐA
Þriðji meginþátturinn i fjármálakerfinu er starfsemi
fjárfestingarlánasjóða. sem vaxið hefur mjög ört
undanfarm ár Á siðasta ári jukust útlán fjárfestingar-
lánasjóða langt umfram það, sem að var stefnt i
upphafi ársins, eða um 68%. og hefur þá útlánum
Fiskveiðasjóðs vegna breytmgar á stuttum lánum
sjávarútvegsms i löng lán verið sleppt Dró þessi mikla
útlánaaukning vitaskuld mjög úr áhrifum af útlánaað-
haldi innlánsstofnana Það er einnig áhyggjuefni, að
vaxandi hluti útlánaaukningar fjárfestingarlánasjóða er
fjármagnaður með lántökum og að stórum hluta er-
lendis Versnandi greiðslustaða stafar m a af þvi, að
lánskjör sjóðanna hafa verið þannig, að eigið fé þeirra
hefur sifellt rýrnað Til dæmis má nefna, að eiginfjár-
hlutfall i útlánum þeirra hefur lækkað úr nálægt
fimmtungi fyrir fimm árum ofan i aðeins 6% siðustu
tvö árin Úr þessum vanda var að nokkru bætt með
endurskoðun lánskjara á síðasta ári Ný framlög ríkis-
ins hafa ekki heldur haldizt i hendur við aukna
útlánastadsemi Sé Byggðasjóði sleppt, en hann er sá
sjóður, sem fengið hefur lancfmest ný eiginfjárframlög
síðustu árin, kemur í Ijós, að í fyrra voru 63% af
útlánum sjóðanna fjármögnuð með lántökum á móti
52% árið áður. Staða einstakra fjárfestingarlánasjóða
er mjög mismunandi að þessu leyti, og er greiðslu-
staða Stofnlánadeildar landbúnaðarins sérstaklega
erfið. þar sem ný framlög nægja ekki einu sinni til þess
að standa undir greiðsluhalla hans, og útlánastarf-
semin byggist eingöngu á lántökum Fjárhagsstaða
Fiskveiðasjóðs hefur einnig farið versnandi síðustu
árin, og voru 68% af reglubundnum útlánum hans á
síðasta ári fjármögnuð með lántökum.
Framhald á bls. 14