Morgunblaðið - 01.06.1976, Side 5

Morgunblaðið - 01.06.1976, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNl 1976 5 Kökubasar kven- félags Dómkirkjunnar Slysið í Eyjafjarðará: Bílbeltið var ekki notað — segir umferðarráð KIRKJUNEFND kvenna Dóm- kirkjunnar, kvenfélagið sem starfar í Dómkirkjusöfnuðinum, hefur lengi unnið mikið og gott starf fyrir Dómkirkjuna. Ákaf- lega margt af fögrum búnaði hennar er þangað komið fyrir ötult starf kvennanna. Nú ætla konurnar að halda Breiðafjarð- areyjar um hví tasunnuna kökubasar að Hallveigarstöðum við Túngötu á morgun, miðviku- daginn 2. júnf, kl. 5 sfðdegis. All- ur ágóði af basarnum, sem öðru starfi þeirra, fer til kirkjunnar eða líknarmála á hennar vegum. Verkefnin eru ótalmörg framundan, ekki síst málning og aðrar lagfæringar á kirkjunni að innan. Að þessu vill kvenfélagið styðja, og mig langar til að hvetja sóknarfólk og aðra velunnara Dómkirkjunnar tíl að sækja köku- basarinn. Þar verður vafalaust hægt að fá margt gott, sem kemur sér vel fyrir hvítasunnuna, og þá er hitt ekki síðra að hafa um leið stutt gott málefni. Þórir Stephensen. VEGNA fréttar f fjöimiðlum, þ. á m. f Mbl. á sunnudaginn um um- ferðarslys er varð aðfaranótt laugardagsins 29. maf á Eyja- fjarðarbraut skammt framan við Kristsnes er bifreið lenti á hvolfi út f Eyjafjarðará þykir umferðar- ráði rétt að taka eftirfarandi fram. Við rannsókn á slysi þessu hef- ur komið fram að fullvíst er að bílbeltið var EKKI SPENNT er slysið varð. Ökumaður bifreiðar mun hins vegar hafa flækt sig i beltinu er hann reyndi að komast út úr bifreiðinni. Leiða má að því sterkar líkur að þegar bifreiðin lenti á hvolfi i ánni hafi lykkja beltisins flotið upp vegna þess að beltið var ekki notað. Það er því algjörlega rangt sem komið hefur fram í frétt af atburði þessum að ökumanni hafi ekki tekist að losa lásinn á bílbeltinu. Fréttir þær sem birst hafa hafa þvi miður gefið alranga mynd af atburði þessum og varða á engan hátt mat á varnareiginleikum bil- belta i umferðarslysum. Rannsóknir sérfræðinga hafa sannað að meiri lýkur er á að bjargast þegar bifreið lendir í vatni ef ökumaður og farþegi nota bilbelti. VAKA félag lýðræðissinnaðra stúdenta gengst fyrir tveggja daga ferð um Breiðafjarðareyjar um hvítasunnuhelgina. Lagt verður af stað frá aðalbyggingu háskólans stundvíslega kl. 8 laugardaginn 5. júní og komið aftur til Reykjavikur á sunnu- dagskvöldi. Gist verður eina nótt í eyjunum og farið verðum um eyj- arnar undir leiðsögn heima- manna. Ferðarkostnaður er áætl- aður aðeins kr. 3000 á mann. Allið lýðræðissinnaðir stúdentar eru velkomnir. Þeir sem hyggjast notfæra sér þetta einstæða tækifæri til þess að sjá og skoða Breiðafjarðar- eyjar eru beðnir að tilkynna sig í sima 16941 fyrir miðv.kvöld vegna óvenjumikillar þátttöku. (frá Vöku). Stjórn Vöku. Blikabingó í SÍÐUSTU viku birtust alls 10 tölur í öðru Blikabingói ársins. Þær koma hér á ný ásamt 6 nýj- um tölum. Fylla á línur undir I og N. Vinninginn hlýtur sá, sem fær bingó á lægstu birtingartölu. Séu fleiri en einn um vinninginn, verður dregið um hann. Bingó skal tilkynna í síma 40354 eða 42339. 1. N-43, 2. 1-33, 3. N-33, 4. N-31, 5. 1-21, 6. 1-20, 7. N-32, 8. 1-22, 9. 1-27, 10. N-35, 11. N-40, 12. 1-26, 13. N-37, 14. 1-25, 15. N-39, 16. 1-28. Rauði krossinn hyggst setja á stofn sjúkra- hótel á Akureyri RAUÐI Krossinn, Akureyrar- deild, hefur nýlega fest kaup á húsinu Skólastíg 5 þar í bæ. Er meiningin að reka þar i framtfð- inni sjúkrahótel með Ifku sniði og nú er rekið f Reykjavfk, þ.e. hótel, sem sjúklingar með fóta- vist geta Húið ( ef þeir þurfa að leita sér lækninga á Akureyri. Guðmundur Blöndal, starfs- maður Akureyrardeildar Rauða krossins, tjáði Mbl. í gær, að kaup- verð hússins hefði verið 12 milljónir króna. Stendur Akur- eyrardeildin ein að kaupunum en nýtur stuðnings Rauða kross Islands. Guðmundur sagði að húsið yrði afhent í ágústmánuði n.k. Ti! að byrja með væri reiknað með að þar gætu gist 6—8 manns, en 10—12 manns, þegar breyt- ingar hafa verið gerðar á hús- næðinu. Sagði Guðmundur að brýn þörf væri á slíku sjúkra- hóteli á Akureyri. JLÝSINGASÍMINN ER: 22480 jn«rðu«t!blAþtþ Bandaríkin 200 ára Ætlar þú í veisluna? í ár verður mikið um dýrðir í Bandaríkjunum, er þjóðin minnist þess að 200 ár eru liðin síðan frelsisstríðinu gegn bretum lauk og landið varð sjálfstætt ríki. Margt verður gert til að minnast þessa atburðar. Öll ríkin 50 munu leggja sitt af mörkum. Eins og vænta má verður þar allt stórt í sniðum. í San Franciscoverður bökuð afmælisterta, sex tonn að þyngd, sextíu metrar í þvermál og á hæð við tvilyft hús. í Utah verða gróðursettar milljón trjáplöntur. Stærstu seglskip heims munu sigla í fylkingu inn New York höfn. Mest verður um dýrðir í fjórum sögufrægum borgum, Boston, New York, Phila- delphia og Washington. Bandaríkjamenn hafa búið sig undir að taka á móti 25 milljón gestum á afmælinu. Islensku flug- félögin greiða götu þeirra, sem fara á þjóðhátíðina, til þess að skoða ævintýraheima Disneys, hlusta á jazz i New York eða New Orleans, fara upp í Frelsisstyttuna eða sækja heim vestur-íslendinga, svo eitthvað sé nefnt. flucfélac LOFTLEIÐIR /SLA/VDS iLLiuin Félög með daglegar ferðir vestur um haf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.