Morgunblaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1976
Búnaðarbankmn
dgnast Votmúla
BUNAÐARBANKINN hefur ný-
lega eignast hina frægu jörð Vot-
múla í Sandvíkurhreppi. Að sögn
Magnúsar Jónssonar bankastjóra
hafði eigandi jarðarinnar á
sínum tíma mvndað skuld við úti-
bú Búnaðarbankans á Hellu, sem
nam um 30 milljónum króna.
Fékk bankinn á móti veð í jörð-
inni.
Magnús Jónsson sagði að stjórn-
endum bankans hefði fundizt það
bezta leiðin að yfirtaka jörðina
vegna skuldanna. Það hefði verið
til í dæminu að ganga að eigand-
anum og krefjast nauðungarupp-
boðs, en þetta hefði verið talin
betri ieið. Sagði Magnús að
lokum, að engin ákvörðun hefði
verið tekin um það á hvaða hátt
jörðinni yrði ráðstafað. Það yrði
gert fyrr en seinna, þvi bankinn
ætlaði sér ekki að gerast landeig-
andi.
Fótakláði í fé
Selárdalsbóndans
EINS og frá var skýrt f Mbl. í gær
hefur fundist kláði I fé I Ketildöl-
um i Arnarfirði. Fannst kláði í
tveimur kindum f eigu Hannibals
Valdimarssonar bónda f Selárdal
og einni ómarkaðri kind.
Páll Á. Pálsson yfírdýralæknir
tjáði Mbl. í gærkvöldi, að þarna
væri ekki um að ræða fjárkláða
heldur fótakláða, sem væri ekki
eins alvarlegur fjársjúkdómur og
ekki eins smitandi. Sagði Páll að
hrúður myndaðist á fótum, aðal-
lega kjúkubót og húð skorpnaði.
Þetta háði kindinni ekki svo
mjög, en engu að síður væri þetta
sjúkdómur, sem þyrfti að lækna,
og það gæti verið erfiðleikum
háð.
Eins og kom fram í Mbl i gær
Ljósmynd ÓI.K.M.
Brezki togarinn Primella siglir hér fyrir fullu vélarafli til móts við herskip, sem
veita átti því aðstoð eftir að togarinn hafði komist í kast við Ægi á Vestfjarða-
miðum í gær.
Tryggingastofnunin:
Engir samninga-
fundir boðaðir
AÐ SÖGN Torfa Hjartarsonar
sáttasemjara hafa engir fundir
verið boðaðir í þeim kjaradeilum,
sem hann hefur nú til meðferðar.
Eru það deila verkfræðinga við
Reykjavíkurborg, þar sem mikið
ber á milli, sjómannadeilan,
Vængjadeilan, sem fór i hnút á
dögunum, og deila Verkamanna-
sambandsins um bónuskerfi í
fiskverkunarl.úsum
mun hafa orðið einhver misbrest-
ur á böðun á þessu svæði.
Stálu 10
pokum af
kartöflum
NVLEGA var brotizt inn i jarð-
hús í Jófrfðarstaðalandi við
Hafnarfjörð. Höfðu þjófarnir á
hrott með sér 10 poka af rauðum
fslenzkum kartöflum. Kartöflurn-
ar voru gevmdar í stfum, þannig
að þjófanir hafa haft af þvf tölu-
verða fvrirhöfn að ná feng sínum.
Rannsóknarlögreglumaður í
Hafnarfirði sagði við Mbl. að
rauðar íslenzkar kartöflur væru
orðnar svo fágætar á þessum
síðustu og verstu tímum, að við
lægi að óska mætti eftir því að
það yrði tilkynnt til lögreglunnar
ef einhver sæist borða slíkt fá-
gæti sem íslenzkar rauðar.
Úrum að verð-
mæti 400 þús-
und kr. stolið
INNBROT var framið í úra-
verzlun Helga Sigurðssonar
við Skólavörðustig í fyrrinótt
og þaðan stolið úrum að verð-
mæti um 400 þúsund krónur.
Rannsóknarlögreglan hóf
rannsókn þessa máls strax i
gærmorgun og síðdegis var
hún komin á sporið. Hafðist
upp á þjófunum og mest öllu
þýfinu.
HIPPODROMEN
FOLKETEATRETS INTIMSCENE
EN MOSAIK OM FLUGT OG MODSTAND
MED TEKSTER AF KURT TUCHOLSKY - ERIK KÁSTNER
KARL VALENTIN - BERTOLT BRECHT OG MED MUSIK
AF HANNS EISLER - KURT WEILL - BENT AXEN.
50% bótaþega fá nú greitt
beint inn á bankareikninga
TRYGGINGASTOFNUN ríkisins
hefur að undanförnu rekið
mikinn áróður fyrir þvf að bóta-
þegar fái bætur sfnar greiddar á
bankareikninga f stað þess að
sækja þær til stofnunarinnar og
umboðsmanna hennar. Hefur
þetta borið þann árangur að 50%
þeirra sem bóta njóta hjá stofn-
uninni, fá þær greiddar inn á
bankareikninga á eigin nafni.
Hefur þetta stórlega sparað vinnu
hjá Tryggingastofnuninni og
jafnframt er sú fræga ös, sem
mvndaðist á stofnuninni á
greiðsludögum, nánast úr sög-
unni, að því er Sigurður Ingi-
mundarson forstjóri tjáði
Morgunblaðinu f gær.
Sigurður sagði að stofnunin
hefði tekið þennan hátt upp fyrir
nokkrum árum, en þá i smáum
stíl. Um áramótin tók Trygginga-
stofnunin tölvuvinnslu í sína
þjónustu og hefur siðan verið
rekinn mjög sterkur áróður fyrir
því að bótaþegar stofnuðu banka-
reikninga og fengju bætur sínar
greiddar beint á þá. Fá þeir síðan
sent heim yfirlit yfir greiðslur.
Danskur gestaleikur:
Leikbrot um land-
flótta og andspyrnu
UM HELGINA verða f Þjóðleik-
húsinu þrjár sýningar á dönskum
gestaleik frá Folketeatret í Kaup-
mannahöfn. Sýningin nefnist
STlGVÉL OG SKÓR og er tekin
saman af danska rithöfundinum
Erik Knudsen en uppistaðan f
sýningunni eru gamanþættir,
grínvfsur og ádeilusöngvar eftir
þýska höfunda, sem urðu fvrir
harðinu á nasismanum á strfðs-
árunum og komu margir sem
flóttamenn til Danmerkur, segir í
fréttatilkvnningu frá Þjóðleik-
húsinu.
Meðal textahöfunda auk Knud-
sens sjálfs eru Kurt Tucholsky,
Erich Kastner, Karl Valentin og
Bertolt Brecht. Mikið er af söngv-
um í sýningunni og eru þeir eftir
Kurt Weill og Hanns Eisler auk
danska tónskáldsins Bent Axen.
Leikstjóri sýningarinnar er
Framhald á bls. 20
Verzlunarálagning óbreytt fyrst um sinn:
Björn: „Færir verzluninni 350 millj.
Þorvarður: „Verzlunin hagnast ekki”
VERÐLAGSNEFND ákvað á
fundi sínum f gærmorgun að
verzlunarálagning í hundraðs-
tölu skvldi haldast óbrevtt til
bráðabirgða, en ASÍ hafði gert
þá kröfu að álagningin yrði
skert samfara hækkuðu vöru-
gjaldi. Georg Olafsson verð-
lagsstjóri sagði f samtali við
Mbl. í gær, að fyrir lægi erindi
frá Verzlunarráði Islands
með ósk um endurskoðun
á verzlunarálagningu vegna
kostnaðarhækkana og
væri það erindi f athugun á
verðlagsskrifstofunni. Sagði
hann að meirihluti nefndar-
innar teldi rétt að taka áhrif
vörugjaldsins með f þá athugun
og afgreiða málið í heild þegar
niðurstöður liggja fvrir. Sagði
Georg að hann reiknaði með
þvf að endanleg ákvörðun vrði
tekin innan tveggja til þriggja
vikna.
„Við teljum þessa ákvörðun
mjög ósanngjarna,“ sagðí Björn
Jónsson forseti ASt, í samtali
við Mbl. í gærkvöldi. „Sam-
kvæmt útreikningum okkar
hagfræðinga er þarna verið að
færa verzluninni 350 milljónir
króna á ársgrundvelli en að
mati Þjóðhagsstofnunar er upp-
hæðin um 250 milljónir. Við
teljum það algerlega rangt að
verzlunin eigi á þennan hátt að
hagnast á skattlagningu þeirri,
sem felst í vörugjaldinu.“
Björn sagði að lokum, að þetta
mál myndi verða rætt á mið-
stjórnarfundi ASI í dag.
Þá hafði Mbl. einnig
samband við Þorvarð Elíasson
framkvæmdastjóra Verzlunar-
ráðs í gærkvöldi. Hann sagði að
á fundi verðiagsnefndar í gær-
morgun hefðu fulltrúar laun-
þegar viljað ákveða lækkun
álagningar verzlunarinnar
vegna hækkunar vörugjalds og
fært þau rök fyrir því, að verzl-
unin væri að hagnast á vöru-
gjaldinu.
„Við sem stóðum að
samþykkt verðlagsnefndar
færðum þau rök fyrir ákvörðun
okkar, að í fyrsta lagi teldum
við að verzlunin hagnaðist ekki
á vörugjaldshækkun þvf hún
færi út í verðlagið og hækkaði
alla kostnaðarliði. Og í öðru lagi
sáum við ekki ástæðu til að slíta
ákvörðun um þetta mál úr sam-
bandi við heildarathugun á
afkomu verzlunarinnar, en eins
og allir vita þarf að koma til
hækkun álagningar vegna
þeirra hækkana á kostnaðar-
liðum, sem lagst hafa af mikl-
um þunga á verzlunina að
undanförnu," sagði Þorvarður
að lokum.
Sigurður sagði að fyrst eftir
áramótin hefði fólk í stríðum
straumum skipt yfir á þetta nýja
kerfi, en síðan hefði þeim fjölgað
hægt og sígandi, sem það gerðu.
Kvaðst Sigurður vona að þetta
héldist svo áfram, því bæði
sparaðist stórlega vinna fyrir
stofnunina og jafnframt spöruðu
bótaþegar sér mikla fyrirhöfn.
Kríugargið eykst
með hverjum degi
í GÆR voru taldar 10 kríur við
Tjörnina í Reykjavik, að sögn
Ólafs Nielsen náttúrufræðinema,
sem fylgist með fuglalífi þar.
Eykst kríugargið með degi hverj-
um en aðalkríuhópurinn kemur
væntanlega ekki fyrr en um miðj-
an mánuðinn. Fyrsta krian kom
aftur á móti í Tjarnarhólmann 7.
maí. Þá hafði Páll Halldórsson
flugmaður hjá Landhelgisgæzl-
unni samband við Mbl. og sagði að
hann og fjölskylda hans hefðu í
gær orðið vör við kríupar, sem
undanfarin ár hefði verpt nálægt
húsi þeirra við Þernunes í Skerja-
firði. Sagði Páll að kríuparið væri
óvenju snemma á ferðinni að
þessu sinni.
Nýir
eigendur
ísafoldar-
húsanna
NYLEGA var gengið
endanlega frá sölu á ísa-
foldarhúsunum i Austur-
stræti. Aðalkaupendurnir
eru Sverrir Kristinsson og
Jón Guðmundsson fast-
eignamiðlarar, og að því er
Sverrir tjáði Morgun-
blaðinu í gær verða engar
umtalsverðar breytingar
varðandi starfsemi í
húsunum fyrst í stað, þar
eð samið hefur verið um
að þeir aðilar sem nú eru í
húsunum, leigi þau áfram
næstu mánuði. Kaupverð
húsanna var sem kunnugt
er í kringum 100 milljónir.