Morgunblaðið - 01.06.1976, Page 18

Morgunblaðið - 01.06.1976, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNI 1976 Slakur árangur á meistaramót- inu í tugþraut Bjöm Blöndal og Elías Sveinsson koma hnff jafnir I mark I 100 metra hlaupinu, en Karl West er nokkuð á eftir þeim. • • Oruggur sigur Ingunnar í fimmtarþraut kvenna INGUNN Einarsdóttir serdi sér lítið fyrir og sigraði með nokkrum yfirburðum f fimmtarþraut kvenna á meistaramóti tslands á sunnudaginn. Fékk Ingunn 3751 stig og það þó svo að hún hafi ekki keppt í tugþraut í meira en ár. Árangur Ingunnar er ekki langt frá íslandsmeti Láru Sveinsdóttur í greininni. Var árangur stúlknanna í heild í fimmtarþrautinni mun betri en piltanna í tugþrautinni. Erna Guð- mundsdóttir og Kristín Björnsdóttir komu síðan í sætunum á eftir Ingunni, en alls voru 7 keppendur f fimmtarþrautinni. Ingunn hefur lítið fengizt við að stökkva hástökk, en fór þó eigi að siður yfir 1.60 m, sem er mjög góður árangur hjá henni. I há- stökkinu beindist athyglin þó ekki síður að Þórdísi Gísladóttur, en hún stökk léttilega yfir 1.63 metra. Var síðan hækkað i 1.70 m en það er 1 cm hærra en íslands- met Láru Sveinsdóttur. Munaði Miklar fram- farir Guðna Þingeyingurinn Guðni Halldórsson, sem keppir nú fyrir KR, bætti sinn fyrri árangur í kúluvarpi um hálfan metra á laugardaginn. Varpaði Guðni kúlunni 17.69 metra og öll köst hans voru yfir 17 metra, en Guðni keppti sem gestur ásamt Hreini Halldórssyni í kúluvarpi meistaramótsins í tugþraut. (iekk Hreini illa í keppninni á laugardag- inn og gerði öll köst sín ógild. Guðni Halldórsson dvaldi ásamt Hreini I Þýzkalandi mestan hluta aprílmánaðar, en síðan hélt hann til Knglands. Þar æfði hann með Evrópumeistaranum Geoff Capes, sem hann kynntist á Evrópumeist- aramótinu. Hefur (íuðni greinilega la-rt mikið af kappanum og hefur aldrei verið betri. Sekúndubrot á milli 10 km hlauparanna Keppnin I 10 kflómetra hlaupi á meistaramóti tslands í frjálsum Iþróttum fór fram á laugardaginn og varð æsispennandi undir lokin. Þeir Gunnar Snorrason UBK og Ágúst Þorsteinsson UMSB voru hnffjafnir sfðustu metrana og aðeins munaði átta sekúndubrotum á þeim að loknum 10.000 metrum. Gunnar fór með sigur af hólmi, hljóp vegalengdina á 34:34.6 mín, en Agúst á 34.35.4. Þriðji varð svo FH-ingurinn Magnús Haraldsson á 40:16.0. I 3000 metra hlaupi kvenna var einnig keppt á laugardaginn en aðeins einn keppandi mætti þó margir væru skráðir. Var það Anna Haraldsdóttir úr FII og hljóp hún vegalengdina á 12:35.8. í 4x800 metra boðhlaupi sigraði sveit IR og voru í sveitinni þrír bræður, þeir Sumarliði, Hafsteinn og Þorgeir Öskarssynir ásamt Guðmundi Ólafssyni. Sveit IR fékk tímann 8:32,2, sveit UBK hljóp á 8:34.2 og sveit HSK á 9:15.4. engu að Þórdís færi yfir rána, en þess má geta að Óiympíulágmark í hástökki kvenna er 1.72 m. í langstökki kvenna stökk Erna Guðmundsdóttir 5.35 metra og átti ógilt stökk sem var nokkru lengra. islandsmetið í þessari grein er 5.67 m. Þá er athyglis- verður árangur Ingunnar í 100 m grindahlaupi en hún fékk tímann 14.3 sek. ÁRANGURINN á meist- aramótinu í tugþraut, sem fram fór um helgina var svo sannarlega ekki til að hrópa húrra fyrir. Elías Sveinsson varð tugþrautar- meistari, en hann var nokkuð frá sínu bezta í flestum greinum og fékk „aðeins“ 6274 stig. Meidd- ist Elías fljótlega í þraut- inni og gat því ekki beitt sér að fullu það sem eftir var. Jón Sævar Þórðarson varð i öðru sæti i keppninni og fékk 5909 stig, sem mun vera svipað og hann hefur bezt náð áður í tug- þraut. Jón Sævar stökk til að mynda 1.90 m í hástökki og mun það vera hans bezti árangur í þeirri grein. Björn Blöndal kláraði nú i fyrsta skipti allar tíu greinar þrautarinnar og varð í þriðja sæti í keppninni. Fékk Björn 5550 stig og verður að teljast góður árang- ur hjá þrítugum í fþróttamanni, sem hóf að æfa frjálsar iþróttir fyrir tveimur arum og hefur aldrei fyrr kastað spjóti eða stokkið stangarstökk. Alls voru 16 keppendur skráðir til tugþrautarkeppninnar, en þrír mættu ekki og fimm hættu keppninni. Guðni Halldórsson hefur sýnt miklar framfarir f kúluvarpinu að undanförnu. Úrslit í tugþrautinni 10(1 m langst. Kúlin. hást. 400 m grinri. kringluk stangarst. spjótk. 1500 m stk; Elías Sveinsson KR 11.2 6.17 13.75 1.85 54.3 15.5 38.86 3.50 49.50 6:23.6 6274 Jón Sævar Þórðarson tR 11.5 6.24 11.17 1.90 53.0 16.0 29.48 3.10 36.74 5:08.1 5909 Björn Blöndal KR 11.4 6.07 11.32 1.75 54.1 16.6 30.38 2.80 37.65 5:22.9 5550 Einar Oskarsson UBK 12.1 5.69 10.19 1.75 54.6 21.0 31.76 3.40 47.29 4:35.7 5518 Bjarki Bjarnason Aftureld. 12.1 5.88 9.54 1.65 55.3 20.3 31.04 2.60 30.85 4:27.4 4978 Úrslit í fimmtarþrautinni 100 m grinri 1 Kúluvarp llástökk 1 Langstökk 200 m hlaup í'rslit Ingunn Einarsdóttir IR 14.3 8.78 1.60 5.26 25.0 3751 Erna Guðmundsdóttir Ármanni 14.6 8.63 1.50 5.35 26.6 3486 Kristfn Björnsdóttir UBK 17.2 9.21 1.50 4.80 29.0 2970 Þórdfs Gfsladóttir ÍR 16.1 5.99 1.63 4.43 27.7 2913 Hrafnhildur Valbjörnsdóttir A 19.0 6.61 1.55 4.35 28.0 2647 Meiðsli hrjá Ólympínfaraua Stefán kominn úr tveggja mánaða æfingaferð STEFÁN Hallgrímsson tugþrautarkappi kom til landsins á föstudaginn eftir að hafa dvalið við æfingar og keppni á Spáni og í Þýzkalandi í tvo mánuði. Stefán lét vel af dvölinni ytra og er að sögn í mjög góðri æfingu. Meiðsli í olnboga há honum þó talsvert og hefur hann sakir þeirra ekki enn getað æft spjótkast sem skyldi, en vonast til að geta hafið æfingar í þeirri grein og síðan keppni innan skamms. Víðavangshlaup Kópavogs Vfðavangshlaup Kópavogs fór fram á sunnudaginn og sigraði Agúst Gunnarsson á 19:18 mín, en vegalengdin sem hlaupin var var rúmlega 5 km löng. t iiðru sæti í keppninni varð skíðagöngukappinn Halldór Matthiasson, en hann mun ætla að æfa frjálsar fþróttir með Breiða- blik. Þriðji varð sfðan Guðmundur Geirdal, en fleiri luku ekki keppni. Stefán er einn þeirra þriggja frjálsíþróttamanna, sem náð hefur ólympíulágmarkinu. Hinir tveir eru þeir Hreinn Halldórsson og Erlendur Valdimarsson. Hreinn er fyrir nokkru kominn heim frá Þýzkalandi þar sem hann æfði í mánuð, en Erlendur dvelur enn i Þýzkalandi og mun á næstunni taka þátt í þremur mót- um á vegum félags þess sem hann keppir fyrir í Köln. Kastaði Erlendur rúmlega 56 metra í kringlukasti i síðustu viku, en meiðsli hafa einnig hrjáð hann, þannig að árangurinn er enn ekki eins góður og vænzt hafði verið miðað við æfingarnar. Fær Hreinn greitt fyrir þau mót sem hann keppir í i Þýzkalandi eins og aðrir sterkir keppendur. Fyrir mótið í síðustu viku fékk Hreinn til að mynda 200 mörk, eða sem nemur tæpum 15 þúsund

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.