Morgunblaðið - 07.05.1976, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.05.1976, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAl 1976 Móðir okkar EGGERTSÍNA EGGERTSDÓTTIR, Sogavegi 124 andaðist í Landakotsspítalanum þ 5 maí Elmborg Guðjónsdóttir Helga Guðjónsdóttir Áslaug Guðjónsdóttir Guðbjöm Guðjónsson + Eiginmaður minn, GÍSLI INGIMUNDARSON. Stóragerði 34, lézt í 8orgarspítalanum miðvikudaginn 5 mai Helga Bjarnadóttir. + Eigmkona min og móðir okkar JÖRGÍNA JÚLÍUSDÓTTIR, andaðist 5 maí. Jarðarförin ákveðin síðar Ólafur Björnsson, Júlíus Ólafsson, Alma Ólafsdóttir. + Maðurinn minn, INGIBERGUR GUÐMUNDSSON, Selvogsgötu 1 6, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, laugardaginn 8 maí kl 1 1 f.h. Fyrir hönd föður, barna, stjúpsona og barnabarna, Guðrún Esther Halldórsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ODDSDÓTTIR, Suðurgötu 13, Sandgerði, verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju, laugardaginn 8 maí kl 2 Ferð verður frá heimili hinnar látnu kl 1.30 Fyrir hönd vandamanna, Ólafur Ögmundsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför UNNAR Þ. JÓNSDÓTTUR, Rofabæ 29. Reynir Sigurðsson, Sigurður Reynisson, Ragna Þórðardóttir, Karl Sigurðsson, og systkini hinnar látnu. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar og systur INGIBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR, frá Vík í Mýrdal, til heimilis Grænuhlíð 4, Reykjavik, Einar Sigurðsson, Sigrún Sigurðardóttir. Edda Fortier og systur hinnar látnu. + Þökkum samúð og vinarþel við andlát og útför SIGURÐARÁGÚSTSONAR fyrrv. alþingismanns Stykkishólmi Sérstakar þakkir færum víð hreppsnefnd Stykkishólms fyrir marghátt* aða rausn og vinsemd við útförina Sömuleiðis þakkast sérstaklega öllum þeim, sem lögðu á sig erfiðar ferðir til að vera viðstaddir Hjartans þakkir fyrir allan hlýhug Ingibjörg Helgadóttir, Rakel og Ágúst Sigurðsson. Valtýr Brandsson Kirkjufelli - Minning Útför + ODDNÝJAR S. WIIUM frá Fagradal, fer fram frá Vopnafjaðarkirkju, kl. 14 30. laugardaginn 8 þ.m. Inga Wiium, Þórdís Wiium Smith Ralp Smith. Guðbjörg Wiium, Magnús Guðmundsson, Ásta Wiium, Haukur Snorrason, Elsa Wiium, Ástráður Þórðarson, börn og barnabörn Fæddur 3. júní 1901. Dáinn 1. aprfl 1976. Valtýr Brandsson Kirkjufelli Vestmannaeyjum var fæddur að Önundarhorni Austur-Eyja- fjöllum 3. júní 1901. Foreldrar hans voru hjónin Brandur Ingi- mundarson og Jóhanna Jónsdótt- ir. Þau hjón höfðu bæði misst maka sína, er þau giftust. Brandur var ættaður úr Eyja- fjallasveit og hafði áður búið að Krókvelli. Hann var sonur Sigríðar Jónsdóttur ljósu, sem þekkt var þar um sveitir á sinni tíð fyrir ljósmóðurstörf. Má lesa um Sigríði og ætt Brands í Eyfellskum sögnum. Föður sinn missti Brandur ungur, drukknaði hann við Eyjafjallasand. Jóhanna Jónsdóttir var ættuð frá Hlið í Skaftártungu. Foreldrar Valtýs voru bæði traust og vel látin í sinni sveit og höfðu hvort átt 5 og 6 börn i fyrra hjónabandi. Börn Jóhönnu og fyrri manns hennar Valtýs Jóns- sonar ólust upp að Önundarhorni og var því systkinahöpurinn stór. Brandur og Jóhanna áttu saman þrjú börn, sem upp komust, Valtý, sem hér er minnst, Guðrúnu og Eggert, sem búsett eru í Reykjavík. Valtýr mun snemma hafa orðið að taka til hendinni og kornungur fór hann að skjótast i róðra á smáferjum út frá Eyjafjallasandi. Á uppvaxtarárum hans undir Eyjafjöllum var þar fjölmenni ungra, harðfrískra manna, sem margir völdu sjómennsku að lífs- starfi og urðu síðar þekktir sjó- sóknarar frá Vestmannaeyjum. Fyrstu fangbrögð þeirra við Ægi voru í sjóferðum frá Eyjafjalla- vörum. I sjóferðum þessum kom strax fram glaðlyndi, snerpa og kjarkur Valtýs í lífsbaráttunni, svo að í minnum var haft. Sigurjón Ingvarsson, fyrrum skipstjóri í Vestmannaeyjum, hefur brugðið upp skemmtilegri mynd af þess- um róðrum æskumanna í Eyja- fjallasveit í bókinni Öruggt var áralag, sem Haraldur Guðnason bókavörður skráði. Valtýr mun hafa erft léttlyndi Brands föður síns, sem var lýst svo, að hann hafi verið „glaðbeitt- ur, fróður og ræðinn og hafi vel kunnað að hga orðum sínum“. Valtýr Brandsson kom til vers í Vestmannaeyjum stuttu eftir fermingu og var þá til húsa að Garðsstöðum hjá hálfsystur sinni Auðbjörgu Valtýsdóttur og manni hennar Ölafi Eyjólfssyni. Valtýr var beitingadrengur á vélbátnum Kára VE 123, sem Ölafur gerði þá út. Upp frá því var hann á hverri. vetrarvertíð í Vestmannaeyjum, unz hann fluttist þangað alkominn nokkru fyrir 1930. Hinn 1. nóvember 1929 kvænt- ist Valtýr Ástu Guðjónsdóttur frá Króktúni í Hvolhreppi. Hjóna- band þeirra var alla tíð hið ástúð- legasta. Þau voru sérstaklega samhent og stóð Ásta með sfnu hægláta fasi styrk og dugmikil með manni sínum í oft harðri og erfiðri lífsbaráttu, því að barna- hópurinn stækkaði ört og árferði var erfitt. Þau hjón, Ásta og Valtýr, eignuðust 12 börn saman og ólu auk þess upp dótturdóttur. Kom- ust 10 barna þeirra til fullorðins- ára og eru þau öll hið mesta dugnaðar- og myndarfólk. Afkomendur þeirra Valtýs og Ástu eru nú 45 að tölu. Það má nærri geta að oft hefur það verið ærið verkefni að sjá hinni stóru fjölskyldu farborða, en þau hjón voru samtaka og vinnusöm og komust því vel af. Þau voru framur veitandi, bæði hjartahlý og gestrisin og þrátt fyrir lftið húspláss voru iðulega gestir hjá þeim af landi. Sannað- ist þar hið fornkveðna, að þar sem er hjartarúm er einnig til nóg húsrými. Valtýr reri nokkrar vetrar- vertíðir, en eftir 1935 sneri hann sér að landvinnu og búskap. Þau hjón höfðu lengi eina og tvær kýr ásamt garðrækt, sem þau hugsuðu um með daglegum störfum Valtýs. í fjöldamörg ár vann Valtýr hjá Vestmannaeyjakaup- stað við margvfsleg störf og hafði umsjón með göturæsum og frá- rennsli bæjarins, sem getur verið vandasamt verk. Þegar börn þeirra hjóna kom- ust á legg, hjálpuðu þau strax til við heimilið. Skömmu eftir lok heimsstyrjaldarinnar innréttaði og lagfærði Valtýr gamlan bragga og valdi sér bæjarstæði f Löngu- lág ofan Landakirkju. Miðað við fyrri aðstæðpr og kröfur tímans var þetta rúmgott og notalegt hús- næði. Valtýr nefndi hús sitt Kirkjufell og var við það kennd- ur. Staðurinn lá þá nokkuð utan bæjarins og leið fjölskyldunni þarna vel. Nokkru síðar byggði Valtýr í næsta nágrenni vandað tveggja hæða íbúðarhús við Strembugötu 10. Þegar litið er yfir ævi Valtýs Brandssonar, kemur fram í hug- ann, að ekki er það lítið, sem fólk eins og hann og Ásta kona hans hafa lagt til sinnar þjóðar á langri ævi með uppeldi margra barna og þrotlausri vinnu við að sjá sér og sínum farborða. Valtýr gat á ytra borði virzt ókunnugum hrjúfur. Þeim, sem voru honum andsnúnir, sagði hann skorinort sína meiningu, því að maðurinn var hreinskilinn og talaði aldrei neitt tæpitungumál eða þvert um hug sinn. Undir sló heitt og viðkvæmt hjarta. Hann breiddi iðulegast yfir næma, öra lund og heitar tilfinningar með kaldara látæði og fasi. Ef eitthvað amaði að hjá skyldum eða vanda- lausum var hann alltaf fyrsti maður til að rétta hjálparhönd. Hann fórnaði fjölskyldu sinni öllum kröftum sínum og unni mjög konu sinni, börnum og barnabörnum. Valtýr var vinur vina sinna og frændrækinn. Eins og fleiri Eyfellingar var hann bundinn órofa böndum við sveit- ina sfna fögru sunnan undir jökli og Steinafjalli. Á vettvangi lífsins var Valtýr vígreifur til hinztu stundar, hress og kátur. Snemma á útmánuði þessa langa og erfiða vetrar, hrakaði skyndilega heilsu hans og hinn 1. april s.l. andaðist Valtýr á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. 1 Valtýr Brandsson var jarð- sunginn frá Landakirkju hinn 10. apríl að viðstöddu fjölmenni. Við frændur á fastalandinu vottum eftirlifandi eiginkonu Valtýs, frú Ástu, börnum þeirra og ættmönnum öllum, innilega samúð við andlát hans. Blessuð sé minning Valtýs Brandssonar. Guðjón Ármann Evjólfsson. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast biaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsbiaði, að berast f síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. Guðmundur M. Kjartansson verkamaður - Minningarorð Fæddur 28. september 1900 Dáinn 2. maí 1976. Oft vill það verða, að þeir menn sem vinna störf sín í kyrrþey, hljóta ekki þá viðurkenningu, sem þeir eiga skilið, oft er þessum mönnum gleymt. Afi minn, Guðmundur M. Kjart- ansson, var verkamaður alla sína ævi og vann störf sín af mikilli samviskusemi. Sem dæmi um hans miklu ósérhlffni vil ég nefna að enda þótt hann veiktist af berklum fyrir rúmum 30 árum og annað lungað hafi verið óstarf- hæft eftir það, þá stundaði hann vinnu sína án þess að nokkur dagur félli úr og lét hvorki fá- tækt, veikindi né aðra erfiðleika buga sig. f mörg ár vann hann fullan vinnudag, jafnframt því að hjúkra rúmliggjandi eiginkonu sinni, Katrínu Jónsdóttur. Þrátt fyrir það mikla erfiði sem hann lagði á sig, kvartaði hann aldrei. Síðustu árin dvaldi hann hjá dóttur sinni. Heilsu hans hafði hrakað töluvert, en þó var hann ætíð jafn hlýr og glaðlegur í við- móti. Og alltaf var hann jafn inni- lega þakklátur þeim sem eitthvað gerðu fyrir hann. Fannst mér það sýna vel hve góðan mann hann hafði að geyma. Nú þegar afi er horfinn úr jarð- nesku lífi vil ég ásamt bræðrum mínum þakka honum fyrir allar þær ánægjulegu stundir, sem við höfum átt saman. Okkur verður hugsað til ömmu okkar og biðjum Guð að veita henni styrk á erfiðri stundu. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég afa. Blessuð sé minning hans. Björgvin Björgvinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.