Morgunblaðið - 01.06.1976, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.06.1976, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNI 1976 Flóðin við Sigöldu: „Minnkunin meiri en aukningin” „ÆTLI sé ekki bezt að segja eins og stjórnmálamennirnir að minnkunin sé meiri en aukning- in,“ sagði Magnús Bjarnason verkfræðingur Energoprojekt við Sigöldu, þegar Mbl. spurði hann í gær um það hvort vatnið I uppi- stöðulðni Sigölduvirkjunar væri farið að lækka. Eins og kom fram í fréttum í síðustu viku, voru svo miklar leys- ingar í fjöllunum í nágrenni virkjunarinnar, að vatn i uppi- stöðulóni hennar jókst til stórra muna, þvi botnlokur höfðu ekki undan. Varð að gera ráðstafanir til þess að vatn kæmist ekki í aðrennslisskurð að stöðvarhús- inu. Þá fór vinnuskúr nánast í kaf, og er hann að sögn Magnúsar talinn ónýtur. Magnús sagði að vatnið í uppi- stöðulóninu sjatnaði nú smám saman, en það gerist afar hægt og er nú vatnsyfirborðið aðeins ein- um metra lægra en þegar það var hæst. Ekki er vitað um annað tjón en það sem varð á vinnuskúrnum, en töluverður kostnaður varð því samfara að halda vatninu i skefj- um. íslenzkir tómatar í allar búðir í dag SÖLUFÉLAG garðyrkjumanna fékk í gærmorgun fyrstu stðru sendinguna af fslenzkum tðmöt- um á þessu sumri. Var unnið við það af flokka tðmatana í gær og síóan var þeim ekið í búðir. Sagði Þorvaldur Þorsteinsson hjá Sölu- félaginu, að í dag ættu tömatar að vera komnir í allar verzlanir. Þorvaldur sagði að tíðin að undanförnu hefði verið mjög hag- stæð fyrir tómatarækt og mætti búast við töluverðu magni á markaðinn á næstunni að öllu óbreyttu. Heildsöluverð er nú 540 krónur og smásöluverð 720 krónur kg, en að sögn Þorvalds hefur verið venjulega lækkað fljótlega og verður svo einnig nú. Agúrkutíminn stendur nú sem hæst, og sagði Þorvaldur að góð sala hefði verið í agúrkum að undanförnu. Skútan væntanleg um miðja þessa viku tSLENZKA seglskútan, sem lagði fyrir skömmu af stað frá Skot- landi til Islands, var um helgina I Færeyjum. Lagði hún af stað þaðan um hádegi á sunnudag, og að sögn Ivars Þórarinssonar, sem fylgzt hefur með ferðum skútunnar og talað við tslendingana um borð, en þeir eru þrfr talsins, er skútan væntanleg til Vestmannaeyja seint á miðvikudag eða snemma á fimmtudagsmorgun. Sagði Ivar að skútan hefði fengið hagstæðan byr alla leiðina og allt gengið mjög vel. Sögðust þremenning- arnir alls staðar hafa fengið mjög góða fyrirgreiðslu. IJrskurðaður 30 daga í gæzluvarðhald KÓPAVOGSBUlNN, sem sagt var frá í sunnudagsblaði Mbl. að ráð- izt hefði á iögregluþjón og höfuð- kúpubrotið hann, var úrskurðað- ur í 30 daga gæzuvarðhald. Hon- um var ennfremur gert að sæta geðrannsókn á tímabilinu. „Þarna var bók- staflega allt í rúst Rætt við Gunnar Ólafsson, viðskiptafræðing, sem ók um jarðskjálftasvæðið á N-Italíu 2 dögum eftir jarðskjálftann mikla „ÞAÐ var öskaplegt að sjá þetta — þarna voru tjaldbúðir við tjaldbúðir þar sem fölkið sat á stólum fyrir utan með teppi yfir sér í úrhellis rigningu, og Ifkbílarnir voru f stöðugum ferðum á þessum slóðurn," sagði Gunnar Ólafs- son viðskiptafræðingur, en hann ók um jarðskjálftasvæðið á norðaustanverðri Italfu ásamt konu sinni og öðrum hjónum á leið frá Vín til Ligniano aðeins tveimur dögum eftir jarð- skjálftann. „Við vorum þarna á leiðinni frá Vfnarborg," sagði Gunnar þegar Morgunblaðið ræddi við hann, „fórum gegnum Salzburg á bíl, yfir Gross Glockner skarðið hjá hæstu tindunum í Austurríki og hugðumst síðan fara niður til Ligniano. Við ætluðum að fara þarna ákveðna leið yfir itölsku alpana en þegar til kom var lokað þar vegna þess að sprunga hafði komið í veginn. Við urðum þá að snúa við, fara töluvert austar og urðum þess vegna aó fara í gegnum þorpið Genoma sem hafði einmitt orðið verst úti f jarðskjálftanum." Gunnar sagði, að það hefði tekið þau um klukkustund að aka f gegnum þetta svæðið sem harðast hafði orðið úti í skjálft- anum. „Ég gæti trúað því að jarðskjálftans hafi gætt mest á um 5 kílómetra kafla,“ sagði hann ennfremur, „en við fórum þetta ósköp hægt, því að þarna var svo mikil umferð, sérstak- lega af sjúkrabílum og herbíl- um. Þarna var bókstaflega allt i rúst, húsin gjörsamlega jöfnuð við jörðu mörg hver og stærri byggingar stórskemmdar. Sið- an voru þarna tjaldbúðir við tjaldbúðir, og fólk sat þarna á stólum með teppi yfir sér í úr- hellisrigningu. Búið var að Framhald á bls. 39 í.— tJr Nauthólsvfkinni Alfreð Gíslason fyrrv. alþingismaður og bæjarfógeti látinn A SUNNUDAGINN lézt Alfreð Gfslason, fyrrverandi bæjarfó- geti, sýslumaður og alþingis- maður, 70 ára að aldri. Alfreð Gíslason var fæddur i Reykjavfk 7. júlí 1905, sonur Gísla Þorbjarnarsonar búfræðings og konu hans Jóhönnu Sigríðar Þor- steinsdóttnr. Alfreð lauk stúd- entsprófi frá MR 1927 og lög- fræðiprófi frá Háskóla íslands 1932. Hann stundaði lögfræði- störf í Reykjavík 1932 — ’37 en árið 1938 varð hann lögreglustjóri í Keflavík og bæjarfógeti 1949 til 1961. Þá varð hann eitt ár bæjar- stjóri í Keflavík en tók að nýju Framhald á bls. 39 Ljósm. Mbl. RAX. Guðni Ólafsson apótekari látinn GUÐNI Ólafsson apótekari f Ing- ólfsapóteki lézt á sunnudaginn, 70 ára gamall. Guðni var fæddur á Eyrarbakka 26. nóvember 1905. Foreldrar hans voru Ólafur Árnason bóndi og sjósóknari og kona hans Guðrún Gísladóttir. Guðni var næst yngstur 6 systkina, yngstur er Sigurjón myndhöggvari. Guðni byrjaði starfsþjálfun f Eyrar- bakkaapóteki 1922—’26, en síðasta árið tók hann aðstoðar- lyfjafræðipróf hjá landlækninum í Reykjavík. Hann vann i Lauga- vegsapóteki í tvö ár en árið 1931 hvarf hann til lyfjafræðináms í Danmörku og lauk fullgildu prófi lyfjafræðings þaðan árið 1933. Guðni Ólafsson kom heim það sama ár og starfaði í Laugavegs- apóteki til 1939 er hann fór tii Danmerkur, en þar vann hann i lyfjaverksmiðju til ársins 1946. Það ár kom hann heim og fékk árið 1948 veitingu fyrir Ingólfs- apóteki i Reykjavík sem hann rak til dauðadags. Árið 1952 stofnaði hann heildverzlunina G. Ólafsson hf. Frá árinu 1960 rak hann enn- fremur búskap á Árbæjar- hjáleigu i Rangárvallasýslu. Guðni kvæntist Ingibjörgu Þor- steinsdóttur frá Akureyri en þau slitu samvistum eftir skamma sambúð. Nafn piltsins PILTURINN, sem lét lifið i umferðarslysi á mótum Elliða- vogs og Skeiðarvogs s.l. föstudags- kvöld, hét Ragnar Franklín Guð- mundsson, Laugalæk 19. Hann var fæddur 13. janúar 1959 og því 17 ára gamall er hann lézt. Sovézkir vísindaleiðangursmenn: Rannsóknaleyfi gegn vissum skilyrðum MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur veitt sovézkum jarðvfsinda- flokki leyfi til rannsókna hér á landi á komandi sumri. t flokkn- um eru alls 18 menn og eins og fram hefur komið í fréttum, mun flokkurinn hafa með sér hingað til lands 15 tonn af sprengiefni, nánar til tekið dynamiti. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra sagði í sam- tali við Mbl. í gærkvöldi, að sovézka jarðeðlisfræðiflokknum hefði verið veitt rannsóknaleyfið gegn vissum skilyrðum. I fyrsta iagi myndi íslenzkur vísindamað- ur fylgjast með störfum flokksins, en slíkt skilyrði væri ætíð sett þegar stórir flokkar erlendra vfs- indamanna eru hér við rannsókn- ir. Þá er það skilyrði einnig sett, að íslenzkur sérfræðingur um meðferð sprengiefnis verði með í förinni, og bjóst menntamálaráð- herra við því að einhver starfs- manna Orkustofnunar myndi taka það hlutverk að sér. Verður flokkurinn að fara með sprengi- efnið eins og tiltekið er í íslenzk- um lögum og geyma það mjög tryggilega. Þá sagði menntamálaráðherra að sovézku vísindamennirnir yrðu eins og aðrir vísindaflokkar að gefa upp fjölda vísindamanna og yfirlit um tækjaútbúnað. Enn- fremur yrðu þeir að gefa skýrslu um leiðangurinn að honum lokn- um. Sagði ráðherrann að það gæti tekið nokkurn tíma, því vfsinda- mennirnir sovézku gerðu allar sínar skýrslur á rússnesku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.