Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JUNI 1976 37 Alfreð Gísla- son—Kveðja Nú er fallinn í valinn einn af bestu sonum Islands, Alfreð Gislason bæjarfógeti í Keflavík. Hann var vinsælasti embættis- maður sem ég hefi kynnst á lífs- leiðinni. Okkar leiðir láu snemma saman. Hann var stórættaður. Móðir hans var systir þeirra bræðra Þor- steins hagstofustjóra og Hannes- ar Þorsteinssonar ættfræðings, sem var fróðasti og minnugasti íslendingur sem sögur fara af. Faðir Alfreðs var Gisli Þor- bjarnarson búfræðingur, sem hafði vakandi áhuga fyrir ræktun íslenskrar moldar. Síðar er hann settist að í Reykjavík hlaut hann viðurnefni og var kallaður Gísli Búi. Þetta viðurnefni færðist yfir á soninn, og strax í barnæsku var hann þekktur meðal allra ungra Reykvíkinga undir nafninu Alli Búa. Alfreð var frá barnæsku þrek- mikill og mikill íþróttamaður, einkum stundaði hann fótbolta og var þar mjög á oddi. Hann var harður í horn að taka, en annálað- ur drengskaparmaður. Þótt Al- freð hafi verið sterkur og þrekinn ungur maður, þá neytti hann aldrei aflsmunar. Drengskapur var honum í blóð borinn. Ungur að árum festi Alfreð ást á Vigdísi Jakobsdóttur, frænku minni. Sú ást entist til æviloka. Þau giftust árið 1931, og við það stækkaði Alfreð, og raunar þau bæði. Alfreð lauk stúdentsprófi 1927, og kandídatsprófi í lögfræði 1932. Fyrst eftir háskólanám stundaði hann ýmis lögfræðistörf, en 1938 var hann skipaður fyrsti lögreglu- stjóri í Keflavík. Þessi ráðstöfun var ekki ein- ungis happ fyrir Keflavík, heldur einnig fyrir þau hjón. Afmælis- og minning- argreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast í sfð- asta lagi fyrir hádegi 4 mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera I sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili. úliaraskreytlngar btómoueil Groðurhusið v/Sigtun simi 36770 Það var ekki heiglum hent að taka við lögreglustjóraembætti í Keflavík á þeim árum. Það kom fyrir að hann þurfti að beita eigin hnefum til að stilla til friðar. Hitt var svo annað mál, að þegar dóm- ur féll, þá var hann svo mildur. að jafnvel sakborningur var þakklát- ur. A mjög skömmum tima tókst Alfreð að vinna sér þá virðingu og traust, að slíks munu engin dæmi meðal íslenskra embættismanna. Drengskapar hans og mildi var allsstaðar viðbrugðið. Ekki ætla ég að rekja æviferil Alfreðs. Öllum er kunnugt að hann varð siðar bæjarfógeti og alþingismaður. Hitt er annað mál, að Alfreð stóð ekki einn í lffsbaráttunni. Hann átti við hlið sér konu, sem var honum stoð og stytta. Árið 1940 fluttumst við hjónin til Keflavíkur. Ég settist þar sem praktiserandi læknir. Þær viðtök- ur sem við fengum frá bæjarfó- getahjónunum eru ógleymanleg- ar. Vinátta okkar var með þeim hætti, að við vorum saman öllum stundum, þegar frí gafst frá skyldustörfum. Heimili þeirra var eitt mesta menningarheimili sem ég hefi kynnst. Vigdís var mjög músikölsk, enda stofnaði hún tón- listarskóla í Keflavík. Einn af eiginleikum þeirra hjóna var barnagæska. Það skeði oft að við hjón þurftum að fara til Reykjavíkur. Alltaf voru þau hjónin reiðubúin til að taka börn okkar Ölöfu og Björn i fóstur á meðan. Samviskusamara yfirvald en Alfreð Gíslason hefi ég aldrei þekkt. Mildari dómara hefi ég aldrei þekkt. Meiri höfðingja hefi ég aldrei þekkt. Meiri mannvin hefi ég aldrei þekkt. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur hjónum til þín Dídí mín og barna þinna. Snorri Ólafsson. t Eiginmaður minn, og faðir okkar, JÓN ERLINGUR GUÐMUNDSSON, Varmalandi, Fáskrúðsfirði, andaðist að morgni 3 júni. Hulda Karlsdóttir, Guðmundur Karl Erlingsson, Karen Erla Erlingsdóttir, Ástvaldur Anton Erlingsson. t Eiginmaður minn KJARTAN BJARNASON. Blátúni, Eyrarbakka, andaðist i Landakotsspítala 4 júní Kristjana Guðmundsdóttir. t Faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR GUOJÓNSSON, Rauðarárstíg 38, lést á Landakotsspítala 28 mai. Jarðarförin hefur farið fram Matthías Guðmundsson, Ingunn Egilsdóttir, Guðjón V. Guðmundsson, Lára Ólafsdóttir. t Minningarathöfn um bróður okkar. GUÐNA ÓLAFSSON, apótekara, fer fram I Dómkirkjunni, þriðjudaginn 8 júni kl 1 3.30 Jarðsett verður frá Eyrarbakkakirkju, kl 16 Bíll verður við kirkjuna, fyrir þá, sem vilja fara austur. Magnea Ólafsdóttir Sigrlður Ólafsdóttir, Ámi Ólafsson, Gisli Ólafsson, Sigurjón Ólafsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi LÁRUS ELÍESERSSON. Skálagerði 9, R. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavik miðvikudaginn 9 júní kl. 13 30e.h Unnur Pétursdóttir. Guðrún Lárusdóttir, Vilborg Edda Lárusdóttir, Bjami Jakobsson, Konráð Inyi Torfason, og barnaböm. t Hjartkær sonur okkar, bróðir og mágur RAGNAR FRANKLÍN GUÐMUNDSSON. Laugalæk 19, Reykjavlk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 8 júni kl 13.30 e.h Elfsabet Kristófersdóttir, Guðmundur Franklínsson, Guðný Helga Örvar, Þorsteinn Matthíasson t Einlægar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar VALGERÐAR GUÐRÚNAR HJARTARDÓTTUR Safamýri 44 Ingólfur Guðmundsson og synir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vmarhug viðandlát og útför AOALSTEINS INGÓLFSSONAR, Bogaslóð 15, Höfn, Hornafirðt, Fjóla Rafnkelsdóttir, Ingólfur Eyjólfsson, Olga Ingólfsdóttir, Hrafnkell Ingólfsson, Aðalbjörg Guðmundsdóttir. Rafnkell Þorleifsson, Eyjólfur Runólfsson, Ólafur Rafnkelsson. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, ÁGÚSTAR ÓLAFSSONAR, vélstjóra frá Vestmannaeyjum. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður og tengdaföður, HALLDORS MAGNÚSSONAR, Súðavik. Guð blessi ykkur öll Hulda Engilbertsdóttir böm og tengdadóttir t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa ÁGÚSTAR HALLDÓRSSONAR, Sólmundarhöfða. Akranesi Ingibjörg Ingólfsdóttir. börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIGERÐAR DANIVALSDÓTTUR Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjúkrunardeildarinnar á Hrafn- istu. Huiniouur lorrason Sigurrós Torfadóttir Torfi Torfason, Jóhann Guðmundsson, Svandís Guðmundsdóttir digriour uananoit, Þorsteinn Björnsson, Ástriður Ólafsdóttir, Sigríður Árnadóttir. Walter Hjaltested, barnaböm og barnabarnaböm. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, STURLAUGS H. BÖÐVARSSONAR, útgerðarmanns, Rannveig Böðvarsson, Ingunn Helga Sturlaugsdóttir, Haukur Þorgilsson, Matthea Sturlaugsdóttir, Benedikt Jónmundsson, Haraldur Sturlaugsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Sveinn Sturlaugsson, Halldóra Friðriksdóttir, Rannveig Sturlaugsdóttir, Gunnar Ólafsson. Sturlaugur Sturlaugsson, Helga Ingunn Sturlaugsdóttir. Skrifstofa vor að Suðurlandsbraut 30 verður lokuð, þriðjudaginn 8. júní frá kl. 12 á hádegi, vegna jarðarfarar Guðna Ólafssonar, apótekara. G. Ólafsson h. f. Suðurlandsbraut 30 Reykjavík. ! Lokað vegna jarðarfarar Ingólfs Apótek er lokað frá kl. 1—3, þriðju- daginn 8. júní, vegna jarðarfarar Guðna Ólafssonar apótekara. INGÓLFS APÓTEK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.