Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JUNl 1976 45
r „m
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu-
dags
0 Á Laugar-
dalsvelli
„Vallargestur" skrifar:
Góði Velvakandi.
Ég er einn af þeim, sem sækist
mjög eftir að fara og horfa á
knattspyrnuleiki. Þó hélt ég fyrir
fáum árum að það ætti ekki fyrir
mér að liggja að eyða tímanum í
að horfa á menn „eltast við
bolta". En svo byrjaði ég á þessu
af hreinni tilviljun og nú læt ég
engan knattspyrnuleik fram hjá
mér fara komist ég á völlinn með
góðu móti.
Ég hef fyrst og fremst ánægju
af að horfa á leikina — flesta
þeirra að minnsta kosti — og svo
er þetta ánægjuleg útivera svona
að loknum kvöldmatnum. Senni-
lega héngi ég annars yfir sjón-
varpinu eða dundaði eitthvað inni
við — og útivistina tek ég langt
fram yfir það gftir að hafa setið á
skrifstofu allan daginn.
0 Gæzlu ábótavant
Nýi grasvöllurinn í Laugar-
dalnum er ágætur, en það er eitt,
sem mér finnst að, og það er gæzl-
an á vellinum. Á fyrstu leikj-
unum varð ég ekki var við neina
gæzlumenn, en svo fór ég að sjá
einn og einn rölta þar um, en
ósköp voru þeir afskiptalausir.
Og af hverju var svo sem
ástæða til að skipta sér? Jú, bless-
uðum börnunum. Látum vera þó
þau stærri liggi á grasflötinni
fyrir framan áhorfendastæðið,
það er að segja ef þau eru ekki of
nálægt vellinum og halda sér
sæmilega á mottunni, en mér
blöskraði alveg, þegar ég sá smá-
börn, sem varla gátu gengið,
skjögra þar um að því er virtist
algerlega eftirlitslaust.
0 Ábyrgðarhluti
Þetta var gaman — gaman
hjá börnunum í góða veðrinu!
Ösköp skildi ég það vel, en samt
fékk eg sting fyrir hjartað. Rétt
hjá þeim — úti á vellinum —
gekk boitinn á milli leikmanna og
svo kom börkuskot útaf. Hvað
hefði gerzt, ef hann hefði lent í
eitthvert þeirra minnstu, segjum
til dæmis höfuð eða maga? Eg
þorði ekki að hugsa þá hugsun til
enda. Engum biöðum er um það
að fletta að þau voru þarna í •
stórhættu — og mikill ábyrgðar-
hluti að sleppa þeim þarna laus-
um.
0 Hver á sökina?
Og hvers eða hverra er svo
sökin, ef bolti lenti i smábarni og
það stórslasaðist? Er hún leik-
ar klæddí Georges svo nunnuna
aftur f fötin og skildi Ifk hennar
eftir skammt frá klaustrinu.
Hann keyrði yfir lfkið tii að reyna
að láta Ifta út fyrir að hún
hefði dáið f umferðarslysi.
Georges er nefnilega mjög snjall
maður á sfnu sviði. Allt virtist að
minnsta k'osti f lagi og ég taldi
mig ekki þurfa að hafa verulegar
áhyggjur. Og þá fór Paul að
bralla upp á eigin spýtur. Marcel
Carrier kunngerði þá ætlan sfna
að bjóða þér til hallarinnar einu
sinni enn. Ég féllst á það að það
væri hagstætt tækifæri til að
Ijúka málinu. Ég kom þvf svo
fyrir að Ilelen hyrfi á braut til að
henni væri ekki hætta búin. En
ég bjóst við þeir hefðu hugsað sér
að setja á svið bflslys eða eitthvað
slfkt.
’ Það hvarflaði aldrei að mér
að hann myndi vera slfkt flón að
fara að skjóta á þig. Það lá svo
mjög f augum uppi að slfkt hlaut
aðeins að kalla á fhlutun lögregl-
unnar og gat stefnt okkur öllum f
bráðan voða. Svo heyrði ég að
Helcn hefði komið aftur strax og
henni varð Ijóst að hún hafði
verið göbbuð til að fara úr bæn-
um. Ég heyrði Ifka að þið hefðuð
ekið úr borginni. Ég skildi fljót-
mannsins, sem spyrnti knettin-
um? Er hún stjórnar vallarins
fyrir slælegt eftirlit? Eða er hún
kannski foreldra eða gæzlumanns
barnsins, sem sleppti því lausu?
Ég reikna með að leikmaðurinn
yrði þegar sýknaður, en vallar-
stjórnin gæti tæplega firrt sig
ábyrgð — og kannski yrði allri
sökinni skellt á hana. En að mínu
mati er sökin fyrst og fremst
kæruleysi — öskiljanlegt kæru-
ieysi — þess eða þeirra, sem
komið hafa með barnið á völlinn.
Það er ófyrirgefanlegt að setja
barnið í þá hættu, sem það er
þarna — óafsakanlegt hugsunar-
leysi, svo stærri orð séu ekki
notuð.
Og kæra vallarstjórn, þið, sem
hafið svo margt gert vel, hafið
hugfast, að hver sem sök ykkar
raunverulega er, þá er hitt víst að
sökinni yrði allri skellt á ykkur,
ef illa færi.
Vallargestur.
0 Góða hvítasunnu
Hvítasunnan virðist ætla að
verða einstaklega ánægjuleg að
þessu sinni. Vorið hefur verið svo
gott, að gróður er kominn og veð-
ur þannig, að fólk hefur getað
verið úti. Vonandi verður svo yfir
hátíðisdagana. En jafnframt er
enn snjór i Bláfjöllum, þar sem
hefur verið svo hlýtt í skjólinu, að
fólk hefur næstum getað gengið
eins og á baðströnd suma dagana.
Hvað sem svo verður um helgina.
Þó að allir, sem vettlingi geta
valdið og hafa áhuga á útiveru og
gróðri, sæki sjálfsagt út úrbæjum
eða í garðana sína, þá er fleira á
boðstólum á þessari hvítasunnu.
Listahátið er að hefjast með tón-
ieikum, listasýningum, leiklist og
margs konar sýningum. Erlendir
listamenn eru að streyma að og
innlendir bjóða upp á vandaða
dagskrá. Ef veður helzt svona
gott, verður hægt að ganga milli
sýninganna á Kjarvalsstöðum, i
Norræna húsinu og Þjóðminja-
safni og um miðja daga eru sýn-
ingar, svo sem færeyska vakan í
Norræna húsinu síðdegis á sunnu-
dag og sænski hljóðfærasmiður-
inn eftir hádegið á sunnudag og
mánudag á Kjarvalsstöðum, sem
sýnir hljóðfæri og rabbar við fólk.
Og á kvöldin er hægt að velja um
úrvalssýningar í leikhúsum, i
Bústaðakirkju, Háskólabíói og
Kjarvalsstöðum. Þeir sem eru
fyrir menninguna, hafa þvi engu
síður en útifölkið óvenju góða
möguleika til að njóta hvítasunn-
unnar. Göða og uppbyggilega
hvítasunnuhelgi.
0 Ljótur leikur
í bréfi, sem birtist í Velvak-
anda s.l. miðvikudag, undir fyrir-
sögninni „Ljótur leikur'* varð
meinleg prentvilla. Segir þar að
lögregluþjönarnir hafi komið kl.
2. Bln þar átti að standa „Þeir
komu 2. . .“
HÖGNI HREKKVÍSI
5-/Í
I IDÝHWtlKNK
~^)C----
VI
,Nei takk. — Frúin borgar reikninginn.4
Komið og sjáið
Það er orðið dýrt að kaupa mikið af skápum en
KALMAR KÖK kann ráð við því. Rimlaskáparnir
eru sérstaklega hannaðir með þetta í huga. Þessir
fimm skápar rýma allt sem fjögurra manna
f jölskylda þarf á að halda.
KOMIÐ, SJÁIÐ OG SANNFÆRIST.
Litaver sími 82645.
„Biðjið um Kalmar
Kök bæklinginn“
UTANBÆJARFÖLK
UM LEIÐ OG 8>ÉR HEEMSÆKIÐ
HÖFUÐBORGINA, BJÚÐUM
VIÐ YÐUR AÐ LÍTA í
VERZLUN OKKAR
LANDSINS MESTA
LAMPAÚRVAL
LOFTLAIViFAR
VEGGLAMPAR
BORÐLAMPAR
GÓLFLAMPAR
ÚTILAMPAR
FORSTOFULAMPAR
GANGALAMPAR
STOFULAMPAR
BORÐSTOFULAMPAR
ELDHÚSLAMPAR
BAÐLAMPAR
RÚMLAMPAR
KRISTALLAMPAR
GLERLAMPAR
MÁLMLAMPAR
PLASTLAMPAR
KERAMIKLAMPAR
VIÐARLAMPAR
POSTULÍNSLAMPAR
MARMARALAMPAR
VINNULAMPAR
STÆKKUNARLAMPAR
LAMPASKERMAR
LJÓSKASTARAR.
LJOS & ORKA
Suðurlandsbraut 12
sími 84488