Morgunblaðið - 13.05.1976, Síða 27

Morgunblaðið - 13.05.1976, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAl 1976 27 Magnús Þorláks- son — Minning Fæddur 2. apr. 1903. Dáinn 30. mars 1976. Magnús Þorláksson er dáinn. Mig óraði ekki fyrir, að þetta yrði síðasti bíltúrinn okkar saman i þessu lífi, þegar ég og konan hans fórum með hann á flugvöllinn, þegar ferðinni var heitið á sjúkra- hús í Reykjavík. Hann var glaður og reifur að vanda. Magnús var lífsglaður maður, hlýr og kátur i hópi vina sinna og félaga, umhyggjusamur og fórn- fús heimilisfaðir og sérstaklega barngóður. Magnús kvæntist eft- irlifandi konu sinni Guðnýju Stefánsdóttur árið 1932. Hjóna- band þeirra var mjög farsælt og þau mjög samrýmd alla tíð. Þetta ætti ég best að vita, sem dvaldi sem leigjandi í húsi þeirra um árabil. Magnús og Guðný eignuð- ust einn son, Viðar, sem nú er búsettur í Alaska. Það var mikið áfall fyrir Magnús heitinn, þegar sonar-sonur hans, Magnús Sævar, lést af slysförum hinn 7. mars s.l. Magnús Sævar dvaldi oft hjá afa sínum og ömmu á yngri árum, og eftir að hann stækkaði, leitaði hann ætíð þangað skjóls og að- hlynningar, enda kærkominn i heimsókn hvenær sem var. Þessi sonarmissir var mikið áfall fyrir Viðar, sem kom um langan veg, til að fylgja honum til grafar. Skömmu seinna fylgdi hann einnig föður sinum hin sömu spor. Guðný hefur þó misst allra mest. Eiginmanninn eftir 44 ára farsælt hjónaband. Sonar- Minning: Sigurður Tómasson rafvirkjameistari F. 18. 8 1933. D. 20. 4. 1976 Þann 29. apríl var til hinstu hvílu lagður Sigurður Tómasson rafvirkjameistari. Mig setti hljóða að kvöldi þess 20. apríl þegar mér var tjáð að Siggi væri dáinn. Mér fannst það svo fjarri að dauðinn væri einu sinni enn bú- inn að höggva stórt skarð i okkar litla samfélag og kalla góðan dreng á braut. Sigurður Tómas- son var fæddur í Reykjavik, sonur hjónanna Ólinu Eyjólfsdóttur og Tómasar Magnússonar. Kynni min af Sigurði hófust stuttu eftir að hann kvæntist eftirlifandi konu sinni Jónasinu Guðnadóttur frá ísafirði. Þau bjuggu hér í Reykjavik að frátöldu einu ári á Bíldudal og nú síðast í Hveragerði. Á heimili þeirra að Blöndu- bakka 20 í Breiðholti var ætið gott að koma, þar ríkti ást og hamingja. Siggi var mjög barngóður maður og hafði mikið yndi af börnum. Mínum börnum var hann yndislega góður og mun ég aldrei geta þakkað það sem hann gerði fyrir þau. Með þessum orðum bið ég góð- an Guð að styrkja eftirlifandi konu og syni hans. Blessuð sé minning góðs Erla llauksdóttir soninn eftir 22 ára samveru, og svo að verða að sjá á bak þessu eina barni sem nú er farið til annarrar heimsálfu. Magnús Þorláksson var vél- stjóri aö mennt og stundaði lengi sjómennsku framan af ævi. Mörg hin seinni ár var hann verkstjóri í ,,Dr. Paul“ verksmiðjunni á Siglu- firði, elstu síldarverksmiðju stað- arins. Magnús var mjög laghentur maður, allt lék í höndum hans, hvort sem um var að ræða lagfær- ingu á bílum eða öðru sem viðkom vélum. Oft var hann búinn að lagfæra bílinn minn og finnst mér vel viðeigandi að ég flytji honum kveðju þessa fararskjóta, sem við þremenningarnir vorum búin að ferðast svo oft í. Það og annað mun aldrei verða þakkað sem skyldi, en ef Guð lofar mun ég reyna að veita konu hans þann styrk og þá hjálp, sem ég get i té látið i hennar sára harmi. Ég, sem þessar línur rita, leit á Guðnýju og Magnús sem mína aðra foreldra. Ég hefi dvalið hjá þeim i full 17 ár og hafa þau reynst mér sem einstakar mann- eskjur. Það var í ágúst í fyrra, að þau fóru til Danmerkur að heim- sækja Jens Guðmundsson, sem er þar giftur og búsettur en hann er að nokkru leyti alinn upp hjá Magnúsi og Guðnýju og leit á þau sem foreldra sína. Þetta var mjög ánægjulegt ferðalag. Jens keyrði þau siðan til Bergen, þvi þar býr systir Magnúsar heit., Kristín að nafni, og er hún búin að búa þar lengi. Þau Kristín og Magnús voru mjög samrýnd, þótt allt of fá tækifæri fengju þau til samfunda. Önnur systir hans, Stefanía, er búsett á Sauðárkrófi og hefir alla tið átt við einstaka heimiliserfið- leika að stríða þar sem tvær dæt- ur hennar hafa verið mikið fatlað- ar frá unga aldri. Það var hennar Til stúdenta- gjafa Stúdentastjarna. 14 k. gull. Verð 4.800,- Stúdinan hálsmen. stúdentinn bindisprjónn. Við viljum einnig minna á hið glæsilega úrval okkar til stúdentagjafa Fagur gripur er æ til yndis. &MilMUl4»6n Iðnaðarhúsið v/lngólfsstræti. mesti styrkur að fá bróður sinn og mágkonu i heimsókn, þá var nú slegið upp í bókinni „glaðværð og kátína“ og hún lesin allan tímann, sem staðið var við. Þessar stundir veittu Magnúsi heitnum ekki minni gleði en systrum hans og dætrunum. Ég vil að lokum flytja þeim Stellu Guðmundsdóttur frænd- konu Magnúsar og manni hennar, Pálma Gíslasyni, innilegar kveðj- ur og þakkir fyrir allt sem þau gerðu fyrir hann á meðan hann dvaldi á Landspítalanum. Guðný biður fyrir kveðjur og þakkir til þeirra fyrir aðhlynn- ingu við sig og son sinn i veikind- um Magnúsar. Guð blessi þau fyr- ir það. Svo sendi ég Guðnýju mínar innilegustu samúðarkveðjur, einnig Viðari, systkinum hins látna og öðrum vandamönnum. Ég þakka Magnúsi Ianga og trygga vináttu og alla hans ómet- anlegu hjálpsemi. Við hittumst seinna handan móðunnar miklu. Drottinn gefi dánum ró, en hin- um líkn sem lifa. Blessuð sé minning þessa góða manns. Aðalheiður Rögnvaldsdóttir. Siglufirði. Kveðjuorð: Baldur Smári Halldórsson Fæddur 19. ágúst 1941. Dáinn 12. april 1976. Mig langar í örfáum orðum að minnast Baldurs Smára og þakka allar þær ljúfu og björtu minning- ar, sem ég og fjölskylda min á um hann. Sambýliskona mín sagði að sér fyndist alltaf eins og sólar- geisli kæmi í húsið, þegar hann kom, enda mátti það með sanni segja. Hann var alltaf brosandi og góður við alla. Ég held að tryggð hans og elska við ættfólk sitt og vini hafi verið með eindæmum. Baldur Smári var fæddur í Bolungavík 19. ágúst 1941. For- eldrar hans eru hjónin Ösk Ólafs- dóttir og Halldór Halldórsson og var hann næst elstur fjögurra barna þeirra. Hann ólst upp í for- eldrahúsum, þar sem hann átti heimili alla tíð. Strax á unga aldri hneigðist hugur hans að sjónum og sjómennska varð hans æfi- starf. Hann var lengst af á fisfei- skipum frá Bolungavik, því þar vildi hann vera, enda varla hægt að finna trygglyndari dreng við vini sína, félaga og frændur, en Baldur var. Nú er hann horfinn yfir móðuna miklu, þar sem við hittumst öll að lokum. Foreldrum hans, systkinum, systkinabörnum og öllum ættingj- um votta ég mína dýpstu samúð og bið þeim guðs blessunar. Móðursvstir. — Skólaslit Framhald af bls. 15 upp á rausnarlegar veitingar i mötuneyti skólans. Miðvikudaginn 5. maí fóru búfræðingar ásamt tveim kennurum i fjögurra daga ferða- lag til Suðurlands þar sem fyrir- hugað varað heimsækja eina fimmtán staði. Nú þegar litur út fyrir að skóli verði fullsetinn næsta vetur. Við skólaslit minntist skólastjóri á 100 ára afmæli skólans, sem verður árið 1982, og er nú þegar farið að undirbúa þann merkisat- burð og hefir, verið lagt fram frumvarp þess efnis á Búnaðar- þingi og Alþingi. Einnig er undir- búningur hafinn meðal gamalla Hólamanna. Vonir standa til að skipulagsuppdráttur verði gerður en er þó að ég held ekki ennþá kominn. A þessu ári verður athugað um möguleika til að ná heitu vatni frá Reykjum í Hjaltadal. Er þetta brennandi spursmál fyrir framtíð Hólastaðar, Hjaltadals og ef til vilí víðar um ef vel tekst. Björn í Bæ 9% FERÐASKRIFSTOFA RlKISIATS Hringvegurinn 8 daga hópferð um hringveginn kringum landið dagana 21 . — 28. júní. Ekið í þægilegri langferðabifreið, gist og borðað á hótelum. Fróður leiðsögumaður verður með í ferðinni. Verð kr. 49.150 á mann, allt innifalið. Kynnið yður nánar ferðatilhögun á skrifstofu vorri að Reykja- nesbraut 6, símar 1 1 540 og 25855. SÉRTILBOÐ LITAVER — LITAVER GOLFTEPPI Veggfóður — Málning Lítið við í Litaveri því það hefur ávallt borgað sig. LITAVER — LITAVER — SERTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.