Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JUNl 1976 Einn vinsœlasti söngvari hjá Met komirm á Ustahátíð HART BARIZT A FÁKSKAPPREIÐUM — Þótt fvrsta sætið sé f höfn, er ekki útséð hverjir hreppa annað og þriðja sætið. Hvítasunnukappreiðar Fáks: Verður sett nýtt Islands- met í 250 metra skeiði? Hvítasunnukappreiðar Hesta- mannafélagsins Fáks verða að venju á annan dag hvítasunnu á svæði félagsins á Víðivöllum. Að þessu sinni eru á annað hundrað hross skráð til keppni og að sögn kunnugra hafa keppnishrossin sjaldan eða aldrei verio þjálfuð Othello kom inn til Akur- eyrar í gær Akureyri 4. júnf. BREZKA hjálparskipið Othello kom til Akureyrar kl. 11 f morgun til þess að taka vatn. Þetta er f fyrsta sinn, sem skip úr brezka aðstoðarflotanum í þorska- stríðinu kemur til hafnar á tslandi. Koma skipsins vakti enga sér- staka athygli og öll skipti skip- verja og Akureyringa voru hin friðsamlegustu. Othello átti að sigla héðan um klukkan 8 í kvöld. Sv.P. AERIO ÓKVÍPNIR, BORGARAR! KRlSTJAN 06 jAUKUR SLEPPA ðf jafn mikið og fyrir þessar kappreiðar. Gera má því ráð fyrir harðri keppni og þá ekki sizt í 250 metra skeiði en í vor hafa tveir hestar, Óðinn, Þorgeirs í Gufunesi og Fannar, Harðar G. Alhertssonar, hlaupið undir gildandi Islands- meti. Hvítasunnukappreiðarnar hefjast kl. 14, en klukkan 10 um morguninn verður keppt í hlýðni- æfingum hjá nýstofnaðri iþrótta- deild Fáks. Kappreiðarnar hefjast eins og fyrr sagði kl. 14 og þá með gæðingakeppni. Keppt verður tveimur flokkum, A-flokki alhliða gæðinga og B-flokki klárhesta 99 Flaskan 99 i vasann til nánari rann- sóknar í Sakadómi YFIRMENN tollgæzlunnar fengu í gær í hendur afrit af yfirhevrslum I tollmálinu. Að sögn Kristins Ólafssonar toll- gæzlustjóra eru gögnin I at- hugun, og engra ákvarðana að va'nta fyrr en I næstu viku. Sagði Kristinn að yfirmenn tollgæzlunnar legðu allt kapp á að málið upplvstist að fullu. Er nú verið að kanna betur gjafir þær, sem tíðkazt hafa til tollvarða, eða „flaska í vas- ann“ sem skýrt var frá í blað- inu í gær, en fyrrnefnt orðalag munu tollverðir sjálfir hafa notað. Er sú rannsókn í hönd- um sakadóms Re.vkjavfkur. með tölti. Margir af beztu gæðing- um Reykvíkinga mæta þarna til keppni. Aðrar keppnisgreinar á kappreiðunum verða 250 m skeið, 250 m unghrossahlaup 350 m stökk, 800 m stökk og 1500 m brokk. Þá verður einnig keppt í hindrunarstökki og fer sú keppni fram á nýrri braut, sem nokkrir áhugasamir Fáksfélagar hafa sett upp og gefið. Einnig taka Fáks- menn á þessum kappreiðum í notkun nýjan keppnisvöll fyrir gæðingakeppni og er hann gefinn af áhugasömum Fáksfélögum. Sjaldan eða aldrei hafa keppnishross verið æfð jafn mikið það sem af er þessu sumri og má i þvi sambandi benda á góðan árangur í hlaupum á þeim kappreiðum, sem haldnar hafa verið i vor. Eins og áður sagði má gera ráð fyrir harðri keppni í 250 m skeiði að þessu sinni. Meðal þeirra hrossa, sem mætt verður með til leiks má nefna Óðin, Þor- geirs í Gufunesi en hann rann skeiðið einu sekúndubroti undir Framhald á bls. 26 BARRITONSÖNGVAR- INN William Walker, sem er einn vinsælasti söngvari Metropolitanóperunnar í New York, kom til landsins í gær, ásamt undirleikara sínum, Donald Hassard, en hann syngur í Háskólabíói á laugardagskvöld. Hann þykir ekki aðeins frábær söngvari heldur er hann ekki síður vinsæll fyrir létta og skemmtilega sviðs- framkomu og er hann því eftirsóttur viðmælandi í sjónvarpsþáttum. Hljómleikaskráin hér er mjög fjölbreytt. Walker syngur lög úr óperum, einnig vinsæl lög úr amerískum söngleikjum, auk þyngri verka, Schubertslaga og tónlistar eftir yngri tónskáld. Ljósmyndari blaðsins tók þessa mynd af Walker er hann kom á Hótel Holt f gær og hitti þar fyrir landa sinn, ballettdansmeyna Önnu Aragno. Ljósm. Rax. Haukur neitaði að gefa upp heimildarmenn sína „Get ekki rofíð trún- að við þá,” sagði Haukur við Mbl. HAUKUR Guðmundsson rann- sóknarlögreglumaður í Kefla- vfk var fyrir skömmu kallaður til yfirheyrslu vegna tollmáls- ins, og hann spurður ýmissa spurninga uip málið, en það var enmitt Haukur ásamt Kristjáni Péturssyni, sem annaðist fyrstu rannsókn málsins. Komið hefur fram, að Hauk- ur hafi neitað að gefa upplýs- ingar um málið. Vegna þessa hafði blaðið samband við Hauk. Hann sagði að hann hefði svar- að öllum spurningunum nema þeirri, hverjir hefðu verið heimildamenn hans í þessu máli. Sagði Haukur að það væri grundvallarregla hjá sér að rjúfa ekki trúnað við heimilda- menn. Lögreglunni yrði mikið ágengt í starfi með því að halda trúnað við ýmsa aðila, sem veittu henni uppiýsingar og ef slíkur trúnaður yrði rofinn með því að gefu upp nöfn, myndi það stórum torvelda störf lög- reglumanna. Sagði Haukur, að af þessari ástæðu einni hefði hann neitað að svara spurning- unni, og kvaðst frekar fara f fangelsi en rjúfa trúnaðinn. Nefnd skipuð til viðræðna við Mikla norræna ritsímafélagið Samgönguráðuneytið hefur skipað nefnd til að taka upp viðræður við Mikla norræna ritsímafélagið um framkvæmd gildandi samnings ríkis- ins og félagsins frá þvi 1960. Á nefndin að kanna m.a. til þrautar hvort félagið getur fallizt á styttingu samningstímans og fram kemur i fréttatilkynningu ráðuneytisins að það er ákveðin stefna islenzkra stjórnvalda að koma á sambandi við umheiminn um jarðstöð og gervinött sem fyrst. Skal niðurstaða nefndar- innar eftir viðræður við forráðamenn Mikla norræna ritsimafélagsins liggja fyrir eigi siðar en i lok septem- ber nk. í fréttatilkynningu ráðuneytisins seg- ir svo: í nefndina voru skipaðir dr juris Gaukur Jörundsson, prófessor, sem er formaður, Brynjólfur Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri, Gamalíel Sveinsson, við- skipafræðingur, Jón Skúlason, póst- og símamálastjóri, og Þorvarður Jóns- son, yfirverkfræðingur, I störfum sinum ber nefndinni að hafa hliðsjón af eftirtöldum meginatrið- um og miða afstöðu sína við þau: 1. Samningur milli íslands og Mikla norræna ritsimafélagsins, frá 28. janúar 1960, varðandi lantak, rekstur o.s.frv. á tilteknum nelansjávarfjar- skiptastrengjum, verðpr ekki fram- Framhald á bls. 26 Samkomulagið stórsigur — segir Þorsteinn Gíslason, skipstjóri MORGUNBLAÐIÐ sneri sér f gær til Þorsteins Gíslasonar, skipstjóra, og leitaói álits hans á samkomulagi þvf sem tókst á dögunum milli Islands og Bret- lands í Ósló. — Eg er ánægður, sagði Þor- steinn. Ég tel að þetta sé sigur fyrir okkur samningslega séð og get ekki annað en óskað sendinefnd fsl. ríkisstjórnar- innar til hamingju með árang- urinn sem þeir náðu í Ósló. Anægðastur er ég þó með þá viðurkenningu á 200 mflna fiskveiðilögsögunni en hana tel ég ótvfræða. — Að sjálfsögðu geri ég mér grein fyrir að þessir samningar eru viðkvæmnismál hjá mörg- um; aö þurfa yfir höfuð að semja við Breta, ekki sízt þegar höfð er í huga þjóðarskapgerð okkar íslendinga í ljósi alls þess sem á undan er gengið og eins og ástandið er, því að þess- ir fáu tittir sem eftir eru geta varla verið til skiptanna. Hins vegar ríkti orðið ófremd- ar- og hættuástand á miðunum. Það gætti vaxandi hörku í sam- skiptum varðskipa og verndar- skipa brezka togaráflotans og hver hefði viljað standa and- spænis þvf að stórslys hefði orð- ið á miðunum vegna þessa. Það er hreinlega guðs mildi að ekki hlauzt verra af en raun ber vitni. En ég get vel ímyndað mér það að góð frammistaða Landhelgisgæzlunnar hafi á sinn hátt orðið til að knýja fram svo góðan samning sem nú náð- ist. — Samningurinn kemur einnig á mjög góðum tíma. Við verðum að horfa á það að í hönd fara beztu aflamánuðir Breta og þess vegna er mikilvægt að ná því að geta sett ákveðnar skorður við afla þeirra fyrir þann tíma. Svo verðum við að muna eftir því að við erum ekki einir í heiminum — við þurfum Iíka að sækja til annarra, t.d. eru nú 46 íslenzk skip sem hyggjast stunda síldveiðar þessa sömu sumarmánuði undan ströndum Bretlands. Þær veiðar hafa verið mikil- vægar fyrir hluta fiskiskipa okkar og mannskapinn sem á þeim skipum er. — En enda þótt samkomulag þetta sé i höfn óttast ég að spenna geti ríkt á miðunum enn umsinn. Égert.d. dálitið hræddur við viðbrögð brezku skipstjórnarmannanna — að þeir kunni að láta skapið hlaupa með sig í gönur — því að þeir eru saltvondir út af samkomulaginu og um leið eru ábyggilega margir islenzkir skipstjórar ekkert alltof hrifnir yfir því að fá brezku togarana á sín mið. En vonandi sýna allir stillingu. — Hvað um það — það var þörf á samkomulagi af þessu tagi. Ég var alltaf fylgjandi því að samningaleiðin yrði farin og samningslega séð álít ég samn- inginn stórsigur fyrir okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.