Morgunblaðið - 13.05.1976, Side 25

Morgunblaðið - 13.05.1976, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAl 1976 25 á, að ég hafi gleymt að minnast á ,,fyrningartap“ í grein minni i Mbl. 18. sept. sl. Hér var ekki um neina gleymsku að ræða. Ég birti þar 2—3 bls. úr bók minni vænt- anlegri „Deilur Hörmangarafé- lagsins og Islendinga 1752—1757“ og sú bók fjallar um það, sem felst í heiti hennar. Þar verður ekki fjallað nema lítið um afkomu Hörmangarafélagsins. Af um 550 síðum nota ég aðeins 8—10 blað- siður til að gera grein fyrir af- komu félagsins. Það var ekki fyrr en ég las grein Gisla 11. okt. sl., að ég ákvað að taka afkomu félagsins fyrir sérstaklega og skrifa um Það grein handa sagnfræðitímariti. Ástæðan var einfaldlega sú, að mér ofbauð vanþekking hans. Ég varð auðvitað undrandi, þegar GIsli gumaði af mikilli þekkingu á bókhaldi Hörmangarafélagsins í grein sinni í Mbl. 11. okt., en þekkti svo ekki til vátryggingar- reikningsins. Þekking á þessu at- riði er þó alveg ófrávfkjanlegt skilyrði þess að geta reiknað út tekjurnar af Islandsverzluninni á þessum tfma eins og ég sýndi fram á í grein minni i Mbl. 24. des. sl. Maður sem hefur gefið út opinberar yfirlýsingar um, að hann ætli sér að reikna út gróða einokunarverzlunarinnar og vinna sér inn doktorsgráðu á þennan hátt, má að mínum dómi ekki leyfa sér að gerast ber að þvílíkri vanþekkingu. Kaupmannahöfn, 3. apríl 1976 Jón Kristvin Margeirsson. — Sjómannasíða Framhald af bls. 12 menn fyrirtækja á höfuðstól fyrirtækjanna þegar rekstrarfé skortir? Eru þeir á móti því, að fyrirtækin eigi sér höfuðstól? Af hverju leggja fæst okkar nóg fyrir til elliáranna? Erum við á móti því að hafa þá nóg fyrir okkur að leggja? Þannig er þetta, að fiskimaðurinn vill sannarlega geyma fisk, en hann getur það ekki. Efnin vantar. Er það ekki alls staðar og ævin- lega að gerast í mannlífinu, að brýn stundarnauðsyn brýtur lög stjórnvalda og öll skynsam- leg hagkvæmnislögmál? Ekkert fólk ætti nú að skilja það betur en þessarar þjóðar fólk, sem um aldaráðir hefur orðið að sæta því að bjargast frá hend- inni til munnsins. VEIÐIMAÐURINN Þó að það sé meginorsökin fyrir fiskveiðilagabrotum, að fiskimaðurinn hefur engin efni á að geyma sér fisk bótalaust, er það fleira, sem gerir honum örðugt að halda reglugerðir. Fiskimaðurinn er veiðimaður og inntakið í lífsstarfi hans er að finna fisk og drepa hann síðan. Nú er þessu skyndilega snúið við fyrir honum. Aðalbar- áttan i starfi hans er orðin að stilla sig um að drepa þann fisk, sem hann finnur. Það hlýtur að taka á veiðimanns taugarnar að vera búinn að leita vítt og breitt um alla slóðina og finna hvergi fisk, en svo loksins þegar hann verður var við fisk, þá er hann inni á lögvernduðu svæði. Islenzkum fiskimönnum er sannarlega ekki ljúft að skilja eftir fisk úti á miðunum, þótt þeir hafi fjárhagslegt bolmagn til þess. Og „stelist" svo einn inn á svæðið, og komi hlaðinn að, hvað gerist þá? Um það á ég haldgott dæmi. Þá duga ekki einu sinni tundurdufl til að verja svæðið. Hagalín sagði mér söguna og hún lýsir sannarlega kRóm HÚS<aö(aN Grensásvegi 7 Simi86511 Skrifstofu- stólarnir vinsælu Ábyrgö og þjónusta Skrifborðsstólar 11 geröir Verð frá kr. 13.430 — „Original partar" Ný komið í Daimilr — Benz og fl. H. Jónsson og Co. Brautarholti 22. Sími 22255. vel veiðiákafa islenzkra fiski- manna. Það er öllu hætt til, ef um aflavon er að ræða. Ekki man ég söguna orðrétta, eins og þessi ágæti sögumaður sagði mér hana, en hún var T megin- dráttum á þessa leið: Það var á stríðsárunum að lögð voru tundurdufl á all-stóru svæði úti af Straumnesinu. Hér var um gott veiðisvæði að ræða, sem mikið var sótt á af bátum við Djúp. Hagalin var þá eins og alla tíð mikill áhugamaður um velferð fiskimanna. Þegar tilkynnt hafði verið af hernað- aryfirvöldum um tundurdufla- svæðið, kallaði Hagalín saman fund nokkurra formanna á Isa- firði og nálægum plássum, og hélt yfir þeim langa og heita tölu um nauðsyn þess að forðast þetta svæði, því að mönnum væri bráðhætta búin að fara inn á það. Formennirnir hlust- uðu hljóðir á Hagalín og þegar hann hafði lokið máli sínu, stóð upp gamall formaður úr Hnífs- dal, og þakkaði Hagalín mörg- um orðum, svo honum hlýnaði um hjartaræturnar yfir undir- tektunum. Þegar formaðurinn hafði lokið sér af við a'ð taka undir orð og málflutning Haga- líns sagði hann rétt si sona: „— Jæja piltar, við samþykkjum þá þetta að róa ekki þarna út, með- an ekkert er ad hafa þar ...“ Hagalín segist sjaldan hafa vit- að menn fljótari að samþykkja tillögu, en ekki var hann alls kostar ánægður með hana. Svo liðu nokkrir dagar að enginn reri á svæðið, en eitt kvöldið kemur bátur hlaðinn að landi af rígaþorski. Það fór eng- inn i grafgötur með, hvar hann hefði fengið þennan fisk, og um nóttina reru allir bátar við Djúp út á tundurduflasvæðið. Nú er þessi manngerð bráð- um aldauða, ef svo fer fram sem horfir. Hún verður drepin með reglugerðum og stjórnun- araðgerðum og þá róa dag- launamenn eftir dagskipunum úr landi á vegum ríkisins. Þorskurinn kemur aftur, en íslenzki fiskimaðurinn, þessi harðgera og sérstæða mann- gerð aldrei aftur, ef henni verð- ur stjórnað í hel. Hörku islenzka fiskimanns- ins og þrautseigju íslenzka bóndans höfum við kallað aðal íslenzku þjóðarinnar. Við miklumst af þessum arfi og teljum að þessir eiginleikar hafi haldið lifi í þjóðinni. Það er ekki fráleit hugsun, að við stöndum nú andspænis upp- gjöri milli þorskverndar og mannverndar. Sumarhótelin vinsælu á 10 stöðum SÉRTILBOÐ HÓTELEDDU Sumarið 1976 EDDU HÓTELIN bjóða yður nú þau kostakjör, að ef þér dveljið samfleytt 3 nætur eða fleiri á sama hóteli fáið þér 30% afslátt af gist ingu og morgunverði, og kostar þá dvölin per mann sem hér segir: 3 nætur Kr Gisting í tveggja m. herb. og morgunverður 4.500 Gisting í tveggja m. herb. m/baði og fnorg- unverður (Húsmæðraskól- inn, Laugarvatni) 6.900 Þeir, er notfæra sér þetta sértil- boð, fá einnig 15% afslátt af öllum mat í veitingasölum, meðan þeir dveljast á hótelunum. Verulegur afsláttur er veittur fyrir börn, er gista í herbergi með foreldrum. Til þess að geta notið þessara kostakjara verðið þér að panta og 4 nætur 5 nætur 6 nætur 7 nætur kr kr' kr kr 6.000 7.500 9.000 10.500 9.200 11.500 13.800 16.100 greiða gistinguna fyrirfram. Mót- taka pantana hefst 10. maí og stendur til 10. júní eða meðan hótelrými er fyrir hendi. Allar nánari upplýsingar eru veittar í afgreiðslu Ferðaskrifstofu ríkisins að Reykjanesbraut 6 eða í símum (91) 11540 og 25855. FERÐASKRIFSTOFA RlKISINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.