Morgunblaðið - 07.05.1976, Side 18

Morgunblaðið - 07.05.1976, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAl 1976 — Togaramenn Framhald af bls. 1 kvaðst vera sleginn yfir því að ákveðið hefði verið að greiða ekki togaramönnum skaðabætur fyrir tekjumissi sem þeir hefðu orðið fyrir þótt vitað væri að þeir hefðu ekki getað veitt í hálfan mánuð vegna aukinna aðgerða íslenzkra varðskipa. Cairns sagði að brezka stjórnin hefði ennþá einu sinni brugðizt skuidbindingum sínum gagnvart sjómönnum sem hún hefði stöð- ugt beðið að stunda veiðar á Is- landsmiðum. 2.000 MANNA LIÐ Jón Olgeirsson ræðismaður Is- lands i Grimsby sagði, að hann hefði hitt fáa menn að máli í gær, en þeir sem hann hefðu hitt væru ánægðir með aukna flotavernd, en á hinn bóginn vildu sjómenn ekki hefja veiðar á ný fyrr en búið væri að ákveða skaðabætur til þeirra vegna tapaðra veiði- daga. Þá sagði hann að nú væru yfir 2000 menn frá brezka flotanum eingöngu bundnir við vernd tog- ara á Islandsmiðum. Haft var eftir áreiðanlegum heimildum í London að ákveðið hefði verið að auka flotaverndina þrátt fyrir andstöðu yfirmanna brezka herafians. Samkvæmt heimildum í brezku stjórninni nemur kostnaður af viðgerðum á brezkum freigátum eftir árekstra við íslenzk varðskip einni milljón punda. AÐAL FRÉTTAEFNIÐ Helgi Ágústsson starfsmaður Is- landsdeildar norska sendiráðsins í London sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi, að hann hefði fengið staðfest að freigát- urnar Tartar og Salizbury yrðu nú sendar á íslandsmið, auk þess sem dráttarbátur yrði tekinn á leigu. „Það fara engar sögur af því hve mikinn fjárhagslegan styrk togaramenn vilja fá, en Peart sjávarútvegsmálaráðherra Breta sagði í þinginu i dag, að athuga mætti með styrk til handa togarasjómönnum síðar.“ Þá sagði Helgi, að mikið hefði verið fjallað um þorskastríðið í brezkum fjölmiðlum í gær. Síð- ustu atburðir á íslandsmiðum hefðu verið aðalefni sjónvarps- stöðva og eldri myndir, — eins og t.d. er Leander sigldi á Þór — endursýndar. Þá væri mikið skrif- að um málið í blöðunum t.d. væri fjallað um málið í leiðurum Tim- es, Guardian og Daily Mail. í leiðara Daily Mail segir m.a. „I nafni Nelsons! Hvað eigum við að gera ef raunverulegt stríð brýst út? Eigum við kannski að vera með kíkirinn fyrir blinda auganu?“ I mörgum blaðanna er farið niðrandi orðum um brezka flot- ann og Daily Telegraph skýrir frá því, að búið sé að aflýsa flota- heimsókn til Bandaríkjanna í til- efni 200 ára afmælisins í sumar, vegna þess hve mörg skip eru bundin á íslandsmiðum. Helgi sagði, að í Guardian væri vikið að Isiendingum og sagt, að þeir hefðu samúð allra, en íslend- ingar hefðu misnotað þá samúð með því að útiloka brezka togara á hefðbundnum fiskimiðum þeirra. Times fjallar um stefnu Efna- hagsbandalagslandanna í fisk- veiðimálum og hvetur til að Bret- ar skýri EBE þjóðunum frá, að þeir muni verja sína landhelgi, er hún hefði verið færð út. I Daily Mirror er skopmynd af freigátunni HMS Codpiece, þar sem sjóliðar eru á verði og horfa út yfir hafið. Einn segir: „Skyldu EBE þjóðirnar ætla sér að nota sömu aðferð og Islendingar?“ Þá sagði Helgi, að Daily Mirror fjallaði nokkuð um hið mikla tap útgerðarinnar og aukna sókn ís- lendinga sfðustu vikur og er sagt að íslendingar geti nánast fagnað sigri. ORÐSENDING PEARTS Þegar Peart ráðherra hafði flutt yfirlýsingu sína f Neðri mál- stofunni sagði James Johnson frá Hull að sú fullyrðing „íslenzku landhelgisgæzlunnar" að Bretar hefðu tapað þorskastríðinu væri „codswallop". Aðspurður hvort erlend fiskiskip lækkuðu verð á brezkum fiskmarkaði sagði Peart að Bretar flyttu ekki inn fisk frá öðrum löndum. Hann kvaðst hafa rætt málið við norsku stjórnina og taldi að komizt hefðu verið að viðunandi samkomulagi við Norð- menn. Seinna birti Peart texta orð- sendingar sem hann sendi togara- skipstjórum og hún var svohljóð- andi: „Ég lofaði því á þriðjudags- kvöld að stjórnin mundi skýra kkur frá ákvörðun sinni í dag. Eg get sagt ykkur nú að við ætlum að auka vernd okkar við Island. Tvær freigátur til viðbótar verða komnar til gæzlustarfa á mánu- dag þannig að þær verða sex alls og ráðuneyti mitt sendir annað verndarskip. Engin ákvörðun hef- ur verið tekin um bætur en ég er þess fullviss að sú vernd sem sjó- herinn mun nú geta veitt ykkur verði nóg til þess að hægt verði að hefja aftur veiðar sem borga sig við island eins og áður.“ KRÖFUR RÆDDAR I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Tom Neilson, fram- kvæmdastjóri félags yfirmanna á togurum: „Mér skilst að við séum að senda fleiri freigátur og dráttar- báta til íslands. Ég hef ekki haft samband við sjómennina á Islandsmiðum í dag, svo ég veit ekki hvort þeir eru að biðja um bætur fyrir aflamissi. Ég er viss um að þeir fagna aukinni vernd, en ég held ekki að þeir hafi verið aó veiðum i dag. Mér skilst að kröfur þeirra um bætur hafi verið lagðar fyrir yfirmennina á gæzlu- skipunum, og síðan fyrir Fred Peart fiskimálaráðherra. Það var ráðherrafundur í London í dag, og þar hafa kröfurnar verið rædd- ar, en þær hafa ekki verið birtar. Eftir er að ræða kröfurnar frekar, að því er ég bezt veit. Það breytir raunar engu hvort fallizt verður á kröfur sjómanna af þeirri einföldu ástæðu að við erum neyddir til að veiða á Islandsmiðum. Við getum ekki sent togarana neitt annað. Það er allur vandinn. Ef við gætum sent þá eitthvað annað, gerðum við það. Þíð þekkið Bretana. Þeir berjast af ánægju séu þeir til þess neyddir. Og ég get fullvissað.ykk- ur um að fiskimenn okkar gera það. Þetta er skiljanlegt, þvi hér er um lífsbjörg okkar að ræða. Ég er fiskimaður. Ég var fiskimaður í 34 ár. Við getum ekki farið frá Islandi, því ef við förum frá íslandi, getum við ekki farið neitt annað. Og eini koSturinn, sem við ættum eftir væri að Ienda í bið- röðinni eftir atvinnuleysisbótum. Við skulum tala hreint út. Við erum vinir Islendinga. Við eigum vini á islandi, á Seyðisfirði, Norð- firði. Við hljótum að geta setzt að samningaborðinu og fundið ein- hverja lausn. Það er að sjálfsögðu erfitt, en okkur hefur tekizt það tvisvar áður. Sjálfur var ég í Hafnarfirði og Reykjavík á stríðsárunum á fisk- flutningaskipi. Ég eignaðist góða vini á islandi. Við verðum að lifa og láta lifa. Þið viljið lifa, og það viljum við. Og brezka húsmóðirin vill sinn þorsk, og eini staðurinn til að fá hann er tsland. Ég er ekki sammála því að lítið sé eftir af honum. Við vonum innilega að eitthvað verði gert til að þessir fulltrúar okkar geti setzt að samninga- borðinu á ný. Þetta er ekki deila fiskimanna. Þetta er deila stjórn- málamannanna, og við trúum því að við ættum að setjast að samningaborðinu og berja þar saman einhverja lausn, sem væri öllum til hagsbóta." STJÓRNAR- FUNDURINN Peart skýrði frá ákvörðumnni um aukna flotavernd þegar brezkir ráðherrar sem hafa fjall- að um þorskastríðið höfðu setið fundi undir forsæti James Callaghans forsætisráðherra í Downing-stræti 10 um morguninn eins og ráðgert hafði verið til að taka afstöðu til kröfu brezkra togaramanna um aukna vernd. Eftir fundinn ræddi Fred Peart landbúnaðar- og sjávarútvegs- málaráðherra við fulltrúa sjávar- útvegsins. Það var varnarmála- og utan- ríkismálanefnd stjórnarinnar sem var boðuð til fundarins og hann sátu auk Callaghans og Pearts þeir Roy Hattersley vara- utanríkisráðherra, Roy Mason landvarnaráðherra, Bruce Millan Skotlandsmálaráðherra, Michael Foot, leiðtogi Verkamannaflokks- ins í Neðri málstofunni, dóms- málaráðherrann, sem sér um laga- lega hlið málsins, fleiri ráðherrar og yfirmenn úr heraflanum. Anthony Crosland utanríkisráð- herra sat ekki fundinn þar sem hann er i heimsókn í Kína. BÓTAKRÖFURNAR Áður en Peart boðaði aukna flotavernd var haft eftir heimild- um í brezka flotanum að síðustu aðgerðir tslendinga hefðu verið mjög árangursrfkar og lítið gagn yrði af fleiri freigátum til að vega upp á móti þeim. I því sambandi var bent á lítinn afla togara sem eru nýkomnir af miðunum við ísland. Sagt er að þeir hafi aðeins landað um 100 kittum miðað við 1200 áður vegna síðustu aðgerða fslenzku varð- skipanna. Kostnaðurinn við að senda togara á Islandsmið er 1500 pund á dag og alls kostar veiði- ferðin 27—30.000 pund. Það mikla tekjutap sem togara- menn sjá þannig fram á varð til þess að þeir kröfðust skattfrjálsra skaðabóta fyrir veiðitap og þar sem hvergi var minnzt á bætur þegar Peart hét því í skeyti til þeirra á miðvikudag að svara kröfum þeirra um aukna vernd ákváðu þeir að sigla út úr 200 milunum við Island samkvæmt heimildum í brezkum sjávarút- vegi. 25% I SLIPP Togaramenn halda því fram að brezki flotinn hafi dregið úr verndaraðgerðum sínum eftir árekstur HMS Naiad og Týs. Naiad var níunda brezka herskip- ið sem lenti f árekstri á miðunum og togaramenn segja að það hafi orðið til þess að brezku skip- herrarnir hafi fengið skipun frá Whitehall um að fara gætilega. Átján brezk herskip hafa tekið þátt í aðgerðunum í þorskastríð- inu er ganga undir heitinu „Operation Dewey“ eða um það bil 30 af hundraði freigátuflota Breta. 25% til viðbótar eru í slipp eða á skrá um varaskip og það hefur rennt stoðum undir þær fullyrðingar að brezki sjóherinn sé tregur til að senda fleiri frei- gátur til Islands. „EKKI UPPGJÖF“ Áður en Peart ráðherra gaf yfirlýsingu sfna sagði Walter Clegg, þingmaður thaldsflokksins frá North Fylde, sem er sjávarút- vegskjördæmi, að hann vildi að togaramönnum yrði sagt: „Ef flotaverndin er ekki fullnægjandi á hafinu umhverfis tsland skuluð þið halda ykkur fyrir utan 200 mílurnar." Clegg kvaðst ekki vilja að lífum togaramanna yrði stefnt i hættu, „en ég er ekki sammála því að íslendingar hafi unnið þorska- striðið og að við eigum einfald- lega að gefast upp,“ bætti hann við. Hann kvaðst vona að Peart héti verulega aukinni flotavernd og sagði að ef freigáturnar væru ekki nógu margar eða óhentugar yrði reynt að finna önnur skip sem gætu veitt nægilega vernd. MISSKILNINGUR I tilefni fréttar í blaðinu í gær þess efnis að Roy Hattersley vara- utanríkisráðherra hefði gert 5 — 6 tilraunir til að hafa samband við Islendinga í þvf skyni að reyna að ieysa fiskveiðideiluna, sneri blað- ið sér til Uptons, blaðafulltrúa brezka utanríkisráðuneytisins. Sagði Upton að hér væri um mis- skilning að ræða, því Hattersley hefði aðeins verið að benda á fyrri tilraunir til samninga sem allar voru gerðar áður en tslend- ingar slitu stjórnmálasambandi við Breta. Það hefðu verið þær tilraunir, sem Hattersley hefði átt við. YFIRLVSING HATTERSLEYS Auk Pearts landbúnaðarráð- herra flutti Roy Hattersley vara- utanríkisráðherra yfirlýsingu um sjávarútvegsmál í Neðri málstof- unni i dag en hún fjallaði um Breta og Efnahagsbandalagið. Hann skýrði frá því að hann hefði vakið máls á sameiginlegri stefnu EBE í fiskveiðimálum á ráðherrafundi bandalagsins í Brussel á mánudag og þriðjudag og hvatt til skjótra aðgerða í mál- inu sem þyrfti að vinna nákvæm- lega og kanna frá öllum hliðum. Hann kvaðst sérstaklega hafa rætt um þá einkalögsögu sem Bretar þyrftu, hve stór hún ætti að vera og hvernig henni yrði háttað. Hann sagði að þetta mál yrði rætt nánar í einstökum atrið- um þar til næsti ráðherrafundur yrði haldinn. Hattersley sagði jafnframt að ekki væri stætt á kröfum brezka sjávarútvegsins um eitt hundrað mílna lögsögu, þegar hann svar- aði gagnrýni þingmanna á beiðni um fimmtíu mílna lögsögu í við- ræðunum um fiskistefnu EBE. Hattersley sagði að hægt yrði að veiða mest allán fisk sem þyrfti til að tryggja afkomu brezka sjávarútvegsins á því svæði sem hann hefði greint frá á fundinum. Hann taldi ekki að 100 mílna lög- sagan væri nauðsynleg til að tryggja afkomu útvegsins. — Dr. Jóhannes Framhald af bls. 32 0 Alþingi og rfkisstjórn hafa ekki markað ákveðna stefnu varðandi hugsanlegar veiði- takmarkanir. Ekki er hægt að taka skynsamlegar ákvarðanir um friðunarað- gerðir nema áður hafi verið lagt efnahagslegt mat á kostnað og ávinning friðun- arleiða. Enginn ástæða er til að ætla að aukinn sjávarafli létti róðurinn I efnahags- málum á næstu árum. 0 Nú er enn brýnna en áður að þurrka viðskiptahallann við útlönd út á þremur til fjór- um árum. Það tekst ekki nema þróun þjóðarútgjalda verði settar mjög þröngar skorður. Á þessu ári verður að lækka þjóðarútgjöld um nálægt 4% til þess að hægt verði að lækka viðskipta- hallann, þar sem ekki er að vænta aukningar þjóðar- tekna. 0 Breyta verður stefnunni f fjárfestingar- og atvinnu- málum og hinu takmarkaða fjármagni, sem er til ráð- stöfunar, verður að beina til þeirra greina sem bezt skil- yrði hafa til arðbærrar framleiðsluaukningar og út- flutning. Mikilvægur þáttur í þvf er endurskoðun á starf- semi lánakerfisins og fjár- magnsmarkaðsins. 0 Öðelilega stór hluti fjár- magnsins hefur runnið til hinna hefðbundnu atvinnu- vega á kostnað iðnaðar- og þjónustustarfsemi. Á sl. ári fóru 58% af atvinnuvegaút- lánum fjárfestingarlána- sjóða til sjávarútvegs og 17% til landbúnaðar en í báðum greinum hefur verið tiltölulega Iftil framleiðslu- aukning I nokkur ár. Aðeins 15% fóru til almenns iðnað- ar, sem þó hefur verið einn helzti vaxtarbroddur þjóðar- búskaparins undanfarin ár. 0 Ef tryggja á hagvöxt næstu ár verður að breyta þessu og mikilvægasta skrefið í þvf skyni er að jafna lánskjör milli allra greina atvinnu- Iffsins. 0 Hvetja þarf til aukinnar innlendrar fjármagnsmynd- unar er geti verið grundvöll- ur arðbærrar fjárfestingar. Mikilvægasta skilyrðið fyrir auknum peningalegum sparnaði er að tryggja eigendum sparifjár, Iffeyris- sjóðum og öðrum fjármagnseigendum eðli- legan afraksíur af fé sfnu með tilliti til verðbólgu- þróunar og annarra fjár- festingarfyrirtækja. 0 Nauðsynlegt er að endur- skoða allar reglur um skatt- lagningu innlána og annarra sparnaðarforma til þess að tryggja eigendum og notendum fjármagns, sem jafnast aðstöðu á fjármagns- markaði. Sérstök athygli er vakin á mismunandi skatta- meðferð ólfkra sparnaðar- forma. Sum, svo sem inn- stæður f bönkum og rfkis- skuldabréf, njóta algers skattfrelsis en önnur eru skattlögð að fullu svo sem hlutabréf og skuldabréf gef- in út af einstaklingum eða fyrirtækjum. 0 Þótt nokkuð hafi áunnizt fer þvf fjarri, að f fjárfestingar- málum og opinberum fram- kvæmdum hafi verið tekið nægilegt tillit til gjörbreyt- ingar á stöðu þjóðarbúsins á sl. tveimur árum. Endur- skoðun stefnunnar I þessum efnum á grundvelli raunsæs mats á þróunarmöguleikum þjóðarbúsins er eitt mikil- vægasta verkefnið, sem framundan bfður I stjórn efnahagsmála. — Deilur Framhald af bls. 3 tveimur atkvæðum Jóhanns Frið- finnssonar og Sigurbjargar Axels- dóttur sem létu gera eftirfarandi bókun með atkvæðum sínum: „Við höfum alltaf litið svo á, eins og flestir bæjarbúar, að ástæðan fyrir mótatkvæðum fyrrverandi forseta bæjarstjórnar, Sigurgeirs Kristjánssonar, gegn framhalds- ráðningu Magnúsar H. Magnús- sonar bæjarstjóra eftir 8 ára setu hans í því starfi auk 12 mánaða reynslutíma þar á eftir, sem leiddi til slita 9 ára vinstra meiri- hlutasamstarfs sl. sumar, hafi fyrst og fremst verið gerð í mót- mælaskyni og til að lýsa van- trausti og óánægju með yfirstjórn bæjarmála kaupstaðarins. Með þessu sýndi fyrrverandi forseti bæjarstjórnar þá nauðsynlegu ábyrgðartilfinningu sem bæjar- fulltrúum ber að hafa, nefnilega að setja hagsmuni bæjarfélagsins ofar þröngum klíkusjónarmiðum, er framar öllu virðast þjóna þeim tilgangi að hygla ákveðnum aðil- um, er í krafti embætta sinna leyfa sér jafnvel að láta greiða sér út stórar fjárfúlgur úr bæjarsjóði án tilskilinnar samþykktar bæjar- stjprnar. Við teljum að aldrei hafi verið meiri ástæða en einmitt nú til að veita bæjarfélaginu ábyrga og örugga forystu, og unnum að því, til að endurvekja traustið inn á við og út á við, með hliðsjón af erfiðleikunum, einkum fjárhags- legum, sem að steðja við endur- reisn og uppbyggingu sem verður að miðast við það að Eyjabúum sé ekki íþyngt umfram landsmenn. Fyrst og fremst þess vegna vilj- um við ekki stuðla að viðhaldi og auknum áhrifum þeirra afla, sem ýta átti til hliðar s.l. sumar af fullri nauðsyn og munum því greiða atkvæði gegn ráðningu Páls Zóphoníassonar I stöðu bæj- arstjóra, sem bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins sækja af ofur- kappi að nái fram að ganga til að tryggja aðstöðu sína og sinna I væntanlegu nýju vinstra sam- starfi." Morgunblaðið hafði samband við Sigurð Sigurjónsson skipstjóra i Vestmannaeyjum og ynnti hann eftir sölu á skuldabréfinu til Georgs H. Tryggvasonar bæjar- lögfræðings og innheimtustjóra. Kvaðst Sigurður hafa selt Georg bréfið á sínum tíma með tölu- verðum afföllum og hefði verið langt frá þvi að hann hafi fengið greitt nafnverð fyrir bréfið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.