Morgunblaðið - 13.05.1976, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.05.1976, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAI 1976 33 VELVAKAIVIDI Velvakandi svarar i síma 10-100 kl 14—15, frá mánudegi til föstu- dags 0 Leidrétt vísa Velvakanda láðist að lesa i blað- inu vísu, sem hann birti, en þar hafði orðið í meðförunum rugl- ingur, sem raunar mátti sjá, þvi annars var vísan ekki rétt gerð. En þetta fór auðvitað ekki fram hjá Jakobi Péturssyni, sem sendi skilaboð. Visan er auðvitað svona og þannig hefur Velvakandi alltaf kunnað hana: Eg hélt að það væri að vora og hlýna, og vonin hún kemst yfir allt. En þegar ég háttaði í holuna mína, var helvítið isjökulkalt. Satt að segja er Velvakandi alv- eg hissa á því að ekki skyldu fleiri hafa veitt þessu athygli og gert athugasemd, líklega sannar það, ásamt því hve erfiðlega geng- ur að koma stökum réttum í gegn um prentun, hve þjóðinni eru að verða ótamar stökur og tilfinning- in að dofna fyrir því hvort réttir eru stuðlar og höfuðstafir. 0 Þáttur um vorið Jóna S. Pálsdóttir á Háaleitis- braut (númerið getum við ekki vel lesið) skrifar: Ég er ekki dugleg við bréfa- skriftir, en mig langar til að hrósa útvarpinu fyrir það, sem ég var að hlusta á. En það var þáttur um mai og vorið í umsjá Önnu Snorradóttur. Þetta hlýtur að hafa glatt fleiri en mig og ég vildi að oftar heyrðist svona fallegt í útvarpinu. % Krían og minkurinn Velvakanda hefur borist nafn- laust bréf, þar sem bréfritari vis- ar í Velvakanda 4. maí, en þar var sagt að 20-25 kríuungar hafi kom- ist upp i stóra Tjarnarhólmanum síðastliðið sumar. Segir bréfritari það rangt, enginn ungi hafi kom- ist upp vegna þess að minkur komst i hólmann. Og telur líklegt að svo hafi líka orðið um hina hölmana. Upplýsingar Velvakanda eru samt sem áður áreiðanlegar, þvi þær eru fengnar hjá Ólafi Niel- sen, sem undanfarin ár hefur fylgst nákvæmlega með fuglalíf- inu á Tjörninni fyrir Reykjavík- urborg og taldi og fylgdist að mik- illi kostgæfni með öllum hólmun- urn í fyrrasumar, sem sumarið áður, þegar enginn ungi komst upp. Bréfritari undraðist að ekki var minnst á minkinn í fyrrnefndri Velvakandagrein. Það sé kannski feimnismál borgaryfirvalda segir hann. Ekki er það nú svo. I skýrsl- unni, sem Velvakandi hafði undir höndum um Tjörnina var margt fleira, sem hann ekki fjallaði um, svo sem mælingar á dýpt Tjarnar- innar og koma minksins í hólm- ann, sem unnið var á. Hann gerði þó ekki meiri usla en það, að nokkuð af ungunum komst upp. Velvakandi er sammála bréfrit- ara um að gera þyrfti útrýmingar- herferð gegn minkinum, og hélt satt að segja að nokkuð væri af því gert. Um það segir bréfritari: „Allar sveitir eru að fyllast af þessu skaðræðisdýri. Nýlega var sagt í útvarpi að mink hefði stór- fjölgað við Mývatn síðustu ár. All- ir sjá hverjar afleiðingar það hef- ir fyrir fuglalífið og silungsveiði þar. Eg held að allar þær nefndir, ráð og félög, sem eiga að starfa að náttúruvernd, ættu að beina geiri sinum að útrýmingu minks og stórfækkun svartbaks. En því miður virðast þessi ráð og nefndir sofa sætt og rótt meðan minkur- inn breiðist óðfluga út um allt land,“ Sjálfsagt eru flestir sammála bréfritara um að svartbakurinn sé mikinn skaðvaldur. En ekki er auðvelt að útrýma honum. Séu eggin hirt verpir hann bara aftur, og lítið dugir að skjóta, enda ekki auðvelt inni i bæjum. T.d. þarf í Reykjavik að gera það af öryggis- ástæðum á nóttunni, en það er bara ekki sá tími sem svartbakur- inn kemur í hólmann. Hann fer ekki að koma fyrr en undir morg- un. Einasta ráðið væri sjálfsagt, ef hann næði ekki í æti. En í öllum sjávarplássum er þvi miður þannig gengið um, að hann hefur nægt æti i úrgangi. Hann er líka svo stór og stæltur að hann getur grafið og rifið upp æti úr ösku- haugum, þó búið sé að ýta lagi af mold yfir, og dreifir því svo út um allt. Það verður ekki fyrr en hægt er að minnka matarbúrin hans i landi eða réttara sagt að loka alv- eg fyrir þau, sem hægt verður að halda honum i skefjum. En Velvakandi tekur undir við bréfritara, þegar hann segir að ef krían verpir í hólmanum í sumar, sem hann þó dregur i efa, þá verði vonandi allt gert sem mögulegt er til að krían fái að vera í friði með egg sín og unga framvegis. David var vaknaður og horfði á hana gráum augum. — Góðan daginn, sagði hún — Hvernig Hður þér I handleggn- um? — Ég var búinn að gleyma hon- um þangað til þú minntist á hann, sagði hann. — Nú finnst mér eins og ég geti helzt Ifkt honum við vel gerða tréskurðareftirlíkingu. — Þér Ifður greinilega betur, sagði hún — fyrst þú getur þó talað f svo léttum tón. — Hverjum liði ekki betur, sagði hann — öll mál eru leyst. Ég veit hver ég cr og ég veit hvað ég ætla mér að gera. Og ég elska Þig- — Ég elska þig, sagði hún. — Og hvað ætlar þú að gera? — Borða morgunverð og aka aftur til Frakklands. — Og svo hvað? — Ég ætla að hitta Marcel að máli. Ekki til að drepa hann, heldur til að benda honum á hversu óráðlegt það væri ef hann reyndi að drepa mig. Ég skal segja þér dálftið. Ég ætla að skrifa niður allt sem ég veit og skilja það eftir hjá Gautier og fela honum að koma þvf til Debrays lögreglumanns. Þegar ég HÖGNI HREKKVÍSI Haukar Það er alltaf fjör þar sem Haukar eru. Athugið: Nýr umboðssimi 26572 Skipholti 19 við Nóatún, sínriar 23800 — 23500, Klapparstíg 26, sími 19800. Alþingsmenn og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins verða til viðtals í Sjálf- stæðishúsinu Bolholti 7 á laugardögum frá klukkan 1 4.00 til 1 6:00. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábend- ingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa Laugardaginn 15. maí verða til viðtals: Ellert B. Schram, alþingismaður Davíð Oddsson, borgarfulltrúi Sigríður Ásgeirsdóttir varaborgarfulltrúi. Ellert Sigríður Davið VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins ■ í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.