Morgunblaðið - 13.05.1976, Page 1

Morgunblaðið - 13.05.1976, Page 1
36 SIÐUR 102. tbl. 63. árg. FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. iSKQ&Ht;.: Ljósm. Ol.K.M BRETAR Á UNDANHALDI: — I gærmorgun reyndi Ægir að taka Hulltogarann Primellu sem var að veiðum í Víkurál, ásamt fleiri brezkum togurum, án verndar. Nimrod-þota skarst þá í leikinn með hótunum um að skjóta á varðskipið, en togararnir hættu veiðum og héldu til móts við flotaverndina. Var myndin tekin í gær út af Malarrifi, og fyrstur fer Primella, þá Volucus en Ægir fylgir þeim eftir og hafði klippurnar úti. Sjá baksíðufrétt. Stjórn Miettunens biðst lausnar í dag Helsinki, 12. maí NTB. SAMSTEYPUSTJORN Martti Miettunen i Finnlandi segir nú af sér eftir að flokkunum fimm sem að henni standa tókst ekki í kvöld að koma sér saman um hækkun söluskatts. Miettunen sagðist f kvöld ætla að fara á fund Kekk- onens forseta þegar f fvrramálið, fimmtudag, og afhenda honum Brezki flotinn íhug- ar gagnaðgerðir Þingmenn krefjast þess að freigátum verði heimilt að skjóta London, Hull, 12. maí. Frá fréttaritara Mbl. Mike Smartt og AP: • BREZKI flotinn íhugar nú án tafar til hvaða aðgerða skuli gripið eftir að varðskipið Ægir skaut að brezka togaranum Primellu undan Vestfjörð- um, að því er Patrick Duffy flotamálaráðherra sagði við heitar umræður í neðri málstofu brezka þingsins í kvöld. Hann sagði einnig að freigátan Lowestoft ætti að vera komin brezku togurunum til aðstoðar árla fimmtu- dagsmorguns. „Einnig verða fleiri Nimrod- flugvélar sendar á loft þangað til freigátan kemur á vettvang," sagði ráð- herrann. Þá var skýrt frá því í London að brezka utanríkisráðuneytið hefði beðið franska sendiherr- ann í Reykjavfk að koma á Framhald á bls. 20 Grimond í skarðið hleypur í bili London 12. maí. Reuter. NTB. Sjá nánar um Jo Grimond á bls. 17 -□ -□ Börðu nauðg- hd arana w 1 Jóhannesarborg, 12. maí. Reuter. TVEIR menn sem revndu að nauðga kennslukonu einni f blökkumannahverfi f Jóhann- esarþorg í dag voru barðir til dauða af nemendum hennar, að þvf er lögreglan skýrði frá. Fjórir menn réðust á konuna er hún var á göngu til skólans. Um 200 nemendur skólans heyrðu óp hennar og þutu út úr kennslustofunum. Einn mannanna náðist við hlið skól- ans og var barinn til bana. Annar náðist f nokkurri fjar- lægð frá skólanum og hann var Ifka barinn til bana. 3 □ JO GRIMOND, fvrrverandi leið- togi Frjálslynda flokksins f Bret- landi, féllst á það f dag að verða foringi hans til bráðabirgða, eða þar til kjörinn hefur verið nýr leiðtogi í stað Jeremy Thorpe, sem sagði af sér á mánudag vegna þess sem hann kallaði rógsher- ferð á hendur sér. Grimond átti f morgun á fjórðu klukku- stundarlangan fund með helztu forvstumönnum flokksins og lét að lokum til leiðast. Formaður flokksins, Margaret Wingfield, sagði f dag að boðað vrði til auka- landsþings f Birmingham 12. júnf n.k., þar sem revnt yrði að ná samstöðu um nýjar reglur um leiðtogakjör er veita flokksmönn- um um allt Bretland aukin áhrif á val nýs leiðtoga. Hún kvaðst vonast til þess að nafn hins nýja foringja yrði kunn- ugt áður en langt um liði. Jo Grimond, sem er 62 ára, var leið- togi Frjálslynda flokksins í 11 ár og átti hvað mestan þátt í að byggja hann upp og auka honum fylgi. Hann lét af leiðtoga- embættinu fyrir níu árum. Er hann var í dag spurður um ástæð- una fyrir því að hann vildi ekki verða leiðtogi flokksins til fram- Framhald á bls. 21 Alvar Aalto látinn Helsinki. 12. mai. NTB. EINN af helztu frumkvöðlum nútfmaarkitektúrs, finnski arkitektinn Alvar Aalto, lézt f kvöld á sjúkrahúsi í Helsinki 78 ára að aldri. Aalto, sem var í hópi frægustu arkitekta heims, hóf brautryðjendastarf sitt strax á þriðja áratug aldar- innar og margar af bvggingum hans frá þeim tfma eru nú talin sfgild verk. Meðal verka Aaltos er Norræna húsið f Reykjavfk, en eitt kunnasta verk hans er hið stórfenglega Finlandiahús f miðborg Helsinki, þar sem öryggis- málaráðstefnu Evrópu lauk í fyrrasumar með leiðtogafundi. Alvar Aalto var heiðursfélagi vfsindaakademfanna f Finn- landi, Svfþjóð og Danmörku og hlaut fjölda alþjóðlegra viður- kenninga fyrir störf sfn að arkitektúr. lausnarbeiðni fvrir sig og ráðu- neyti sitt. Alveg frá þvf stjórnin tók við völdum 30. nóvember höfðu verið uppi deilur milii stjórnarflokkanna um efnahags- stefnu hennar, og samstarfið fór í hnút er kommúnistar og aðrir smáflokkar innan Alþýðudemó- kratasambandsins neituðu að samþvkkja söluskattshækkunina. Kommúnistar vildu þess í stað að tekjur rfkisins yrðu auknar með strangari skattlagningu stóriðju og hátekjuhópa. Þess er vænzt að Kekkonen for- seti muni kalla leiðtoga stjórnar- flokkanna á sinn fund á morgun síðdegis eftir að Miettunen hefur afhent lausnarbeiðni sína. For- sætisráðherrann vildi í kvöld engu spá um samsetningu næstu ríkisstjórnar í Finnlandi. Stjórn hans var 58. ríkisstjórnin í Finn- landi frá því landið hlaut sjálf- stæði. Ekki er talið líklegt að boða þurfi til nýrra þingkosninga i Finnlandi. Sósíalist- ar, PPD og CDS styðja nú Eanes Lissabon 12. mai — NTB PORTlJGALSKI Sósíalistaflokk- urinn kunngjörði f dag að hann mvndi styðja framboð Antonio Ramalho Eanes, yfirmanns her- ráðsins, við forsetakosningarnar f landinu f júnf n.k. Sósfalista- flokkurinn hlaut mest fvlgi f þingkosningunum 27. aprfl s.l. Eanes, hershöfðingi, sem er 4l árs að aldri, hefur þegar fengið stuðningsyfirlýsingar frá tveimur næst stærstu flokkunum, Alþýðu- demókrötum (PPD) og Mið- demókrötum (CDS). Eini hugsan- legi keppinautur Eanes f forseta- kjörinu er forsætisráðherra nú- verandi bráðabirgðastjórnar, Framhald á bls. 20 Almenn andstaða innan EBE gegn kröfum Breta BrUssel, 12. maí. NTB ÖLL aðildarlönd Efnahags- bandalags Evrðpu, nema írska lýðveldið, vísuðu í kvöld á bug kröfu Breta um 12—50 mílna einkalög- sögu sér til handa innan 200 mílna fiskveiðilögsögu EBE, að því er heimildir innan bandalagsins hermdu í Brússel í kvöld. Krafa Breta var í fyrsta sinni rædd í hinni föstu sendiherranefnd í aðal- stöðvum bandalagsins. Að sögn heimildanna gat brezki fulltrúinn ekki gefið nákvæma greinar- gerð fyrir fyrirætlunum Breta í einkalögsögumál- unum, en aðeins sagt að undan strandlengju Bret- lands væri á vissum svæðum aðeins þörf fyrir 12 mílna lögsögu, en á öðrum miðum gæti orðið þörf á 35—50 mílna lög- sögu. Samkvæmt heimildum meðal sendinefnda í Briissel vilja Bretar fá 50 mílna einkalögsögu undan ströndum Skotlands. Það kom fram á fundinum í dag að brezka ríkisstjórnin hyggst innan skamms tíma birta kort þar sem fiskveiðilögsögumörkin eru teikn- uð inn á skv. hugmyndum Breta. Meðal EBE-landanna eru það einkum og sérílagi Frakkland. Belgia, Holland og Danmörk sem eiga fiskveiðiflota að veiðum undan ströndum Bretlands. Talið er sennilegt að rætt verði um kröfur Breta á utanrikisráðherra- fundi EBE í Bríissel 31. maí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.