Morgunblaðið - 01.06.1976, Side 39

Morgunblaðið - 01.06.1976, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1976 39 GUNNAR Thoroddsen, iðnaðar- og félagsmálaráðherra, heimsótti nýlega ásamt konu sinni og þeim Svanbirni Frfmannssyni, fyrrv. seðlabankastjóra, og Júlfusi Sólnes, verkfræðingi, jarðskjáiftasvæðin í Öxarfirði, og þá staði sem verst urðu úti I skjálftahrinunni sem þar gekk yfir I janúarmánuði sl. Hér sjást aðkomumenn ræða við Lilju Guðlaugsdóttur, húsfreyju að Framnesi, þar sem útihús fóru m jög illa. Nýr neðansjávarkapall milli Ameríku og Brasilíu „Misskilningur að kaplar séu einhver fornaldartæki,” segir símamálastjðri BANDARlSKU fyrirtækin Wes- tern Electric Company og ITT Cable Hydro Space hafa gert samning um lagningu neðansjáv- arfjarskiptakapals milli Banda- ríkjanna og Brazilfu, sem taka á I notkun árið 1977. Lagning þessa kapals opnar aðra leið til að beina fjarskiptum landanna um, en þau fara nú fram um gervihnetti. Kerfi þetta mun endast f 25 ár og er kostnaðurinn 50 milljónir doll- ara eða um 9.1 milljarður ísl. kr. Er gert ráð fyrir að stofnkostnað- urinn verði unnin upp ári eftir að kapallinn verður tekinn I notkun. Um þennan kapal verður hægt að beina öllum fjarskiptum, sím- tölum, símskeytum, telexskeyt- um, sjónvarpssendingum, tölvu- upplýsingum og öðrum sérstökum sendingum. Er hinn nýi kapall miklu afkastameiri en gömlu kaplarnir. Einn af höfuð kostunum við þennan kapal er að með honum losna menn við seinkun sending- artima, sem fylgir gervihnattar- fjarskiptum, en rödd, sem fer um gervihnött, þarf að fara tvisvar sinnum 36 km fyrst út i geiminn og siðan til baka og það veldur seinkun, sem nemur 3/10 úr sekúndu og er hindrun í samtöl- um. Þetta kemur fram í riti brazilisku stjórnarinnar Brazilian—Bulletin, sem kom út í marz. Vegna þessa máls ræddi Mbl. við Jón Skúlason póst- og síma- málastjóra. Hann sagði að stór- veldin legðu nú kapp á að leggja slika kapla sem þennan og væri það stefna þeirra að hafa tvöfalt kerfi, þ.e. bæði svona kapla og gervihnattasamband. Nefndi Jón sem dæmi, að nú væri verið að leggja 4000 rása kapal milli Bandaríkjanna og Frakklands. Að sögn Jóns eru þessir kaplar eins uppbyggðir og þeir kaplar, sem eru milli íslands og megin- lands Evrópu og Ameríku og jafn- framt sömu gerðar og sá kapall, sem talað hefur verið um að leggja hingað. Þetta væri einn vel einangraður vir, en rásafjöldi færi eftir mögnurum i kaplinum. Því styttra sem væri milli magn- aranna, þeim mun fleiri væru rás- irnar. Verð kaplanna fer einnig eftir fjölda magnara. „Sá mikli misskilningur hefur komið fram i umræðum um þessi mál að undan- förnu, að þetta væri einhver forn- aldarverkfæri, þessir kaplar sem talað er um að leggja hingað. Þetta er mesti misskilningur, sem sést á þvi að stórveldin eru í dag að leggja slika kapla,“ sagði Jón. Aðspurður um fjarskiptamál Is- lands og annarra landa sagði Jón að engin ákvörðun hefði verið tekin, málin væri í athugun hjá stjórnvöldum. — Enga upp gjof . . . Framhald af bls. 1 úrslit hafa fengizt á hafréttarráð- stefnunni. Verulegs ótta gætir innan brezka fiskiðnaðarins, bæði á sjó og í landi, vegna afleiðinga hugsanlegs samkomulags. Tals- maður hans segir að ef fregnir af samkomulagsskilyrðum reyndusl réttar myndi slikt samkomulag svipta 1500 togaramenn atvinn- unni og í landi myndu 7500 starfs- menn fiskiðnaðarins verða at- vinnulausir, eða alls um 9000 manns. Þá sagði talsmaður samtaka brezkra togaraeigenda að takmörkun togarafjölda á Islandsmiðum myndi leiða af sér hækkun fiskverðs I Bretlandi „innan fárra vikna“. Venjulega eru um 30 — 40 tog- arar hverju sinni að veiðum und- an ströndum islands yfir sumar- tímann, að sögn talsmannsins, en tæplega 100 togarar alls reiddu sig á Islandsveiðarnar. Ekki væri unnt að senda þá til veiða á öðrum miðum vegna þess að þegar væri búið að fylla veiðikvóta. „Ef af þessum samningum verður," sagði talsmaðurinn, „verða 60 togarar illa úti og flotinn — og aflinn— mun verða u.þ.b. helm- ingi minni. Þetta veldur óhjá- kvæmilega Hækkun fiskverðs, og mjög alvarlega mun draga úr framboði á fiski." Varnamálaráðuneytið I London segir að 15 af 20 freigátum sem verið hafa við togaravernd á Is- landsmiðum hafi skemmzt alvar- lega i 45 árekstrum. Kostnaður við viðgerð fjögurra þeirra er tal- inn nema um 750.000 pundum. Leiga dráttarskipanna fjögurra kostar 1000 pund á dag, og öll hafa þau orðið fyrir skemmdum. Aðeins tveir togarar hafa skemmzt í. átökunum á miðunum, að sögn ráðuneytisins, en mikið tjón hefur orðið á veiðarfærum i 42 togviraklippingum, — Martha Mitch- ell látin . . . Framhald af bls. 1 krabbameins I merg, bláfátæk. Hún var 57 ára að aldri. Michellhjónin höfðu ekki búið saman í tvö ár og lýsti Martha því oft yfir að þar væri Watergate um að kenna. Eng- inn vinur eða ættingi var hjá henni er dauðann bar að. Lög- fræðingur hennar sagði ný- lega, að hún væri „fársjúk" og án þess að geta greitt fyrir ljós og hita, hvað þá meir, en eigin- maður hennar skuldaði henni 36,000 dollara. Mitchell sjálfur mun lifa á lánsfé um þessar mundir. Martha Mitchell var uppnefnd „Martha málglaða" en hún var óspör á að gefa út tæpitungulausar yfirlýsingar um ýmis þjóðmál jafnt sem einkamál. — Beirút . . . Framhald af bls. 1 menn segja að hægri menn reyni að auka spennuna til að tryggja áframhaldandi íhlutun Sýrlend- inga í landinu og að Sýrlendingar ætli að senda frekari liðsstyrk til landsins. — Alfreð Framhald af bls. 2 við starfi bæjarfógeta 1962 og gegndi því til ársins 1975. Alfreð Gíslason var oddviti hreppsnefndar Keflavíkurhrepps 1938 — ’ 46, í bæjarstjórn Kefla- víkur og forseti bæjarstjórnar í fjölda ára frá árinu 1954. Hann var landskjörinn alþ.m. fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1959 — ’63. Hann gegndi fjölda annarra trún- aðarstarfa. Var m.a. í stjórn Landshafnar Keflavíkur og Njarðvíkur frá 1947, formaður skattnefndar Keflavfkur 1938 — '49 og yfirskattanefndar 1949 — ’61, oddviti yfirkjörstjórnar Gull- bringu- og Kjósarsýslu 1951 — '59, stofnandi og fyrsti forseti Rótarýklúbbs Keflavíkur, um- dæmisstjóri Rotary á íslandi í eitt ár, formaður Krabbameinsfélags Keflavikur, Rauða kross deildar Keflavíkur, og Norræna félagsins i Keflavik. I nokkur ár og form. fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Kefla- vík 1948—-’59. Alfreð Gislason var kvæntur Vigdísi Jakobsdóttur frá Seyðis- firði. — Framhalds- skólar Framhaid af bls. 2 7 laugardag voru brautskráðir 40 stúdentar úr öldungadeild skólans og hafa þá 105 stúdentar verið brautskráðir frá deildinni það 4'A ár sem hún hefur starfað. Elzti nemandinn i hópnum, sem útskrifaðist á laugardag, var 62 ára og sá yngsti 22 ára en meðal- aldur hópsins var 36 ár. I áfangakerfi skólans eru meðaleinkunnir ekki reiknaðar en hæsta prófi frá skólanum á árinu lauk Jón Baldursson nemandi á eðlissviði. Hann lauk stúdentsprófi um jól en bætti við sig nokkrum áföngum á vorönn. Fréttamenn í Moskvu sakaðir um njósnir Msokvu — Reuter. AP. BLAÐIÐ Literaturnaya Gazeta, málgagn sovézka rithöfunda- sambandsins, hefur sakað þrjá bandaríska fréttamenn í Moskvu um að vera njósnara fyrir banda- rlsku leyniþjónustuna, CIA. Bandarlkjamennirnir þrír hafa allir neitað ásökununum, og einn þeirra hefur þegar skrifað rit- stjóra blaðsins og krafizt sannana fyrir þessum áburði, eða afsök- unarbeiðni ella. Ásakanirnar birtust í Literaturnaya Gazeta í gærkvöldi, og nafngreinir blaðið bandarísku fréttamennina, sem það segir á mála hjá CIA. Eru það þeir George Krimsky fréttaritari Associated Press fréttastofunnar, Christopher Wren frá New York Times, og Alfred Friendly frétta- maður vikuritsins Newsweek. Segir blaðið að mennirnir þrír séu einn hlekkur í þeirri keðju blaðamanna um allan heim, sem séu á launum hjá CIA. Bendir blaðið á að í bandarískum fréttum hafi verið viðurkennt að CIA hafi notað blaðamenn til að safna upplýsingum um erlend ríki, aðal- lega Sovétríkin, til hernaðarlegra hagsbóta fyrir Bandaríkin. Talsmaður Associated Press i New York sagði að þessar ásakan- ir væru hlægilegar, en talsmaður Newsweek sagði aðeins: „Frétta- menn Newsweek vinna aðeins fyrir Newsweek”. Taismaður New York Times neitaði ásökuninni með öllu, en sagði að hún staðfesti þá skoðun blaðsins að bandariskir fjölmiðlar gætu ekki sannað sjálf- stæði sitt meðan CIÁ héldi áfram að neita að birta tæmandi skýrslu um öll samskipti sín við banda- ríska fréttamenn. Sagði tals- maðurinn að þessi leynd varpaði grun á alla fréttamenn, og hver sem er gæti borið þá órökstudd- um sökum. Það var Christopher Wren, fréttamaður New York Times. sem fyrstur varð til að svara Literaturnaya Gazeta. Ritaði hann Alexander Chakovsky, rit- stjóra blaðsins, bréf þar sem hann fer fram á fund til að ræða ásakanirnar. Óskar hann eftir að fá að sjá bréf, sem vitnað er í frá Moskvu, Tblisi og Tallin, en blaðið segir að i bréfurn þessum sé sýnt fram á „fjandsamlegar leyniaðgerðir” fréttamannanna þriggja. Wren óskar einnig eftir því að ritstjórar hans í New York fái afrit af bréfunum, en ef bréfin verða ekki lögð frarfi krefst Wren þess að Literaturnaya Gazeta birti leiðréttingu og biðjist afsökunar. Allmargir nemendur við skólann ljúka stúdentsprófum með fleiri stigum en því lágmarki, sem krafizt er og þá þreyta nokkrir stúdentsnám á tveimur sviðum I senn. I vor iauk einn nemandi, Dóra Hjálmarsdóttir, stúdents- prófi á þremur sviðum. Hún hefur einnig flest stig þeirra er stúdentspróf hafa þreytt við skólann, alls 164, en hún lauk prófi á nýmálasviði, náttúrusviði og eðlissviði. Rektor Mennta- skólans við Hamrahlíð er Guðmundur Arnlaugsson. — Merktar kjötvörur Framhald af bls. 3 einingarfjöldi, einingar- og sölu- verð, nafn og heimilisfang framleiðanda og/eða þess aðila, sem búið hefur um vöruna og pökkunardagur. Auk þess er lögð áhersla á, að síðasti söludagur og næringargildi verði tilgreint, en ekki verður það skylt að svo stöddu. Um eftirlit með framkvæmd auglýsingar þessarar fer eftir ákvæðum laga um eftirlit með matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum. Að auki mun verðlagsskrifstofan fylgjast með þvi, að ákvæða auglýsingarinnar sé gætt. Auglýsingunni er ætlað að tryggja neytendum sem gleggstar upplýsingar um vörur þær, sem hún tekur til. Neytendanefnd, sem starfar á vegum viðskipta- ráðuneytisins, hefur undirbúið auglýsingu þessa i samráði við hlutaðeigandi aðila. — Allt í rúst Framhald af bls. 2 hreinsa veginn en sums staðar mátti sjá að sprungur höfðu komið í fjöllin og mannhæðar- há björg höfðu hrunið niður á veginn. Líkvagnar voru þarna í stöðugum flutningum, enda fréttum við að það hefði verið unnið að því að grafa upp lík fram eftir vikunni sem við vor- um þarna á ítaliu." Gunnar sagði, að allskörp skil hefðu verið milli aðal skjálfta- svæðisins og nágrennisins sem ekki varð eins illa úti. „Um leið og við komum til Udini-borgar lagaðist þetta stórlega svo að hamfarasvæðið virðist einungis hafa verið á litlum kafla og hafði tarið I gegnum svæði yfir til Júgóslavíu, eins við borgina Klagenfiirt í Austurríki og sið- an þvert yfir nyrzta hluta Italíu. Siðan þegar við komum uiður til Ligniano var fremur dauft yfir staðnum, þar eð ibú- arnir þar voru margir hverjir miður sín eftir þessar hamfarir þar norðurfrá og einnig voru margir þar hreinlega við björg- unarstörf. Staðurinn fór ekki að færast i sitt rétta horf fyrr en kringum 15. mai. Þar hafði hins vegar ekkert gerzt og eng- ar skemmdir orðið á mannvirkj- um, enda gætti jarðskjálftans þar mun minna, helzt hrunið eitthvað úr hillum i verzlunum og þess háttar." Gunnar sagði, að töluverður óhugur hefði verið í honum og förunautum hans þegar þeir fóru um aðalskjálftasvæðið. „Þetta hefur augsýnilega verið mikill kippur, og víða sáurn við að vegurinn hafði hreinlega á köflum sprungið í sundur, svo sums staðar voru nokkurra sentimetra bungur á honum. Húsin hafa hins vegar orðið svona illa úti vegna þess að þau eru úr hleðslusteini og það var stundum furðulegt að sjá hvernig kippurinn hafði leikið húsin. Stundum höfðu húsin aðeins hrunið til helminga, þannig að maður sá beint inn í stofu og eldhús. Sérstaklega man ég þó eftir einu húsi, 3ja hæða-með verzlun á fyrstu hæð og þar voru rúður allar brotnar, en hæðin sjálf stóð hins vegar óhögguð að því er manni virtist. Næstu hæðir fyrir ofan hana hölluðust hins vegar um a.m.k. 10 gráður, þannig að maður hafði á tilfinningunni að nóg væri að ýta við húsinu, þá mvndi það hrynja þarna ofan til.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.