Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNI 1976
3
Sigur og tap hjá
Guðmundi á móti
Rússunum á Kúbu
SOVÉZKI stórmeistarinn Boris
Gulko hefur nú forystu I minn-
ingarmótinu um Capablanca, sem
fer fram um þessar mundir f bæn-
um Cienfuegos á Kúbu. Gulko
hefur 7H vinning eftir 11 umferð-
ir en í öðru sæti er Guðmundur
Sigurjónsson með 6'A vinning og
biðskák. Guðmundur hefur sem
Kór Söngskólans og
Sinfóníuhljómsveit
Reykjavíkur með tón-
leika í Skjólbrekku
Björk 31. maí
Á föstudagskvöld hélt kór Söng-
skólans í Reykjavik og Sinfóníu-
hljómsveit Reykjavíkur tónleika I
Skjólbrekku. Einsöngvarar voru
Ólöf K. Harðardóttir, Hrönn Haf-
liðadóttir, Unnur Jensdóttir
Guðmundur Jónsson, Kristinn
Hallsson, Halldór Vilhelmsson,
Garðar Cortes og Sigurður
Þórðarson. Stjórnendur voru
Carlefe og Garðar Cortes. Aðsókn
var ágæt og undirtektir áhorf-
enda mjög góðar. Telja verður
heimsókn þessa ágæta listafólks
merkan tónlistarviðburð hér í
sveitinni og munu þeír sem við-
staddir voru þessa kvöldstund,
minnast hennar lengi. Að lokum
söng kórinn Blessuð sértu sveitin
mín, lag Bjarna Þorsteinssonar
við Ijóð Sigurðar Jónssonar frá
Arnarvatni og tóku áhorfendur
undir að beiðni stjórnanda.
Hér er búið að vera glampandi
sólskin um vikutfma og varla sést
skýhnoðri á lofti. Hefur hitinn á
daginn komizt upp undir 20 stig.
Allur gróður hefur mjög tekið við
sér sfðustu daga og má heita að
skógur sé að verða allaufgaður og
er af þeim sökum að verða mjög
sumarlegt. Sauðburði er víðast að
verða lokið og margir bændur
hafa þegar sleppt fé sínu. Umferð
ferðafólks er byrjuð og daglegar
áætlunarferðir hafnar frá Akur-
eyri til Mývatns.
kunnugt er setið hjá eina umferð,
en ekki er ljóst af fréttaskeytum,
hvort Gulko hefur setið hjá eða á
það eftir.
í 9. umferðinni leiddu þeir sam-
an hesta sína Gulko og Guðmund-
ur. Hafði Gulko betur i þeirri
viðureign og komst þar með í
efsta sætið, en því hafði Guð-
mundur haldið lengi vel. I 10 um-
ferðinni sigraði Gulko siðan Ung-
verjann Honfi og Guðmundur
gerði sér lítið fyrir og vann Sovét-
manninn Alexander Beliasvski,
stigahæsta mann mótsins, eftir að
skák þeirra hafði farið f bið. I 11.
umferðinni gerði Gulko jafntefli
við Tékkann Honfi en skák Guð-
mundar fór í bið.
Gulko er efstur með 7'á vinn-
ing, Guðmundur hefur 6V4 vinn-
ing og biðskák, Peev (Búlgaríu)
hefur 6'á vinning, Razuvaev
(Sovétríkjunum og Vogt (A-
Þýzkalandi) hafa 5'A vinning og
Beliasvski og Andersson
(Svíþjóð) hafa 5 vinninga hvor.
Guðmundur Sigurjónsson.
Eidur laus í Bernhöftstorfu
Á SJÖUNDA tfmanum f gær-
kvöldi kom upp eldur í skúr
bak við Amtmannsstfg 1, gamla
Landlæknishúsið. Skúr þessi
stendur á horni Amtmannsstfgs
og Skólastfgs, og mun hann f
fyrndinni hafa verið notaður
sem móskúr.
Jón Guðjónsson varðstjóri í
Slökkviliði Reykjavíkur sagði
að eldur hefði verið allmagnað-
4
ur þegar slökkviliðið kom á
vettvang. Stóð mikill eldur upp
úr þakinu og lagði að Land-
læknishúsinu. Lagði slökkvilið-
ið kapp á að verja húsið, en Jón
sagði að málningin á þvf hefði
verið tekin að bólgna af hitan-
um. Sagði Jón að það hefði
hjálpað mikið til, að logn var
þegar eldurinn kom upp. Önn-
ur hús á Bernhöftstorfunni
voru ekki í hættu að sögn Jóns.
Slökkvistarf tók einn og hálfan
tíma og er skúrinn ónýtur tal-
inn.
Jón Guðjónsson sagði að lík-
lega hefði verið um íkveikju að
ræða. Eldurinn hefði verið það
magnaður strax, og einnig væri
þess að gæta, að í skúrnum væri
ekkert rafmagn.
Ljósm. H.G. og RAX.
Nú verða kjötvörur merktar
ítarlega fyrir neytandann
FRÁ og með deginum f dag er
öllum framleiðendum unninna
kjötvara skylt að merkja allar
unnar kjötvörur, sem seldar eru f
smásölu f neytendaumbúðum
með ftarlegum upplýsingum um
vöruna. Gerist þetta samkvæmt
gildistöku auglýsingar um
merkingu unninna kjötvara, en
auglýsing þessi tekur ekki til
niðursoðinna kjötvara.
í þessu tilefni sneri morgun-
blaðið sér til Agnars Tryggva-
sonar, framkvæmdastjóra
búvörudeildar Sambandsins, og
leitaði álits hans á þessari
nýbreytni. Agnar kvaðst ánægður
með að þessi háttur skyldi nú
tekinn upp hér og kvað þetta góða
þróun. Að vfsu kostaði þetta, að
fyrirtækið yrði að festa kaup á
nýrri merkingarvél sem kostaði
nokkrar milljónir króna en að
öðru lagi hefði þetta engin áhrif á
reksturinn.
í tilkynningu viðskiptaráðu-
neytisins segir svo:
Um frágang vörumerkinga sam-
kvæmt auglýsingunni er svo mælt
fyrir, að á eða í umbúðum
vörunnar skuli vera greinilegar
upplýsingar á íslensku, sem lesa
má án þess að rjúfa umbúðir
(vörumerkingarseðill). Þau
atriði, sem með þessum hætti
verður skylt að veita upplýsingar
um eru: Heiti vörunnar, fram-
leiðsluháttur, samsetning,
aukefni, gyemsluaðferð og með-
ferð fyrir neyslu, nettóþyngd
innihalds og eftir atvikum
Framhald á bls. 39
FERÐIR TIL GAGNS OG GLEÐI
MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNI........
Bretlandsferð
— brottför 11. júní —
11 dagar
Ekið um marga fallegustu staði Englandí
og Skotlands og sögufrægar slóðir skoð
aðar
Meðal viðkomustaða eru: York, Bawtry
Cambridge, Windsor, Oxford, Shottery
Stratford-on-Avon, Warwick, Chester,
Bowness-on-Windermere, Carlisle,
Gretna Green, Edinborg. (Gististaðir eru
með feitu letri.).
Einnig dvalið 5 nætur í London þar sem
kostur gefst á skoðunarferðum um borg-
ina og nágrenni hennar.
Flogið er til og frá Glasgow.
íslenskur fararstjóri
Spyrjist fyrir um þessa sérstæðu ferð.
2ja og 3ja vikna
photokino
World Fairof
Photography
Brottför 9. sept.
Ódýru
Spánarferðirnar
Costa Blanca,
Benidorm.
2ja og 3ja vikna ferðir í allt sumar.
Fjölskylduafsláttur, íslensk hjúkrunarkona og barn-
fóstra.
Brottfarardagar:
14. júní, laus sæti.
28. júní, nokkur sæti laus.
19. júli nokkur sæti laus.
2. ágúst, aukaferð.
9. ágúst, laus sæti.
16. ágúst, aukaferð.
23. ágúst, biðlisti.
30. ágúst, aukaferð.
6. sept. aukaferð.
13. sept. uppselt.
20. sept, laus sæti.
A--/- **i
Ódýrar Norðurlandaferðir í allt sumar. Seljum einnig farseðla með öllum
flugfélögum um allan heim á sérstaklega hagkvæmum fargjöldum.