Morgunblaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.05.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAl 1976 Opin keppni í Leirunni UM næstkomandi helgi, laugar- dag og sunnudag, fer fram opin golfkeppni á Hólmsvelli í Leiru. Þetta er svonefnd Dunlop-keppni, sem Golfklúbbur Suöurnesja heldur árlega, en Austurbakki, sem umboðið hefur fyrir Dunlop, gefur verðlaunin. Dunlop-keppnin er 36 holu keppni með og án forgjafar. Leiknar verða 18 holur á laugar- dag og byrjað að ræsa út kl. 9 og ræst út eftir hádegi allt til kl. 3. Á sunnudag verða svo aftur leiknar 18 holur og ræst út eftir árangri fyrri daginn, þannig að þeir byrja síðast, sem beztum árangri hafa náð. Miklar breytingar standa nú yfir á Hólmsvelli í Leiru og verður völlurinn í þetta sinn ekki leikinn á sama hátt og til dæmis var gert í fyrra. Fært hefur verið inn á sumarflatir og þær slegnar á sjö stöðum af níu. MAGNÚS V. Pétursson verður einn af níu dómurum sem dæma mun úrslitakeppni Evrópumóta unglinga í Ungverjalandi í lok þessa mánaðar Magnúsá 25 ára dómaraafmæli um þessar mundir, en Magnús dæmdi sinn fyrsta opinbera knattspyrnuleik aðeins 1 8 ára qmalll — Jú, það er vissulega gaman að fá svona verkefni, sagði Magnús er við röbbuðum við hann í gær. — íslenzkir dómarar fá alltof fá verkefni á alþjóðavettvangi og það tók mig til dæmis 10 ár að fá FIFA merkið, en það fær dómari ekki fyrr en hann hefur dæmt tvo a landsleiki í stórmótum, sagði Magnús, sem mun vera eini islenzki dómarinn sem fengið hefur slíkt merki auk Hannesar Þ. Sigurðssonar. Magnús æfir af fullum krafti þessa dagana fyrir keppnistima- bilið, sem senn hefst hér á landi, og Evrópukeppnina. Æfir Magnús þrisvar sinnum i viku, en sagðist þvi miður álita að íslenzkir dómarar gerðu ekki nægilega mikið til að halda sér i æfingu. „ Trúlegt að 12 Islendinggr verði meðal keppenda á OL ” Svava, María og Bryndis Ýr Viggósdætur. Aðrir sigurvegarar á mótinu urðu Ásmundur ÞórSarson, Hauk- ur Bjarnason, Helgi Magnússon, Ragnar Einarsson og Jóhann Vil bergsson. — Þegar hafa þrír frjálsíþrótta- menn og tveir lyftingamenn náð lágmörkunum og ferð þeirra á leikana ætti því að vera trygg. Tveir sundmenn standa nálægt lágmörkunum og ég reikna með að til Montreal verði að minnsta kosti sendur einn júdómaður og hef ég þá í huga Norðurlanda- meistarann Gisla Þorsteinsson sem líklegastan Ölympiuþátttak- anda. ísland hefur ekki áður sent keppendaijúdóá ÖL. — Þau sæti sem laus eru þá ef við miðurn við 12 keppendur yrði þá væntanlega fyllt af öðrum keppendum í þessum greinum nái þeir lágmörkunum eða sýni góða frammistöðu. — Júdómenn t.d. á Evrópumótinu í Rússlandi. Gísli sagði að sennilega yrðu þátttakendur ekki sendir i unglingabúðir eins og gert var í Múnchen 1972. Ástæðan væri mikill kostnaður og sömuleiðis að í Múnchen hefðu menn ekki verið fyllilega ánægðir með unglinga- búðirnar. Þá kvað Gisli sömu- leiðis að íslenzka glíman yrði nær örugglega ekki sýningaríþrótt á Ólympíuleikunum eins og glimu- menn hefðu vonazt til. Hefði ver- ið rætt um þetta við Kanada- menn, en þeir sýnt litinn áhuga og væri mjög erfitt að koma sýn- ingariþróttum inn á „Ólympíu- prógrammið". Akveðið er að Sveinn Björns- son, varaforseti ÍSI verði aðal- fararstjóri íslenzka hópsins á Ölympíuleikunum í Montreal. Frjálsíþróttamenn reikna með 9 keppendum Örn Eiðsson, formaður FRI, sagði í vitali við Morgunblaðið i gær að frjálsíþróttamenn hefðu alltaf reiknað með að fá 7 kepp- endur að minnsta kosti á Ólympíuleikana, en í mesta lagi 9. — Erlendur Valdimarsson, Stefán Hallgrímsson og Hreinn Halldórsson hafa náð Olympíu- lágmörkunum i sínum greinum og fleiri standa mjög nálægt lág- mörkunum, sagði Örn Eiðsson. — t því sambandi vil ég nefna Lilju Guðmundsdóttur, Öskar Jakobsson og Ágúst Ásgeirsson. Þá eru Sigfús Jónsson, Vilmund- ur Vilhjálmsson, Friðrik Þór Óskarsson og Sigurður Sigurðs- son til alls líklegir. Nú Þórdis Gisladóttir var ekki á skrá hjá okkur yfir líklega Ólympíukandi- data, en hún hefur náð mjög góð- um árangri í vor, þannig að hún gæti allt eins náð Ólympiuiág- markinu. GIsli Halldórsson formaður Ólvm- píunefndar og forseti ISl Örn sagðist ekki vera fylgjandi því að senda keppendur á Ólym- píuleika, sem ekki hefðu náð Ólympíulágmörkunum. Hins veg- ar fyndist honum þó rétt að senda keppendur sem sýndu stöðug- leika í sínum greinum rétt fyrir neðan lágmarkið. T.d. hlaupara sem væri aðeins broti frá lág- markinu í nokkrum mótum og stökkvara eða kastara sem væru 10 sm frá lágmarkinu skipti eftir skipti. Sundmenn reikna með 3 keppendum — Við vonumst til að fá þrjá keppendur á Ólympíuleikana sagði Torfi Tómasson er við rædd- um við hann i gær. — Það er ekkert leyndarmál að þau sem við höfum fyrst og fremst í huga eru Sigurður Ólafsson, Þórunn Al- freðsdóttir og Guðmundur Ólafs- son. Fleiri koma til greina, en þau eiga lengra í land með að ná lág- mörkunum en hin þrjú. — 17. maí þarf að tilkynna i hvaða greinar við ætlum að senda keppendur, en hálfum mánuði fyrir Ó1 þarf svo að staðfesta þá tilkynningu og senda endanlegan nafnalista, þannig að enn er næg- ur tími til stefnu, sagði Torfi. — Jú, það er slæmt að geta ekki sagt það hreint út strax hverjir fara til Montreal. Það leiðir til þess að fólk hamast við að ná lágmörkun- um og er komið of fljótt í topp- þjálfun, en þetta er ekki bara vandamál hjá okkur heldur alls staðar, sagði Torfi að lokum. Þess má geta að 1972 tóku 26 íslendingar þátt í sjálfum Ólym- píuleikunum í Múnchen, en ís- lenzka handknattleikslandsliðið var þá í úrslitum og með því kepptu 16 leikmenn. Þá voru fjór- ir unglingar í unglingabúðum og Guðmundur Hermannsson tók þátt í keppni fyrir eldri iþrótta- menn, sem var í tengslum við Ólympíuleikana. Lyftingamennirnir, sem náð hafa Ólympíulágmörkunum, eru þeir Gústaf Agnarsson og Guð- mundur Sigurðsson. Þá fara tveir handknattleiksdómarar á ÓL, þeir Hannes Þ. Sigurðsson og Karl Jóhannsson. SKÍÐADEILD KR lauk vetrarstarfi sinu um siðustu helgi er innanfé- lagsmót fór fram á svæði félagsins við Skálafell. Sérstök ástæða er til að nefna árangur Viggós Bene- diktssonar sem sigraði i „old boys" flokki og dætra hans þriggja, Bryndisar, sem sigraði i yngsta flokki stúlkna. og Mariu og Svölu Víggósdætra. sem urðu í 1. og 2. sæti i flokki 13—15 ára stúlkna. Þvi má svo bæta við að fjórða dóttir hans er Jórunn Vigg- ósdóttir, sem var meðal íslenzku þátttakendanna á Ólympiuleikun um i Innsbruck. Heldur upp á 25 ára ámaraafrmeli á EM unglinga í Ungverjalandi RÚMIR tveir mánuðir eru nú þar til Ólvmpíuleikarnir í Montreal hefjast og hafa 5 fslenzkir fþróttamenn trvggt sér þátttökurétt á leikunum með því að ná Ólvmpíulágmarkinu í sínum greinum. Fjöldi íþróttamanna í öðrum greinum keppist við það þessa dagana að ná þessum eftirsóttu lágmörkum og hafði Morgunhlaðið því samhand við Gísla Ilalldórsson, formann Ólvmpíunefndar, í gær og spurði hann hve marga keppendur ísland sendi á ÓL í Montreal. — Mér finnst trúlegt að íslenzku keppendurnir á Ólympíuleikunum í Montreal verði 12 talsins, en gætu þó orðið fleiri eða færri. Það verður þó ekki Ijóst fvrr en þátttökufresturinn rennur út í byrjun júlí að endanlega verður séð hverjir ná tilsettum lágmörkum, sagði Gísli. Þessir fimm hafa náð Ólympfulágmarkinu, Guðmundur Sigurðsson, Gústaf Agnarsson, Hreinn Halldórsson, Erlendur Valdimarsson og Sfefán Hallgrímsson. Gísli og Viðar keppa á EM í Kænugarði ata, áður en lagt var í ferð- ina, að hann byggist ekki við miklum árangri að minnsta kosti ekki líkt því eins góóum og á Norður- landameistaramótinu, því á Evrópumeistaramótinu væru andstæðingarnir miklu erfiðari viðfangs. r \ — segir Gísli Halldórsson, formaður Olgmpíunefndar Ekki verður tekið bátt í unglingabúðum og glíman verður ekki sgningaríþrótt eins og búizt var við TVEIR íslenzkir keppend- ur eru á Evrópumeistara- mótinu í júdó, sem stendur yfir þessa dagana í Kiev í Rússlandi. Eru það þeir Vióar Guójohnsen og Gísli Fomvatnsganga hjá ísfirðingum tSFIRÐINGAR gangast fvrir sinni árlegu Fossavatnsgöngu á morgun og hefst gangan klukkan 15 fvrir neðan Fossavatn. Gengn- ir verða um 22 km og endað við Skfðaheima á Seljalandsdal. Mkil þátttaka hefur verið í þessari keppni undanfarin ár og verði Þorsteinsson, báðir úr Júdódeild Ármanns. Róð- urinn verður sjálfsagt erf- iður hjá íslendingunum í þessu móti og sagóist lands- liðsþjálfarinn Nauki Mur- veður sæmilegt á ísafirði á morgun er búizt við 60—70 þátt- takendum. Keppt verður f tveimur flokk- um. í old-bovs flokki er keppt um verðlaun sem Marselfus Bern- harðsson gaf, en f flokki þeirra vngri er keppt um bikar sem Vél- smiðjan Þór gaf. 1 vngri flokkn- um bar Davíð Höskuldsson sigur úr býtum í fvrra, en f flokki þeirra eldri kom Arnór Stígsson fvrstur í mark, en hann er 54 ára gamall.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.