Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JUNl 1976
Mikil aðsókn
að listahátíð
MIKIL og nokkuð jöfn sala er á
aðgöngumiðum á listahátfðina,
sem hefst í dag, að því er Guðrfð-
ur Þórhallsdóttir, er sér um miða-
sölu, tjáði Mbl.
Mest er selt á stóru tónleikana,
þar sem rúm er fyrir 2000 manns.
Auglýst eft-
ir vitnum
SLYSARANNSÓKNARDEILD
lögreglunnar f Reykjavfk hefur
beðið Morgunhlaðið að auglýsa
eftir vitnum að eftirtöldum
áke.vrslum, en f öllum tilvikum
fóru tjórnvaldar af vettvangi án
þess að láta vita af sér. Verða því
eigendur bifreiðanna að sitja
uppi með tjónið, nema sökudólg-
arnir finnist. Er fólk hvatt til að
gefa sig fram, ef það telur sig
geta veitt upplýsingar um eftir-
taldar ákeyrslur:
Föstudaginn 14. maí var ekið á
bifr. R-42628, Austin-Mini árg.
1974, appelsínurauða. Sennilega á
Garðastræti við Vesturgötu 11.
Vinstri hlið skemmd, hvít máln-
ing í sárinu. Þetta gerðist kl.
17:45 — 18:30.
Sunnudaginn 16. maí var ekið á
bifr. Y-836, Datsun árg. 1974, gul
að lit. Stóð á móts við hús nr. 13
við Þingholtsstræti kl. 22.00 —
23.00. Vinstra framaurbretti mik-
ið dældað, svartur Iitur í sári.
Mánudaginn 17. maí var ekið á
bifr. P-106, Datsun fólks., gul að
lit, árg. 1973. Hægri hlið skemmd.
Þetta hefur gerzt föstud. þ. 14.5.
kl. 08:00—17:00.
Þriðjudaginn 18. mai var ekið á
bifreiðina R-44782, Fiat fólksb.,
árg. 1975, rauð að Iit. Staður Þver-
holt við Búnaðarbankann, kl.
16:40 — 17:00; Skemmdir á
hægra frambretti. Ljós málning i
sári. Tjónvaldur gæti verið með
T-númeri.
Þá var samadag ekið á bifr.
R-1342, Volkswagen fólksb., 1967,
blá. Stóð á Kleifarvegi á tímab.
frá 20.5 — 24.5 s.l. Skemmdir á
vinstri hurð.
Miðvikudaginn 26. maí var ekið
á bifr. R-2817, Ford-Cortina 1974,
ljósrauð. Á bifreiðastæði Vesturg.
— Garðastræti. Kl. 13:00 — 16:11.
Hægra framaurbretti dældað.
Þriðjud. 1. júní var ekið á bifr.
G-2639, Saab fólksb. 1971, rauð-
brún. Bifreiðastæði við Ármúla-
skóla. Tímabil frá morgni til kl.
16:28. Skemmd á vinstri hlið aft-
arlega.
— Listahátíð
Framhald af bls. 48
valið af verri endanum, sagði
menntamálaráðherra. Ég trúi því
að þau fræ, sem hér og nú er
niðursáð með nýju vori, muni
bera ávöxt í fyllingu tímans, sum
tvítugfaldan, sum hundraðfaldan
eins og skrifað stendur. Við,
óbreyttir heyrendur og sjáendur,
eignumst góðar stundir, sem
verða hjá okkur lengi. Já, löngu
eftir að listahátíðin sjálf er geng-
in um garð. Og þið sem eigið
neistann, þið fáíð hann glæddan á
þessari lístahátíð. Þess bið ég ykk-
ur til handa, íslenzkt listafólk.
Menntamálaráðherra sagði
listahátið mikinn viðburð i menn-
ingarlífi lslendinga — Ég færi
þakkir þeim, sem gerðu þessa
listahátíð að veruleika. Þar hefur
fámennur hópur unnið farsælt
starf á stuttum tíma við erfið skil-
yrði, nema hvað hann naut skiln-
ings, góðvildar og h.jálpsemi lista-
mannanna — og það gerði gæfu-
muninn, sagði ráðherra.
Að listahátíð stanrla Reykjavík-
urborg, menntam.ii.n áðuneyti,
Bandalag listanianna og ýmis fé-
lög listamanna. Lista.sal'n Islands,
Norræna hús
Sinfóníuhljóm
húsið og Ragre
og aukaaðild
Þ-nzk grafik < ;
jtvarpið,
Þjóðleik-
forstjóri
ilotið ís-
Var bætt miðum við bæði á tón-
ieika Benny Goodmans og hljóm-
leika Cleo Lane og Dankworths
þannig að aftur eru nokkrir miðar
til. En uppselt er á hljómleika
Anneliese Rotherberger í Há-
skólabió. þar sem að komast 900.
Og nær uppselt er á báðar ballet-
sýningarnar með Helga Tómas-
syni og Önnu Arango, aðeins svo-
lítið eftir á efstu svölum.
í Norræna húsinu er uppselt á
fyrri dagskrá Færeyinganna, og
einnig á fyrri tónleika Michala
flaututríósins. Á tónleika gítar-
snillingsins Johns Williams voru
í gær aðeins eftir 2—3 bekkir. Og
uppselt er á frumsýningu á Sögu
dátans í Iðnó.
Sagði Guðriður að mikið væri
selt á mörg önnur atriði listahá-
tíðar, en miðar yrðu seldir í hús-
unum sjálfum við innganginn.
Bruni
BreiAdalsvík, 4. júní.
í NÓTT kviknaði i á bænum
Höskuldsstaðaseli í Breiðdal.
Eldsins varð vart um miðnætti
og var hringt eftir slökkvibíln-
um á Breiðdalsvík. Ennfremur
var fólk kallað til slökkvi-
starfa. Eldur var að fullu
slökktur um klukkan 3.30 í
nótt. I byggingunni, sem
kviknaði i, voru vélageymsla,
heyhlaða og fjós. Véla-
geymslan brann til kaldra
kola, hlaðan er mjög mikið
skemmd en fjósið tókst að
verja. — Fréltaritari.
— Tónlist
Framhald af bls. 23
fegurstu fiðlukonsertum sem
saminn hefur verið og sú tón-
smíð, sem allir fiðluleikarar
spreyta sig á og ein vinsælasta
tónsmíð til hlustunar. Af þeirri
ástæðu er hann erfitt viðfangs-
efni fyrir óreyndan og ungan
fiðluleikara. Tónleikunum lauk
með 5. sinfóníu Sjöstakóvits,
sem hljómsveitin skilaði á köfl-
um með ágætum og var spenn-
an í henni töluvert mögnuð, þó
víða væri of slakað á, eða reynt
að skapa verkinu viðkvæmni,
sem er varasamt i verkum eftir
Sjöstakóvits. Freeman er góður
stjórnandi en hættir til að of-
gera bæði i rómantísku og
kraftmiklu köflunum. Slag-
tækni hans er skýr, þó ekki
tækist honum að halda í horf-
inu í fiðlukonsertinum, sem var
einum of mikið loðinn i takti,
sérstaklega í síðasta þættinum.
— Yfirvinnubann
Framhald af bls. 48
röðun í launaflokka. Sagði Dóra
að Starfsmannafélagið hefði fyrir
löngu lagt fram sérkröfur og síð-
an hefði það endurskoðað þærog
dregið úr þeim. Kröfurngr hefðu
engan hljómgrunn fengið né sú
krafa að starfsmenn útvarpsins
sætu við sama borð og aðrar sam-
bærilegar stéttir. Sagði hún að
það eina sem ríkið byði væri 1,5%
hækkun í sérkröfur, sem þýddi
hækkun um hálfan launaflokk
fyrir hvern starfsmann. Dóra
sagði að lokum, að yfirmönnum
útvarps hefði verið tilkynnt um
yfirvinnubannið með viku fyrir-
vara.
Morgunblaðið ræddi við Hösk-
uld Jónsson ráðuneytisstjóra í
fjármálaráðuneytinu i gærkvöldi,
en ráðuneyti hans fer með samn-
ingamál fyrir hönd ríkisins. Sagði
Höskuldur að ráðuneytið hefði
enga tilkynningu fengið um þetta
yfirvinnubann. Sagði hann að í
nýgerðum lögum um kjaradeilur
væri svo kveðið á, að um ágrein-
ing um sérkröfur og röðun í
launaflokka skyldi sérstök kjara-
nefnd skera úr. Hefði það verið
ein af forsendum fyrir lögur.um
um skertan verkfallsrétt opin-
berra starfsmanna, að ekki kæmi
til smáskæra sem þessa yfirvinnu-
banns.
,,Það er tvímælalaus lagaskylda
hjá útvarpsfólki að- vinna yfir-
vinnu sé þess krafizt af yfirmönn-
um þess, þ.e. útvarpsstjóra og
menntamálaráðherra. Þetta er
því lögbrot að minu mati, ef fyrr-
nefndir aðilar krefjast þess að
yfirvinna verði unnin. Og eitt er
alveg ljóst, að útvarpsfólkið fær
enga kjarabót vegna yfirvinnu-
bannsins í því efni gefum við okk-
ur hvergi,“ sagði Höskuldur að
lokum.
Morgunblaðið náði ekki tali af
útvarpsstjóra í gærkvöldi né
menntamálaráðherra.
Þá barst Morgunblaðinu í gær-
kvöldi eftirfarandi tilkynning frá
Starfsmannafélagi sjónvarps:
Vegna blaðaskrifa að undan-
förnu um uppsagnir sjónvarps-
starfsmanna, vill stjórn og samn;
inganefnd Starfsmannafélags
sjónvarps að fram komi að margt
bendir nú til þess að enn fleiri
sjónvarpsstarfsmenn hætti störf-
um á næstu mánuðum vegna al-
gjörlega óviðunandi launakjara,
sem eru langtum lakari en gengur
og gerist á frjálsum vinnumark-
aði. Stjórn og samninganefnd lýsa
stuðningi við þær aðgerðir, sem
starfsmenn útvarpsins hafa beitt
sér fyrir til að freista þess að
knýja fram kjarabætur og ítrekar
að ekki verður annað séð, en að
eina leiðin til fá fulitrúa ríkis-
valdsins til að ræða um kjarabæt-
ur á raunhæfum grundvelli sé sú
að starfsmenn taki til sinna ráða.
Aðspurður sagði Oddur Gúst-
afsson, formaður félagsins, að
engar ákvarðanir hefðu verið
teknar um aðgerðir, sem gefið er í
skyn i tilkynningunni, að sjón-
varpsfólk kunni að grípa til.
— Nefnd skipuð
Framhald af bls. 2
lengdur, en sagt upp þegar og heimilt
er samkvæmt ákvæðum hans.
2 Það er ákveðin stefna íslenzkra
stjórnvalda að koma á sambandi við
umheiminn um jarðstöð og gervihnött
sem fyrst og eigi síðar en þegar téður
samningur við Mikla norræna ritsíma-
félagið fellur úr gildi
3 Ráðuneytið telur nauðsynlegt að
taka sem fyrst upp viðræður við Mikla
norræna ritsimafélagið um málið í
heild, eins og það horfir nú við frá
sjónarhóli íslendinga, bæði lagalega,
fjárhagslega og siðferðilga og kannað
til þrautar, hvort félagið getur fallizt á
styttingu samningstímans, og með
hvaða skilmálum
4 í viðræðunum komi þó skýrt fram
að ekki kemur til mála af íslands hálfu
nein sú leið, sem takmarkar á einn eða
annan hátt yfirráð íslendinga yfir þeim
samböndum sem um væntanlega jarð-
stöð fást, nema að svo miklu leyti sem
leiða kann af almennum skilmál-
um eignaraðila gervihnattar
5 Nefndin taki sem fyrst upp við-
ræður við Mikla norræna ritsíma-
félagið, þannig að niðurstaða nefndar-
innar geti legið fyrir eigi síðar en i lok
september n.k.
4. júní 1 976
Samgönguráðuneytið
— Kappreiðar
Framhald af bls. 2
gildandi Islandsmeti á Vorkapp-
reiðum Fáks fyrr í vor. Fannar
Harðar G. Albertssonar mætir
einnig til leiks, en hann hljóp á
sama tíma og Oðinn, 22,5 sek., á
kappreiðum í Hafnarfirði um
síðustu helgi. Þá keppir einnig nú
Lýsingur Margrétar Johson en
þessir þrír hestar áttu þrjá beztu
tímana á skeiði í fyrrasumar.
Hrossin í 250 m unghrossa-
hlaupinu er flest ókunn en þvf má
ekki gleyma að úrslitin i ung-
hrossahlaupinu hafa oft komið
skemmtilega á óvart. Meðal
hrossa í 350 metra stökkinu eru
Loka Þórdisar H. Albertsson en
Loka er löngu orðin kunn sem
hlaupahross. Af öðrum hestum
má nefna Eyfirðing, Guðrúnar
Fjeldsted. í 800 metra stökkinu
mæta til leiks mörg kunn hlaupa-
hross og má t.d. nefna Vin Hrafns
Hákonarsonar, Þjálfa Sveins K.
Sveinssonar og Rosta Baldurs
Oddssonar. Þess má geta að af
þessum hestum náði Rosti beztum
tíma í fyrra 62.0 sek. Af hrossum i
1500 m brokki má nefna Komma,
eign Kommafélagsins í Borgar-
nesi.
— Kanada
Framhald af bls. I
mílnanna á þeim afla, sem kynni
að vera umfram afkastagetu
kanadiska fiskveiðiflotans.
Kanadamenn undirrituðu í síð-
asta mánuði samkomulag við
Sovétrikin um fiskveiðar undan
ströndum Kanada, en í því sam-
komulagi hétu Sovétmenn því að
virða allar reglur og aflakvóta
innan 200 mílnanna gegn því að
fá að veiða sanngjarnan hluta um-
frammagns. Talið er að mjög
strangir aflakvótar verði ákveðn-
ir þegar útfærslan hefur verið
framkvæmd til að leyfa ofveidd-
um stofnum þorsks og ýsu m.a. að
vaxa upp á ný.
— S-Afríka
Framhald af bls. 1
stjórnamálafréttaritarar telja að
vaxandi kynþáttaórói í Rhódesíu
verði þar efst á baugi. Einnig átök
skæruliða i Namibíu og áhyggjur
af vaxandi áhrifum kommúnista í
suðurhluta Afríku. Þá er talið að
ráðherrarnir muni ræða hugsan-
legan fund Vorsters og Fords
Bandaríkjaforseta, en forsetinn
lýsti því yfir í sl. mánuði að vel
kæmi til greina að hann hitti
Vorster að máli, ef talið væri að
það gæti komið að gagni.
Stjórnarmálafréttaritarar telja
víst að Kissinger muni leggja hart
að Vorster, að S-Afríkustjórn
beiti þrýstingi við stjórn Ians
Smiths í Rhódesíu til að fá hana
til að afhenda blökkumanna-
meirihlutanum í landinu stjórnar-
taumana áður en borgarstríðið
blossar þar upp af fullum krafti. 6
milljónir blökkumanna búa í
Rhódesíu, en aðeins 239 þúsund
hvítir menn. Rhódesía er alger-
lega háð S-Afríku efnahagslega
þar sem S-Afríka er eina út- og
innflutningshöfn Rhódesíu, eftir
að Zambia og Mosambique lokuðu
landamærum sínum að Rhódeslu.
— Pundið
Framhald af bls. 1
að hafa lækkað um nær 5 cent frá
mánudegi.
Þessi þróun virðist renna stoð-
um undir yfirlýsingu Denis
Healeys fjármálaráðherra lands-
ins í vikunni, um að ekki væri
nauðsynlegt fyrir ríkisstjórnina
að gera neyðarráðstafanir. Hann
sagði að gengi pundsins væri allt-
of lágt reiknað vegna hræðslu-
ástands á gjaldeyrismörkuðum,
sem alls ekki gæfi rétta mynd af
stöðu brezks efnahagslífs.
Healey sagði að Bretar myndu
ekki láta undan þrýstingi frá inn-
lendum og erlendum aðilum um
að skera niður opinber útgjöld
sem gagnrýnendur hafa haldið
fram að væri helzta ástæðan fyrir
veikri stöðu pundsins. Ekkert
bendir til þess að ríkisstjórnin
ætli nokkuð að gera og Englands-
banki hækkaði ekki forvexti sína
í dag, eins og ýmsir höfðu gert ráð
fyrir.
Þróunin í dag hafði róandi
áhrif á verðbréfamarkaðinn í
London og hækkuðu flest ríkis-
fyrirtækjahlutabréf í verði og
markaðnum var lýst sem sterkum.
- Matvöruskortur
Framhald af bls. 1
graph, og var á þessum tíma
300 þúsund tonn. Víðtækur fóð-
urskortur veldur því, að bænd-
ur slátra nú nautgripum sínum
til að fæða sig og sína. Er full-
yrt í fréttinni, að uppskeru-
bresturinn í fyrra sé afleiðing
þessa ástand, en til að hjálpa
upp á sakirnar neyddust yfir-
völd til að kaupa gffurlegt
magn af korni af „auðvaldsríkj-
unum" í vestri.
1 síðasta tölublaði bandaríska
tímaritsins Newsweek kemur
fram, að i sumum borgum er
ástandið orðið svo slæmt, að á
veitingastöðum eru kjötlausir
dagar nú orðnir tveir. Segir
þar, að sovézk yfirvöld reyni að
slá á viðkvæma strengi hjá
þjóðinni og segist ætla að nota
erfiðleikana til að bæta matar-
venjur fólksins. Er höfðað til
föðurlandsástar þegnanna í
þessu sambandi.
Sovétmenn eru ekki óvanir
því að á ýmsu gangi hvað fram-
boð á matvöru snertir, — eink-
um hefur skortur gert vart við
sig þegar líða tekur að sumri en
ýmsir telja nú að þótt uppskera
verði með eðlilegum hætti i
haust þá sé framundan a.m.k.
tveggja ára harðæri, að því er
Newsweek segir. Á síðasta ári
nam gjaldeyrishallinn við út-
lönd 4.8 milljörðum dollara, en
þrátt fyrir það er útlit fyrir að
kornkaup Sovétmanna árin
1975—76 nemi 30 milljónum
tonna.
SiðustU tíu ár hefur hægfara
þróun orðið í þá átt, að Sovét-
ríkjunum hefur gengið betur
að brauðfæða þegnana en áður,
en ýmsir hagfræðingar vestan
járntjalds telja nú, að efnahag-
ur landsins hafi beðið mikið
tjón með uppskerubrestinum á
síðasta ári. Gregory Grossman,
hagfræðiprófessor við Kali-
forniu-háskóla og sérfræðingur
í málefnum Sovétríkjanna, tel-
ur ekki fráleitt að ætla, að þetta
áfall sé hið mesta allt frá því að
Þjóðverjar gerðu innrásina árið
1941.
Newsweek segir ennfremur
að i kjötbúðum í Omsk sé ekki
annað að hafa en „bein og
hausa“, i verzlun í Kazan fáist
aldrei annað en hrossakjöt,
Tallinbúar telji sig lánsama ef
þeim tekst að komast yfir úr-
gangskjöt af svínum, og loks
segir frá því, að fólk á þeim
stöðum, sem illa hafa orðið úti,
skrifar vandamönnum sínum í
t.d. Leningrad og biður þá að
senda sér mat.
— Mexikanar
Framhald af bls. 1
strönd og auðug rækjumið í Mexi-
coflóa. Sjóstangaveiðimenn og
túnfisksveiðiflotinn i Kaliforníu
og rækjuveiðibátar frá Texas,
Louisiana og Florida eiga mikilla
hagsmuna að gæta í þessum við-
ræðum. Bandarísk skip veiða ár-
lega um 10 milljónir punda af
rækju að verðmæti um 14 milljón-
ir dollara undan strönd Mexico.
— Aukin
samskipti
Framhald af bls. 47
nefna sem síður þessarar ágætu
skrár hafa að geyma.
Það kom fram á fundi Golf-
sambandsins í gær að almenn-
ingur iðkar golf meira og meira
með hverju árinu sem líður. Oft
er því þröngt á þingi á golfvöll-
unum og séð fram á að á næstu
árum munu stærstu klúbbarnir
þurfa að loka klúbbum sínum
fyrir nýjum félögum. Sögðu
forystumenn golfíþróttarinnar
í gær að nauðsyn bæri til að nýr
golfvöllur yrði stofnaður í
Reykjavík eða nágrenni og golf-
völlur gerður í sambandi við
hann.
— Dönsku blöðin
Framhald af bls. 23
Ósló nú í vikunni. Fyrir hálfu ári
hefðu Bretar tvímælalaust komizt
að betra samkomulagi."
Hið óháða Kristeligt dagblad er
þeirrar skoðunar, að Bretar beri
mesta ábyrgð á þeim skaða, sem
skeður er með átökum Breta og
lslendinga, og segir m.a.:
„Sjö mánaða átök á hafinu
varpa ljósi á vanmátt brezku
stjórnarinnar til að marka fisk-
'veiðistefnu, sem getur staðizt.
Bretar munu með alþjóðasamn-
ingum öðlast yfirráð yfir haf-
svæðum, sem veita þeim eins góða
möguleika og frekast má verða til
að þeir geti rekið hér eftir jafn
umfangsmikinn sjávarútveg sem
hingað til.
1 slíkum deilum þjóða, sem hér
um ræ'ðir, er kannski ekki rétt að
krýna neina sigurvegara, en samt
er ekki fráleitt að staðhæfa að
þrautseigja íslendinga hafi borið
þann árangur, sem hin fámenna
þjóð á Norður-Atlantshafi getur
kallað sigur. Er.glendingar og
Skotar hafa beygt sig fyrir stað-
reyndum og til að gera slíkt þarf
ákveðinn styrk. Þeir hefðu hins
vegar þurft að sýna þann styrk
fyrr.“